Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 45

Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL 13-14 „ FRÁ MÁNUDEGI GarAyrkjuskólinn í Hveragerði. Ljósm. Ragna Ilermannsdóttir. Miklu áorkað þrátt fyrir erfið skilyrði Paul V. Michelsen. garðyrkju- bóndaþræil í 48 ár skrifar: „Velvakandi góður. Mig langar að láta ánægju mína í ljós með sjónvarpsþátt um til- raunir með tómataræktun í Garð- yrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Grét- ar Unnsteinsson skólastjóri hefir sýnt alveg sérstaklega mikinn dugnað í störfum sínum og er mjög aðdáunarvert að sjá hvernig hann hefir afrekað við erfið skil- yrði og peningaskort. Það er ævintýralegt að sjá hve miklu hann hefir getað áorkað á ekki lengri tíma. Sparnaður á okkar dýrmæta gjaldeyri Eg hefi alltaf haldið því fram að auðvelt væri að rækta tómata, agúrkur og fleiri tegundir græn- metis, rósir og nellikkur og marg- ar aðrar tegundir blóma ef garð- yrkjubændur fengju raforku á skaplegu verði meirihluta ársins. Þetta yrði mjög mikill sparnaður á okkar dýrmæta gjaldeyri og þar fyrír 50 árum „GRÍMUMAÐUR hefir sést í Hafnarfirði undanfarin kvöld. Hefir þetta vakið mikinn ótta og umtal þar f bænum. Liggur við að menn haldi að hér sé um að ræða yfirnáttúrulega veru að ræða. Er sagt að grimumað- urinn sé svo fljótur í ferðum að hjólreiðamenn sem hafi reynt að elta hann hafi ekkert haft við honum. — Ein sagan segir að grimumaðurinn fari jafnt Ioft sem láð og sé með griðar- stórar klær ...“ „I AFTAKA veðri sem varð hér i bænum í fyrrinótt slitnaði talsvert af simalinum. — Uppi i Hveradölum brotnaði sima- staur og varð sambandslaust austur fyrir Fjall. — í öskju- hliðinni brotnaði einnig sima- staur og varð sambandslaust suður með sjó. Þetta voru alvarlegustu bilanirnar á sfm- anum en hér i bænum slitnuðu simavirar víða. — Viðgerðar- mönnum hefur gengið vel að lagfæra þessar bilanir ...“ að auki fengjum við innlenda framleiðslu miklu betri og ódýr- ari. Gróðurhúsin stæðu þá ekki tóm í marga mánuði og fengju garðyrkjubændur þá meiri tekjur sem þeim veitir sannarlega ekki af og væru þá kannski ekki með tekjulægstu mönnum. Þeir hafa þó skrimt með því að þræla sér út myrkranna á milli. Ég sendi öllum garðyrkju- mönnum mínar beztu kveðjur með ósk um betri daga og betri þjón- ustu frá hinu opinbera." Blindings- leikur Austurbæingur skrifar: „í sjónvarpsþætti fyrir nokkr- um dögum, þar sem fjallað var um hungursneyð, vakti eitt sérstaka furðu mína. Það var málflutning- ur Ögmundar Jónassonar. Taldi hann að hörmungarnar þar aust- urfrá væru að mestu leyti Vestur- veldunum að kenna. Ekki minntist hann einu orði á það að þar hefði geisað borgarastyrjöld um árabil, þar sem Rússar og skósveinar þeirra, Kúbumenn, hafa komið mjög við sögu, en ekki Vestuvelda- menn. Langsóttar skýringar Ætli það hefði ekki heyrst hljóð úr horni, ef Bandaríkjamenn hefðu verið þar á ferðinni? Ætli þá væri ekki búið að stofna aðskiljanlegar miðnefndir með til- heyrandi brambolti? En yfir þátttöku Rússa á þessu svæði hefur verið þagað þunnu hljóði. Ög Ögmundur Jónasson veit ekki eða þykist ekkert vita um hana. Þegar um er að ræða rússnesk hergögn og sérfræðinga í hernaði loka þessir menn augunum og koma með langsóttar skýringar. Þó má rekja orsakir hungursneyð- arinnar í Sómalíu beint til hern- aðar Rússa og fólksflótta sem af honum hefur leitt. Hergögn aÖ austan Væri ekki ráð fyrir fréttamenn ríkisfjölmiðla að hætta þessum ömurlega blindingsleik, því að íslenskir hlustendur eru ekki svo fáfróðir að hægt sé að blekkja þá með slíkum málflutningi eins og reynt var þetta umrædda kvöld. Vonandi fá matvæli og önnur hjálp frá Vesturlöndum bjargað þessu fólki frá bráðum dauða, en á sama tíma. berast fregnir um aukinn hernað Eþíópíumanna gegn nágrönnum sínum sem háður er með sovéskum vopnum og þaðan að austan halda áfram að streyma hergögn — en engin matvæli." Þessir hringdu . . . Hver er höf- undurinn? llalld. Guðm. Ilafnarfirði. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Viltu gera mér þann greiða að birta þennan part af ljoði með fyrirsögn um að fá seinni partinn og upplýsingar um höfundinn. Ljóðið byrjar svona: ó, komdu kær meðan vorblómin vakna og vert mér nær út í laufgrænum lund. Ef þú ert f jær mun ég sumarsins sakna. er sólin skær sendir geisla um grund. Með fyrirfram þakklæti." Frá upphafi hefur þaÖ verið til siðs í þessum þáttum að minnast missiraskiptanna með smá hugvekju og gengið vonum framar að fá áhugafólk til þess að leggja okkur lið í því efni. Enn höldum við þessum gamla þjóðlega sið _ og að þessu sinni er það ræktunarmaðurinn Ásgeir Svanbergsson kennari. um þessar mundir starfsmaður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi, sem leggur orð í belg: Fagra haust Það er komið haust, allir söngvarar flognir heim úr mýri og mó, litir haustsins brenna í lynginu. Engin mannshönd hefur nokkru sinni skapað þvílíka fjölbreytni lita og litbrigða og haustið. Hið mjúka rökkur þess, fallandi lauf og sætur heimur þroskans hefur jafnan komið róti á tilfinningar mannskepnunnar og bærir við ýmsu sem dylst í myrkviði holds og blóðs. Haustið dýpkar hljómkviðu tónskáldsins og auðgar litasjóð málarans. Það hefur leikið á strengi skáldanna sem ortu um hryngjörn lauf, „bleikra laufa beð“ og minntu okkur á að „blaðmjúkra birkiskóga bíður lauffall og sorg.“ Aldrei er loftið jafn tært og svalandi og í haustblænum. Dagsbrúnin í austri vitjar okkar aftur, eins og til að minna á andstæður, ljós og skugga, líf og dauða. Þetta er síkvikt og ævinlega nýtt undrunarefni sem birtist í hugmyndum allra þjóða og allra tíma um boðborin eða guðleg öfl og persónugervinga þeirra. En haustið þarf ekki að flytja söknuð eða kvíða heldur allt eins litagleði og fögnuð. Við flytjum sumardýrðina inn til okkar í blómskrúði og angan. Það er líka hægt að njóta yndis haustsins innan fjögurra veggja. Úr laufum, greinum, könglum, kvistum, rótum og berki má gera margt til að gleðja augað og skapa sér dægradvöl eða hugsvölun. Það má nefna vendi, körfur, veggmyndir og hvers kyns skreytingar til vinargjafa eða gamans. í bók náttúrunnar er kaflinn um haustið ekki síðri aflestrar en allir hinir. Og þegar septembersólin skín á gluggana í kennslustofum grunnskólans þá stendur þessi bók öllum opin í næsta garði. En er hún á námsskránni? Ekki bregðast öll tré eins við haustinu. Landnemarnir ösp og viðja verða fyrst trjá til að skipta litum og fella lauf, jafnvel á undan birki og reyni sem þekkja íslenskt haustveður frá fornu fari. Önnur, svo sem hlynur og gljávíðir, standa í grænu andvaraleysi fram undir veturnætur og gjalda þess stundum með kali þegar snöggkólnar síðustu sumarvikurnar. Hér getur mannshöndin verndað og skýlt. Við hjálpum garðbúunum til að þreyja þorrann og góuna. Og einhverntíma seinna koma sólþýðir vindar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.