Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 33

Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 33 Þeir, sem leið eiga um erlend- ar stórborgir, finna oft fagrar kirkjur opnar, jafnvel á virkum dögum. Sé litið inn sjá þeir fólk, einn eða fleiri, sem krjúpa til bæna, spenntum greipum og luktum augum. Slíka sjón og áhrif hennar í hljóðri þögn helgidómsins má einmitt orða með andvarpi skáldsins: „Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað í mér.“ Allt er svo hljótt í dul og svala rökkurs í þessum helgidómum við altari Guðs. Altarið er öndvegi. Það er stallur eða borð, skreytt blóm- um, ljósum eða listaverkum snillinga. Sögur herma, að Grikkir og Israel hafi verið meðal hinna fyrstu þjóða, sem reistu ölturu, og voru þau þá hugsuð sem áþreifanleg hásæti eða borð Guðs — kraftuppspretta al- heims. Altus þýðir æðri, upphækkað- ur. Og Aþenumenn höfðu að jafnaði níu ölturu í musterum sínum. Var hvert þeirra um sig helg- að sérstökum guðdómi, sem veita skyldi eða veitt gæti upp- fyllingu bæna um eitthvert sér- stakt efni. En svo datt einhverj- um spekingnum í hug, að vel gæti verið til einhver Guð, sem þeir ekki þekktu, máttugur, fag- ur og góður. Þeir reistu því eitt altarið enn hinum óþekkta Guði til vegsemdar og þjónustu. Það var þetta, sem gæti verið hollt veganesti í huga út í hversdagsleika hverfulla daga. Margir koma vafalaust í kirkj- ur og musteri veraldar með dulda, falda, en heita þrá eftir einhverjum krafti, sem annað hvort uppeldi eða aðstæður hafa aldrei opinberað þeim til þekk- ingar né áhrifa. Sem betur fer eru margir líkt og ósjálfrátt í leit að slíku altari, eiga það óafvitandi í helgustu fylgsnum hugar og hjarta. Geta einmitt þar og þannig eignazt helgustu opinberum guðsandans á hljóðu augnabliki, opinberun, sem nútíma menntun og menn- ing er svo undarlega fátæk af í allri sinni tæknidýrkun og hlutatilbeiðslu, jafnvel mann- dýrkun. Eitt er víst, alls staðar er vonað, leitað og þráð, en oft er erfitt um opinberun og bæn- heyrslu. Þess vegna liggja einmitt spor margra að musterisdyrum, ein- mitt til að finna þar altari, sem samsvari altari hins ósýnilega Guðs í eigin barmi. En erfitt er að finna. Ekkert orð né nafn, engin mynd yfir altarinu. Þann- ig er einmitt með fjölda ungs fólks í dag. Þetta gáfaða fólk er oft mótað og alið upp án allrar Vofur á vetrar- kvöldi nútímans bænrækni og trúrækni, sem oft varð eini auður í örbirgð liðinna tíma. Margur á eigi að síður „góðan trúarneista", sem orðið gæti, ef að væri hlúð, hamingjubrunnur við altari hins óþekkta Guðs í eigin vitund. En enginn hefur vísað veginn, nema kannske í öfuga átt til múgsefjunar og manndýrkunar. Þar eru mörg ölturu öðrum guðum reist og helguð, meðan enn er allt í vafa með mynd hins óþekkta Guðs í eigin sál. Þar verður einmitt að mótast bjartasta ljósið bak við krossinn, æðstu fyrirmynd og helgasta takmark mannssálar ofar öllu hinu áþreifanlega, sem af hönd- um er gjört. Stundum getur orðið ævilöng leið og leit við altari hins óþekkta Guðs. En oft getur eitt augnablik helgað af himinsins náð, kannske með því að líta inn í kirkju, opnað fyrir kraftinum, sem bíður eftir að birtast og njóta sín og opna himin hinnar æðstu sælu, fegurðar og sann- leika. En það er krafturinn frá kærleika Krists sem þar er um að ræða. Vanti altarið, sem á hann að yfirskrift í vitund manns, verða ölturu annarra guða svo ótrú- lega umkomulaus og einskis virði. En nái ljósið þaðan að njóta sín, veitir það öllum öðrum ölturum og hásætum í musterum mannkyns hið sanna himingildi. Til er sálmur á islenzku, einn af perlum okkar aldafornu tungu, sem vísar þeim leið, sem krýpur að þessu altari hins ósýnilega Guðs á þennan hátt: „Ef þér finnst þú ver» vcikur viljakraft þinn hcfta hond. Kriptu þá hans ha-Kri hond. bú munt finna. aA afl þér cykur, scAra maxn um tauKar lcikur krafturinn frá hans kærlcikshond." (G.G.) Sannarlega er að baki þessum fögru, fleygu orðum sami djúpi, hljóði friðurinn, þögn eilífðar- ómsins, sem fyllir musterin miklu um öll heimsins lönd, sem minnzt var á í upphafi þessara orða. Þar krýpur ferðamaður af fjarlægum ströndum, kominn af breiðstrætum borgarglaumsins, hinum óþekkta en æðsta Guði í sínu eigin hjarta, finnur hann þar undir sýnilegu altari með ljómandi ljósum og angandi blómum. Þar finnur hjartað sitt altari, sinn eilífðarhljóm, hina almátt- ugu huggunarhönd. Hvar finnur þú altari þíns ókunna Guðs? Vonandi ekki sízt í sóknarkirkjunni þinni, þar sem þú varst skírður eða fermdur. Eða þar sem þú kraupst við altari hins óþekkta á brúðkaups- degi þínum við hönd ástvinar, eða þar sem þú felldir saknað- artár við móður- eða föður- kveðju. Eða gæti altari þitt aðeins verið steinn við götuna eða rúmstokkinn í svefnhúsi þínu, ljósið á borði barns þíns eða ljós í lágum snúð horfinna bernsku- jóla? Kannske er altarið, sem veitir bæn þinni beztan kraft, falleg minning úr einhverri ferð úr framandi löndum eða æsku- byggð. En eitt er víst, það verður að helgast altari hins ókunna Guðs elskunnar í þínu eigin hjarta, sem einmitt þá verður hinn æðsti veruleiki lífs þíns. Ef svo er, þá fagna þú og flyt ókunnum Guði æðstu leyndar- dóma, krafti orðs og þagnar, hljóma og lita, lofgjörð þína og bæn. Réttu þar Kristi kærleikans hönd og lát hann leiða þig í gleði og hörmum, lýsa þér í vetrar- myrkrum bæði í lífi og dauða. Heill sé þér við altari þitt. En eigir þú enn ekkert altari, þá leitaðu helgidóms þér til handa í dýrðarfaðmi lands þins; í kirkju þinni, sem þá reisi þér altari hins ókunna, æðsta Guðs, elskunnar krafti í þínum eigin barmi. Árelíus Nielsson verð á hörpudiski Ákveðið Á FUNDI yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins sl. föstudag var ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á hörpu- diski frá 1. október til 31. desember 1980: Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg. kr. 160.00 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg. 131.00. Afhendingarskilmálar eru óbreyttir. Verðið var ákveðið af odda- manni nefndarinnar og full- trúum seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfirnefnd- inni áttu sæti: Bolli Bollason, sem var oddamaður nefndarinn- ar, Ágúst Einarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Benedikt Jónsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson af hálfu kaup- enda. í anddyri Súlnasalsins voru ýmis snyrtivörufyrírtæki með kynningar- bása og gáfu flestum ráðleggingar og prufur af vörum sínum. Fræðsla — kynn- ing og skemmtun FÉLAG snyrtifræðinga hélt sitt árlega fræðslu- og skemmtikvöld á Hótel Sögu fimmtudaginn 16. október sl. Var þar boðið upp á ýmis konar fræðslu og kynningu, m.a. höfðu nokkur snyrtivörufyr- irtæki kynningarbása og kynntu vörur sínar fyrir gestunum og gáfu prufur. Skemmtikvöldið hófst á því að Ásta Hannesdóttir, formaður Fé- lags snyrtifræðinga flutti ávarp. Því næst kynnti megrunarklúbb- urinn Línan starfsemi sína. Komu þar fram 7 manns sem samtals höfðu misst 147 kíló gegnum starfsemi klúbbsins. Að því loknu flutti Gunnhildur Gunnarsdóttir snyrtifræðingur fyrirlestur um umhirðu og snyrt- ingu húðarinnar yfir vetrarmán- uðina. Að loknu erindi hennar fór fram sýning á gull- og silfurmun- um frá Tímadjásnum og tískusýn- Mvndir RAX Ilann var einn þeirra sem kom fram fyrir hönd Linunnar á skemmtikvöldinu á Hótel Sögu. Ekki ber á öðru en hann hafi misst nokkuð mörg kílóin. ing. Félagar i Félagi snyrtifræð- inga sáu um þær sýningar. Loks fór fram sýning á svoköll- uðu „fantasy makeup", eða and- litssnyrtingu þar sem hugmynda- flugið er látið ráða ferðinni. I lokin var dregið í happdrætti. Voru miðar seldir á staðnum en vinningarnir voru um 80 talsins. Kynnir á skemmtikvöldinu var Heiðar Jónsson. Undir lokin var sýning á hinu svokallaða „fantasy makup“. Þessar tvær ungu stúlkur eiga að tákna dag og nótt. Námskeiöin er fyrir konur og karla og standa í: 24 vikur: jan.— júní 20 vikur: ágúat— dea. 40 vikur: ágúst — mai. • Hússtjórnarfræöi • Fjölskylduráógjöf • Innanhússarkitektúr • Valfög t.d. leikfimi, polstulínsálning. vélrit- un, danska, reikningur, tungumál. Gódir atvinnumöguleikar. Sandið aftir baaklingi. HUSHOLDNINGSSKOLE HOLBERGSVEJ 7 . 4180 SORO 03 63 01 02 • Kirsten Jensen WYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPID HEKLAHF Líuigavegi 170-172 Sími 21240 Opið í dag Á PRISMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.