Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 11
Litla matreiðslubókin Grænmetis- réttir efttr Lott® Hsvemen Grænmeti og svínakjöt í meðförum Ib Wessmans BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út tvær nýjar bækur í bóka- flokknum „Litlu mat- reiðslubækurnar". Ib Wessman hefur þýtt þær og staðfært. Alls eru þá komnar út átta bækur í þessum flokki. Hinar nýju bækur eru Grænmetisréttir og Svínakjöt. Hver bókanna fjallar um afmarkað svið matargerðar. Litlu matreiðslubækurnar eru all- ar litprentaðar og fylgir hverri uppskrift heilsíðumynd af við- komandi rétti. Áður eru útkomnar þessar bæk- ur: Ábætisréttir, Pottréttir, Kart- öfluréttir, Útigrill og glóðarsteik- ur, Kökur og Kjúklingar. í bókinni um grænmetisréttina eru ítarlegar upplýsingar um notkun og meðferð grænmetis fremst í bókinni. Þar segir frá geymslu grænmetis, næringar- gildi þess, meðferð og matreiðslu, forsuðu og frystingu. Á sama hátt er ítarlegur kafli fremst í bókinni um svínakjöt, þar sem gefnar eru margháttaðar leið- beiningar um matreiðslu og með- ferð þess. Litlu matreiðslubækurnar eru filmusettar og umbrotnar í prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar, en prentaðar og bundnar í Danmörku. (Úr fréttatilkynningu.) Sérþekkingin verði nýtt! Á þessum blm.fundi kom enn- fremur fram sú skoðun fundar- manna að húsgagnaiðnaðurinn hefði ekki nema sárasjaldan séð ástæðu til þess að hagnýta sér sérþekkingu félagsmanna FHI. Og innanhússarkitektarnir sögðu þann grun læðast að sér, að samkeppnis- staða íslendinga væri önnur og betri, ef hönnun framleiðslunnar væri meiri gaumur gefinn. FHI hefur leitast við að kynna landsmönnum, hve hönnunin er ríkur þáttur í þessum iðnaði. Félag- ið hefur gengist fyrir húsgagnasýn- ingum og ýmsum fleiri nýjungum varðandi húsgagnagerð. Sl. ár hafði félagið samvinnu við Arkitektafélag íslands og Félag landslagsarkitekta að ráðstefnuhaldi um umhverfi barna í tilefni barnaárs. Stærri verkefni Síðustu árin hafa innanhússarki- tektar tekist á við stærri verkefni, svo sem við innréttingar opinberra stofnana, annaðhvort sem sjálf- stæðir ráðgjafar ellegar í samvinnu við arkitekta. Það er ekki aðeins, að innanhússarkitektinn teikni inn- réttingar, húsgögn, ljósabúnað, o.s.frv., heldur er innanhússarki- tektinn vel í stakk búinn til þess að gera „notagildisathuganir", eins og þeir sögðu félagsmenn FHI á blm.fundinum um daginn — en „notagildisathuganir" eru einmitt forsenda allrar hönnunar. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 11 3 $ Komið og skoð- ið falleg hús- gögn á góðu verði. húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.