Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 13 Ömurlegt ástand öldrunarmála . . til . Islands ferma skipin sem hér segir: AMERIKA PORTSMOUTH Berglind Hofsjökull Bakkafoss Berglind Bakkafoss NEW YORK Berglind Berglind HALIFAX Goöafoss Hofsjökull 10. nóv. 20. nóv. 24. nóv. 3. des. 15. des. 12. nóv. 5. des. 7. nóv. 24. nóv. BRETLAND/ MEGINLAND ANTWERPEN Álafoss 10. nóv. Eyrarfoss 17. nóv. Álafoss 24. nóv. Eyrarfoss 1. des. Álafoss 8. des. FELIXSTOWE Álafoss 11. nóv. Eyrarfoss 18. nóv Álafoss 25. nóv. Eyrarfoss 2. des. Álafoss 9. des. ROTTERDAM Álafoss 12. nóv. Eyrarfoss 19. nóv. Álafoss 26. nóv. Eyrarfoss 3. des. Álafoss 10. des. HAMBORG Álafoss 13. nóv. Eyrarfoss 20. nóv. Álafoss 27. nóv. Eyrarfoss 4. des. Álafoss 11. des. WESTON POINT Urriöafoss 19. nóv. Urriöafoss 3. des. NORDURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss Mánafoss KRISTIANSAND Dettifoss Dettifoss MOSS Mánafoss Dettifoss Mánafoss GAUTABORG Mánafoss Dettifoss Mánafoss KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 14. nóv Dettifoss Mánafoss HELSINGBORG Mánafoss 10. nóv. 24. nóv. 17. nóv. 1. des. 11. nóv. 18. nóv. 25. nóv. 13. nóv. 20. nóv. 26. nóv. 21. nóv. 27. nóv. Dettifoss Mánafoss HELSINKI Múlafoss írafoss Múlafoss VALKOM Múlafoss írafoss Múlafoss RIGA Múlafoss írafoss Múlafoss GDYNIA Múlafoss írafoss Múlafoss 14. nov. 21. nóv. 27. nóv. 10. nóv. 24. nóv. 2. des. 11. nóv 25. nóv 3. des 13. nóv 28. nóv 5. des 14. nóv 29. nóv 6. des Frá REYKJAVIK: á mánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR EIMSKIP * Júlíus Kr. Ólafsson Hrafnistu: Að írabakka hér í borg búa hjónin Björg Guðlaugsdóttir og Guðni Steindórsson. Guðni er 67 ára gamall og lamaður upp að hálsi og getur sig hvergi hreyft. Björg er 69 ára og orðin léleg til heilsunnar og slæm í baki og getur því engan veginn aðstoðað mann sinn. Mbl. hafði tal af þeim og bað þau segja af högum sínum. Lífeyrissjóðurinn hefur bjargað af- komunni hjá mér Einn af fjölmörgum vist- mönnum á Hrafnistu í Reykja- vík er Júlíus Kr. Ólafsson fyrrverandi vélstjóri og er hann á' 90. aldursári. Blaða- maður Mbl. tók hann tali og bað hann að segja sér af högum sínum. Var einn af upphafs- mönnum aÖ byggingu Hrafnistu „Ég er fæddur 1918 og byrj- aði til sjós á skútunum 1904, síðan tók ég vélstjórapróf 1914 og hef unnið við vélstjórn meira og minna síðan. Ég hef verið hér í þrjú ár, en áður bjó ég í 51 ár á Öldugötunni í húsi sem ég byggði sjálfur. Þar bjó ég einn síðustu árin, en þó bjó reyndar fleira fólk í húsinu. Ég hafði alltaf ætlað mér að koma hingað í ellinni, ég gat ekki hugsað mér að binda börnin yfir mér og var reyndar einn af þeim, sem stóðu fyrir byggingu Hrafnistu í upphafi, svo hugurinn hefur alltaf stað- ið hingað. Hér er sérstaklega vel að manni búið, öll þjónusta er með ágætum og félagslífið gott. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem eru óánægðir, því auðvitað gengur erfiðlega að samræma óskir 400 manna sem hingað til hafa lifað hver fyrir sig. En hvað sem því líður er engin sanngirni í því að vera óánægð- ur. Lífeyrissjóðurinn hefur bjargað afkomunni hjá mér Ég borga allt fyrir mig sjálf- ur, 1930 til ’31 byrjaði ég að borga í lífeyrissjóð og síðan þá hafa 4% af brúttótekjum mín- um farið í það að tryggja mig í ellinni og því sé ég svo sannar- lega ekki eftir. Lífeyrissjóður- inn hefur algjörlega tryggt afkomu mína og ég get meira að segja leyft mér ýmsan smá lúxus, eins og tóbak og þess háttar og þarf engar áhyggjur að hafa. Það verða auðvitað alltaf erfiðleikar í lífi allra, en þeim verður maður bara að læra að taka og reyna að bjarga sér sjálfur. Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir." Lamaðist smám saman á 4 árum „Ég lamaðist svona smám saman á fjórum árum, fyrst gáfu fæturnir sig og síðan hendurnar og eftir það get ég aðeins hreyft höfuðið. Ég hef verið meira og minna inn á stofnunum þessi ár til rannsókna, en engin skýring, hvað þá lækning hefur fengizt", sagði Guðni. „Við bjuggum áður á Nýlendu- götunni í risíbúð, en þegar Guðni lamaðist urðum við að flytja þaðan, því ekki var hægt að koma hjólastólnum að. Þá flutt- um við í þessa leiguíbúð á vegum borgarinnar og höfum verið hér í eitt og hálft ár. Við erum ákaflega einmana hér, við þekkj- um engan í húsinu og fyrir utan fólkið frá heimilisþjónustunni og heimahjúkruninni koma mjög fáir hingað", sagði Björg. Skatturinn hótar lögtaki „Það eru nú 10 ár síðan ég hætti að geta unnið og þá óskaði ég þess, bæði við ráðherra og borgarstjórn að skattar, sem á mér hvildu yrðu felldir niður. Því var reyndar lofað, en það hefur ekki staðið, því árlega hafa rukkanirnar komið, með síaukn- um vöxtum og vaxtavöxtum og nú skiptir upphæðin milljónum. Með þessum rukkunum hef ég svo venjulega fengið hótun um lögtak. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um þetta, nógir eru erfiðleikarnir fyrir. Þeir koma þá bara til að gramsa í því litla sem við eigum, en ég hef sagt þeim, að það verði ekki nema að viðstöddum blaðamönnum", sagði Guðni. „Nú er Guðni að byrja að fá ellilífeyri og þá fáum við með ellilífeyri og tekjutryggingu til samans um 350 þúsund krónur á mánuði. Við borgum 93.300 krón- ur í leigu á mánuði auk raf- Björg Guðlaugs- dóttir og Guðni Steindórsson: Framtíðin full af óvissu og kviða magns og hita, svo þetta verða rúm 100.000 á mánuði. Það sér hver maður að ekki er þá mikið eftir og við verðum auk þessa að borga fullt afnotagjald útvarps og sjónvarps, en af símanum þurfum við bara að greiða um- fram skref, vegna þess að Guðni vann svo lengi á Símanum. Það er því bara eytt í það allra nauðsynlegasta eins og sjá má á íbúðinni. Sjónvarpið gáfu börnin min mér fyrir 9 árum og ég held að við hefðum aldrei ráðið við að kaupa það sjálf. Það er svo okkar eina skemmtun nú, síðan Guðni hætti að geta lesið. En áður las hann gríðarlega mikið og stúd- eraði ættfræði," sagði Björg. Heimahjúkrunin og heimaþjónustan veitir ómetanlega hjálp „Við höfum heimilisaðstoð frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og heimahjúkrun fáum við einn- ig. Án þessa getum við alls ekki verið, því ég get ekkert hreyft mig og Björg getur lítið hjálpað mér. En þessi þjónusta er því miður hvorki veitt á kvöldin né um helgar, en þá kemur dóttur sonur Bjargar til að hjálpa okkur. Það er vissulega mikið gert bæði fyrir okkur og aðra, sem aðstoðar þarfnast, en í fæstum tilfellum er það nóg. Heimahjúkrunin og heimilis- aðstoðin veita vissulega ómetan- lega hjálp og án hennar gætum við alls ekki verið hér heima og það er líka eins gott því við höfum engan annan stað til að fara á. Maður veit ekkert hvað framundan er og ef heimaþjón- ustan bregst vitum við ekkert hvað bíður okkar,“ sagði Guðni. Maður verður að halda í vonina. hún er það eina sem við eigum eítir „Þegar Öryrkjabandalagið byggði sóttum við um þar, en það gekk ekki og við vitum ekki um neinar íbúðir sem við getum fengið að fara í og getum fengið þá þjónustu sem við þurfum. Við höfum sótt um allt. mögulegt en ekkert hefur gengið og sjáum því ekki fram á annað en að vera hér áfram, en hve lengi vitum við ekki. Það virðist sem ástandið verði enn að versna til þess að við fáum möguleika á því að komast inn á einhverja stofnun. En það virðist bara ekki vera til nein stofnun þar sem við gætum fengið að vera bæði og fengið þá aðhlynningu sem við þurfum. Það má því alltaf búast við því að okkur verði stíað sundur, ef frekari veikindi koma upp. Það er þessi óvissa og nagandi kvíði um framtíðina sem er hvað verst við þetta. En eina leiðin er að vona í lengstu lög. Vonina má aldrei gefa upp og nú er hún eiginlega það eina sem við eig- um,“ sögðu þau hjónin að lokum. NÝTT: FRÁ ÍSAFIRÐI TIL AKUREYRAR OG REYKJAVÍKUR ALLA þRIÐJUDAGA. FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVÍKUR ALLA FIMMTUDAGA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.