Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 , HLAÐVARPINN . „Á útleið“ æft í Selinu. Oddur Björnsson leikstjóri: Það er gaman að vinna með svona fólki í VESTFIRSKA fréttablaðinu frá 30. okt. er viðtal við Odd Bjornsson leikstjóra ok leikrita- höfund. en hann leikstýrir nú hjá Litla leikklúbhnum verkinu j útleið“ eftir Sutton Vane og þa segir Oddur meðal annars: Dularfullt og rómantískt — Þetta er nokkuð gamalt leik- rit, sagði Oddur, líklega samið i kringum 1920. Það er dálítið dæmigert fyrir sinn tíma, og þá sérstaklega enska leikritagerð. Leikritið gerist um borð í skipi og farþegarnir eru dauðar sálir, sem eru að bera saman bækur sínar. Þetta er ekki þungt leikrit. Það er í því töluverð gamansemi og persónurnar eru skýrt dregnar. — Hver er staða LL miðað við leikhús almennt úti á landsbyggð- inni? — Ég þekki ekki mikið til leikhúsa úti á landsbyggðinni nema Leikfélags Akureyrar, sem til skamms tíma var atvinnuleik- hús. Ég var búinn að heyra töluvert mikið látið af Litla Leikklúbbnum og það var raunar eitt af því helsta sem ég vissi um ísafjörð. Mér skildist að félagar leikklúbbsins hefðu mikinn metn- að og væru öðru hvoru með mjög góðar sýningar. Við vitum að það eru tveir eða þrír staðir aðrir, sem hata getið sér góðan orðstír og sýnt metnað í leikstarfsemi á undanförnum árum, staðir eins og Húsavík og Sauðárkrókur. Ég hef ekki beinan samanburð, en mín reynsla af samstarfinu við LL kemur mjög heim og saman við það sem ég hafði heyrt. Það er gaman að vinna með svona fólki. Það væri hins vegar ekki eins gaman, ef metnaður og áhugi væru ekki fyrir hendi og reyndar hæfileikar líka. — Hvernig er aðstaða LL? — Hún er slæm. Að vísu hafa þau Selið í Hnífsdal, sem bjargar miklu og er ómissandi. En það er afleitt að hafa ekki meiri aðgang að leiksviði og það er auðvitað óleyst vandamál ennþá. Spcnnandi áhætta Að lokum sagði Oddur Björns- son: — Mér þykir ákaflega gaman að hafa fengið að koma hingað í fyrsta sinn og vinna með Litla Leikklúbbnum. Andinn er góður og fólkið áhugasamt. Mér finnst ástæða til að standa vel við bakið á svona fyrirtæki, sem er ein þeirra menningarstofnana á ísa- firði, sem haldið hefur uppi hróðri staðarins. Ég á von á því að það leikrit, sem við erum að vinna að núna, höfði til mjög margra, ekki síst þeirra sem sáu það í gamla daga. Það væri fróðlegt fyrir þá að gera samanburð. Það fylgir því ávallt viss áhætta að taka svona leikrit til meðferðar í stað hinna gömlu og sígildu íslensku leikrita, sem hafa örugga aðsókn, en sú áhætta er spennandi. etj. Bo Halldórsson bezti laga- smiður utan Bretlandseyja Bo, Björgvin Halldórsson Eins og kunnugt er af frétt- um tók Björgvin llalldórsson þátt í alþjóölegri söngvakeppni i Castlebar á írlandi í október síðastliönum og fékk hann við- urkenningu fyrir lag sitt „Maidens of The Morning" eins og hann nefndi það á ensku. Okkur Hlaðverpingum hefur borizt dagskrá frá keppninni, þar sem keppendur eru kynntir. Þar hefur Björgvin verið skírður upp á nýtt og nefnist Bo Hall- dórsson. í kynningartextanum segir meðal annars: Bo Halldórsson hefur verið bezti og vinsælasti söngvari íslands síðastliðin 11 ár, eða síðan hann var 18 ára. Hann hefur nú komið út á 23 hljóm- plötum og hafa honum þegar verið veittar fjölmargar gull- plötur. Fyrir eina af plötum sinum hefur hann fengið fimm gullplötur. Með hverri nýrri plötu sem Bo gerir kemst hann enn ofar í listrænni tónlist og eykst stöð- ugt þroski sem söngvari, laga- smiður, framleiðandi og sviðs- framkoma hans verður enn full- komnari. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Arnarflug verið í leiguflugi fyrir jórdanska flugfé- lagið Alía frá því í júníbyrjun í ár. Þar hafa verið áhafnir með vélunum allan tímann og nokkrir áhafnameðlimir hafa verið þarna niður frá í fimm mánuði alls. Nú í vikunni kom fólkið loks heim i langþráð fri og hafði þá Illað- varpinn samhand við eina af flugfreyjum félagsins, Birnu Ililmarsdóttur og hað hana að segja frá dvölinni í Jórdaníu. Egyptar „flytja út“ verkamenn „Arnarflug var þarna í leigu- flugi fyrir Alía, „Royal Jordanian Airlines", sem mun skírt í höfuð látinnar drottningar Husseins konungs og prinsessunnar dóttur hans. Fluginu var þannig háttað, að við byrjuðum á því að flytja kennara frá Saudi Arabíu til Jórdaníu, en það má segja að Jórdanir flytji út kennara og þá aðallega til Saudi Arabíu. Þá var aðallega flogið frá Amman til borganna Dhahran, Riyadh og Jidda. Næst flugum við í nær tvo mánuði frá Amman til Kairó með egypska .verkamenn. En eins og segja má að Jórdanir flytji út kennara, flytja Egyptar úr verka- menn, vegna landlægs atvinnu- leysis þar. Það morar allt af þeim í Litlu-Asíu og í öðrum löndum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Einnig flugum við leiguflug til Rhódos og Lanarka í Sýrlandi fyrir ferðaskrifstofu, sem heitir „Eagle Travels" og eigandanum þótti viðeigandi að fá „Éagle Air“ til að fljúga fyrir sig, þó það væri dýrara, en hjá þarlendum flugfé- lögum. Þá vorum við einn mánuð í Jidda og flugum þaðan til Ryadh, Damaskus og Kairó og vorum þá inni á áætlun hjá SAUDIA. Undir lokin flugum við svo talsvert til Beirút og þegar við komum út aftur verður því haldið áfram. Flugvélin líkust barnaheimili Hvernig er að fljúga með austurlandabúana? Þetta var oftast ósköp venjulegt fólk, í flestum atriðum svipað þeim sem við fljúgum með hér heima, eins og svo oft vill verða í sólarlandaferðum hér heima. Þegar við vorum í kennaraflutn- ingunum var þó anzi oft mikið af börnum og flest held ég þau hafi verið 117, en vélin tekur 189 farþega, svo vélin var þá líkust barnaheimili. En svo voru Egyptarnir alveg sér á parti. Síðastliðna tvo mánuði flugum við oftast tvö flug á dag til Kairó. Það var þá talið að um 6 milljónir þeirra væru í írak og vegna stríðsins á milli íraka og Birna Hilmars- dóttir flug- freyja hjá Arnarflugi: írana flæddu þeir inn í Jórdaníu og þó fluttir væru 1.000 Egyptar á milli á dag dugði það lítið, því 2.000 komu inn í staðinn. Þegar við komum inn á flugvall- arsvæðið til að fara í flug, lágu þeir eins og hráviði úti um allt, sofandi undir berum himni með pjönkur sínar. Meiri hluti þessa fólks hafði þá verið á ferðalagi í rúma viku áður en það kom upp í vélina til okkar og var því bæði svangt og sóðalegt og mörg okkar fengu óþyrmilega að kenna á flónum. Hjá hinum flugvélunum var tekið á móti þeim með vænni gusu af skordýraeitri um leið og þeir komu inn, en við kunnum ekki við það. Muldu asperínið í tóbakið og reyktu sig út úr heiminum Þegar þeim var færður matur- inn, kunnu þeir ekkert með hann að fara og venjulega settu þeir salt og pipar í teið, sykur og þurrmjólkina út á matinn og reyndu svo oft að borða andlits- þurrkurnar. Eitt af því fyrsta, sem ég lenti í, var „höfuðverkurinn". Einu sinni kvartaði einn þeirra um höfuðverk og ég gaf honum asperín, en þegar ég leit upp var hreinlega öll vélin komin með „höfuðverk" og allir vildu asperín. Þá komst ég að því að þeir muldu það út í tóbakið og reyktu sig svo þannig alveg út úr heiminum. Eftir þetta „átturn" við aldrei asperín. Þetta var annars mjög fátækt fólk, sem búið var að vinna að heiman í langan tíma og var á heimleið með allt sem það átti. Það var algengt að karlmennirnir sætu í fjórum frökkum og með húfur og trefla í vélinni, sem þeir annað hvort áttu sjálfir eða höfðu keypt fyrir ættingjana heima. A meðan vorum við að stikna úr hita og vorum þó mjög léttklæddar. Þrátt fyrir fátæktina var þetta gott og hjálpsamt fólk og var Egypsku flærnar voru oft erfiðar viðfangs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.