Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 249. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gera loftárás ir á Líbanon Tel Aviv. 7. nóv. — AP. ÍSRAELSKAR orrustuþot- ur gerðu árásir á fjóra staði í Líbanon í dag, og segir ísraelsstjórn að markmiðinu með þessum árásarferðum hafi verið náð. s.s. að hæfa „bæki- stöðvar skæruliða” í hefndarskyni fyrir eld- flaugaárás Palestínu- manna á Kiryat Shmona í gær. þar sem fimm særð- ust. Þetta er önnur loftárás ísra- elsmanna á Líbanon á tveimur vikum, en óttazt er að þessar hernaðaraðgerðir verði til þess að Palestínumenn verði sér úti um loftvarnaeldflaugar í Sovétríkjunum, en slíkum hergögnum hafa þeir ekki átt á að skipa hingað til. írakar sakaðir um að pynda ráðherra Beirút. 7. núvember. AP. ÍRANIR sökuðu í dag ír- aka um að pynda íranska olíumálaráðherrann Mo- hammad Tonguyan, sem féll í hendur íraka fyrir réttri viku. íranir segja að líf hans „hangi á hlá- þræði“ vegna misþyrm- inganna og hafa hvatt til alþjóðlegrar íhlutunar honum til hjálpar. írakar segjast þrengja stöðugt að borginni Ahadan en íranir segjast halda þeim í skefj- um með leifturárásum. í yfirlýsingu íranska utanríkis- ráðuneytisins er vitnað til frétta frá Bagdad þess efnis, að Tonguy- an hafi verið „alvarlega sár“ þegar hann var handtekinn, og það sagt sannað, að honum hafi verið misþyrmt svo að líf hans sé í hættu. Myndir af Tonguyan hafa hins vegar birst í franska og austurríska sjónvarpinu og á þeim virðist hann vera heill heilsu. Bagdad-útvarpið sagði í dag, að íranskt herlið hefði sótt nær Abadan úr norðri og austri með stuðningi skriðdreka, stórskota- liðs og fallbyssuþyrlna en eftir öðrum heimildum er haft, að ekki sé fyrirhugað að ráðast inn í borgina heldur eigi að reyna svo á þolrifin í írönum að þeir gefist upp að lokum. Iranir segjast gera árangursríkar leifturárásir á ír- aka og Mohammadali Rajai, for- sætisráðherra írans, lýsti yfir því í gær, að þjóð hans myndi berjast til síðasta blóðdropa og að Sadd- am Hussein Iraksforseti yrði aldrei drottnari Persaflóa. Mikið jámbrautar- slys í New York New York, 7. nóv. — AP. ÓTTAZT er að fjöldi manna hafi farizt í miklu Paul McCartney keppir við Disney Iiondon. 7. nóv. AP. PAUL McCartney er um þessar mundir að færast í fang sitt stærsta verkefni í kvikmyndagerð síðan hann stofnaði hljómsveitina Vængi í kjölfar þess, að leiðir Bítl- anna skildu. Um er að ræða tciknimynd, söngvamynd. sem heita skal „Rupert" og er hyggð á einu mesta eftir- læti enskra barna, hirninum Rupert. Margar kynslóðir breskra barna hafa unað sér við að lesa um ævintýrin hans Rup- erts en sagan af honum hefur um 60 ára skeið birst í blaðinu Daily Express. „Við ætlum að gera mynd, sem gefur Disney-myndunum ekkert eftir, og koma Rupert á fram- færi við Bandaríkjamenn," segir McCartney. járnbrautarslysi er varð þegar farþejíalest og vöru- flutningalest rákust sam- an við Dobbs Ferry í New York-ríki í kvöld. Fyrstu fregnir herma að „mikil meiðsl hafi orðið á mönnum", en um mann- tjón er ekki vitað nánar enn sem komið er. Starfsmenn almanna- varna eru á leið á slysstað- inn úr nærliggjandi borg- um og á Hudson-línu hefur rafstraumur verið rofinn í öryggisskyni. Talið er að farþegalestin hafi verið hlaðin fólki, en hún var á leið frá Niagara til New York-borgar. í far- þegalestinni voru sex vagn- ar. Vörulestin var að fara frá Bronx frá til Albany. Allt er enn á huldu um orsakir slyssins. (AP-simamynd). Vígbúnadarskark á Rauda torginu Sovétstjórnin hélt í gær upp á byltingarafmælið, að vanda með því að efna til stórfenglegrar hergagnasýningar á Rauða torginu. Vegna innrásar Sovétríkjanna í Afganistan lét enginn fulltrúi erlends ríkis sjá sig við athöfnina. nema Mengistu forseti herforingjastjórnarinnar í Eþíópíu. en miklir dáleikar eru með honum og Moskvustjórn- inni. Pólland: Vinnudeilurnar blossa upp á ný Varsjá. 7. núvember. AP. KENNARAR og læknalið í Gdansk hófu í dag mót- mælaaðgerðir og settust hópum saman upp í húsa- kynnum héraðsstjórnar- innar í borginni. Krafizt er hærri launa og tafar- lausra efnda loforða um kjarabætur. og bendir allt til þess að vinnudeilurnar í landinu séu að blossa upp að nýju. Verkamenn í fimm borgum studdu að- gerðirnar í Gdansk með því að leggja niður vinnu í eina klukkustund. Að sögn málsvara Frjálsa verkalýðssambandsins tóku um 100 sjúkrahússtarfsmenn þátt í aðgerðunum, sem hófust eftir að slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum við Sliwinski heilbrigðisráðherra. Samtímis settust 16 kennarar upp hjá menntamálaráðherra eftir að hann hafði vísað á bug kröfu þeirra um að stjórnin léti 6,6% af þjóðrframleiðslunni renna til skólamála. Stjórnarbyggingarnar eru í námunda við Lenin-skipa- smíðastöðina og umkringdi lögreglan svæðið, en gerði ekki tilraun til að stugga við þátt- takendunum í þessum aðgerð- um. Frjálsa verkalýðssam- bandið mun sjá fólkinu fyrir viðurværi meðan á aðgerðun- um stendur, en það hefur ekki í hyggju að yfirgefa stjórnar- setrið fyrr en stjórnin gerir annað tveggja — verður við kröfunum eða leggur fram skrifleg loforð um að gera það. Kína: Kynferðismála- umræða hafin PekinK. 7. nóvemher. AP. OPINSKÁ umra>ða um kyn- ferðismál er hafin í Kína og eitt helzta kvennahlað þar í landi upplýsir nú ung hjón um það að holdlcgt samra'ði sé í sjálfu sér a'skilegt. þótt hætt sé við því að það ali á sjálfsdýrkun. Bent er á að hér sé um að ra*ða fremur orkufrekt athadi. og megi telja að orkulindunum verði betur varið við uppbygg- ingu og framfarir í þjóðfé- laginu. Kynferðismál hafa verið feimnismál í Kína síðan kommúnistar komust þar til valda, en með nýútkomnu tölublaði tímaritsins „Konur í Kína“ hefur verið brotið blað á þessu sviði. Kínverjar eru eftir sem áður siðavandir og í leiðbeiningum þeim sem nú hafa verið birtar er marg- ítrekað að fræðslan sé aðeins ætluð fólki, sem hafi gengið í hjónaband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.