Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 15

Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 1 5 Hvað eru stytturnar margar í Reykjavík? „JÓN Sigurðsson forseti, stand- mynd, sem steypt er úr eir ...“ Þannig orti Steinn Steinarr um styttuna af Jóni forseta á Aust- urvelli, en hvað skyldu þær nú annars vera margar stytturnar í Reykjavík og hver skyldi vera þeirra elst? Til að forvitnast nánar um þessi mál snerum við okkur til Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkur- borgar, sem hefur á sinni könnu flest, sem lýtur að styttum og standmyndum. „Já, það er 61 stytta á stalli í Reykjavík og þeirra elst er Thorvaldsensstyttan, sem var gefin til landsins árið 1874 í sambandi við þjóðhátíðina. Hún stóð fyrst á Austurvelli og allt fram til 1931 þegar hún varð að láta í minni pokann fyrir Jóni Sigurðssyni. Þá var henni komið fyrir í Tjarnargarðinum þar sem hún er enn. Kunnust er þó líklega, og kannski að vonum, styttan af fyrsta Reykvíkingn- um, Ingólfi Arnarsyni, enda set- ur hún ekki svo lítinn svip á umhverfið þar sem hún trónir efst á Arnarhóli. Nú auk þeirra styttna, sem komnar eru á stall, á borgin svo þrjár aðrar, sem enn bíða þess að vera komið fyrir." Ekki á þó borgin allar þessar styttur? „Nei, Reykjavíkurborg á 41, ríkið 8, 2 á Háskólinn, 2 Dóm- kirkjan, Kirkjugarðarnir eiga 2, Menntaskólinn í Reykjavík 2 og 4 eru í fyrirtækjum og stofnanum. Ef við lítum hins vegar á ein- staka listamenn þá er Ásmundur Sveinsson þar fremstur í flokki með 16 myndir, á hæla honum koma síðan Einar Jónsson og Sigurjón Ólafsson með 9 hvor, Ríkharður Jónsson á 4, Berteí Styttan af Bertel Thorvaldsen er elsta styttan i Reykjavik. Hún var gefin til landsins i sambandi við þjóðhátiðina 1874. Thorvaldsen 3 og Ólöf Pálsdóttir 2. Aðrir eiga svo eina.“ En hvað með viðhaldið? Er ekki spanskgrænan erfið viður- eignar? „Nei, síður en svo. Eir þarf nefnilega ekki að þrífa. Að vísu má sjá það stundum erlendis hvar verið er að hreinsa eirstytt- ur en þá er um að ræða sót og fugladrit, sem við erum blessun- arlega laus við. Spanskgrænan er hins vegar velkomin og það var löngum draumur allra mynd- höggvara og listamanna að fá að sjá stytturnar sínar grænar. Það er nefnilega svo, að samspil ljóss og skugga nýtur sín betur undir þeim kringumstæðum," sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri að lokum. Grænlenskur stórbóndi í heimsókn: Ekkert að f leipra með f járeignina HÉR Á landi er nú staddur góður gestur, Abel Kristiansen stórbóndi frá Eystribyggð í Grænlandi. Abel á heima þar sem heitir Eqaluit, en það útleggst víst Laxavogur á íslensku, og þar hefur hann búið búi sínu í 41 ár. Abel er ekkert að fleipra með fjáreignina frekar en aðrir stórbændur og harðneitar að nefna nokkrar tölur í því sambandi. Það er þó víst að höfuðin hlaupa á hundruðum og fer þá að styttast í þúsundið. Abel Kristiansen er nú í heimsókn hjá dóttur sinni, sem er búsett hér á landi, og ætlar að nota tímann til að kynna sér búskaparhætti íslenskra sauðfjárbænda. Meðfylgjandi mynd var tekin á skrifstofunni hjá honum Gísla Kristjánssyni ritstjóra og virðist þeim kunningjunum fara eitthvað skemmti- legt á milli. Kannski að Gísli hafi verið að segja Abel frá fallþunga íslensku dilkanna, sem ku vera hreinustu horgeml- ingar hjá þeim grænlensku. „Þad má lesa svo margt út úr náttúrunni, hana má lesa eins og opna bók, menn verða bara að vera læsir á hana. Lítill steinn getur sagt meiri sögu en margur hyggur og búið auk þess yfir fegurð og margbreytileik. Hans Jetzek heitir hann, sem þannig farást orð. Nafnið dálítið framandi enda er hann af erlendu bergi brotinn, fæddur í Herford í Westfalen fyrir sunnan Hannover í Þýskalandi. Jetzek kom hingað til lands árið 1955 og frá árinu 1967 hefur hann verið umsýslustjóri hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík. Hann er kvæntur tslenskri konu, Álfheiði Líndal, og búa þau á Tjarnargötu 24 í Reykjavík. Jetzek er áhugasamur steinasafnari og til að fræöast nánar um það áhugamál hans leit blm. inn til hans einn eftirmiðdaginn. Hvenær vaknaði áhugi þinn á steinasöfnun? „Já, ætli hann hafi ekki vaknaö þegar ég var á sínum tíma sölumaöur fyrir Jón Loftsson h/f. Fyrirtækinu bauöst að kaupa glerverk- smiöjuna gömlu og mér var faliö aö athuga hvaö gera mætti í málinu. Ég fór því aö lesa mér til um glergerð og komst þá aö því, sem ég vissí ekki, aö gler er aðallega gert úr sandi, kvartssandi. Þaö má segja, aö þá hafi vaknaö áhugi minn á bergtegundum. Seinna var ég svo í Banda- ríkjunum, í New York, og tíndi þá upp nokkrar steinmola meöfram Hudson-ánni, sem mér þóttu fallegir. Ég komst þó aö því þegar heim var komiö til íslands, aö jaeir voru víst ekkl ýkja merkilegir, en upp frá þessu fór ég aö leggja fyrir mig steinasöfn- un.“ Hvernig eiga menn aö bera sig aö viö steinasöfn- un? „Steinninn býr yfir meiri fegurð en margur hyggur^ Hans Jetzek. Borðið vð hlið hane er gert ár Drápuhliöargrjóti en það gáfu honum félagar hans f Stetnasafnaraklúbbnum á fimmtugsafmæli hans. Steinninn er austfirskt agat, sem Einar Guðjohnsen gaf honum. „Fyrst og fremst veröa menn aö lesa sér dálttiö til í fræðunum svo aö þeir viti eftir hverju þeir eigi aö slægj- ast. Það er ekkí nóg aö safna sérkennilegum hraunmolum, heldur veröa þeir að hafa eitthvaö annaö til brunns aö bera og í þessum efnum er þaö myndunarhátturinn, sem skilur á milli feigs og ófeigs. Flestir merkilegustu steinarn- ir hér á landi veröa til sem holufyllingar í bergi og eru þá meö ólíkum hætti eftir því hvort bergið er ungt eöa gamalt. Kvartssteinar, eins og t.d. agat, finnast einkum í elstu berglögunum og hafa myndast viö hátt hitastig, en geislasteinar, eða zeóítar, viö lægra hitastig og fjær eld- stöðvum en kvartssteinarnir. Steinarnir geta því sagt okkur heilmikiö um jarösögu landsins og myndun þess.“ Hvaóa steinar eru merki- legastir hér á landi? „Ja, þaö er nú svo, aö sínum augum lítur hver á silfriö, en ætli ég nefni hér ekki geislasteininn, sem ís- land er frægt fyrir. Hann myndast eins og fyrr segir í gosbergi, í vissri fjarlægö frá sjálfri eldstööinni, og getur veriö ákaflega fallegur. Víö höföum t.d. gaman af því í fyrra þegar til okkar í Steina- safnaraklúbbnum kom kona, kollegi okkar vestur í Banda- ríkjunum, og gaf okkur smá- gera bergskristalla, sem best er aö njóta í gegnum smásjá. Viö launuðum henni meö íslenskum geislasteini og hún var alveg yfir sig hrifin og fannst mikið til um. Nú, svo má telja silfurberg- iö í Teigarhorni fyrir austan. Hér áöur fyrr var mikið flutt út af því og var þaö notað í smásjár. Þaö brýtur Ijósið á sérkenniiegan hátt og sumir hafa jafnvel getiö sér til, aö þar sé kominn leiöarsteinn- inn, sem fornmenn notuðu á siglingum sínum og sagt er frá í gömlum bókum. Annars eru tíl margir fallegir steinar hér á landi og of langt mál aö telja þá alla upp. Auk silfur- bergsins, sem er kalkspat, og geislasteinsins vii ég þó nefna agat, jaspis, holtaþór, sem er hvítt kvartsafbrigði án lagskiptingar, og opal, en hann er í ætt viö holtaþór nema hvaö hann inniheldur vatn. Ekki er mikiö um opal hér á landi en þó hef ég fundiö litla steína í kringum gamla hveri í Hverageröi. í Ástralíu og Mexikó finnst hins vegar svokallaöur eöal-opal, sem endurvarpar Ijósi í öllum regnbogans litum og er ákaf- lega dýrmætur steinn. Róm- verski sagnfræðingurinn Pliníus segir frá því, aö Grikk- ir hafi kunnað aö umbreyta venjulegum opal í eöal-opal, en getur þess ekki hvernig þeir fóru aö því og þaö veit nú enginn.“ Hvar á landinu er best að bera niður við steinasöfnun? „Þaö er nú mjög víöa og Reykvíkingar þurfa ekki aö fara lengra en upp í Hvalfjörö til þess. Ég hef þó nokkuð farið aö Hestfjalli og Skessu- horni í Borgarfiröi og í Hvera- gerði, þar sem ég fann opal- ana, en Austurland er samt vafalaust auöugast í þessu tilliti eins og flestir vita. Er- lendis er til hrafntinnuaf- brigöi, sem kallast snjó- kornahrafntinna og seist á góöu veröi. Ég hef stundum veriö aö svipast um eftir þessu afbrigði í Hrafntinnu- skerjum en ennþá hef ég ekki getaö komiö auga á þaö.“ „Steinaldarmennirnir" eða Steinasafnaraklúbbur- inn í Straumsvík „Þaö er nú mest í gamni gert að kalta okkur „steinald- armenn" en Steinasafnara- klúbburinn í Straumsvík er eini félagsskapurinn sinnar tegundar á landinu. Viö vor- um upphaflega 15, sem stofnuöum hann, ariö 1975, og var ég formaöur hans fyrstu fjögur árin. í fyrra tók Jón Leifur Óskarsson viö formennskunnl og nú erum viö orðnir 42. Félagiö hefur staöið fyrir ýmsum fræöslu- námskeiöum um sitthvað sem lýtur að steinasöfnun og efnafræöiiegum eíginleikum ólíkra steintegunda og fengið til þess menntaöa menn í þeim greinum. Viö höfum efnt til feröa á ýmsa forvitni- lega staöi fyrir steinasafnara og auk þess til skemmtiferöa fyrir fjölskyldur félagsmanna. Þaö er ekki ofsögum af því sagt, aö ég hef haft ákaflega gaman af þessum klúbbi enda hópurinn mjög sam- stilltur og áhugasamur. Viö „steinaldarmennirnir" höfum líka fengist viö dálítiö skemmtilegt og nokkuö sem ég hef mikinn áhuga á, en þaö er kristallaræktun. Þaö má nefnilega rækta þá á efnafræöilegan hátt, úr ákveöinni upplausn, og fá fram afar fallega kristaila- byggingu. Einnig höfum viö viöaö aö okkur tækjum, sem gott er aö hafa aögang aö, eins og t.d. demantssög, slípunarvél og tromlum. Meö þessum tækjum má skera steininn og fága og laga á annan hátt og verður áferöin þá að vonum miklu fallegri. Ég vil svo segja þaö aö lokum, aö steinasöfnun, þeg ar rétt er aö henni staöiö, er ákaflega skemmtilegt og menntandi viöfangsefni. Fal- legur steinn er ekki bara stofuprýði, úr honum má líka gera fallegan hlut, skartgrip, sem ekkert gefur eftir mörg- um gripnum, sem kaupa má dýrum dómum í verslunum. Þó eru þaö kannski hin mannlegu samskipti, félags- skapurinn viö þá, sem sama áhugamál hafa, jafnt innan lands sem utan, sem aö lokum veröa eftirminni- legust," sagöi Hans Jetzek aö síöustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.