Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 48

Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JlUrðunbbtiiib Síminn á afgreiðslunni er 83033 JH«reunbI«bib SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Kostar 150 þús. að aka hringveginn —sé ekið á benzínfrekum bíl eftir síðustu benzínhækkun EFTIR síðustu ha'kkun á benzini. þeKar hver lítri ha-kkaði úr 481 krónu upp i 515 krónur. kostar það um 73 þúsund krónur að aka hriniíveKÍnn, sé miðað við meðalhíl. sem eyðir um 10 litrum benzíns á 100 km. Inni í þessari tölu er auðvitað ekki viðhald né afskriftir, aðeins benzínkostnaður. Hrinifveif- urinn er 1417 km. Eyði bíllinn um 15 lítrum á 100 km, kóstar aksturinn tæplega 110 þúsund krónur ok eyði hann 20 lítrum á 100 km kostar aksturinn tæplega 146 þúsund krónur. Hafi menn hussað sér að aka ÞinKvallahrinifinn svokallaða, þá kostar það tæpleifa H þúsund krónur á bíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns á 100 km. Eyði bíllinn 15 lítrum kostar aksturinn tæplega 12 þúsund krónur ok sé um eyðslufrek- an bíl að ræða, sem eyðir um 20 lítrum kostar það tæplega 16 þús- und krónur að aka ÞinKvallahring- inn. ÞingvallahrinKurinn er tæplega 154 km, sé ekið frá Lækjartorgi. Það kostar ökumann á bíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns um 23 þúsund krónur að aka frá Reykjavík til Akureyrar, en eyði bíllinn 15 lítrum á 100 km, kostar aksturinn um 34 þúsund krónur og eyði bíllinn um 20 lítrum á 100 km kostar það rúmlega 45 þúsund krónur að aka til Akureyrar frá Reykjavík. Frá Reykjavík til Akureyrar eru um 441 km og flugfarið með Flugleiðum aðra leið kostar 25.200. Kostnaðurinn við að aka til ísa- fjarðar ef bíllinn eyðir um 10 lítrum benzíns er um 28 þúsund krónur, en eyði bíllinn um 15 lítrum benzíns kostar það rúmlega 42 þúsund krónur og eyði bíllinn 20 lítrum á hverja 100 km kostar það ríflega 56 þúsund krónur að aka frá Reykjavík til ísafjarðar. Frá Reykjavík til ísafjarðar eru 544 km, en flugfarið þangað með Flugleiðum aðra leið kostar 23.800. Magnús H. Magnússon alþingismaður: Styð áframhaldandi formennsku Benedikts „ÞAÐ er rétt og sú yfirlýsing mín stendur óhögguð,“ sagði Magnús H. Magnússon, alþingismaður, er Mbl. spurði hann, hvort rétt væri að hann hefði á kjördæmisþingi Alþýðuflokksins i Norður- landskjördæmi eystra um síðustu helgi lýst yfir stuðningi við áframhaldandi formennsku Benedikts Grondals og hvort sú afstaða hans hefði breytzt eftir að Kjartan Jóhannsson tilkynnti mótframboð sitt. Mbl. spurði Magnús, hvort hon- um kæmi mótframboð Kjartans á óvart. „Ég get ekki sagt það í sjálfu sér,“ svaraði Magnús. „Ég hafði svo sem heyrt af þessu ávæning." Og um stöðuna í flokkn- um nú sagði Magnús:„Ég tel, að eins og málum er nú háttað, sé eining flokksins aðalatriðið. Spurningin er, hvernig hún verði bezt tryggð." Mbl. bar þá undir Magnús raddir um að hann sjálfur tryggði þessa einingu með því að gefa kost á sér sem varaformaður. „Ég hef ekki gert mér heinar skoðanir um minn hlut í þessu," svaraði hann. „Ég sækist ekki eftir slíku embætti." RLR sendir læknismál- ið til ríkissaksóknara RANNSÓKN er lokið á læknismál- inu svonefnda og hefur málið nú verið sent ríkissaksóknara til um- fjöllunar. Mál þetta kom upp fyrir nokkrum árum síðan og er eitt elzta meinta sakamálið, sem verið hefur til rann- sóknar. Það snýst um meint svik læknis, sem talinn er hafa sent sjúkrasamlögum reikninga fyrir læknisverkum, sem aldrei voru framkvæmd og þannig hafi honum tekizt að svíkja út umtalsverðar fjárhæðir. Rannsókn málsins hefur verið geysilega umfangsmikil og orðið hefur að taka skýrslur af mörg hundruð sjúklingum umrædds lækn- is. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík fór fyrst með rannsókn þessa máls en þegar Rannsóknarlögregla ríkis- ins tók til starfa á miðju ári 1977 tók hún við rannsókninni. Haust- sól. Ljósm. Mbl. Kristjón. Bankamenn f elldu kjarasamninginn TALNINGU lauk I gærmorgun í allsherjaratkvæðagreiðslu félags- manna Sambands íslenzkra bankamanna um kjarasamning þann, sem samninganefnd sam- bandsins og samninganefnd bankanna undirrituðu með fyrir- vara hinn 3. október. Á kjörskrá voru 2.299. Atkvæði greiddu 2.043 eða 88,9%. Nei sögðu 1.181, já sögðu 778. Auð og ógild atkvæði voru 84. Samkvæmt upplýsingum Vil- helms G. Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra SÍB, höfðu kjör- gögn ekki borizt í gær frá nokkr- um stöðum utan af landi. Var þar um að ræða 34 atkvæði, þannig að þau breyta engu um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Þeir sem höfnuðu voru 57,8% greiddra at- kvæða, en já sögðu 38,2%. Stjórn sambandsins mun koma saman fljótlega og ræða niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar, taka ákvörð- un um framhaldsaðgerðir. Hald- inn verður fundur með formönn- um allra starfsmannafélaga sam- bandsins mjög fljótlega. Heimskunnir söngvarar vilj^i syngja til styrkt- ar Islenzku óperunni f SAMBANDI við formlega stofnun styrktarfélags fslenzku óperunnar hafa þekktir erlendir söngvarar og tónlistarmenn sýnt stofnun Islenzku óperunn- ar mikinn áhuga og vilja þeir gjarnan koma hingað og halda tónleika til styrktar óperunni eða styrkja hana á annan hátt. Hér er m.a. um að ræða tenórinn heimsfræga, Placido Domingo, sem talinn er fremsti tenórsöngvari í heiminum í dag ásamt Pavarotti, Franco Boni- solli, sem er einn aðaltenórinn við Vínaróperuna og einn kunnasti undirleikari söngvara í dag, Erik Werba, sem hefur boðist til þess endurgjaldslaust að vera tónlist- arlegur ráðunautur íslensku óperunnar varðandi sambönd við erlenda listamenn. Sji „Islenzka óperan hleypur a( stokkunum" & bls. 2. Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins: Mun ekki skorazt undan neinum trúnaðarstörfum sem menn vilja fela mér „ÉG TEL alveg ótimabært að lýsa nokkru yfir um það. Málið verður til umræðu og afgreiðslu á flokks- þinginu og ég gef engar yfirlýs- ingar um það núna,“ sagði Jón Baidvin Hannibalsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, er Mbl. spurði hann i gær, hvorn hann styddi til formennsku i Aiþýðuflokknum, Bcnedikt Grönda) eða Kjartan Jóhannsson. Mbi. spurði Jón þá, hvort hann stefndi í framboð til varaformanns- embættis flokksins. „Það hefur ekk- ert verið eftir því leitað og því liggja engin svör fyrir um það. Við eigum völ á mörgum hæfum mönnum til þess,“ svaraði Jón. Mbl.ítrekaði þá spurninguna þann- ig, hvort hann hefði hug á því að keppa að varaformannsembættinu. „Ég mun ekki skorazt undan nein- um trúnaðarstörfum, sem menn vilja fela mér,“ svaraði þá Jón. Mbl. bar undir Jón fréttir þess efnis, að hann beitti sér mjög fyrir mannaskiptum í forystu flokksins og hefði m.a. gengið á fund Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, og falast eftir sendiherrastarfi fyrir Benedikt Gröndal. „Þetta eru tilhæfulausar fréttir," sagði Jón. „Ég hef ekkert rætt við Ólaf Jóhannesson um slíkt mál, enda erum við Ólafur ekki persónulega málkunnugir."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.