Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 31

Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 31 rigðisþing — heilbrigðisþing — heilbrigðisþing 6. Vinnu- og dvalarheimili eru stofnanir, sem taka til vistunar geðsjúklinga, drykkjusjúklinga, líkamlega bæklaða eða fávita, til dvalar eða starfs. 7. Gistiheimili er dvalarstaður sjúklinga, sem eru til meðferð- ar á öðru sjúkrahúsi, en geta eigi dvalist í heimahúsum". Eg tel að í veigamiklum atriðum sé flokkun þessi og skilgreining á hlutverki hvors flokks gölluð og nafngiftir stundum óheppilegar. Þannig bendir nafnið „svæða- sjúkrahús" eindregið til þess, að að baki búi hugmyndin um nokkur slík sjúkrahús í landinu, og þá helst að landið verið hlutað niður í svæði, sem hvert hafi eitt slíkt sjúkrahús. Nefnið, án efa fengið að láni frá Svíum, „Regionalsjukhus". Þegar hugað er að skilgreiningu slíks sjúkrahúss og verksviðs þess, kemur hinsvegar í ljós, að hér er í raun átt við sjúkrahús þeirrar tegundar, er með nágrannaþjóðum okkar teljast hlutgeng háskóla- sjúkrahús. Þ.e.a.s. þá tegund sjúkrahúsa, sem ekki fyrirfinnst á íslandi í dag. í skilgreiningu laganna segir: „Svæðissjúkrahús er sjúkrahús, sem eitt sér, eða í samvinnu við önnur, veitir þessa og þessa þjón- ustu.“ Hér tekur löggjafinn greinilega mið af ríkjandi skipulagsleysi í sjúkrahúsmálum höfuðborgarinn- ar og gefur undir fótinn með að það skuli haldast. Slíka uppbyggingu háskóla- sjúkrahúss úr þremur eða fleiri stofnunum, sem hver þróist eftir eigin lögmálum, tel ég fráleita. Þá fyrst er sameining sjúkrahúsanna í Reykj'avík, sú er áður getur, er orðin raunveruleiki, getum við e.t.v. státað af einu sjúkrahúsi er rísi undir þessari skilgreiningu laganna. Fleiri en eitt sjúkrahús þessara tegundar kemur vart tl greina á íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Með tilliti til þessa finnst mér nafnið „svæðissjúkrahús" illa til fundið og raunar óhæft Væri fremur hægt að hugsa sér nafn eins og „Háskólasjúkrahús- ið“, ef menn ekki vilja viðhalda nafninu „Landspítali", sem orðið er gróið í málinu. Gagnstætt því sem er um nafngiftina „svæðissjúkrahús" segir nafnið „deildarsjúkrahús" nokkuð til um eðli þessara stofn- ana. Þau skulu vera deildarskift og veita sérhæfða meðferð í helstu greinum lyflæknis-, skurðlæknis- og geðsjúkdómafræðum. Miðað við núverandi aðstæður hlýtur að teljast vafasamt, að greiðlega gangi að fá sérfræðinga í geðsjúkdómum til starfa við mörg slík sjúkrahús, og orkar því tvímælis, að setja sérhæfða með- ferð á þeim sem skilyrði þess, að sjúkrahús teljist deildaskift. Ætla má, að nógu erfitt muni reynast að fá þar til starfa sérfræðinga í lyflækningum. Ljóst er, að vegna ákvæðisins um sér- hæfða meðferð í geðsjúkdómum, eigum við nú aðeins eitt sjúkrahús utan Reykjavíkur, sem rís undir skilgreiningu laganna um deild- arsjúkrahús. í gr. 24.2 í lögum um heilbrigðis- þjónustu segir, að í hverju læknis- héraði skuli vera a.m.k. eitt slíkt sjúkrahús. Með hliðsjón af þessu ákvæði tel ég að breyta þurfi skilgreiningu laganna á hlutverki þessara sjúkrahúsa. Þá tel ég, að nafngiftin „deild- asjúkrahus" mætti að ósekju hverfa og væri þá nafnið „hér- aðssjúkrahús" eða „héraðshælið" heppilegra hér. Þótt skynsamlegt megi teljast, að eflt sé eitt deildaskift sjúkra- hús í hverju núverandi læknishér- aði, líkt og áður var um „fjórð- ungssjúkrahúsin", verður án efa, um sýnilega framtíð, óhjákvæmi- legt, vegna fjarlægðar og sam- gönguerfiðleika, að í sumum hér- uðum verði jafnframt haldið áfram rekstri almennra sjúkra- húsa. Þótt slík sjúkrahús geti að sjálfsögðu veitt almenna sjúkra- húsþjónustu án þess að vera deildarskift, tel é skynsamlegt að í lögum sé gert ráð fyrir því, að þau geti þróast í deildaskift sjúkrahús, ef breyttar aðstæður gera slíkt æskilegt. Hjúkrunar- og endurhæfingar- heimili nefnist fjórði flokkur sjúkrahúsa. Hér mun átti við stofnanir fyrir langdvalar- og ellisjúklinga, sem þarfnast hjúkr- unar og lítt sérhæfðrar meðferðar. Ég tel nauðsyn, að slíkar deildir verði í tengslum við allar þær tegundir sjúkrahúsa, er við höfum fjallað um, en auk þess við öll sjúkraskýli og sem flestar heilsu- gæslustöðvar, svo sem síðar mun að vikið. Fimmti flokkur sjúkrahúsa nefnist sjúkraskýli og er skil-' greint sem húsrými í heilsugæslu- stöð eða annars staðar, sem ein- göngu er ætlað til gæslu eða athugunar sjúklinga um skamman tíma, Þessa skilgreiningu tel ég tvímælalaust of þrönga. Verksvið sjúkraskýla tel ég að eigi að vera eftirfarandi: 1. Tímabundin gæsla mikið veikra sjúklinga, sem bíða flutnings í önnur sjúkrahús. 2. Athugun og rannsókn sjúklinga með óvissa sjúkdómsgreiningu sem vafi leikur á, hvort senda þurfi í önnur sjúkrahús. 3. Einföld fæðingarhjálp. 4. Meðhöndlun minni háttar skurð- og lyflæknissjúkdóma. Um nauðsyn sjúkraskýla verður vart deilt. Ættu þau að geta sinnt mikilvægu hlutverki í læknisþjón- ustu dreifbýlisins, svo sem þau raunar gera á vissum stöðum í dag. Jafnframt bæta þau stórlega aðstöðu heilsugæslulækna og gera starf þeirra fjölbreyttara og áhugaverðara. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að mjög erfitt er að reka þessar stofnanir einar sér vegna smæðar þeirra. Ég tel æskilegt, að sjúkraskýli væri við sem flestar heilsugæslustöðvar í dreifbýli. Til þess að gera þau að rekstrarhæfum stofnunum, þarf í tengslum við hvert slíkt sjúkra- skýli af starfrækja langlegu- og ellisjúkdómadeild. Með því væri komið til móts við það mannúðar- sjónarmið, að langlegu- og elli- sjúklingar vistist sem næst sínum heimahögum og starfsvettvangi í stað þess, að þeim sé safnað saman í risavaxnar geymslustofn- anir á fáum stöðum á landinu. Um sjötta flokk sjúkrahúsa sem í lögum er skilgreint sem stofnan- ir til vistunar geðsjúklinga, drykkjusjúklinga, líkamlega bækl- aðra eða fávita, er það að segja, að ef hér er átt við, að öllum þessum tegundum sjúklinga sé blandað saman í eina stofnun, þá held ég að endurskoðun þessarar greinar sé nokkur nauðsyn. Um sjöunda flokk, gistiheimilin, virðist ekki ástæða til að fjalla hér. Svo sem fram hefur komið í þessu erindi, er það skoðun mín, að takmörkuð reiða sé á sjúkra- húsmálum okkar í dag. Því sé fyllilega tímabært, og raunar brýn nauðsyn, að við setj- umst niður og gerum okkur grein fyrir því, hversu framtíðarupp- bygging sjúkrahúsakerfis okkar skuli vera, þannig að því tvennu verði náð, að það verði þess umkomið að veita landsmönnum þá fullkomnustu sjúkrahúsþjón- ustu, sem læknisfræðileg þekking gerir mögulega á hverjum tíma, en sé jafnframt skipulagt með þeirri hagkvæmni, að falli innan ramma okkar fjárhagsgetu. Verði á þessari ráðstefnu vel unnið og árangur hennar síðan fylgt eftir með markvissu skipulagsstarfi, kann svo að fara, að þessara októberdaga verði síðar minnst sem tímamóta í sögu íslenskra heilbrigðismála. um Tapiola-kórinn Vegna athugasemda er Stef- án Edelstein birti i Morgun- blaðinu 21. þ.m. um skrif Jóns Ásgeirssonar um Tapiola-kór- inn, langar undirritaðan að leggja nokkur orð í belg. Það kemur mér ekki á óvart að þeir Stefán og Jón eru sammála um ágæti Tapiola- kórsins. Svo er og um aðra þá, bæði leika og lærða, er urðu vitni að afburðaframmistöðu kórsins, ekki síst á tónleikunum í Há- teigskirkju laugardaginn 4. okt. sl. I grein sinni bendir Stefán á, að allir meðlimir kórsins stundi nám í hljóðfæraleik jafnframt því að syngja í kórnum. Þetta er rétt, en þó er hér ekki nema hálf sagan sögð. Grunnurinn að tón- listarmenntun þeirra er lagður í svokölluðum tónlistarbekkjum (musikklasser), sem starfa innan grunnskólans. Nemendur eru ekki skyldaðir til að stunda nám í tónlistarbekkjunum heldur geta sótt um það sérstaklega og fá þá fjórar kennslustundir vikulega sér að kostnaðarlausu. Þar er aðaláherslan lögð á radd- þjálfun, heyrnarþjálfun, tón- fræði og síðar einnig hljóm- fræði, auk þess sem heimur tónbókmenntanna er kynntur nemendum. Þessi markvissa og skipulega kennsla vekur í flest- um tilvikum löngun til hljóð- færanáms og er þá komið að þætti tónlistarskólans. (musik- institut), sem vinnur í nánum tengslum við grunnskólann og getur miðað námið við þá þekk- ingu, sem nemendur hafa þegar tileinkað sér. Hugmyndin að þessum tónlistarbekkjum er sótt til Ungverjalands. Að mínu áliti er hér um hið æskilegasta fyrir- komulag að ræða. Tapiola-kór- inn er lýsandi dæmi um þann árangur, sem hægt er að ná, ef rétt er að hlutunum staðið, enda þykir þar sjálfsagt að hlúa að kórstarfinu ekki síður en hljóð- færakennslunni. Mér vitanlega fer enginn samvinna fram hér- lendis milli grunnskóla og tón- listarskóla, því miður, heldur pukrar hver í sínu horni með misjöfnum árangri. Ég fagna þeirri velgengni er tónlistarskól- arnir hafa búið við hin síðustu ár og því stóraukna fjármagni sem þangað hefur streymt. En um leið veldur það vonbrigðum að ýmsir aðrir þættir tónlistar- uppeldis eru vanræktir. Má hér nefna skólakórana, en tilvera þeirra hangir algerlega í lausu lofti. Hvergi er gert ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlunum, og þeir því háðir vilja og/eða duttl- ungum skólayfirvalda á hverjum stað hverju sinni. Hefur gengið á ýmsu að fá þetta starf metið, eins og dæmin sanna. Allar tilraunir til að fá úr þessu bætt hafa verið árangurslausar til þessa. Þó hafa ým'sir íslenskir skólakórar sannað tilverurétt sinn með ágætri frammistöðu hér heima og einnig að heiman undanfarin ár. í grein sinni bendir Stefán á, að fjármögnun tónlistarskól- anna sé óháð því, sem fram fer í grunnskólUnum. Sjálfsagt er þetta rétt, en er þá ekki kominn tími til að staldra við og líta á þessi mál í heild sinni, þ.e. tónmenntakennslu í grunnskól- um og starfsemi tónlistarskól- anna? Við vinnum jú að sama markmiði, og vinnuveitandinn — sá sem borgar brúsann — er sá sami. Gæti ekki verið árang- ursríkara, að þessir aðilar stilli sína strengi saman svo feilnót- unum fækkaði? Raunar erum við sammála um þetta atriði, að því er best verður séð. Enn vil ég vitna í grein Stefáns, en þar segir hann orð- rétt: „Fyrirbæri á borð við Tapi- ola-kórinn er undantekning en ekki regla á Norðurlöndum og raunar hvar sem er.“ Vissulega er árangur kórsins einstakur, en margir fylgja fast á eftir og vil ég tilgreina dæmi máli mínu til stuðnings. í júnímánuði 1978 fór norræna barnakórakeppnin fram hér í Reykjavík. Sigurveg- ari var „Musikklassernas Flickkör" frá Svíþjóð og var vel að sigrinum kominn. Finnski kórinn í þessari keppni var „Kontulan Lapsikuoro" og vakti óskipta athygli fyrir fágaðan söng. Hver einasti nemandi í báðum þessum kórum var nem- andi í áðurgreindum tónlistar- bekkjum. Þessi dæmi sýna að einn ánægjulegasti vaxtarbrodd- urinn í tónmenntamálum á Norðurlöndum á sér stað, þar sem vel er búið að greininni í grunnskólunum sjálfum, ekki síður en í ríkisstypktum einka- stofnunum. Það er von mín að þessi umræða vekji menn til umhugs- unar um þessi mál. Ljóst er að þörfin á heildarskipulagningu í tónmenntamálum þjóðarinnar er orðin aðkallandi. Egill R. Friðleifsson. Samband byggingamanna: VSI ástundar málþóf gegn verkalýðshreyfingunni SAMEIGINLEGUR íundur samninganefndar, baknefndar og framkvæmdastjórnar Sam- bands hyggingamanna hefur ályktað um kjaramál og barst Morgunblaðinu ályktunin i fréttatilkynningu í gær. Þar segir: Vinnuveitendasamband ís- lands hefur nú um margra mánaða skeið ástundað for- kastanlegt málþóf við verka- lýðshreyfinguna, sem hefur haft þann tilgang einan að koma í veg fyrir réttarbætur og launahækkanir til verkafólks. Á sama tíma hafa ýmsir aðrir hópar launafólks fengið umtalsverðar lagfæringar á kjörum sínum, sem voru þó verulega betri fyrir. Fundurinn lítur á tillögu sáttanefndar til lausnar yfirstandandi vinnu- deilu, sem umræðugrundvöll, en bendir jafnframt á að veru- lega vantar á að kröfum S.B.M. sé fullnægt, sérstaklega að því er varðar reiknitölur ákvæðis- vinnu og sérkröfur sambands- ins. Fundurinn telur útilokað fyrir verkalýðshreyfinguna að gera samninga um minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við starfsmenn ríkis og bæja og fleiri aðila. Af vinnubrögðum V.S.Í. er ljóst að samningar muni ekki nást nema verkalýðssamtökin séu reiðubúin til að beita ítr- asta samtakamætti sínum. Því telur fundurinn afar mik- ilvægt að víðtæk samstaða verði um allsherjar verkfall þann 29.10. nk., samhliða því sem undirbúnar verði frekari aðgerðir til að knýja á um samninga. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.