Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 24

Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 25 JltofgissittUtfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Stefnuræða án stefnu Þær fjórar meginniðurstöður, sem athugull hlustandi getur dregið af stefnuræðu forsætisráðherra og umræð- um um hana, eru þessar: Eftir níu mánaða fum og fuður og algjört aðgerðarleysi á vettvangi efnahags- og dýrtíðarmála, stendur ríkisstjórnin í málefnalegri vörn á öllum vígstöðvum. Ekki er hægt að kalla þá vök, sem ríkisstjórnin varðist í á fimmtudagskvöldið, annað en pólitískt gjaldþrot. I málflutningi stjórnarliða örlaði hvergi á samræmdri stefnu til að mæta viðblasandi þróun efnahagsmála í þjóðarbúskapnum, eða neinu því, sem gert gæti „niðurtaln- inguna" gildandi eða komið í stað hennar. Þrátt fyrir fimi framsóknarmanna í að fara kringum merg málsins var hver setning, sem gekk fram af munni þeirra, þrungin óróa vegna þess, að árangur er enginn í „verðbólgu- hömlun" og holskefla nýrrar dýrtíðaröldu framundan. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og aðrir talsmenn stjórnarandstöðu, sýndu fram á, að framundan væru 20 til 25% launahækkanir, 1. desember nk., í formi hækkaðs grunnkaups og hækkaðra verðbóta á laun, og samsvarandi hækkanir fiskverðs og búvöru. Þar sem undirstöðuatvinnuvegur okkar, fiskvinnslan, er þegar rekinn með halla, má búast við stórfelldu „gengissigi í einu stökki“, eins og verðlagsmálaráðherra orðar það, með tilheyrandi áhrifum á verðlagsþróunina. Spurningin er því, hver viðbrögð ríkisstjórnarinnar verða upp úr áramótum. Má e.t.v. búast við „leiftursókn“ og nýjum „febrúarlögum“. Geir Hallgrímsson sagði efnislega: Ríkisstjórnin setti efnahagsnefnd á laggir, sem skilaði áliti í ágústmánuði sl., en ekkert fylgdi í kjölfarið. Ráðherranefnd fjallaði um tillögurn- ar, en ekkert gerðizt. Efnahagsaðgerðir voru boðaðar 1. september. Ekkert gerðizt. Formaður Framsóknarflokksins sagði á fundi norður í Vopnafirði að ríkisstjórnin yrði ekki langlíf, ef hún sæti aðgerðarlaus. Aðgerðarleysið er áfram vörumerki hennar. Þá átti næst að láta hendur standa fram úr ermum fyrir 1. nóvember og 1. desember. Tómas Árnason, verðlagsmálaráðherra, segir sig hrylla við holskeflunni 1. desember nk., ef ekkert verði að gert. Nú er engu að síður búið að afskrifa þessar dagsetningar eins og allar þær fyrri. Niðurtalningarleið Framsóknar, kosningatrompið, hefur orð- ið sér svo rækilega til skammar, að forsætisráðherra minnist ekki orði á hana í hálfrar klukkustundar ræðu, frekar en snöru í hengds manns húsi. Geir Hallgrímsson sagði ennfremur að gjaldmiðilsbreyting sú, sem framundan væri, hefði takmarkað gildi nema róttækar efnahagsráðstafanir verði gerðar fyrir breyting- una, þann veg að nýkrónan fengi stöðugleika til frambúðar. Ein út af fyrir sig hefur þessi formbreyting takmarkað vægi. Að öllu óbreyttu verður íslenzka nýkrónan mun verðminni en aðrar Norðurlandakrónur strax upp úr áramótum og væntanlega helmingi minni innan skamms tíma. Forsætis- ráðherra sagði, aðspurður í útvarpsviðtali í fyrrakvöld, að efnahagsráðstafanir í tengslum við gjaldeyrisbreytinguna hefðu verið ræddar innan ríkisstjórnarinnar, en engin niðurstaða væri komin. Niðurstaðan, sem átti að vera forsenda myndunar ríkisstjórnar í febrúarmánuði sl. er engin komin enn. í þessum orðum forsætisráðherra felst þverskurð- armynd af ríkisstjórninni, starfsháttum hennar og árangri. Formaður Sjálfstæðisflokksins lagði í lok ræðu sinnar áherzlu á það, að fyrsta skilyrðið til að vinna á verðbólgunni væri að draga úr ríkisumsvifum og skattaálögum, svo svigrúm skapist til að bæta kjör hinna lægst launuðu og efla framtak, hugvit og dugnað í þjóðarbúskapnum. Hefja verður nýja sókn í orkumálum og orkufrekum iðnaði til að breikka grundvöll verðmætasköpunar og varða veg til aukinna þjóðartekna og bættra lífskjara. I þeim málaflokki þarf hin dauða hönd Alþýðubandalagsins að víkja. Málefnalegur ágreiningur er meðal sjálfstæðismanna, sagði Geir, um afstöðuna til núverandi ríkisstjórnar. En það er von mín og vissa, að þegar þessi ríkisstjórn er öll, megi allir sjálfstæðismenn taka höndum saman, trúir hugsjónum sínum og stefnu. Það er því bæði þjóðarnauðsyn og flokksnauðsyn að þessi ríkisstjórn fari frá hið fyrsta. Herra forseti. Góðir áheyrendur. Því er eins farið með ræðu forsætis- ráðherra og segir um veðrið í vísunni: „Veðrið er hvorki vont né gott varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott. Það er svo sem ekki neitt." Við hlustendur vorum einskis vísari um stefnu ríkisstjórnarinnar eftir ræð- una en áður. Að þessu leyti reis ræðan ekki undir nafni. Stefnuræða var hún ekki. En hún leiddi í ljós svo ekki varð um villst, að núverandi ríkisstjórn var ekki mynduð til að jafna ágreining á milli aðstandenda sinna og því síður til að leysa vanda, er blasti við þjóðinni í ársbyrjun. Um ekkert slíkt var samið við myndun ríkisstjórnarinnar. Aðrar hvatir lágu að baki. Starfsferill ríkisstjórnarinnar sýnir stefnuleysi, aðgerðarleysi og úrræða- leysi. Á 3ja mánaða fresti upphefjast rokur framsóknarmanna, að eitthvað þurfi að gera í baráttunni gegn verð- bólgunni, en jafnoft lyppast þeir niður, þegar alþýðubandalagsmenn sussa á þá og segja þeim að hætta slíku „blaðri". Þriðja aflið í ríkisstjórninni er mátt- vana og er ekki tekið aivarlegar en nytsamir sakleysingjar endranær. Stjórnarmyndunin sem átti að bjarga sóma Alþingis hefur orðið Alþingi til minnkunnar. í stað þess að horfast í augu við vandamálin og semja um lausn þeirra, féllu framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn fyrir þeirri freistingu að kljúfa Sjálfstæðisflokk- inn. Ef sá veikleiki, sú freisting hefði ekki verið fyrir hendi, væri nú önnur og aflmeiri þingræðisstjórn að störfum, en utanþingstjórn væri einnig þjóðinni snöggtum betri en núverandi ríkis- stjórn. Utanþingstjórn hefði lagt tillögur sínar fyrir Alþingi og alþingismenn og flokkar þurft að taka afstöðu til þeirra. Menn hefðu fengizt við vandann en ekki flotið sofandi að feigðarósi í sjálfsánægju valdadrauma eins og ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar. ★ Áður var rætt um 2ja ára baráttu gegn verðbólgu, eins og í málefnasamn- ingnum segir: „að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum íslendinga", en nú er dregið í land. Sleppt er allri viðmiðun við viðskiptalönd okkar, og talað um 3ja ára áætlun „þannig að i lok ársins 1982 hafi verðbólgan náðst verulega niður". En verst er, að ekkert miðar. Fjárlög núverandi ríkisstjórnar byggðust í apríl á 31% verðbólgu á þessu ári, forsætisráðherra lenti í sennu á Al- þingi og í fjölmiðlum skömmu síðar, að verðbólgan yrði ekki 50% heldur um 40% á árinu en viðurkennir nú, að hún verði 52—54%. Og allar líkur benda til, að verðbólgan verði tvöfalt meiri en forsendur ríkisstjórnarinnar fyrir fjár- lögum í apríl gerðu ráð fyrir. Spáð hefur verið, að haldi fram sem horfir verði verðbólguvöxturinn kom- inn í milli 80—90% að ári liðnu. En hvort sem ráðherrum eða þing- flokksformönnum stjórnarliðsins er bent á staðreyndir liðins tíma eða spár um framtíðina, þá hrista þeir glókoll- ana sína og telja sig hafa efnahagsað- gerðir í undirbúningi. Efnahagsnefnd var sett í sumar og skilaði áliti í ágúst. Formaður hennar sagði, að tillögur hennar yrðu birtar þá í næstu viku, ef vel gengi. En það hefur bersýnilega gengið illa. Ráðherranefnd fjallaði um tillögurnar, en ekkert gerðist. Efnahagsaðgerðir áttu að koma til framkvæmda 1. september. Ekkert gerðist. Steingrímur Her- mannsson sagði í Vopnafirði, að ríkis- stjórnin yrði ekki langlíf, ef hún sæti aðgerðarlaus. En ekkert gerðist. Þá átti næst að láta hendur standa fram úr ermum fyrir 1. nóvember og 1. desem- ber. Tómas Árnason segir sig hrylla við holskeflunni 1. desember, ef ekkert verður aðgert, en nú er líka búið að afskrifa þær dagsetningar. Niðurtaln- ingaraðferð Framsóknar, kosninga- tromp þeirra og framlag í stjórnarsátt- málann er nú gengin sér svo til húðar og hefur beðið slíkt skipbrot að forsæt- isráðherra minnist ekki orði á hana, frekar en sriöru í hengds manns húsi. Og framsóknarmenn láta sér það lynda. Hverju fórna framsóknarmenn ekki fyrir ráðherrastólana, meðan þeir telja sig gæta hagsmuna SÍS? Nú er hálmstráið, að gjaldmiðils- breytingin um áramót veiti ríkisstjórn- inni skjól. Gunnar Thoroddsen segir: „Þegar hver króna verður hundrað sinnum meira virði en nú, þá er hún komin í hóp annarra gjaldmiðla á Norðurlöndum". En sannleikurinn er sá, að strax eftir gjaldmiðilsbreyting- una um áramót verður íslenzka krónan mun verðminni en aðrar Norðurlanda- krónur og væntanlega helmingi minni innan skamms tíma. Gjaldmiðilsbreyt- ingin er eingöngu formbreyting en ekki efnisbreyting og eingöngu til skaða, ef ekki er búið fyrir breytinguna að gera róttækar efnahagsráðstafanir. En fyrir liggur, að það verður ekki gert. Að- spurður í útvarpsviðtali í gærkvöldi um fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna, sagði Gunnar Thoroddsen að þær hefðu verið ræddar innan ríkisstjórnarinnar, en engin niðurstaða væri komin. Niður- staða, sem átti að vera forsenda myndunar ríkisstjórnar í febrúarmán- uði sl. er engin komin enn. Allir kannast við söguna um keisar- ann, sem spilaði á fiðlu, meðan borgin brann. Nú brenna fjármunir einstaklinga, heimila og fyrirtækja upp í báli verðbólgunnar, meðan stjórnvöld láta sér fátt um finnast. Alþýðubandalagsmenn gengu til stjórnarsamstarfs í ársbyrjun til að lækka vexti, koma í veg fyrir sífelldar gengisfellingar og vernda kaupmátt launa, að eigin sögn. Efndirnar hafa verið þær, að vextir hafa hækkað. Verð á Bandaríkjadollar hefur hækkað um nær 40% frá upphafi þessarar ríkis- stjórnar. Og kaupmáttur kauptaxta verkamanna, sem var 109,5 í janúar sl. verður væntanlega 98,2 í nóvember. Kaupmáttarrýrnun um 10% á 10 mán- uðum. Alþýðubandalagshetjurnar, sem heimtuðu samningana í gildi og komust til valda undir því kjörorði, bera nú ábyrgð á, að kaupmátturinn er lakari en fyrir sólstöðusamningana ’77 og eftir febrúarlögin 1978. Alþýðubandalagshetjur eins og Geir Hallgríms- son formaður Sjálfstæðis- flokksins í um- ræðum um stefnuræðu: en Steingrímur Hermannsson mætir andstöðu Alþýðubandalagsins og legg- ur málið til hliðar. Þegar stjórnendur Flugleiða óska eftir fundi með ráðherrum og tilkynna þeim í ágústmánuði sl., að ekki sé annað að gera, en að hætta Atlants- hafsflugi, koma ráðherrar af fjöllum og biðja um skýrslu Flugleiða hvað gerzt hafi frá marz. Og nú ætlaði Alþýðubandalagið að láta höggið ríða af og gleypa Flugleiðir, en gengu þá fram af framsóknar- mönnum, svo að Steingrímur vaknaði af blundi. Alþýðubandalagið sem gagnrýndi Flugleiðir áður fyrir að halda uppi N-Atlantshafsflugi verður nú að láta fjármálaráðherra sinn bjóðast til þess að greiða 1 Vfe milljarð úr ríkissjóði til þess að halda þessu flugi áfram. Ríkisstjórninni hefur farizt allt mál Flugleiða óhöndulega og ekki er enn séð hvort því verður bjargað sem skyldi, jafnvel hvað sem Norður- Atlantshafsfluginu líður. Skilning skortir, að samgöngumál Islendinga við umheiminn er sjálfstæð- ismál þjóðarinnar eins og sagan sýnir fyrr og síðar. Skilning skortir á efna- hagslegum hagsmunum þjóðarinnar al- mennt og starfsmanna félagsins sér- staklega af starfsemi Flugleiða. Skiln- ing skortir á skemmdarverkum Al- þýðubandalagsins til að ryðja ríkis- rekstri braut. í dag: Flugleiðir. Á morgun: Annar atvinnurekstur. Framsóknarmenn ugga ekki að sér, meðan þeir telja að þeir geti komið ár SÍS fyrir borð með breytingu að ræða, að tekjur barna leggist ekki við tekjur foreldra, þegar horfið var að sérsköttun hjóna og staðgreiðsla skatta er höfð í huga. En í skattalögum frá 1978 var 5% skattur á tekjur barna, núverandi stjórn hækk- aði hann í vor í 7% gegn atkvæðum sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu. En þessu til viðbótar lagði núverandi ríkisstjórn til og fékk samþykkt 3% útsvar og 1% sjúkratryggingargjald af tekjum barna, svo að ofsagt er ekkert af skattagleði núverandi. ríkisstjórnar. Af 1114% eru 6 'A % á ábyrgð núv. ríkisstj. Með tilvísun til þess hve skattar og gjöld á börn eru há, eru seint álögð og aðrir beinir skattar hafa reynst hærri en ráð var fyrir gert, á þessu ári er það skoðun okkar sjálfstæðismanna að fella beri þessa skatta niður að þessu sinni og lækka þá á næsta álagningar- ári. Það hefur vissulega verið stefna Sjálfstæðisflokksins í hálfa öld að reka ríkissjóð án greiðsluhalla — en það hefur aldrei verið stefna Sjálfstæðis- flokksins og er ekki í dag, að ná þeim árangri með skattaofsóknum á hendur borgurum þessa lands. Þvert á móti hefur það jafnan verið afstaða Sjálf- stæðisflokksins að það ætti að reka ríkissjóð án greiðsluhalla með hóflegri skattlagningu en aðhaldi og sparnaði í rekstri og fjárfestingum. Fjárlagafrumvarpið, sem nú hefur séð dagsins ljós markar enga stefnu í Úrræðaleysi stjórn- arinnar veldur upplausn og vonleysi Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson sögðu fjálglega, eftir stjórnarmyndun að ekki væri grundvöllur fyrir grunn- kaupshækkunum í væntanlegum kjara- samningum, og skal því ekki mótmælt, að svo hafi verið eftir svik þeirra að setja samningana í gildi, en því til viðbótar hefur ríkisstjórnin síðan hald- ið svo á samningamálum að samn- ingaviðræðum hefur hvað eftir annað verið stefnt í hnút. Fyrst eru gerðir samningar við opinbera starfsmenn, sem orkar út af fyrir sig tvímælis. Opinberir starfs- menn eru í þjónustu allra annarra landsmanna og laun þeirra eru eðlilega greidd með almennri skattheimtu. Aðr- ir iandsmenn eiga hins vegar að miða kjör sín við afkomu atvinnuveganna og því er rétt að almennir kjarasamningar gangi á undan og opinberum starfs- mönnum síðan tryggð eigi lakari kjör. En nú hrósar rikisstjórnin sér af hóflegum samningum við BSRB, sem er rétt að því leyti að BSRB-menn fengu ekki mikið í sinn hlut í bráð. Ragnar Arnalds eykur annars vegar lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna, sem getur orðið ríkissjóði dýrt þegar fram líða stundir og eykur bilið á milli lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og annarra launþega, sem var of mikið fyrir. Hins vegar krefst Ragnar Arn- alds að vísitölugólf sé sett í samninga opinberra starfsmanna, eftir að þeir voru um garð gengnir, sem skiptir þá litlu sem engu máli, en skapar atvinnu- vegunum útgjaldaaukningu, sem Ragn- ar Arnalds sjálfur segir þá ekki geta staðið undir. Hvorttveggja þetta hefur tafið al- menna kjarasamninga, auk þess sem pantað bréf Svavars Gestssonar félags- málaráðherra um atvinnuleyfi útlend- inga, sem vinnuveitendur létu hann éta ofan í sig og draga til baka, og misheppnuð misnotkun framsóknar- og alþýðubandalagsmanna á samvinnu- og verkalýðshreyfingunni í sumar hefur orðið til þess, að enn eru ekki komnir á samningar 10 mánuðum eftir að al- mennir kjarasamningar gengu úr gildi. Vinnuveitendur bera fyrir sig orð Svavars og Ragnars, að ekki sé grund- völlur grunnkaupshækkana, og ganga þannig erinda ríkisstjórnarinnar en hinir eitt sinn kokhraustu verkalýðs- foringjar Alþýðubandalagsins vita ekki sitt rjúkandi ráð, sjálfum sér sundur- þykkir. Það er því á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og Alþýðubandalagsforystunn- ar, að ekki hafa tekizt samningar á almennum vinnumarkaði. Nú er sagt að hinir hóflegu samning- ar BSRB, að mati ríkisstjórnarinnar, séu grundvöllur að tillögu sáttanefnd- ar, en hún mun eins og kunnugt er leiða til um 11% hækkunar launakostnaðar. Samkvæmt spá er gert ráð fyrir 11—12% hækkun verðbótavisitölu 1. desember. Þannig má búast við 20— 25% launakostnaðarhækkunum og ef ekki á að hýrudraga sjómenn sömu hækkunar fiskverðs um áramót. Útgerð og frysting eru rekin með tapi áður en til þessara kostnaðar- hækkana kemur. Ljóst er því að fyrir höndum er stórfelldasta „gengissig í einu stökki", svo notað sé orðalag Tómasar Árnasonar. Fyrsta marz hækkar svo vísitalan um 20% og álíka á 3ja mánaða fresti næsta ár, ef ekkert er að gert. Það skyldi þó ekki vera, að við eigum eftir að sjá leiftursókn eða ný febrúarlög. Á þessu stigi má bara ekkert segja af því m.a. að þing ASI verður haldið seinna í þessum mánuði og kommúnistar vilja halda völdum þar, til að misnota verkalýðssamtökin áfram í flokkspóli- tískum tilgangi. ★ Tilgangur Alþýðubandalagsins er að koma frjálsum atvinnurekstri á kné. Verðbólgan vinnur sitt verk og eyðir eigin fé fyrirtækja, niðurtalningarað- ferðin átti að sjá svo um, að fyrirtækin fengju ekki kostnaðarhækkanir uppi bornar, atvinnuvegirnir safna þannig skuldum og eru háðir fyrirgreiðslu opinberra stofnana. Einn slæman veð- urdag er komið að óskastund sósíalista, fyrirtækjum er neitað um frekari fyrirgreiðslu og þá getur ríkið yfirtekið reksturinn. Dæmi um þetta eru Flugleiðir, þótt erfiðleikar þeirra eigi ekki eingöngu rót sína að rekja til verðbólguþróunar innanlands heldur og aukinnar er- lendrar samkeppni og eldsneytis- kostnaðar. En andvaraleysi samgönguráðherra og ríkisstjórnar hefur verið með ein- dæmum. Samgönguráðherra fjallar um vandamálið með starfsbróður sínum í Luxemborg í marz og lofar að ríkis- stjórn íslands beiti sér fyrir ákveðnum ráðstöfunum eins og ríkisstjórn Lux- emborgar. Ríkisstjórn Luxemborgar efnir sinn hluta samkomulagsins strax, ýmiss konar opinberri fyrirgreiðslu úr valdastólum sínum, en auðvitað eru SIS ætluð sömu örlög og öðrum at- vinnurekstri — að verða ríkisrekinn. Þá er sósíalisma austantjaldsríkjanna komið á að vilja Alþýðubandalagsins með þeim skorti, skömmtunum og mannréttindaskerðingum, sem alkunna er. ★ Eina, sem ríkisstjórnin gumar af, er afkoma ríkissjóðs, en aðalskýringin eru auknar skattaálögur. Auk þess hafa fjárfestingarútgjöld verið færð úr fjár- lögum í lánsfjáráætlun, greiðslur hafa verið dregnar við fyrirtæki og stofnan- ir, sem aftur hafa orðið að leita til bankanna og fjárlög voru ekki afgreidd fyrr en í apríl, svo að afkoma ríkissjóðs er þeim mun betri. Það er ekkert afrek, nema síður sé að reka ríkissjóð án greiðsluhalla með þeim aðferðum, sem núverandi ríkis- stjórn notar. Ríkisstjórnin afgreiðir greiðsluhallalaus fjárlög með því að fara ránshendi um vasa skattborgara í þessu landi. Um leið og hún tryggir greiðslujöfnuð hjá ríkinu með því að seilast sífellt dýpra ofan í vasa skatt- borgaranna, skapar hún greiðsluhalla hjá skattborgaranum. Þetta veit hvert mannsbarn í landinu. Þetta veit hver fjölskylda. Svonefndir barnaskattar hafa komið til umræðu og forsætisráðherra kennt ríkisstjórn minni um og okkur Matthí- asi Á. Mathiesen sérstaklega. Hann sat í þessari ríkisstjórn og gerði enga athugasemd. Hér er um eðlilega kerfis- baráttu við verðbólgu, heldur skrifar öll útgjöld og skatta sjálfkrafa upp í samræmi við hana og jafnvel gott betur. Að vísu eru ætlaðir 12 milljarðar króna til efnahagsráðstafana, en af þeim er búið að ráðstafa 3—4 milljörð- um króna í félagsmálapakka og afgang- urinn nægir ekki til að standa undir 2% lækkun framfærsluvísitölu með auknum niðurgreiðslum sem eru ær og kýr efnahagsráðstafana vinstri stjórna. ★ í peningamálum á að koma á fullri verðtryggingu innlána en lækka vexti útlána. Þeirri spurningu er hins vegar látið ósvarað hver eigi að borga mis- muninn. Á að greiða niður vexti, úr ríkissjóði eða með aukinni seðlaprent- un eða erlendum lántökum, þegar við nálgumst óðfluga að greiðslubyrði er- lendra lána verði 20% af gjaldeyris- tekjum okkar? Ríkisstjórnin ætlar að framlengja aðlögunartíma Ólafslaga til að samræma vexti og verðtryggingu. Það bendir til að vaxtahækkun sé í aðsigi. En þrátt fyrir allt er nú jafnvel meira bil á milli vaxta og verðbólgu en áður og úr sparifjármyndun hlýtur að draga og lánastofnanir hafa minna fé til útlána. Vörn ríkisstjórnarinnar vegna þess efnahagsöngþveitis, sem ríkir í landinu er nú aðallega sú, að viðskiptabankarn- ir hafi ekki staðið við sitt. Þetta er ekki aðeins haldlaus vörn heldur lítilmann- leg vegna þess að með þessu er verið að reyna að koma ábyrgðinni af verkleysi ríkisstjórnarinnar yfir á aðra. Ástæðan fyrir skuldasöfnun viðskiptabankanna við Seðlabankann er auðvitað sú að rekstraraðstaða atvinnuveganna og af- koma einstaklinga fer síversnandi. Þegar ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við staðreyndir og taka á vanda- málum atvinnuveganna eiga þeir um tvennt að velja, loka eða safna skuld- um. Þegar forráðamenn atvinnufyrir- tækja koma til bankastjóra og leggja vandamál sín fyrir þá eiga þeir um tvennt að velja, lána eða taka í raun ákvörðun um lokun fyrirtækjanna. Erfið staða viðskiptabankanna er því afleiðing af verkleysi ríkisstjórnarinn- ar. Afleiðingar stjórnarferils ríkis- stjórnarinnar eru vaxandi verðbólga, aukin ríkisumsvif og skattaálögur, versnandi afkoma einstaklinga, heim- ila og fyrirtækja, upplausn og vonleysi samfara úrræðaleysi stjórnvalda. Herra forseti. Hér verður að brjóta blað. Fyrsta skilyrðið til þess að unnt sé að vinna á verðbólgunni er að draga úr ríkisumsvifum og skattaálögum, svo að svigrúm skapist til að bæta kjör hinna lægst launuðu og framtak, hugvit og dugnaður einstaklinga fái notið sín til að auka þjóðarframleiðsluna. Þjóðarframleiðslan á mann stendur nú nær í stað eða minnkar þrjú ár í röð. Skapa verður almenn skilyrði fyrir atvinnuvegina alla, sjávarútveg, land- búnað, iðnað, verzlun og þjónustu, svo að þeir sem þær atvinnugreinar stunda megi um frjálst höfuð strjúka. Um leið verður að hefja nýja sókn í orkumálum og orkufrekum iðnaði. Hin dauða hönd Alþýðubandalagsins verð- ur að víkja. Iðnaðarráðherra lagði niður stóriðjunefnd haustið 1978 og óskaði eftir því við Landsvirkjun að Hrauneyjafossvirkjun yrði frestað um eitt ár. Ég hef áður sagt það og ítreka það enn: Hér þarf gerbreytta stefnu í orku- málum. Við þurfum að kanna alla möguleika á orkufrekum iðnaði hér á landi, til þess að vera sjálfir í stakk búnir til að semja við erlenda aðila og tengja einn möguleika við annan, njóta hámarks arðs og gæta vel umhverfis og vistkerfis okkar. Lágmark er, að eitt fyrirtæki í orkufrekum iðnaði og ein stórvirkjun séu í framkvæmd á hverju 3—5 ára tímabili til aldamóta. Við eigum að ganga til samstarfs við erlenda aðila og nýta fjármagn þeirra með opnum huga og mati hverju sinni og stefna að því að íslendingar eignist fyrirtækin síðan smám saman. Við sjálfstæðismenn höfum þegar flutt tillögu um stefnumótun í stóriðju- málum og viljum að þingkjörin stór- iðjunefnd vinni að nýrri sókn í orku- frekum iðnaði og væntum þess að till. fái góðar undirtektir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu og flytja þingsályktunartillögu um samgöngumál, áætlun um lagningu varanlegs slitlags á hringveginn kring- um landið og helztu tengivegi til sveita og sjávar. Fátt mundi breyta landi okkar til hins betra en slíkt átak og verða heilbrigðri byggðastefnu meira til framdráttar. Hér gefst ekki tími til að rekja frekar mál sjálfstæðismanna á þessu þingi. Við munum gera grein fyrir þeim jafnóðum og þau koma fram. Málefnalegur ágreiningur er meðal okkar sjálfstæðismanna um afstöðuna til þessarar ríkisstjórnar. Yfirgnæf- andi meirihluti þingmanna Sjálfstæð- isflokksins, miðstjórnar og flokksráðs er í stjórnarandstöðu. Þrátt fyrir þennan ágreining, þá vænti ég þegar þessu stjórnarsamstarfi ljúki, megi allir sjálfstæðismenn taka höndum saman, trúir hugsjónum sínum og stefnu. Það er því bæði þjóðarnauðsyn og flokksnauðsyn að þessi ríkisstjórn fari frá hið fyrsta, því að hún ræður ekki við vandann, innan hennar er engin samstaða um úrræði frekar en í öðrum vinstri stjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn mun koma sterkari en nokkru sinni áður úr þessari raun og gegna hlutverki sínu sem kjölfesta íslenzks þjóðfélags sjálf- um sér samkvæmur fyrir og eftir kosningar og leiða þjóðina út úr þeim vítahring sem nú þrengir að okkur öllum og stofnar framtíð okkar í voða. Ég þakka áheyrnina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.