Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 08.11.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 23 Leikvangur heitinn eftir Wallenberg New York. 7. nóv. — AP. Borgarstjóri New York- borgar. Edward I. Koch. undirritaði í gær lög þess efnis, að íþróttaleikvang- ur í borginni skuli fram- vegis bera nafn Raoul Wallenbergs, Svíans, sem bjargaði þúsundum gyð- Steve McQueen látinn Loh Anxeles. 7. nóvember. AP. Kvikmyndaleikarinn Steve McQueen lézt í sjúkrahúsi í Mexíkó í kvöld. Banamein hans var hjartaslag, en hann var haldinn krabbameini í lungum, og var ætlunin að gera á honum aðgerð til að nema brott æxli innan fárra daga. inga á dögum síðari heims- styrjaldarinnar. í ræðu sem borgarstjórinn hélt við þetta tækifæri sagði hann, að nafngiftinni væri ætl- að að minna á „hugrekki Wall- enbergs og mannkærleika". Wallenberg, sem bjargaði fjöldamörgum g>rðingum úr klóm nasista í Ungverjalandi, var handtekinn af Rússum í stríðslok. Rússar halda því fram, að hann hafi látist í fangelsi árið 1957 en ýmislegt þykir benda til að hann sé enn á lífi. Mörg samtök gyðinga hafa reynt að hafa uppi á honum án þess að hafa haft erindi sem erfiði hingað til. Þotan komin til Caracas Caracas. 7. nóvember. AP. VENEZÚELSKA DC-9-þotan. sem rænt var í ga‘r og snúið til Havana á Kúbu. er nú komin aftur til Caracas. Flugræningj- arnir. sem voru tveir. gáfu sig fram við yfirvöld á Kúbu og er búist við að stjórnvöld í Venezú- ela muni fara fram á framsal þeirra. Borin hafa verið kennsl á flug- ræningjana, sem voru tveir bræð- ur, Felix og Jose Grimaldi, og að sögn lögreglunnar hafa þeir ekki haft nein afskipti af stjórnmálum svo vitað sé. Sjálfir lýstu þeir hins vegar yfir því við komuna til Kúbu, að þeir væru félagar í óþekktum skæruliðasamtökum, sem þeir nefndu Alþjóðhreyfingu öreiganna. Neil Reagan forsetabróðir: „Læt bróður minn um landsstjórnina“ Santa Fe. Kaliforníu. 7. nóv. AP. STRAX að lokinni embættistök- unni ætlar Neil Reagan, bróðir Ronald Reagans, tilvonandi for- seta. að taka aftur til við fyrri iðju, golfleik og að nostra við grasflötina. Hann segist enda ekki sjá neina ástæðu til að „forsetabróðir sé að skipta sér af landsstjórninni*. Neil Reagan, sem er 71 árs gamall og starfaði áður við aug- lýsingagerð, hafði hönd í bagga með bróður sínum þegar hann bauð sig til ríkisstjóraembættisins í Kaliforníu á sínum tíma og hann segist ekkert undrandi á frama bróður síns. „Þegar Reagan bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum í fyrra sinn var ég oft spurður hvað vekti eiginlega fyrir honum þar sem miklu fleiri demókratar hefðu látið skrá sig á kjörskrá. Ég bara brosti og sagði, að fólk ætti eftir að furða sig á tvennu, í fyrsta lagi á sigrinum og í öðru lagi á því hve stór hann yrði,“ sagði Neil Reagan forsetabróðir. Þetta geróist S. nóvemb'er 1519 — Hernando Cortez kemur til Mexíkóborgar. 1520 — Stokkhólmsvíg: Eiríkur Vasa, sænskir biskupar og aðals- menn myrtir að undirlagi Krist- jáns II, Danakonungs. 1620 — Orrustan við Hvítafjall: Kaþólskur her Tillys greifa sigr- ar mótmælendaher Friðriks af Bæheimi nálægt Prag. 1793 — Louvre-safnið í París opnað almenningi. 1830 — Ferdinand II verður konungur í Napoli við lát Franz I. 1861 — „Trent“-málið: Norðan- menn taka Sunnanmenn af brezku póstskipi. 1880 — Borgarastyrjöld brýzt út á Samoaeyjum. 1917 — Lenín verður yfirkomm- issar í Rússlandi og Leon Trotsky skipaður forsætisráðherra. 1923 — Bjórkjallarauppreisn Adolf Hitlers í Mvinchen. 1938 — Glerbrotanóttin í Þýzka- landi (ofsóknir gegn Gyðingum). 1950 — Fyrsta þotuorrustan háð nálægt Yalufljóti í Kóreu. 1956 — Allsherjarþingið krefst hrottflutnings Rússa frá Ung- verjalandi. , 1959 — Tíu ára neyðarástandi í Kenya lýkur. 1960 — John F. Kennedy kosinn forseti Bandaríkjanna. 1966 — Borgin Flórenz á Ítalíu biður um aöstoð til að bjarga listaverkum vegna flóða. Afmæli — John Milton, enskt skáld (1608—1674( — Katherine Hepburn, bandarísk leikkona (1909 - ). Andlát — 1890 César Franck, tónskáld — 1933 Mohammed Nadir Shah, konugur Afganistan, myrtur. Innlent — 1802 Bjarni Bjarna- son og Steinunn Sveinsdóttir játa á sig Sjöundármorðin — 1879 Fornleifafélagið stofnað — 1906 f. Kari ísfeld — 1945 „Uppstign- ing“ Sigurðar Nordals frumsýnd — 1947 Ættartölum Skagfirð- inga stolið — 1979 Tveir fórust í flugslysi í Borgarfirði. Orð dagsins Bismarck háði „ónauðsynleg“ stríð og drap þús- undir; húgsjónamenn tuttugustu aldar háðu „réttlátt" stríð og drápu milljónir — Alan Ta.vlor, brezkur sagnfræðingur (1906— mmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnm Vilmundur Gylfason alþingismaður: Eitt eru pólitísk átök annað persónuleg vinátta Morgunblaðið birti. eins og kunnugt er. ra'kilegar frásagnir af flokksþingi Alþýðuflokksins og þar á meðal cndursögn á ræðu Vilmundar Gylfasonar alþingismanns. sem hann flutti að loknu varaformannskjöri á þinginu. en vegna sérstakrar óskar Vilmund- ar birtir hlaðið nú samtal Ilelga H. Jónssonar. fréttamanns útvarpsins. við Viimund. en það var flutt í útvarpinu sl. sunnudag. Samtalið var svohljóðandi: Fréttamaður. Ilelgi H. Jóns- son, spurði Vilmund Gylfason fyrst hvort hinn miklu munur á þeim Magnúsi 11. Magnússyni og Vilinundi Gylfasyni (110— 68) i keppni þeirra um vara- formannsstöðu í Alþýðuflokkn- um hefði komið honum á óvart? Ég ber ekki Alþýðuflokkinn eða lýðræðisjafnaðarstefnuna á torg. — Það geta aðrir gert. En við verðum að skilja það, að skipulagsmál hafa vegið þungt á þessu þingi. Við viljum mörg hver stækka flokkinn, gera hann að kerfi, þar sem fleira fólk telur. Og það er alveg sama hugsunin hjá okkur núna gagn- vart flokknum, eins og þegar við bjuggum til opnu prófkjörskosn- ingarnar fyrir fjórum árum sið- an. Þegar fulltrúar á flokksþingi eru ekki nema tæplega 180, eins og á þessu, þá vegur „flokkseig- endafélagið", og það er gott orð, sem Jónas Kristjánsson hefur, held ég, búið til, og pólitísk vanmetakennd; það tvennt vegur þungt. Og ég held að þetta skipti máli. Ég vek athygli á því, að fjórir forustumenn flokksins hafa gef- ið sig upp í þessari kosningu, allir með mér. Sá fyrsti er Bjarni P. Magnússon, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, sem hefur unnið pólitísk krafta- verk á undanförnum árum. Ann- ar er Karl Steinar Guðnason, alþingismaður í Keflavík. Sá þriðji er Snorri Guðmundsson, formaður Sambands ungra jafn- aðarmanna. Sá fjórði er Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Þessir eru uppi á yfirborðinu — þeir eru með mér. Hinir eru á kafi. Og horfi menn svo í kringum sig. Það sem gerist á þinginu, og það er eiginlea verkefni fyrir þig, Helgi, sem rannsóknablaða- maður(l), er að Karvel, þingfor- seta, urðu á mjög alvarleg mis- tök. Það var um röð á kosning- unni. Að varaformaður var ekki kosinn á eftir formanni, eins og gerist á öllum venjulegum þing- um, heldur breyttist röðin. Karvel fór eftir bókstaf, Karvel á ekki óheilindi til. Hér skiptir sköpum ókunnugleiki Karvels, það að hugsa ekki klárt á mikilvægu augnabliki. Og ég vil svo aðeins láta andstæðing minn njóta sann- mælis, að við erum báðir lýðræð- isjafnaðarmenn, við Magnús, sem ég, svona í galsa, kalla stundum hægri krata. En auðvitað eru þetta átök um gamlan og nýjan stíl. Flokks- þingið hefur beðið um gamla stílinn. Það fær hann þá í tvö ár í viðbót. En Magnúsi það sem Magnúsi ber. Magnús er stálheiðarlegur maður, og traustur. Úr því að gamla kerfið fór að bjóða fram mann, þá auðvitað hafði það ekki betri frambjóðanda heldur en Magnús. Þegar gagnrýni byrjaði á Gröndal fyrir nokkrum mánuð- um síðan, ég tók engan þátt í henni og á engan hlut þar að máli, þá var Gröndal gagnrýnd- ur fyrir að vera veikur formaður, eins og sagt er í pólitík. Nú hefur það kostulega skeð, að flokks- þingið hefur raunverulega skipt á Magnúsi og Benedikt, og þetta er veikari stjórn heldur en hin, sem við vorum að losna við. Og að lokum þetta: Ég bið vel og virðulega skoðanasystkini mín um land allt að halda nú ró sinni. Sjálfur er ég hress, ég hef að vísu tapað einni orrustu, en stríðið sjálft er eftir. Þú segir, Y'ilmundur. að þarna hafi tekizt á gamall og nýr stíll. Ilvað áttu við? Mennirnir verða að skoða stjórnmál síðustu ára mjög vel og vandlega. Alþingi starfar ekki fyrir opnum tjöldum, það er mikill misskilningur. Mest af vinnu þings fer fram í þingflokk- um. Auðvitað hafa orðið átök um stjórnina, sem við tókum þátt í, og Jón Baldvin hefur kallað pólitískt umferðarslys, og það er alveg rétt hjá honum, rétt mat. Og ég má segja það, Magnúsi til hróss, þá slógumst við í þing- flokknum um þessa stjórn, og ekki bara um að fara í hana, heldur um ýmis mál. Og ég sagði þaö, þegar ég var að skemmta þingfulltrúum í gær, sagði frá því, að þrívegis gusuðum við Magnús fullfast. Tvisvar ég, ég sagði hluti, sem ég dauðsá eftir. Og einu sinni hann. Og í öll þrjú skiptin þá stóðum við upp, full- trúi nýja stílsins og fulltrúi gamla stílsins, og tókumst í hendur og minntum hvorn ann- an á, að eitt væru pólitísk átök, annað persónuleg vinátta. Og það stendur enn. Við erum að vísu ekki búnir að takast í hendur, en við eigum eftir að gera það. En hvað hyggstu nú fyrir pólitiskt? Nákvæmlega það sem ég hef verið að vinna. Stjórnmálamað- ur á alltaf í svolitlum vandræð- um með það. Ef hann vinnur mikið fyrir flokkinn, þá vanræk- ir hann „háttvirta kjósendur", sem svo eru kallaðir bæði í gamni og alvöru. Síðastliðin tvö ár þá hef ég unnið ásamt Bjarna P. Magnús- syni og fleiri nánum vinum mínum mjög mikið innan flokks- ins, í sambandi við Alþýðublaðið og fleiri mál. Fyrir vikið hef ég vanrækt kjósendur. Og ég veit, að sumt fólk metur þetta ekki. Ég hyggst vera áfram lýðræðis- jafnaðarmaður, áfram í Alþýðu- flokknum. Ég reyni að vera stór á ósigursstund. En núna ætla ég að breyta á vigtinni, fara að sinna kjósendum meira, en það þýðir, að ég sinni auðvitað flokknum minna á næstu miss- erum. „Argasta sorpblaðamennska - segir Guðmundur Hallvarðsson um skrif Þjóðviljans í FORYSTUGREIN Þjóðviljans í gær heldur Kjartan Ólafsson ritstjóri þvi fram. að ritstjóri Alþýðuhlaðsins. Jón Baldvin Hannibalsson. hafi nýlcga verið gerður að „heiðursfélaga“ í Sjó- mannafélagi Reykjavikur, eins og það er orðað af honum. Morgunblaðið sneri sér af þessu tilefni til Guðmundar Hallvarðs- sonar formanns Sjómannafélags Reykjavíkur og spurði hann, hvað væri hæft í þessum fullyrðingum. — Þetta er argasta sorpblaða- mennska, sagði Guðmundur, með einu símtali hefði Kjartan Ólafs- son getað fengið upplýsingar um það, að Jón Baldvin Hannibalsson er ekki í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Á sínum tíma greiddi hann félagsgjöld hingað, þegar hann stundaði sjómennsku í ígripum, hins vegar verða menn að sækja um inngöngu í félagið til að komast í það og Jón Baldvin hefur ekki gert það. — Mér finnst það til merkis um lágkúruna hjá þessu blaði, sem gumar af því að vera málsvari verkalýðsins, að hafa þá harðdug- legu sjómenn, sem lokið hafa löngu ævistarfi og þess vegna verið heiðraðir af Sjómannafélagi Reykjavíkur, að háði og spotti með því að telja Jón Baldvin Hanni- balsson í heiðursfélagaflokki með þeim, sagði Guðmundur Hall- varðsson. Elín Pálmadóttir á borgarstjórnarfundi: Tilvist Fæðingarheimilis- ins mikilvæg fyrir konur Sjöfn andvíg sölu heimilisins Á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöldið urðu nokkr- ar umræður um fyrirhugaða sölu á Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar til rikisins. Elin Pálma- dóttir. varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. hóf umræðuna og sagði m.a. að tilvist Fæðingar- heimilisins væri gifuriega mikil- væg íyrir konur og fjölskyldur í borginni. Elin taldi og eðlilegt að konur fengju að velja á milli Fæðingarheimilisins og fæðing- ardeildar Landsspitalans þegar þær fæddu börn sín og að Reykja- vikurhorg ætti að tryggja það með áframhaldandi rekstri þess. Albert Guðiuundsson tók einnig til máls og sagði að auðvitað ætti að halda áfram rekstri Fæðingar- heimilisins, svo framarlega sem grundvöllur væri fyrir rekstrinum og hann réttlætanlegur. Davíð Oddsson tók einnig til máls og tók mjög í sama streng og Albert, að halda ætti rekstrinum áfram, væri grundvöllur fyrir honum. Þá talaði Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir og lýsti hún því yfir að hún væri andvíg sölu á Fæðingarheimilinu og sagðist hún og harma hvernig þetta mál væri til komið. Fleiri borgarfulltrúar tóku einnig til máls og verða umræð- urnar raktar nákvæmar hér í blaðinu a næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.