Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 * Fríðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SIF: Sölusamtök einkennandi f yrir útflutningsverzlun Islendinga Stjórnunaríélag íslands ^ekkst fyrir námsstefnu aö Hótel Sögu í sl. viku. þar sem efnið sala á er- lendum mörkuðum var tekið fyrir, eins og skýrt hefur verið frá hér á síð- unni fyrr. Á námsstefn- unni flutti Friðrik Páls- son, framkvæmdastjóri SÍF erindi. þar sem hann fjallaði um sölu á sjávaraf- urðum. Hann sagði m.a.: Ég mun að mestu fjalla um þau sérkenni íslenzkrar útflutn- ingsverzlunar, sem mér finnst bera hæst, en þau eru hin fjöl- mörgu samtök um útflutning hér á landi. Þessi samtök eru einkennandi fyrir útflutningsverzlun okkar Is- lendinga, en aðrar þjóðir hafa svo sannarlega iitið þennan sam- vinnuþroska öfundaraugum og hafa hliðstæð samtök verið stofn- uð og annars staðar er enn unnið að því að koma þeim á. Við skulum líta nánar á þau þessarra samtaka, sem fást við sölu saltfisks, Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda, SÍF. Þau samtök voru stofnuð árið 1932, þegar þrjú stór útflutnings- fyrirtæki eða samtök tóku sig saman um að selja sameiginlega sem einn útflytjandi. Astæðan var mjög einföld. Þessir aðilar höfðu í beinni og óvæginni samkeppni sín í milli ofboðið saltfiskmörkuðunum og afleiðingin varð verðhrun. Síðan hefur SIF séð um nær allan útflutning saltfisks. Saltfiskframleiðendur og fé- lagsmenn í SÍF eru nú um 250 talsins. Framleiðslumagn hvers fyrir sig er afar mismunandi, allt frá fáum tonnum og upp í 1500— 2000 tonn á ári. Ein elsta aðferð, sem þekkt er til að geyma matvæli til lengri tíma, er söltun. Þrátt fyrir allar tækniframfarir, hefur enn ekki tekizt að koma í veg fyrir tölu- verða áhættu við geymslu salt- aðra afurða. Saltfiskur þolir illa geymslu og mikið verr en t.d. skreið eða frystur fiskur. Jafnvel þó fiskurinn sé geymd- ur við beztu aðstæður, þ.e. full- saltaður og fullstaðinn í kæliklefa við rétt hitastig, missir hann ávallt nokkuð af ferskleika sínum á mánuði hverjum, þó hann skemmist ekki beinlínis, en auk þess rýrnar fiskurinn stöðugt. Við getum sagt, að hluti söluverðsins hreinlega renni niður í ræsin. Eins og ég sagði fyrr, þá á þetta einungis við um beztu geymslur, Fríðrik Pálsson allra saltfiskframleiðenda, að reynt sé að koma vörunni úr landi strax og hægt er af framan- greindum ástæðum. Það útheimtir fyrirframsölur og ennfremur, að kaupendur séu hvort tveggja í senn, færir um að taka við miklu magni í geymslu og mjög sterkir fjárhagslega. I áratugi hafa verið gerðir sölusamningar við kaupendur einu sinni eða oftar á ári hverju og þar kappkostað að fullnýta fyrst þá markaði, sem bezt verð gefa, án þess að ofbjóða þeim, en gæta þess jafnframt vandlega.að halda einhverju magni á öllum mörkuðum til að missa þar ekki fótfestu, því að á skammri stundu skipast veður í lofti og við skulum vona að fljótlega þurfum við á öllum okkar gömlu mörkuðum að Af því er ljóst að sala í maí fyrir t.d. $ 2.000 jafngildir því að fást þurfi $ 2.430 til $ 2.620 fyrir sömu vöru í september — eða 20—30% hærra verð eftir aðeins 3—4 mánaða geymslu. Þessi stað- reynd vill oft gleymast í umræð- um. Eins og að framan greinir er mestur hluti saltfisks seldur í sérstökum stórum sölusamning- um í upphafi vertíðar — eða þegar vertíð stendur sem hæst. A meðan svo verður, er að mínu mati óumdeilanlegt, að samsala á borð við SÍF er langhagkvæmasta fyrirkomulagið. Hitt er jafn ljóst, að það væri ótrúlegur skussi í sölumálum, sem ekki gæti selt eitthvað magn fyrir eitthvað hærra verð eftir að SÍF hefur lokið sínum aðalsamningum. Slík j f | * 1 -iébel.— |gj Pl 1 1* J J Stjórnunarfélagsins í sl. viku. En hvað er þá SÍF? Saltfiskframleiðendur á Islandi hafa komið sér saman um að reka sameiginlega sölustofnun í stað þess að bjástra hver í sínu horni. Þessari sölustofnun gáfu þeir nafnið Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. Þeir kjósa ár- lega 25 manns úr sínum hópi til að fara á einn eða annan hátt með stjórn samtakanna og ráða sér auk þess nauðsynlegt starfsfólk. Aðild að þessum samtökum er öllum saltfiskframleiðendum frjáls, og auk þess sem þau starfa að sölumálum fyrir félagsmenn sína, sinna þau öðrum hagsmuna- málum þeirra. Frá námsstefnu en víða er þeim enn áfátt, mest vegna smæðar framleiðenda, og skemmdahætta því mikil, ef til langvarandi geymslu kemur, einkum að sumri. Saltfiskur er eins og svo marg- ar aðrar matvörur afar vandmeð- farinn og dýr í geymslu. Hvaða þýðingu hefur sá eigin- leiki eða þau takmörk vörunnar á sölu hennar? Fyrst og fremst þá, að lítið er hægt að stunda spákaupmennsku með þess háttar vöru. Hún þarf að komast til neytendanna á réttum tíma og í réttu ásigkomu- lagi. Nú vill ennfremur þannig til, að aðal framleiðslutíminn hérlendis og neyzlutíminn hjá helztu salt- fiskneyzluþjóðum fer ekki saman. Framleiðslan fer fram að mestu á vormánuðum, en neyzlan er mest fyrri part vetrar. Þetta þýðir, að annað hvort þarf að geyma vöruna hérlendis frá vori fram á haust með tilheyrandi vaxta- og rýrnunarkostnaði auk áhættu, eða selja hana á vorin með þeim skilmálum, að kaupand- inn taki við henni strax og varan er fullverkuð. Það hefur verið einróma ósk halda með stóraukinni veiði. í stórum fyrirframsamningum, þar sem gert er ráð fyrir örum afskipunum, löngu áður en neyzla vörunnar hefst, er augljóst, að kaupandinn tekur með í reikning- inn vaxta-, geymslu- og rýrnun- arkostnað á sinni hlið, en svo er blessaðri óðaverðbólgunni okkar fyrir að þakka, að þar er ávallt um mun lægri kostnað að ræða, en vera myndi hér á landi. Nefna má sem dæmi, að þurfi framleiðandi að liggja með salt- fisk á fullum vöxtum, má reikna með a.m.k. 5—7% í vexti og rýrnun á hverjum mánuði. Ljósmynd Mbl. Kristján. fyrirbæri eru alþekkt úr sölu- fræðinni. Helstu saltfiskneyslulöndin eru sem kunnugt er aðallega rómönsk ríki, en þau eru ekki þekkt fyrir sérstaklega rólegt pólitískt ástand og hafa saltfiskútflytjend- ur ekki farið varhluta af þeirri staðreynd undanfarin ár og ára- tugi. Hvert vandamálið hefur rekið annað í þessum löndum vegna ótryggs pólitísks ástands eða skyldilegra breytinga á efna- hagsstefnu þeirra, sem hafa kom- ið mjög illa við saltfiskútflytjend- ur. I nokkrum tilfelum hefur orðið að koma til bein aðstoð Mikill uppgangur hjá Álaíossi: Um 24% framleiðsluaukning fyrstu þrjá ársf jórðungana Stefnir í liðlega 10 milljarða króna veltu á þessu ári ÁLAFOSS hf. hefur und- anfarin ár verið sta*rsti útflytjandi ullarvara frá íslandi og hefur markaðs- hlutdeild fyrirtakisins verið í kringum 40% und- anfarin ár. Morjjunhlaðið hitti Pétur Eiríksson, for- stjóra Álafoss, að máli fyrir skommu og spurði hann fyrst hver staða fyrirtækisins væri á þessu ári. „Það er ekki hægt að neita því, að við erum tiltölulega ánægðir með okkar hlut það sem af er þessu ári. A fyrstu þremur árs- fjórðungunum jókst framleiðslan um liðlega 24% og það stefnir allt í, að markaðshlutdeild okkar í útfluttum ullarvörum aukizt veru- lega á árinu, gæti farið upp í 47—48% á móti um 40% á sl. ári. Samkvæmt bráðabirgðaáætlun stefnir í um 10 milljarða króna veltu á þessu ári, en veltan á síðasta ári var liðlega 5 milljarðar króna," sagði Pétur. Hjá Alafossi starfa í dag liðlega 300 starfsmenn í hinum ýmsu deildum og hefur þeim fjölgað nokkuð á árinu vegna aukinnar framleiðslu. Pétur var því næst spurður að því hvernig fyrirtæk- inu hefði tekizt upp í baráttunni við Parkinsonslögmálið. „Ég tel, að okkur hafi tekizt mjög vel upp í þeirri baráttu. Sem dæmi um það get ég nefnt, að á skrifstofu fyrirtækisins starfa aðeins 15 manns fyrir utan 15 manna sölu- deild og kostnaður við yfirstjórn fyrirtækisins sem hlutfall af veltu hefur farið lækkandi undanfarin ár. Fyrir fimm árum var þetta hlutfail um 10%, en í dag er það komið niður í 7,5%,“ sagði Pétur ennfremur. Hvernig er skipting framleiðsl- unnar og hvert er hún seld? „Það má segja, að um 80% af allri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.