Morgunblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980
27
Tólfta þingi Sjómannasam-
bands íslands var fram haldið í
gær. Fyrir hádegi voru fundir í
nefndum þingsins, en eftir há-
degi var þingfundur í Lindarbæ.
Þar talaði m.a. Hannes Hafstein
um slysavarnarmál og tilkynn-
ingarskylduna. En aðalmál
þingsins kjara- og atvinnumálin
verða að líkindum útkljáð á
þinginu í dag.
í gær voru lífeyrismál sjó-
manna afgreidd og sagði Jón Kr.
Olsen, formaður nefndarinnar
sem fjallaði um lífeyrismálin, að
í tillögum Sjómannasambands-
ins væri ítrekað að starfsaldur
sjómanna yrði allverulega stytt-
ur frá því sem núgildandi lífeyr-
ismálalög gera ráð fyrir. „Einnig
krefjumst við þess, sagði Jón „að
sjómenn sitji við sama borð og
aðrar stéttir í þessum efnum, og
til þess að svo megi verða, þarf
ríkisvaldið að koma þar inní. Til
samanburðar má nefna að sjó-
maður hefur, eftir tíu ára aðild
að Lífeyrissjóði sjómanna, u.þ.b.
50% lægri ellilífeyri heldur en
almennt gerist í landi.
Allt slíkt misrétti er tekið
fyrir í tillögunum," sagði Jón Kr.
Ölsen.
Tólfta
þing
Sjómanna-
sambandsins:
Frá Sjómannaþingi íslands 1980.
Misréttíð verðvtr ekki liðið
En hvernig er hljóðið í hinum
almenna þingfulltrúa. Mbl. tók
nokkra þeirra tali.
Mál þjóðar-
innar allrar
„Við erum auðvitað ekki
ánægðir með olíugjaldið," sagði
Héðinn Valdimarsson, annar
fulltrúi Sjómannafélags ísa-
fjarðar. „Olíuhækkanir eru ekk-
ert einkamál sjómanna, saman-
ber bændurna. Öll þjóðin greiðir
niður fyrir þá. Nú, í sambandi
Héðinn Valdimarsson
við fiskverðið, þá er náttúrulega
augljóst mál, að það á að fylgja
almennum kauphækkunum í
landi, því ekki fáum við að njóta
góðs af því, þegar fiskur hækkar
á mörkuðum erlendis. Þá er allt
sett í sjóði, en þegar illa gengur
þá á að ganga á okkur!
Ef við fáum ekki að njóta góðs
af velgengni á erlendum mörk-
uðum, þá er auðvitað fráleitt að
við einir stöndum undir því,
þegar illa gengur.
Það kom fram í ræðu sjávar-
útvegsráðherra hér á þinginu, að
uppi séu hugmyndir um að fara
að senda flotann með afla lands-
fjórðunga á milli. Ef eitthvað
slíkt verður ofaná, þá getur
Steingrímur leyst okkur af þegar
við förum í frí. Það er ljóst að
slíkar aðgerðir rekast mjög á frí
sjómanna, auk þess sem olíu-
kostnaður yrði náttúrulega gíf-
urlegur. Það væri nær, að gera
sér grein fyrir ástandinu, þegar
leyfin fyrir aukningu flotans eru
gefin í staðinn fyrir að sigla svo
landshorna á milli með fiskinn."
Hringlandinn
í Steingrími
Þá bar að hinn fulltrúa ísfirð-
inganna, Rúnar Grímsson. „Sjó-
menn eru reiðubúnir að axla
byrðar, svo framarlega sem aðr-
ir gera það líka,“ sagði hann.
„Það mætti benda sjávarútvegs-
og samgönguráðherra á það, að
hann gæti leyst vanda Flugleiða
með því að leggja sérstakan
Grétar Zophaniasson
skatt á starfsfólkið. Kjartan
Jóhannsson var okkur erfiður,
en Steingrímur slær öll met með
hringlandahætti sínum.
Eins og Héðinn kom inná, þá
eru sjómenn almennt óhressir
með aukninguna í flotanum, því
þýðir ekkert annað en fleiri daga
í þorskveiðibanni. Jú, okkur sjó-
mönnunum sýnist nú meiri
þorskur í sjónum heldur en
fiskifræðingarnir halda. Og það
skyldi nú aldrei vera, að þeir
væru eins vitlausir þar og í
loðnunni, þegar þeir gáfu yfir-
lýsingar um 1,5 milljón tonna
loðnuveiði og nokkrum vikum
síðar sögðu þeir ekki ráðlegt að
veiða meira en 600 þúsund tonn!,
sagði Rúnar Grímsson frá ísa-
firði.
Olíugjaldiö bein
kauplækkun
Grétar Zophaníasson vara-
fulltrúi Verkalýðs- og sjómanna-
félagsins Bjarma á Stokkseyri.
„Við erum ákaflega óhressir með
hvað lítið hefur gengið í samn-
ingamálunum, tíu mánuðir núna
síðan samningar urðu lausir.
Nei, það getur enginn verið
ánægður með olíugjaldið. Sjó-
menn eiga ekki einir að bera
baggann, þegar vandi skapast í
sjávarútvegnum. Allir lands-
menn njóta góðs af störfum
okkar og þess vegna er það mál
allra landsmanna ef illa gengur.
Nú, svo byggir þetta olíugjald
ekki á eyðslu skipanna, heldur
Hákon Jónas Hákonarson
aflaverðmæti! Olíugjaldið þýðir
beina kauplækkun hjá sjómönn-
um, því fiskverðið heldur ekkert
í við verðbæturnar í landi. Þetta
þarf allt saman að stokka upp.
Eitt vildi ég nefna, að lokum,
sem þarf nauðsynlega að breyta,
það er í sambandi við okkur á
minni skuttogurunum. Okkur er
ævinlega haldið launalausum
þegar skipin fara t.d. í botri-
hreinsun eða málningu. Við lent-
um til dæmis í því nú í sumar, að
eftir siglingu fór togarinn í slipp
úti og í vikutíma þurftum við að
bíða eftir honum kauplausir!"
Fleiri helgarfrí
Kjörin eru eins léleg og þau
geta verið,“ sagði Hákon Jónas
Hákonarson einn fulltrúi Sjó-
mannafélags Reykjavíkur á
þinginu, og sagðist vera báta-
sjómaður og tala fyrir þeirra
hönd. „Margar góðar tillögur
hafa komið fram hér á þinginu,
svo sem í öryggis- og trygg-
ingarmálum. Helgarfríin á bát-
unum hafa verið misnotuð og hef
ég lagt fram tillögur um það efni
hér á þinginu. Eg legg til að
helgarfríin verði bundin í samn-
ingum frá 15. maí til áramóta
aðra hverja helgi, og líka að það
verði tveggja daga stopp ein-
hverja virka daga á vetrarvertíð.
Eg held það sé sterk samstaða
um þessa tillögu. Það er mikil
samstaða hér á þinginu um
öryggis- og tryggingarmál sjó-
rnanna."
Kolbeinn Friðbjarnarson
Sættum okkur ekki
við þetta misrétti
Kolbeinn Friðbjarnarson, full-
trúi Sjómannadeildar verkalýðs-
félagsins Vöku á Siglufirði, sagði
m.a.: „Það er ljóst að fiskverðs-
ákvörðunin síðasta fullnægir
ekki kröfum sjómanna um að
fiskverð hækki til samræmis við
verðbætur á laun í landi. Að auki
kemur svo stórfelld hækkun á
olíugjaldi. Það er á hreinu, að
sjómenn sætta sig ekki við þetta
misrétti.
Sjómenn eru ennþá með lausa
samninga, utan Vestfirðinga og
þessar staðreyndir verða auðvit-
að efst í huga þegar þingið
gengur frá kröfum Sjómanna-
sambandsins.
Ég hef sérstaklega veitt því
athygli, að hér á þinginu er ekki
ágreiningur, hvorki um markmið
né leiðir. Þótt ekki hafi verið
gengið frá öllum ályktunum
þingsins, held ég megi segja, að
algjör málefnaleg samstaða ríki
á þinginu. Mér finnst ég hafa
haft mikið gagn af því að sitja
þetta þing, sem ber mjög svip-
mót sitt af því hversu margir
starfandi sjómenn sitja það.
Ég er fulltrúi félags, sem telur
margar ólíkar starfsstéttir og í
þess konar félögum vilja málefni
fámennari deildanna sitja á hak-
anum, og tel ég mig nú hafa
öðlast betri yfirsýn um málefni
sjómanna en ég áður hafði,"
Marteinn B. Sigurðsson
sagði Kolbeinn Friðbjarnarson
frá Siglufirði.
Góð samstaða
Marteinn B. Sigurðsson full-
trúi Vélstjórafélags Suðurnesja
hafði þetta að segja: „Við erum
auðvitað ekki ánægðir með kjör-
in. Sjómenn eru langt á eftir
öðrum með laun sín. Og meira að
segja ráðherrann viðurkenndi
hér í ræðu að olíugjaldið væri
óréttlátt, þó auðvitað sé ekki von
á breytingu í bráðina. Það er
erfitt fyrir sjómenn að bregðast
við þessu, en það verður rætt á
þinginu í dag hvernig að því
skuli staðið. Öryggismálin og
atvinnumálin eru ævinlega í
brennidepli, og margt athyglis-
vert hefur komið fram. Þingið er
mjög málefnalegt og góð sam-
staða meðal þingfulltrúa. Ég
vænti alls góðs af tillögum þessa
þings, sagði Marteinn B. Sig-
urðsson frá Keflavík.
- J.F.Á.
/