Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Pétur Pétursson þulur: Þjóðkmmir þingskrifarar í þætti um þjóðkunna þingskrif- ara er nú þar komið frásögn að röðin er komin að þeim fjórtán- menninganna er vakti hvað mest umtal á því Herrans ári 1922. Svo sem greint hefir verið frá urðu þeir atburðir siðla árs 1921 er vöktu slíkar deilur og eftirmál að leita verður langt, ef svipast er eftir samjöfnuði. Laugardaginn 11. febrúar 1922 hrópa söludrengir hástöfum á göt- um Re.vkjavíkurbæjar: Píslarþankar eftir Jónatan Pálsson revisor. Vegfarendur hnappast um sölu- drengina og kverin er geyma kviðl- inga „revisorsins" hverfa hvert af öðru. Áhugi lesenda leynir sér eigi. Þeir blaða af ákefð í vasabrotspés- anum. Sumir brosa þá er þeir renna augum yfir innihaldið. Aðrir hlæja hjartanlega að hnyttnum samlík- ingum og uppátækjum höfundar. En svo eru þeir er hrista höfuðið og eiga naumast orð til að lýsa undrun sinni og andúð. Og nú er þess skammt að bíða að opinber umræða hefjist um tiltæki höfundar. Margir leiða að því getum hver hann sé, höfundur sá er kýs að nefna sig Jónatan Pálsson revisor. Ingimar Jónsson, þingskrifarinn sem fáum dögum áður er veitt Mosfellspresta- kall, verður fyrstur til þess að nafngreina þá er hann telur dyljast að baki nafnleyndar revisorsins. Hann ritar grein í Alþýðublaðið undir fyrirsögninni „Smekkleysi". Greinir þar frá innihaldi pésa er hann kveðst hafa keypt á 'götu: „Pési“ þessi á víst að vera gaman- kviðlingur um atburðina sem gerð- ust hér í nóvember. Um það er ekkert að segja, og síst þegar gamanið er fremur meinlaust og öllum aðiljum virðist gert líkt hátt undir höfði. En það er annað við „pésann" sem ég kann ekki við. Hann er stæling á Passíusálmunum. Bragarhættir eru þeir sömu, orðaval eins líkt og hægt er, víða teknar ein og tvær línur orðréttar, og á einum stað heilt erindi, sem aðeins er vikið við tveimur orðum í. Jafnvel formálinn er stældur eftir formála Passíu- sálmanna. Þetta virðist mér svo óviðeigandi og lýsir svo miklu smekkleysi hjá aðstandendum, að ég get ekki orða bundist." Síðar segir Ingimar: „Og nú heyri ég það úr hvers manns munni í dag, að höfundar kveðskapar eigi að vera stúdentar nokkrir við háskólann." Svo sem fara má nærri um vakti grein Ingimars mikla athygli, ekki síst þar sem hann nafngreinir þrjá háskólastúdenta er taldir séu höf- undar, þá Þórð Eyjólfsson lögfræði- nema, Kristján Þ. Jakobsson lög- fræðinema og Svein Víking Gríms- son guðfræðinema. Það stóð ekki á viðbrögðum við þessum tíðindum. Æ fleiri spjót beinast nú að Píslarþankahöfund- um. Einkum þykir hneykslanleg hugsanleg aðild guðfræðinema er einmitt um þessar mundir býr sig undir lokapróf og á senn að stíga í stólinn í sjálfri Dómkirkju höfuð- staðarins. N.N. í Alþýðublaðinu veitist að Sveini Víkingi hinn 15. febr.: _Til pislarþanka prrdikarans! Víkinaur. s«'m vit uk nám vigAi hcÍKum fraóum." og síðan bornar sakir um breytingu dýrðarkvæða. I framhaldi af vísunni er varpað fram þeirri spurningu hversu Sveini reiði af þá er hann leiti til biskups um vígslu. Naumast er unnt að fletta svo blaði næstu daga febrúarmánaðar 1922 að eigi séu yfirlýsingar, andmæli, vott- orð og kviðlingar er fljúga milli einstaklinga og fylkinga. Ádrepa Ingimars í garð Píslar- þankahöfunda, er tengdi nafn Sveins Víkings við kverið, birtist hinn 14. febrúar. Þann sama dag gengur Sveinn Víkingur undir loka- próf í guðfræði. Má nærri geta hvernig honum hefir verið innan- brjósts. Má ætla að það hafi verið með beiskjublöndnum fögnuði er hann ritar cand tbeol. undir yfirlýs- ingu er hann birtir í Alþýðublaðinu og neitar hlutdeild og sýnt með því svart á hvítu, að þótt klögumálin gangi á víxl, þá sé nú embættispróf í höfn og löðurboðar og stormsveipir óvildar er lustu far hans í brimróðri Guðfræðideildar tálmuðu eigi lend- ingu í lokaprófi þótt áhrif kunni að hafa á einkunn. Telja má víst að Sveinn Víkingur hafi geymt í brjósti sér huggun nokkra frá bernskuárum um at- hvarf er hann ætti þótt stormur stæði í fang. I minningabók sinni getur hann um atvik er varð á veitingastað frænda hans og nafna Sveins Víkings Magnússonar, föður Benedikts alþingismanns. Grímur faðir Sveins Víkings situr á verts- húsi á Húsavík. Þingeyskir bændur sitja þar að drykkju. Þar er „óspart sungið, kveðið og þjórað fram undir bjartan morgun." Þar kemur sögu að Kristjönu, konu veitingamanns, sem var skörungur mikill, „þótti úr hófi keyra hávaðinn" og bauð þeim að „hverfa út hið skjótasta“. Þeir verða samferða út og leiðast, faðir Sveins og Sigurbjörn skáld í Fótaskinni, faðir frú Jakobínu Johnson skáldkonu. Sigurbjörn mæddur yfir drykkju- lokum kastar fram vísuhelmingi og segir: llcrtan (rá þiitt hrrkjast rm-Kum hcims hvar þjáir vald. Grímur faðir Sveins bætir við „og kveður þar við glaðari og hressilegri tón: Skála háan allir cÍKum upphcims hláa tjald." Félagar Sveins Víkings er voru samtíða honum við guðfræðinám eru flestir horfnir úr tölu lifenda. Þeir voru sagnafáir er leitað var frétta hjá þeim meðan enn var tími til og þeir inntir sagna um viðkvæm deilumál. Vildu sneiða hjá því er olli sundurþykkju og skildi eftir ör í sál og sinni. Séra Jón Skagan tók samt ljúfmannlega málaleitan greinar- höfundar að segja frá stúdentafundi er haldinn var í Mensa academica í Lækjargötu, en þar áttu stúdentar athvarf, mötuneyti og málþing. Séra Jón sat í guðfræðideild umræddan vetur og lauk þaðan prófi tveimur árum síðar. Hann segir svo frá fundi stúdenta þar sem nafnkunnir menn ræddu Píslarþanka Jónatans Pálssonar revisors. „Bjarni Jónsson frá Vogi sagði að það kæmi nú svo oft fyrir að menn gerðu sér sitthvað til gamans þó guðfræðingar væru. Minnti hann á gamlan málshátt er oft heyrðist: Farðu Guði á vald í grátt brókar- hald, og sagði að enginn yrði minni maður þótt hann gerði sér til gamans og andleg mál væru þar einnig inni í. Prófessor Haraldur Níelsson minnti ágamansemi Hallgríms Pét- urssonar og kvað húmorinn alls ekki utan við kristindóminn heldur inni í honum. Fleiri tóku í sama streng. Meðal þeirra Gísli Bjarnason frá Steinnesi er kvað húmor allstaðar eiga við og fátt svo heilagt, að gamansemi ætti þar-eigi heima. Ludvig Guðmundsson síðar skóla- stjóri, sjálfur guðfræðingur, var sama sinnis. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur var á annarri skoðun og kvað minningu Hallgríms Péturssonar vanvirða gjörð með Píslarþönkum höfunda." Margir stúdentar voru þeirrar skoðunar að eigi bæri að áfellast höfunda Píslarþanka. Ætlan þeirra hefði síst verið að sverta minningu Hallgríms Péturssonar heldur bregða skoplegu ljósi á sögusvið og „drekkja miður skemmtilegum at- burðum í gríni og galsa“ eins og Sveinn Víkingur kemst sjálfur að orði í ævisögu sinni. Þeir, sem fyrir galsanum urðu„ tóku þetta þó á annan hátt. Sigurður Jónasson, síðar bæjar- fulltrúi og kunnur framkvæmda- maður, er einn þeirra er verður fyrir háði þeirra Píslarþankamanna. Hann bregst hinn versti við spotti þeirra, einkum 7. sálmi ,5. versi: Sveins þáttur Víkings Síkkí mcð byrstu hraKöi bráölcKa saKfli nci: siir sík iik sárt virt laKÖi. svuddan mann þckti 'hann ci. OlóKKt þcKar Kcrílist þctta KÓI haninn annaó sinn. Sist mátti surKum lctta. sút flauK i brjústiA inn. Sigurður ritar harðorða grein í Alþýðublaðið og ber Svein sökum. Kveður hann Svein hafa þulið sér 7. sálminr) á Mensa í áheyrn Jóns Thoroddsens (hann var einnig þing- skrifari árið 1922) og Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, síðar ráðherra. Brigslyrði þau, er dynja á Sigurði og sársauki hans undan kveðskap þeirra félaga vísar til þess, að almælt var að Sigurður, þá ungur laganemi, hafi verið í flokki Ólafs Friðriksspnar er herhlaup var gert á hús hans. Var sagt, að Sigurður hefði leitað undankomu er hann sá óvígan her stefna að húsi Ólafs, svo sem segir í Píslarþönkum: _Litu mcnn SíkutA lanKa laumast um oldhúsdyr.” Sveinn Víkingur var sjálfur í flokki hvítu herdeildarinnar er fór að Ólafi Friðrikssyni, en Sigurður Jónasson og Ingimar Jónsson, báðir handgengnir Ölafi, og félagar í Alþýðuflokknum. Jón Thoroddsen og Stefán Jóhann einnig í hópi jafnaðarmanna. Skýrast þá betur þær greinir er urðu með mönnum og að dýpra liggja rætur en allar sjáist ofan svarðar. En fleiri en þeir er áð er vegið í Ijóðum þeirra félaga eru þykkjuþungir. Prestar höfuðstaðar- ins flytja ávítur af predikunarstólí og Bjarmi, kristilegt blað, á tæpast nógu sterk orð í undrun sinni. Ljóst er af ævisögu séra Sveins Víkings, að mál þetta allt og eftir- mál valda honum hugraun. Hann rekur æskuminningu sína um flugur er festast í möskvum kóngulóar og segist sjálfur hafa „orðið fyrir því að festast í einkennilegu örlaganeti og hafði það raunar nokkur og býsna langvinn áhrif á framtíð mína". Um þátt sinn í hernum er fór að Ólafi Friðrikssyni segir hann: „Eru þetta einu lögregluaðgerðir, sem ég hefi tekið þátt í um dagana, og er engan veginn stoltur af.“ Frá skólavist sinni í Menntaskól- anum í Reykjavík greinir Sveinn frá fundi í Skálda- og menningarfélagi. „Þar var rætt um andans list og andans gull af alvöru og fjálgleika og fluttar svo gáfulegar ræður sem vit okkar, þroski og lærdómur frek- ast leyfði. En hins er einnig skylt að geta, því miður, að ég var svarti sauðurinn — eða öllu heldur geml- ingurinn í þessum hvíta, væna hópi.“ Síðan segir Sveinn frá því er hann varpar einskonar tíma- sprengju með skopstælingum sínum á ljóðum norskra skáldmæringa. „... ég remdist við að vera alvar- legur, sagði að Björnson hefði verið staddur í Kaupmannahöfn og haldið fyrirlestur í einu af stærstu sam- komuhúsum borgarinnar. Salurinn troðfylltist á svipstundu og svo mikil var þröngin við ræðustólinn, að skáldið ætlaði ekki að geta rutt sér braut þangað. Þá sagði hann með þrumuraust, sem fyllti stóran sal og smaug inn í hvert einasta hjarta: Giv plads! Sc. dÍKtcrncs konxc kommcr mcA krav (ra NorKcs lysc sommcr om ándcns kamp (orudcn skræk. Hvis örcn I har sá hör nu i daK hclc vcrdcns vÍKtÍKstc saK: Livcts bád dcn cr la k. Ennþá stærri og verðskuldaðri hrifningu kvað ég þó þetta litla erindi eftir Ibsen hafa vakið, er það fannst nýlega í eftirlátnum blöðum hans: Storhcds vanvid cr cn selvlyd. som aldrÍK ckko (inder. ÁlmindclÍK vanvid er en samlyd. som mænKden overvinder. Þetta þótti öllum í Menningarfé- laginu mikil tíðindi og merkilegur viðburður í bókmenntaheiminum, — þangað til einhverjum þeirra varð litið framan í mig. Meira þurfti ekki til þess, að mínum vesæla ferli í félagi skálda og listamanna væri lokið." Magnús Magnússon, síðar kunnur fyrir ritstörf, minnist Sveins Vík- ings sem samstarfsmanns við þing- skriftir. Hann lýkur lofsorði á Svein. „Hann var ágætur samstarfs- maður og hafði ég oft öllu meiri not af ágripum hans af ræðum þing- manna en mínum, sökum þess hversu rithönd hans var skýr og skilningurinn glöggur á þvi sem mestu máli skipti í ræðum þing- rnanna." Sjálfur segir Sveinn frá störfum sínum við þingskriftir: „Drýgstar tekjur gáfu mér þó þingskriftirnar. Þetta voru uppgrip, sambærileg við það, sem nú er í síldinni, en áhættan engin. í raun og veru var okkar vertíð bezt, þegar þingmennirnir óðu sem minnst, eða létu ekki sjá sig í þingsölunum. Við fengum okkar kaup, hvort sem þingfundur stóð í fimm stundir eða fimm mínútur, einnig um helgar og í þinghléum. Þessa atvinnu stundaði ég í þrjá vetur eða fjóra." „Einu sinni brast á óveður í þingsal neðri deildar óvænt og skyndiiega. Þetta var í byrjun fund- ar. Forsetinn, Benedikt Sveinsson, setti fund með venjulegum hætti, sagði gjörðabók hafa legið frammi og yrði hún undirskrifuð ef enginn mælti því í gegn. Þá kveður einhver sér hljóðs og segir nokkra þingmenn hafa ritað klausu nokkra í heimijd- arleysi inn í gjörðabókina. Gerðist nú mikill kliður í salnum og báöu margir um orðið, samtímis og voru flestir risnir úr sætum. Á meðan á þessu stappi stóð, smeygði Jakob Möller sér gegn um þröngina og upp að forsetastólnum. Kallaði hann síðan fram yfir salinn, að hann hefði leyft sér að klóra yfir það í fundarbókinni, sem þessir háttvirtu þingmenn hefðu párað þar í full- komnu leyfisleysi. Við þetta harðn- aði sennan.Ámæltu sumir forseta fyrir að hafa ekki gætt bókarinnar. En hann svaraði hvatlega og bað þingmenn benda á, hvar það stæði í þingsköpum, að forseta bæri að halda höndum á einstökum þing- mönnum. Ekki varð af höggorrustu og sefaðist ofsi manna." Þá segir Sveinn frá því „er lögin um stofnun og slit hjúskapar voru til meðferðar í þinginu, vildi einn gætinn og samviskusamur þingmað- ur bæta orðinu „viðhald" inn í fyrirsögnina. Honum fannst, eins og rétt var, að enda þótt stofnun og slit hjúskaparins séu að sjálfsögðu þýð- ingarmikil atriði á vissan hátt, þá sé þó í raun og veru viðhaldið það, sem mestu skiptir í hverju hjónabandi." Þess gætir víða í sögu Sveins Víkings að margt vekur honum spurn og undrun og hvetur hann til rannsókna. Kann hann frá ýmsum kátlegum atvikum að segja og er það raunar eitt höfuðeinkenni hans að horfa á hið skoplega og eiga þátt í ærslum og glensi, án þess meið- ingar fylgi. í „Myndum daganna", sjálfsævisögu, segir hann þannig frá atviki á bernskuárum: „Einu sinni var ég að velta því fyrir mér, hvers vegna konur gengju ekki á buxum eins og karlmenn og strákar. Voru þær alltaf í skósíðum pilsum bara vegna þess, að þær höfðu engin læri eins og við, heldur aðeins örstuttar lappir, þessa hálfu spönn, sem kom í ljós niður undan pilsunum? Og svo er það einn daginn, að ég rekst fram í búr. Þar er ein vinnukonan eitthvað að sýsla við búrbekkinn og snýr baki við mér. Og þá grípur mig sk.vndilega ómótstæðileg löngun til þess að ganga úr skugga um það hvernig hún sé í langinu innan undir pilsunum. Ég læðist aftan að henni og fletti upp um hana svo hátt sem ég mögulega get. Henni varð illt við í bili, en svo áttaði hún sig og sneri sér hvatskeytlega að mér og sagði: Hvað? Ertu að káfa upp undir mig, strákur? Ég segi nú ekki nema það þó! „Ég þorði ekki að segja einsog var, labbaði bara þegjandi og skömmustulegur út og fannst nú, að ég hefði gert eitthvað óttalega ljótt. En nú vissi ég þó, að konur hafa læri rétt eins og karlmenn og jafnvel töluvert digrari." Löngu seinna, þá er Sveinn Vík- ingur er í hópi vinsæiustu fyrirles- ara og skemmtir á mannfundum með glettni sinni og gamansemi, er hann staddur í fríðum flokki kvenna, á samkomu þar sem hann hafði skemmt áheyrendum. Varð þar þröng kvenna umhverfis Svein og honum þakkað með handabandi og faðmlögum. Mun honum þá hafa brugðið, líkt og vinnukonunni forð- um, því hann kvað: VirkilcKa viA mcr brá. varla brosa mátti. þujfar þær íóru aó þrrifa á. því. sem konan átti. Á yngri árum hafði Sveinn kveðið þessa ástarvísu: Aí áat ck cr aA hrcnna. ci unnt þcirri kvol aA lýsa. Ok þaA cr allt þcr aA kcnna. bctta cr ástarvisa. Orðasmiður var Sveinn góður. Meðal nýyrða hans er skriðsund er hann birtir í Sundbók þeirri er hann samdi fyrir ISI. Þótt Sveinn Víkingur kysi að leita út fyrir Skálholtsstifti hið forna þá er hann vígðist til prestsþjónustu og að loknum þinglausnum 1922 gengi á vit vígslubiskups Hólastiftis þá kom það í hlut hans síðar á ævinni að þjóna biskupi í höfuðstöðvum kirkjunnar hér syðra. Var hann biskupsritari um árabil. Kunnur varð hann fyrir margháttuö félags- málastörf og vinsæll fyrirlesari á mannfundum og í útvarpi. Þá mun Sveinn Víkingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.