Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 41 Hauks Morthens er væntanleg þessa dagana og heitir „Litið brölt". Undirleikarar á plötu Hauks eru Mezzoforte, en þeir verða sjálfir með plötu skömmu síðar. Að lokum kemur svo stór plata frá Utangarðsmönnum sem er tekin upp bæði með íslenskum og enskum textum, og má búast við lítilli plötu í kaupbæti með ís- lensku plötunni. Sú með ensku textunum kemur síðan út í Evr- ópu og jafnvel víðar. Fálkinn hf Fálkinn verður með sex titla, fyrir jólin. Fræbbblarnir verða þar á meðal, með sína fyrstu breiðskífu „Viltu nammi væna?“. Pónik eru að taka upp sína fyrstu breiðskífu á næstum tuttugu ára afmæli. „Kvöldvísa" heitir svo plata sem Torfi ólafsson stendur fyrir en hann hefur samið lög við nokkur ljóð Steins Steinarr og fær til liðs við sig nokkra þekkta söngvara og tónlistarmenn til að flytja hana. Jón Rafn Bjarnason heitir svo einn, sem kemur með tvö lög á plötu og heitir forhliðin „Ég syng fyrir vin“. Auk þessa verður plata með Bessa Bjarnasyni sem heitir „Bessi segir börnunum sögur" og að öllum líkindum plata með söng Guðrúnar Á. Símonar og Þuríðar Pálsdóttur, sem verður frumút- gáfa á 25 ára gömlum upptökum. Hljómplötuútgáfan Hljómplötuútgáfan er nýbúin að senda frá sér tvær plötur, „Nætur og Dagar" með Bjögga og Röggu, og plötu Magnúsar og Jóhanns, „Born To Loose/ Hugs- anir Yuslans". Þá eiga þeir ein- ungis eftir að setja á markaðinn eina plötu í ár, piötu Halla og Ladda sem kemur út í þessum mánuði, en Hljómplötuútgáfan hefur gefið út nokkuð jafnt á þessu ári. Aðrir? Eflaust verða einhverjir aðrir með útgáfur á næstunni, t.d. hafa þó nokkrir kórar tekið upp í sumar og eru enn að, svo nokkuð sé nefnt. Eflaust eigum við eftir að heyra frá fleiri útgáfum fyrir þessi mánaðamót. Genesis Pink Floyd Vinsældakosningar Melody Maker 1980 Litlar breytingar engar byltingar Vart er hægt aö segja að úrslitin í síöustu vinsælda- kosningum Melody Maker hafi komið á óvart. Þrátt fyrir lélega plötu á árinu halda Genesis sínu fyllilega og nýrri tónlistarmenn sjást varla á pappír. Genesis koma út með fyrstu sætin sem bassaleik- ari, trommuleikari, hljóm- borðsleikari, upptökustjórn (ásamt David Hentchel) og sem hljómsveit. Auk þess er fyrrverandi söngvari þeirra Peter Gabriel í fyrsta sæti, Phil Collins aftur á móti í þriöja sæti, fyrrum gítarleik- ari, Steve Hackett í ööru sæti, stóra platan þeirra „Duke“ í öðru sæti, og „Pet- er Gabriel" í þriðja. „Turn it on Again“ (Genesis) í 3. sæti yfir litlar plötur, og „Games Without Frontiers“ (Peter Gabriel) í 2. sæti. En hér eru nokkur úrslit- anna: HLJÓMSVEIT 1. Genesis (5) 2. Pink Floyd (—) 3. Police (2) 4. Led Zeppelin (1) 5. Rush (12) 6. Whitesnake (—) 7. Rainbow (17) 8. Jam (19) 9. AC/DC (—) 10. Yes (4) SÖNGVARI 1. Peter Gabriel (4) 2. Robert Plant (1) Led Zeppelin 3. Phil Collins (6) Genesis 4. David Coverdale (18) Whitesnake 5. Jon Anderson (2) 6. lan Gillan (15) Gillan 7. David Bowie (3) 8. Ronnie J. Dio (—) Black Sabbat 9. Stlng (7) Police 10. Graham Bonnet (—) Rainbow SÖNGKONUR 1. Kate Bush (1) 2. Joan Armatrading (10) 3. Chrissie Hynde (15) Pretenders 4. Judie Tzuke (3) 5. Debbie Harry (2) Blondie 6. Siouxsie Sioux (4) 7. Stevie Nlcks (12) Fleetwood Mac 8. Elkie Brooks (9) 9. Olívia Newton-John (17) 10. Hazel O’Connor (—) GÍTARLEIKARI 1. Ritchle Blackmore (5) Rainbow 2. Steve Hackett (3) 3. Jimmy Page (1) Led Zeppelin 4. David Gilmour (—) Pink Floyd 5. Steve Howe (2) Yes TROMMULEIKARI 1. Phil Collins (1) Genesis 2. Cozy Powell (3) Rainbow 3. Neal Peart (6) Rush 4. John Bonham (2) L.Zeppelin 5. lan Paice (13) Whitesnake Kate Bush BASSALEIKARI 1. Mike Rutherford (6) Genesis 2. Chris Squire (1) Yes 3. Geddy Lee (8) Rush 4. Roger Glover (13) Rainbow 5. John Paul Jones (2) Led Zeppelin HLJOMBORDSLEIKARI 1. Tony Banks (3) Genesis 2. Jon Lord (4) Whitesnake 3. Rick Wakeman (1) 4. Don Airey (12) Rainbow 5. Rick Wright (—) Pink Floyd LP PLÖTUR 1. The Wall Pink Floyd 2. Duke Genesis 3. Peter Gabriel 4. Permanent Waves Rush 5. Back In Black AC/DC 6. Heaven And Hell Black Sabbath 7. Drama Yes 8. The Game Queen 9. Ready An' Willing Whitesnake 10. Emotional Rescue Rolling Stones SP PLÖTUR 1. An. Br. in the Wall Pink Floyd 2. Games Without Front. Peter Gabriel 3. Turn it on Again Genesis 4. Going Underground Jam 5. The Spirit of Radio Rush 6. Fool for Your Loving Whitesnake 7. Ashes to Ashes David Bowie 8. 747 (Strangers in the Night) Saxon 9. Neon Knights Black Sabbath 10. All Night Long Rainbow ÖNNUR ÚRSLIT Jazz: Brand X (1) Bjartasta vonin: SAXON Reggae: Bob Marley & The Wailers (1) Lagasmiðir: PinkFloyd (—) Diskólag: Upside Down Diana Ross Bob Magnusson og íslendingarnir: Plata fyrir áramót? John Abercrombie kemur í þessum mánuði Ný hljómsveit, Þeyr, tekur upp sína f yrstu plötu VIKUNA fyrir prentaraverkfallið hélt Bob Magnusson þrjá hljóm- leika með úrvalsliði hérlendra jazzleikara. Það fór ekki á milli mála. að hér var á ferðinni merkur og stíl- hreinn bassaleikari sem þekkti sitt svið. Allur leikur Bobs var lýtalaus en sólókaflar hans aftur á móti nokkuð drungalegir, en þo fjöl- breyttir. þ<> cinleikur á bassa hafi ekki heillað undirritaðan í seinni tíð. Hann virtist aftur á móti fylgja félögum sínum, íslendingunum, hvert sem þeir vildu og virtist samleikurinn vera hans sterkasta hlið. Það var því nokkuð undarlegt, að Islendingarnir skyldu ekki taka af stað. Viðar Alfreðsson, Rúnar Georgsson, Guðmundur Steingríms- son og nafni hans Ingólfsson virtust vera að bíða eftir einhvers konar leyfi til að láta tilfinningarnar skína í gegnum hljóðfæri sín, þó Rúnar hafi þó gert marga góða hluti kvöldið á „Sögunni". Guðmundur Steingrímsson er iíka fær í flestan sjó og gaf ekkert eftir í að fylgja Bob. Þeir léku þarna nokkur lög eftir Bob og lög í útsetningum hans, sem voru flestar nokkuð góðar, en útsetningar Gunnars Reynis þóttu mér hver annarri líkari og líkt því sem frá honum hefur áður heyrst, og er ekki sérlega áhugavert fyrir mín eyru. En hvað um það, til stendur að gefa út á plötu eitthvað af þessu efni á næsta ári, en að auki megum við búast við þeim félögum á skjánum von bráðar. Jazzvakning ætlar aldeilis að taka jazzunnendur með trompi á þessari vetrarönn þeirra. Nokkrum vikum eftir að við fengum að sjá og heyra í hinum ágæta Vestur-íslendingi Bob Magnussyni, þá fáum við til lands- ins hinn merka „fusion-jazz“-gítar- leikara, John Abercrombie. John Abercrombie mætir hér væntanlega með Quartet sínum, en hann er skipaður auk Abercrombies, Richie Beirach, píanó, George Mraz, bassaleikara, og Peter Donald, trommuleikara. Munu þeir leika hérlendis þann 28. október í Hamra- hlíðarskólanum. VÆNTANLEG er plata frá hljómsveitinni Þeyr. Hljóm- sveitin Þeyr hefur lítið sem ekkert sést opinberiega. þrátt fyrir það að hafa verið til í einni eða annarri mynd í tvö ár. Hljómsveitina skipa Hilmar Örn Agnarsson (bassagítar), Jó- hannes Helgason (gítar), Magn- ús Guðmundsson (píanó og söngur), Sigtryggur Baldursson (trommur) og Elín Reynisdóttir (söngur). Hljómsveitin leikur nokkuð blandaða tónlist ef taka á mið af upptökum þeirra, sem enn eru í gangi. Er þar bæði að finna hefðbundin popplög og tónlist, þar sem reynt er að ná fram eigin stefnu og nýrri línum í tónlist. Hið síðara á sérstak- lega við um nýrri tónlist þeirra. Lögin eru öll eftir meðlimi hijómsveitarinnar, en þau semja textana ásamt Hilmari Erni Hilmarss.vni. Eiríkur Harðarson, annar söngvari Start, syngur í nokkr- um lögum, en hann var upphaf- lega meðlimur í hljómsveitinni. SG-hljómpiötur munu gefa plötu þessa út. John Abercrombie hia sL qgBRarentiR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.