Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Lesbók Morgunblaðsins birti um síðustu helgi grein eftir Jón úr Vör um mál Frakkans Patricks Gervasonis, sem leitað hefur eftir landvistarleyfi til frambúðar á Islandi. Um leið og ég þakka Jóni úr Vör þessa grein, ætla ég að svara kalli hans á fleiri raddir til stuðnings því, að þessi ungi maður fái að setjast hér að. Eg tek heilshugar undir, að við íslendingar eigum að „veita grið- land mönnum, sem ekki láta neyða sig til að bera vopn og læra til mannvíga", ef þeir leita lið- veizlu okkar af jafn brýnum ástæðum og Patrick Gervasoni. Við erum að vísu ekki stór þjóð og þolum líklega ekki þungan straum innflytjenda en við eigum stórt og gott land og gætum, okkur að skaðlausu, marga fleiri hýst — ekki sízt, ef Islendingar ætla sjálfir að flykkjast þúsundum saman ur landi á ári hverjum. Mig langar í þessu greinar- korni, að fjalla ofurlítið um einn þátt máls Gervasonis, sem mér hefur fundizt full lítill gaumur gefinn til þessa, a.m.k. í því, sem ég hef séð um það skrifað; það er um herskyidu, heraga, þá gam- algrónu hugmynd, að hverjum manni hljóti að vera skylt að berjast fyrir þjóð sína og vítavert sé að „skorast undan merkjum eigin þjóðar" eins og sagt hefur verið um Patrick Gervasoni. Við Islendingar, lærðir sem leikir, háir sem lágir í metorða- keilu samfélagsins höldum því gjarnan fram, bæði gagnvart sjálfum okkur og öðrum, að við séum hin friðsamasta þjóð. Her höfum við engan, heldur höfum við fengið varnir lands og þjóðar í hendur nágrönnum okkar. Ekki svo að skilja að við séum öll á einu máli um þá ráðstöfun, en rök- semdir gegn henni hafa allajafna ekki byggzt á því, að við ættum að annast þessar varnir sjálfir, held- ur á því, að þær varnir, sem við höfum samið um, muni reynast haldlausar og jafnvel verra en það — þær bjóði beinlínis heim meiri hættu í hugsanlegum hernaðar- átökum en ef þær væru engar og tekin væri upp stefna hlutleysis. Þessi aðstaða hefur valdið því, að þjóðin hefur komizt hjá því að gera sér nokkra alvarlega grein fyrir hugtökum á borð við her- skyldu, heraga, herþjónustu, og fyrir því hversu langt sk.vldur einstaklingsins við ættjörðina eigi að ná. A íslandi þarf enginn aö velta því fyrir sér, hvort hann sé reiðubúinn að láta lífið fyrir föðurlandið og þá við hvaða að- stæður. Hér þurfa foreidrar ekki að sjá á bak börnum sinum í neins konar skylduþjónustu fyrir ríkið, hvað þá að senda þau í herþjón- ustu eða á vígvöllu. Þeir geta sofið áhyggjulausir af því og látið foreldra í öðrum löndum um vangaveltur um þess háttar. Deilurnar um mál Gervasonis hafa hinsvegar fært okkur þetta umhugsunarefni inn á gafl ef svo má segja, vakið ýmsar spurn- ingar, sem skírskota til grund- vallarsjónarmiða hvers og eins um gildi mannlífs einstaklingsins og skyldur hans við sjálfan sig, samvizku sína og samfélag sitt. Þær hafa raunar líka vakið þá spurningu, hvort stefna okkar í varnarmálum geri okkur Islend- inga ekki alla að liðhlaupum í siðfræðilegum skilningi og hvort við höfum ekki, þó ekki væri nema þess vegna, sérstaklega ríka sið- ferðilega skyldu til að veita land- vist liðhlaupum frá öðrum þjóð- um, — en út í þá sálma ætla ég ekki að fara frekar. XXX Slegið hefur verið á marga strengi o;; mishreina eins og gengur í deilum um þetta óvenju- lega viðfangsefni okkar. Skaði er, að það skuli hafa verið dregið inn í pólitískar dægurþrætur okkar í fjölmiðlum. Af því mætti ætla, að afstaða manna til herskyldu greindist eftir því, hvort þeir aðhyllast einhver afbrigði marx- isma eða kapitalisma. Svo er nefnilega alls ekki; það er æði mismunandi bæði meðal svo- nefndra vinstri og hægri manna Margrét R. Bjarnason: hermanna Þriðja ríkisins við Hitler og foringjasveit hans lofs- verð í heimsstyrjöldinni síðari? Stóðu þeir ekki í þeirri bjargföstu trú, að það væri æðsta skylda hvers manns að berjast undir merki þjóðar sinnar, hvað sem á dyndi? Töldu þeir sig ekki vera að vinna föðurlandi sínu gagn — lengi framan af að minnsta kosti? Var hin skilyrðislausa hlýðni þeirra og undirgefni við herag- ann, jafnvel löngu eftir að þeir voru hættir að trúa á málstaðinn, sem þeir voru að verja, lýsandi fordæmi — eða hefði kannski verið betur, að þeir hefðu talið sér rétt og jafnvel skylt að spyrna við fótum? Var barátta bandarískra her- manna í Vietnam sjálfsögð og lofsverð? Hvort voru þeir verðir ámælis eða virðingar, sem neituðu að berjast fyrir málstað, sem þeir trúðu ekki á, vissu jafnvel ekki hver var — í stríði, sem hvað eftir annað leiddi til þess, að banda- rískir hermenn drápu hver ann- ingu og útskúfun af hálfu um- hverfis þeirra, sem baráttuna háðu. Og enn er fjöldi manna í fangelsum víða um heim fyrir að neita að gegna herþjónustu af þessum ástæðum. Eitt af því, sem farið hefur fyrir hjartað á mörgum er, að Gervasoni hefur beitt fyrir sig pólitískum ástæðum fyrir því að neita að gegna herþjónustu í Frakklandi. Hann sættir sig ekki við það, hvernig franska hernum hefur verið beitt heima fyrir og erlendis á undanförnum árum og áratugum, hann er ekki reiðubú- inn að gangast undir vopnaburð fyrir hvaða málstað sem er. Þessa afstöðu á hann sameigin- lega með fjölda annarra ung- menna fjölda þjóða, sem í vaxandi mæli gera sér grein fyrir því, að það þarf ekki að vera náttúrulög- mál, að ungt fólk láti teymast undir vopnaburð af eldri kynslóð- um samfélagsins, sem eru rígfast- ar í gömlum hugmyndum um, hvað sé ættjarðarhollusta og hvað ekki, með hverjum hætti hún Að hafna her- þjónustu á póli- tískum grundvelli hvernig þeir meta rétt einstakl- ingsins gagnvart herkvaðningum ríkjandi valdhafa, hvaða kröfur menn gera um hlýðni einstakl- ingsins við boð og bönn og hvernig þeir raða á metaskálarnar afleið- ingum skilyrðislausrar hlýðni eða óhlýðni við þau. Grundvallarspurningin er, hvort einstaklingnum á að vera skylt að gangst undir sérstaka ríkisrekna skólun í manndrápum, hvort menn eiga síðan að beita slíkri þjálfun þá og þar sem tilfallandi stjórnvöldum kann að henta, í nafni hvaða málstaðar, sem þau kunna að halda á lofti þá og ’ þá stundina — eða hvort einstaklingnum beri réttur til að neita að læra að drepa og neita að drepa menn í nafni ættjarðarást- ar að boði stjórnvalda; hvort stjórnvöldum eigi að líðast að loka menn í fangelsum í áratugi eða jafnvel taka þá af lífi fyrir að drepa suma en sæma þá heiðurs- merkjum fyrir að drepa aðra. Lítum á þetta með hliðsjón af nokkrum dæmum. Er það sjálfsagt og lofsvert, að sovézkir borgarar skuli berjast undir merki þjóðar sinnar í Afg- anistan eða væri betra að þeir ættu rétt til að neita og snúa til síns heima — og beittu þeim rétti? Var hollusta og hlýðni þýzkra Var það hermönnum frönsku þjóðarinnar til mikils sóma, að gefast ekki upp fyrir sjálfstæðis- baráttu Alsírmanna fyrr en eftir átta ára styrjöld? Líka þeim sem löngu voru hættir að trúa því, að Frökkum bæri nokkur réttur til að stjórna landinu sem nýlendu? Eigum við að bera sérstaka virðingu fyrir þeim hermönnum ríkja Varsjárbandalagsins sem létu senda sig inn í Tékkóslóvakíú — eða svo við lítum okkur nær — til skipherranna á flota hennar hátignar Bretadrottningar í þorskastríðunum við ísland? Voru þeir ekki til fyrirmyndar? Þeir voru að hlýða fyrirskipunum og þjóna undir fána sinnar þjóðar. Hverjum augum hefðum við litið þá skipherra eða óbreytta liðs- menn, sem hefðu sagt við sína yfirmenn: Nei, herrar mínir og frúr, við siglum ekki á íslandsmið til að verja landhelgisbrjóta vegna þess að við teljum málstað íslendinga betri en okkar. XXX Á Vesturlöndum hefur nú um nokkurt skeið verið viðurkennt, að mönnum beri réttur til að neita herþjónustu á grundvelli trúar eða siðfræði, það er að segja, ef Guð og/eða samvizkan banni þeim að drepa mann. Þessi viður- kenning kostaði langa og stranga baráttu, mörg mannslíf, frelsis- skerðingu, þjáningar, fyrirlitn- skuli sýnd og með hverjum hætti þjóðir hljóti að afla sér virðingar. Ekki hafa komið fram óyggj- andi upplýsingar um, hvort Patr- ick Gervasoni vissi um það, áður en til afplánunar herskyldu hans kom, að hann gæti skorazt undan henni á grundvelli trúar eða siðfræði, eða hvort hann vildi það ekki vegna þess að ástæður hans væru í reynd pólitískar. Hinsveg- ar er upplýst að stjórnvöld í Frakklandi geri sitt til að hamla gegn því, að vitneskju um þessa valkosti sé haldið á lofti — þeim er vitaskuld í mun, að sem flestir hlýði kallinu, helzt umhugsunar- laust, og má nærri geta hverjir verða auðveldustu bráðir herþjón- ustunnar. Þegar tilgreindar eru pólitískar ástæður er í reynd aðeins verið að útvíkka sannfæringarhugtakið, samvizkugrundvöllinn, og fæ ég ekki séð annað en það eigi fullan rétt á sér. Lífið er dýrmætasta eign hvers manns og því kasta menn ógjarnan á glæ. Að skylda menn í krafti opinbers valds til að láta það fyrir málstað, sem þeir trúa ekki á, er í mínum augum jafn vítavert og morð og mannrán borgarskæruliða í lýðræðisríki, þar sem mönnum standa opnar margar aðrar leiðir en valdbeiting til að vinna sjónarmiðum sínum brautargengi. XXX í grein, sem Haraldur Blöndal, lögfræðingur, sá ágæti drengur, skrifaði í Vísi 30. október sl. gerði hann að umtalsefni þá menn í Danmörku og Noregi, sem neitað hefðu að gegna herþjónustu þar vegna þess, að þeir væru andvígir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Nafngiftirnar, sem hann valdi þeim, ætla ég ekki að ræða, en drepa lítillega á þau ummæli hans, að þar sé um að ræða menn, sem ekki beri fyrir brjósti neina tilfinningu fyrir ættjörðinni og líti af meiri vinarhug til fjand- manna þjóðarinnar en hennar sjálfrar, eins og hann komst að orði. Ekki fæ ég komið þessum um- mælum og þeim hugsunarhætti, sem þau lýsa, heim og saman við þá virðingu fyrir einstaklings- frelsi og skoðanafrelsi sem Har- aldur hefur sagzt aðhyllast. Með þessu er hann í raun að segja, að sá, sem telur stefnu ríkjandi stjórnar lands síns í varnarmál- um eða einhverju öðru ranga og neitar að láta temja sig til manndrápa í þágu þeirrar stefnu, hafi enga ást á landi sínu og þjóð heldur sé, jafnvel meðvitað, að vinna að hagsmunum andstæð- inga hennar, hverjir svo sem þeir kunna að vera. Eitthvað minnir þetta á sjónarmið harðskeyttustu hernámsandstæðinga hér á landi, sem haft hafa uppi svipað orðfæri um stuðningsmenn aðildar að Atlantshafsbandalaginu, sakað þá um þjónkun við bandaríska hagsmuni og um svik við land og þjóð. í báðum tilfellum láta menn stjórnast af ofstækisfullri trú á að sú skoðun, sem þeir hafa á málunum sé afdráttarlaust og óumdeilanlega „rétt“, og að þeir sem öðru vísi hugsa séu nánast landráðamenn. Að fylgismönnum hinna andstæðu skoðana kunni að þykja jafn vænt um land sitt og þjóð kemur víst alls ekki til greina, eða hvað? Haraldur veit þó vel, að þótt meirihluti íbúa þessara norrænu þjóða telji aðild að Atlantshafs- bandalaginu skársta kostinn í varnarmálum er það ekki nokkur sönnun fyrir því að svo sé — (sem betur fer hefur aldrei á það reynt og við skulum vona, að aldrei fáist úr því skorið — á meðan er þessi kostur a.m.k. ekki verri en hver annar). Þetta sannar ekkert ann- að en að minnihlutanum hefur ekki tekizt að sannfæra nógu marga um að stefnan sé röng, meirihlutinn vill þetta og því er þetta svona. Að lögsækja menn fyrir að neita að gegna herþjón- ustu á grundvelli andstöðu gegn aðild að Atlantshafsbandalaginu sýnir ekkert annað en veikleika þessa meirihluta. Eitt-er nefnilega að beygja sig fyrir því í lýðræðisríki að stefna meirihlutans verði ofan á, þó maður sé henni andvígur og annað að ganga undir vopnaburð í nafni hennar og lýsa sig reiðubú- inn að láta lífið fyrir hana. Því hví í ósköpunum skyldu menn láta lög tilfallandi meirihluta hverju sinni gera sig að vígvélafóðri í þágu málsstaðar, sem þeir telja rangan. Sá málstaður, sem sam- kvæmt ákvörðun meirihlutans, telst „réttur" í dag, kann að teljast „rangur" á morgun. Því er eins gott að láta sannfæringu sína og samvizku ráða því í hvors nafni maður vill berjast og deyja. Rétt- urinn til að neita herþjónustu á pólitískum grundvelli ætti því að vera skýlaus og sjálfsagður. XXX I máli Gervasonis hefur mikil áherzla verið lögð á, að „lög séu lög og lögum beri að hlýða". Vissulega er ég þeirrar skoðunar, að samskiptum einstaklinga í samfélagi og raunar líka þjóða heims verði bezt og eigi aðeins að skipa með lögum. En um gildi laga, lagasetningu og lagafram- kvæmd er lengi hægt að deila, svo og um það hversu nærri einstakl- ingunum sé hægt að ganga með lagasetningu og kröfum um lög- hlýðni, hvenær lög séu orðin þess eðlis, að þau samræmist ekki réttarvitund manns og samvizku. Ótal spurningar leita á. Hvað til dæmis um lög einræðisríkis — ber að virða þau jafnt lögum lýðræð- isríkis? Við hvað eigum við, þegar við tölum um lýðræðisríki? Hvað um samræmi milli laga? Getur eitt ákvæði laga bannað mann- dráp, annað ákvæði leyft mann- dráp og enn eitt ákvæði fyrirskip- að manndráp við einhverjar til- teknar kringumstæður? Hvað um afstöðuna milli ríkisréttar og al- þjóðaréttar? Grundvallarhugsun í alþjóðlegum mannréttindaákvæð- um er sú, að allir menn eiga rétt til lífs. frelsis og mannhelgi. Þessi eru viðurkennd helgustu réttindi hvers manns. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að jafn- helgur skuli vera rétturinn til að virða þessi réttindi — til að neita að skerða þau að skipun einhverra tilfallandi valdhafa, eða tilfall- andi meirihluta þingmanna. Ég viðurkenni rétt löggjafarvalds ríkis míns til að banna mér, að viðlagðri þungri refsingu, að drepa menn, svipta þá lífi, frelsi og mannhelgi — en ég geri líka þá kröfu, að ríkið viðurkenni á móti rétt minn til að láta það ógert. 5. nóv. 1980, Margrét R. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.