Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 48
 AKAI HLJÓMTÆKI ^GRUnDÍG) LITTÆKI 100.000 kr. staögr afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. AKAI er hégaða merki á góöu veröi. 100.000 kr. staögr. afslóttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vegna gaaöanna. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Verðbreytingar á Bandarikjamarkaði: 404 millj. tekjuaukn- ing frysti- húsanna Þ0RSKBL0KK hakkaði á Bandaríkjamarkaði um siðustu mánaðamót úr 105 centum í 110 cent hvert pund. en ýsu- hlokk lakkaði þá úr 125 cent- um í 115 cent. Þessar verð- hreytinsar þýða 0.2% nettó- hakkun á tekjum frystin«ar- innar eða 101 milljón krónur á ári. Þessar verðhreytinjjar hreyta afkomu frystihúsanna mjöK lítið. Verðjöfnun á þorskhlokk fellur niður. en verðjöfnun á ýsuhlokk eykst hins vegar. Þorskblokk lækkaði úr 108 centum í 103 cent um síðustu áramót, en hækkaði síðan í 105 cent í septemhermánuði og um síðustu mánaðamót um 5 cent til viðbótar þannig að verðið er nú 110 cent. Síðan í september hefur því orðið 6.8% hækkun á þorskblokk hjá sölufyrirtækjum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Sambandsins í Banda- ríkjunum. Samkvæmt upplýs- ingum Þjóðhagsstofnunar er ekki útlit fyrir aðrar breytingar á verði freðfisks á næstunni. Kjarvals- verk á 4 millj. kr. Klausturhólar hafa fyrir hönd löKerfingja Sigurliöa Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur selt Kjarvalsstöðum málverk eftir Kjarval fyrir 4 milljónir króna. Ekki ber verkið sérstakt nafn, en myndin er uppstilling við glugga. Kvatt í flugstjórnarklefan Jóhannes Snorrason í flugstjórnarklefa nýjustu farþegaþotu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli í gaer við komuna úr síðustu millilandaferð hans sem flugstjóra. Sjá nánar á bls. 3. Ljósm. Mbt: rax Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Vill fresta verðbótum og verðlagshækkunum 1. des. Hugmyndin góðra gjalda verð en frekari tillögugerð fram- sóknarmanna ekki rædd, segir Steingrímur Hermannsson -ÉG SETTI þetta nú fram í spurn- arformi á Alþingi, en ég er þeirrar skoðunar. að það sé ráð að sameina vcrðbotatímahil allra kostnaðar- þáttanna 1. janúar.“ sagði Tómas Arnason. viðskiptaráðherra. í sam- tali við Mbl. í gær. „Þetta þýðir að fresta, og ég undirstrika orðið fresta. öllum verðhótum frá 1. desember til 1. janúar og þá á ég ekki aðeins við verðbætur á laun, heldur einnig verðhækkun á land- húnaðarvörum og hækkunum á ýmiss konar seldri þjónustu.“ „Þessi hugmynd er góðra gjalda verð. Þetta gæfi meira svigrúm til þess að gera einhverjar marktækar ráðstafanir og tengja þær gjaldmið- ilsbreytingunni um áramótin," sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, er Mbl. spurði hann álits á þessari skoðun Tómasar. Steingrímur sagði, að þessi frestun 1. desember hefði ekki verið „beint“ rædd í Framsóknar- flokknum í sambandi við tillögugerð um efnahagsaðgerðir. „Við erum búnir að leggja fram okkar tillögur um niðurtalningu verðlagsins. Frek- ari tillögugerð hefur ekki verið Fjárhags- og viðskiptanefnd skilyrðir ríkisábyrgð til Flugleiða: Flugleiðamenn taka afstöðu til skilyrðanna eftir helgina „STJÓRN félagsins hefur setið á fundi i dag og rætt nefndar- áiit fjárhags- og viðskipta- neíndar efri deildar Alþingis. I mraðu um málið var hins vegar ekki lokið þegar fundi var frestað. Stjórnin mun síðan va-ntanlega taka afstöðu til málsins á fundi eftir helgina.“ sagði Sigurður Helgason. for- stjóri Flugleiða. í samtali við Mbl. í gærkvoldi. þegar hann var inntur álits á nefndaráiiti meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar Al- þingis. þar s»m mælt er með samþykkt frumvarps um mál- efni að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur til, að frum- varpið verði samþykkt á þeim grundvelli, að 5. grein þess verði framkvæmd á eftirfarandi hátt: I fyrsta lagi, að aukning hluta- fjár ríkisins í 20% verði komin til framkvæmda fyrir næsta aðal- fund. Starfsfólki eða samtökum þess verði á sama tíma gefinn kostur á að eignast hlutafé fyrir a.m.k. 200 milljónir króna og þannig stuðlað að því, að sameig- inlegt atkvæðamagn starfsfólks nægi til kjörs eins fulltrúa í stjórn. Aðalfundur Flugleiða verði haldinn fyrir lok febrúar 1981 og kosin ný stjórn í sam- ræmi við breytta hlutafjáreign, en framhaldsaðalfundur haldinn síðar, ef þörf krefur. Þá verði starfsmannafélagi Arnarflugs gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða í Arnarflugi. Ársfjórð- ungslega verði ríkisstjórninni gefið yfirlit yfir þróun og horfur í rekstri Flugleiða. Fram fari við- ræður ríkisstjórnar og Flugleiða um nýjar reglur varðandi hluta- fjáreign í fyrirtækinu, sem m.a. takmarki atkvæðisrétt einstakl- inga og fyrirtækja, sem hlut eiga í Flugleiðum. Að síðustu er tekið ,fram, að Norður-Atlantshafs- fluginu skuli haldið fjárhagslega aðskildu, eins og frekast er unnt. Kjartan Jóhannsson, einn nefndarmanna, greiddi ekki at- kvæði með ofangreindu áliti. Hann sagði í samtali við Mbl., að það væri alveg ófært, að jafn mikilvægt mál, eins og skilyrðin, væru ekki bundin í lögum. Það væri sín skoðun, að nauðsyn bæri til að lögfesta þau, til að tryggt væri, að farið væri eftir þeim. rædd," sagði Steingrímur, er Mbl. spurði, hvort vænta mætti tillögu frá framsóknarmönnum í ríkis- stjórn um hugmynd Tómasar. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði hugmyndir um frestun dagsetninga ekki nýjar af nálinni. „Eg er ekki trúaður á annað, en að 1. desember verði greiddar þær verð- bætur á laun, sem greiða á,“ sagði fjármálaráðherra. Þá spurði Mbl. Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, um hans álit á hugmynd Tómasar, en forsætis- ráðherra kvaðst ekki vilja gefa neinar yfirlýsingar í því efni á meðan ríkisstjórnin ynni að undir- búningi efnahagsaðgerða sinna. „Kosturinn við að sameina öll verðbótatímabilin með þessum hætti, er sá, að þá er ekki þessi víxlgangur í hækkunum á ýmsum tímum," sagði Tómas Árnason. „Auk þess eru margir þeirrar skoð- unar, að það sé stórhættulegt að fá svona mikla bylgju inn í verðlagið, eins og fyrirsjáanleg er 1. desem- ber.“ Mbl. spurði Tómas þá, hvort betra væri að fá þessa bylgju 1. janúar, eða hvað hann vildi að þá tæki við. „Eg ætlast til þess, að ríkisstjórnin standi við sín fyrirheit um aðgerðir í efnahagsmálum fyrir 1. janúar," sagði Tómas. „Og að þá komi til framkvæmda raunhæf niðurtalning verðlags, sem má kalla nokkurs konar takmarkaða verðstöðvun, með skattalækkunum á móti til að tryggja kaupmátt launa.“ Sjá ummæli Ragnars Arnalds og Steingríms Hermannssonar bls. 27. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.