Morgunblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.10.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 47 Norðurlandameistaramótið í handknattleik: íslenska liðið hafði yfirburði og sigraði með 17 marka mun Frá Guðmundi Guðjónssyni hlaðamanni Morxunhlaðsins í Ilamar i Noreifi: ÍSLENDINGAR voru ekki í vandræðum með að gersigra Finna á Norðurlandamótinu í Hamar í gærkvöldi. Lokatölur urðu 29—12, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—7. Með þessum stóra sigri tókst að nokkru leyti að má út minni hins slæma tapleiks gegn Svíum í fyrsta leik mótsins. Hafa íslendingar þar með hlotið tvö stig og eiga því góða möguleika á verðlaunasæti ef vel gengur í næstu leikjum í mótinu. íslenska liðið náði góðri forystu Islenska liðið lék mjög vel í byrjun leiksins og hreinlega braut finnska liðið alveg niður. Eftir 12 mínútna leikkafla var staðan orð- in 5—0, og á 19. mínútu var staðan orðin 10—2. Allan þennan tíma var vörn íslenska liðsins mjög vel spiluð og Ólafur varði allt sem á markið kom. Þá var sóknarleikur- inn hraður og vel spilaður. Var nú allt annað að sjá til liðsins en í fyrsta leiknum gen Svíum. Loka- tölur hálfleiksins urðu svo 13—7. Finnar voru kaf- sigldir i síðari hálfleiknum Finnar sóttu nokkuð í sig veðrið í byrjun síðari hálfleiks, en þá skipti Hilmar nokkuö ört inná og reyndi ýmsar leikaðferðir. Þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 16—10. Þá kom besti kafli íslenska liðsins og finnska liðið var gjörsamlega kafsiglt. Vörnin var svo sterk að Finnar Hornamaðurinn Bjarni Guðmundsson átti góðan leik og skoraði 4 mörk i Ieiknum gegn Finn- ísland — Finnland 29:12 komu varla skoti í gegn og ef svo var varði Ólafur. Islensku leik- mennirnir náðu hverju hraða- upplaupinu af öðru og breyttu stöðunni úr 16—10 í 27—11. Með þessum stórgóða leikkafla innsigl- aði íslenska landsliðið einhvern þann stærsta sigur sem unnist hefur á erlendri grund í landsleik í handknattleik. Síðustu sjö mín- úturnar áttu svo íslensku leik- mennirnir fjögur skot í stangirnar og nokkur góð tækifæri fóru forgörðum. Finnar náðu aðeins að skora eitt mark. Stórsigur, 17 marka sigur var í höfn. Liðin: Allir leikmenn íslenska lands- liðsins áttu góðan leik. Þeir Ólafur H. Jónsson og Björgvin Björg- vinsson þó bestan. Þá var hinn ungi og efnilegi Alfreð Gíslason góður. Ólafur H. var kletturinn í vörn liðsins og átti fjölmargar sendingar þvert yfir völlinn þegar íslenska liðið var í hraðaupp- hlaupum. Línuspil og hornaspil var gott og vonandi verður áfram- hald á svo góðum leik hjá íslenska liðinu hér á mótinu. Báðir mark- ICWmhII*; ólafur H. Jónsson sem lék sinn 122 landsleik gegn Finnum var langbesti maður liðsins. Barðist eins og ljón alian ieikinn i vörn og sókn. Hér er illa brotið á ólafi þar sem hann er í góðu færi á linunni. verðirnir léku vel. Sérílagi þó Ólafur Ben. Finnska liðið er ungt að árum og greinilega frekar reynslulaust lið. Þeir reyndu aldrei að minnka hraðann í leiknum og misstu því alveg tökin á spili sínu. Besti maður liðsins var Jan Runberg og jafnframt var hann markahæstur með 6 mörk. Hann leikur með sænska liðinu Karlskrona. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 6, 3v., Þorbergur Aðalsteinsson 5, Björgvin Björgvinsson 5, Bjarni Guðmundsson 4, Ólafur H. Jóns- son 3, Viggó Sigurðsson 3, Ólafur Jónsson 2, og Steindór Gunnars- son 1. —GG. M Reiknum með sigri - segir þjálfari Dana áá LEIF Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana: íslendingar eru ávallt erfiðir mótherjar en okkur hefur gengið vel gegn þeim í síðustu leikjum og erum því bjartsýnir á sigur. Reyndar reiknum við með sigri í leiknum. Erfitt að segja til um getu islenzka iiðsins eftir tvo fyrstu leikina því ég er viss um það að liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit gegn Svium og Finnarnir voru of slakir mótherjar til þess að dæma islenzka liðið eftir leiknum við þá. Leikið gegn Dönum og Færeyingum í dag - ÞRÍU leikir eru á dagskrá á Norðurlandameistaramótinu i handknattleik í dag. Fyrsti leik- urinn fer fram kl. 8.00 á milli íslands og Danmerkur. síðan leika Svíar og Færeyingar og loks Norðmenn og Finnar. Allir þessir leikir fara fram fyrir hádegi en eftir hádegi ieika íslendingar gegn Færeyingum. Svíar gegn Finnum og Norðmenn gegn Dönum. Liðin þurfa þvi að leika tvo ieiki i dag. Á morgun sunnudag leika iiðin svo siðustu leiki sína. Færey- ingar mæta Finnum. Sviar mæta Dönum og verður það liklega úrslitaieikur mótsins. Þá leika tslendingar við Norðmenn og koma liðin til með að berjast um bronsverðlaunin í mótinu ef að likum lætur. r hand- knatt- Leiknum lýst kl. 8.30 ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem útvarpshiustendur vakna við iþróttalýsingar. En i dag lýsir Hermann Gunnarsson iþróttafrétta- maður útvarpsins leik ts- lendinga og Dana ki. 8.30 fyrir hádegi. Þá vakti það megna óánægju hjá mörgum hversu seint lýsing hans á leik Svía og tslendinga fór fram. Henni hefði vel mátt koma fyrir fyrr f dag- skránni. Leiknum var lýst kl. 23.15. Fyrsti sigur gegn Finnum Handknattleikur er ekki mikið iðkaður i Finnlandi og iþróttin ekki mjög hátt skrifuð þar. t mörg undan- farin ár hafa Finnar ekki tekið þátt í NM-mótinu i handknattleik og þvi hafa íslendingar og Finnar að- eins leikið þrjá landsleiki. Sigurinn i gær var fyrsti sigur tslands því að fyrstu tveir leikirnir enduðu með jafntefii. Þrír ieikir tvö jafn- tefli og einn sigur. Viggó lék sinn 60 landsleik MARGIR ieikmenn í ís- lenska landsliðinu i hand- knattieik eru orðnir gífur- lega leikreyndir og í leikn- um í gær á móti Finnum iék Viggó Sigurðsson sinn 60 landsleik og Kristján Sig- mundsson sinn 40 landsleik. Sá sem leikið hefur flesta landsleikina er Ólafur H. Jónsson eða 122 ails. Leiki óiaíur markvörður alla leik- ina f mótinu nær hann sín- um 100 landsleik i leiknum gegn Færeyjum á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.