Morgunblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 2 1 Vatnslitamyndir Sigurðar Thoroddsens Sýning Sigríðar Björnsdóttur I Listmunahúsinu við Lækj- argötu, stendur nú yfir sýning á nýjum verkum eftir Sigríði Björnsdóttur. Hún hefur stund- að myndlist nokkuð lengi og er því enginn viðvaningur hvað það snertir. Hér áður var Sigríður mjög upptekin af óhlutlægri myndlist, en eins og svo margir aðrir, hefur hún undið sínu kvæði í kross nú síðustu árin og gefið sig á vald landslagsmynda. Má sjá árangur af þessari stefnubreytingu hjá Sigríði á núverandi sýningu hennar í List- munahúsinu. Þar sýnir Sigríður 72 litlar landslagsmyndir, sem gerðar eru með Acryl-litum á pappa og undir rjáfri eru fáeinar abstraktar myndir gerðar í hennar gamla stíl. Það mun vera sannast mála, að enn sem komið er heldur Sigríður einnig tryggð við sinn fyrri myndheim. Þar sem hún fann stað og stund fyrir ljóðræna útrás sína. Þessar nýju myndir Sigríðar eru ekki stórar að flatarmáli. Þær eru unnar eins og um olíuliti væri að ræða og er það mikið hól um myndgerð Sigríð- ar, að henni tekst ágætlega að ná hinni hráu áferð úr Acryl-litun- um og gera þá bæði kraftmeiri og aðgengilegri en ella. Þetta eru samstæð verk, sem hafa mjög hugljúfan blæ. Þau eru að vísu nokkuð lík hvort öðru og ekki hefði sakað, að mun meiri fjöl- breytni í litavali hefði verið að ræða. Þegar Sigríður einbeitir sér að einfaldri og hreinni myndbyggingu, finnst mér henni takast hvað best. Nefni þá þessu I til sönnunar vetrarlandslög, er mest áhrif höfðu á mig persónu- lega. Ef til vill er það einmitt þessi myndgerð, er sýnir gleggst hvernig Sigríður ræður bæði við fyrirmyndir og efnivið. Ég verð að játa, að ég fann ekki sama kraft í þeim verkum er voru litskrúðugri og á stundum flókn- ari í allri meðferð. Þetta er mjög snotur sýning hjá Sigríði og ég held að ekki sé ofsögum sagt: Að hún vaxi sem myndlistakona af þessum verk- um. Sýning sem þessi fer mjög vel í húsnæðinu og heildarsvipur er bæði skemmtilegur og eftir- minnilegur í senn. Við kynningu af þessum verkum Sigríðar, fer það ekki milli mála, að hún virðist hafa fundið sér miklu eðlilegra tjáningarform í þess- um litlu landslagsmyndum, en oft áður. Sem iistakona virðist Sigríður Björnsdóttir standa á krossgötum og persónulega finnst mér margt blasa við, sem lofar góðu. Ef framhald verður eins og þessi sýning lofar, er ástæða til að gleðjast með Sig- ríði og gefa henni grænt ljós. Sem sagt: Engu spáð, en vinnu- gleðin og viljinn er fyrir hendi hjá listakonunni. Löngum vildi það brenna við hér á landi, að ekkert var álitið fyllilega gjaldgeng myndlist, nema olíumálverkið. Allar aðrar gerðir myndlistar, sem voru „undir gleri", eins og stundum er sagt, töldust til óæðri listar. Þetta átti ekki hvað minnst við vatnslitamyndir að ég ekki nefni teikningar. Það er ekki fyrr en nú á ailra síðustu og bestu tímum að þessu dæmi hefur að einhverju verið snúið til hins betra. En óneitanlega örlar enn fyrir hinum gömlu fordómum, hvað þetta snertir. Vatnslitir eru afar vandmeð- farnir og myndgerð með þeim því um margt miklu erfiðari en t.d., olíulitir. Því hefur verið haldið til streitu að eingöngu afskaplega næmir og viðkvæmn- ir listamenn gætu höndlað vatnsliti þannig að verulegur árangur næðist. Ekki skal ég mótmæla þessu og heldur ekki samþykkja. En eitt er vitað, að amlóðar í meðferð lita hafa ekki erindi, sem erfiði á þessu sviði. Hver og einn myndlistarmaður velur sér þá tækni er honum fellur best og það mun sannast á Sigurði Thoroddsen að hann hefur lagt stund á þá myndgerð er höfðað hefur sérstaklega til hans. Það er vatnslitir og teikn- ing. Þrátt fyrir amstur daglegs Myndlist ettir VALTÝ PÉTURSSON lífs hefur Sigurður jafnan gefið sér nægan tíma til að stunda þá listgrein, er næst honum hefur verið: Vatnslitirnir. A núverandi sýningu Sigurðar Thoroddsen í Listaskála alþýðu er 150 vatns- litamyndir og af þessum fjölda eru um það bil 2/3 nýjar myndir, hinar eru frá síðastliðnum árum en samt mun ein myndanna vera frá árinu 1924. Þótt ekki sé hér uin yfirlitssýningu að ræða, má vel sjá og greina hver þróun hefur verið í þessari myndgerð Sigurðar. Þegar um svo mikið magn mynda er að ræða og hér, verður varla komist hjá að verkin verði nokkuð misjöfn. Þannig er það og á þessari sýningu Sigurðar. Ef ég nefni aðeins örfáar myndir, er mér fundust fremri öðrum á þessari sýningu, bendi ég á: No. 6, 10, 16, 60, 52, 113 og 148. Hér fer ég fljótt yfir, enda vart annara kosta völ, þegar svo margt mynda er á veggjum og raun ber vitni í Listaskála alþýðu, sem stendur. Sigurður hefur næma tilfinningu fyrir litum og hann upplifir náttúruna á viðkvæman hátt. Það er eins hjá Sigurði og svo mörgum öðrum, að hann nær bestum árangri, er hann stillir öllu í hóf og horfir á veröldina með rómantískan og dulrænan heim. Ég hafði ánægju af mörg- um þessum verkum Sigurðar og mér er ríkt í huga, hér á árunum, er Sigurður sat á Al- þingi og dundaði sér undir ræðu- höldum við að teikna sam- starfsmenn. Mikið öfundaði maður Sigurð fyrir hve hann var flínkur að gera skopmyndir. Og þetta sást allt af áhorf- endapöllum hins háa Alþingis. Þakkir fyrir skemmtilega sýn- ingu, til hamingju. HEIMILISTÆKJA-SÝNING UM HELGINA LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1 - 6. Hin stórglæsilegu Amerísku heimilistæki frá Ensku heimilistækin frá KENWOOD Komið og kynnið ykkur hið fjölbreytta úrval Kenwood heimilistækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.