Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
29
Þorvaldnr Garðar:
Á að svipta byggingar-
sjóð launaskattstekjum?
Hefur f jármagnað
ByKKÍnKasjóður ríkisins hefur
staðið undir meKÍnþorra lánveit-
inna til íbúðabyKKÍnKa i landinu,
eða yfir 90%. á undanförnum árum,
saKði Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) í fjárlaKaumra-ðu i fyrra-
daK- Samkvæmt upphafleKum Iök-
um um launaskatt átti byKKðasjóð-
ur að fá hann alfarið. eða 3,5% eins
ok hann er samkvæmt nÚKÍIdandi
löKum. Ef þetta væri svo ætti
hyKKðasjóður að fá 26 milljarða
króna af þessum tekjustofni. en svo
vel stendur málið ekki. Samkvæmt
Kildandi loKum frá 1977 bar
byKKðasjóði 2% eða um 15 milljarða
króna, en ekki mun sú upphæð
skila sér heldur. A sl. þinKÍ ákvað
)% íbúðabygginga
núverandi ríkisstjórn að beita sér
fyrir því að annað prósentustÍKÍð.
sem þessi meKÍnsjóður húsnæðis-
málanna hafi, skyldi færður frá
honum til „félaKsleKra byKKÍnKa".
Þá átti eftir að standa 7 milljarðar
króna til byKKÍnKasjóðsins. En fær
hann þá fjárhæð? Nei. hann fær
ekkert af þessum tekjustofni. sam-
kvæmt stefnu fjármálaráðherra.
í Kreinargerð með fjárlaKafrum-
varpi segir: „I lögum er ekki kveðið á
um, hvernig leggja skal á bygg-
ingarsjóðsgjöld. Því er litið svo á, að
markaðir tekjustofnar byggðasjóðs
séu engir en framlag ríkissjóðs aftur
á móti ákveðið þannig, að sjóðurinn
geti staðið undir útlánum." Hér eru
tvaer skekkjur sagði Þorvaldur.
Byggingarsjóðsgjald kemur þessu
máli ekki við. Ef þetta sjónarmið
Ragnars Arnalds á að ná fram þarf
að breyta gildandi lögum um launa-
skatt.
Hér er stefnt að því að svipta
byggingarsjóð megintekjustofni, en
náðarsamlega á að veita honum 4,3
milljarða; það er allt og sumt. Ég fæ
ekki séð að þetta getið staðizt. Þetta
verður einfaldlega að laga, sagði
Þorvaldur Garðar.
Það verður að efla byggingarsjóð
verkamanna, sagði ÞGKr, án þess að
stórskerða aðalbyggingarsjóð lands-
manna, sem í raun hefur lánsfjár-
magnað byggingariðnaðinn í land-
inu, sagði ÞGKr.
Fjármálaráðherra:
Samdráttur einkaneyzlu
- aukning samneyzlu
Fjárfesting fjórðungur þjóðarframleiðslu 1981
Líklegt er að þjóðarframleiðsl-
an vaxi um 1% á árinu 1980, sagði
Kagnar Arnalds í fjárlagaræðu.
Hinsvegar benda líkur til að þróun
viðskiptakjara rýrni um 5% á
árinu og þjóðartekjur dragist sam-
an um 1% í heild, eða 2% á mann.
Líkur benda til að þjóðarfram-
leiðsla vaxi um 1% 1981.
I þjónustujöfnuði má búast við 40
milljarða halla, sagði ráðherra, og
meginástæður hans eru erfiðleikar
í flugrekstri, miklar kostnaðar-
hækkanir í allri samgöngustarf-
semi svo og auknar vaxtagreiðslur.
Vaxtagreiðslur af erlendum lán-
um munu aukast. Ekki eru líkur á
umtalsverðum breytingum á öðrum
liðum þjónustureiknings. Búast
mætti við allt að 56 milljarða halla
á þjónustujöfnuði 1981. Samtals
yrði viðskiptahallinn um 40 millj-
arðar króna á árinu 1981 (mælt á
verðlagi ársins 1980) eða rúmlega
2% af þjóðarframleiðslu.
Heildarfjármunamyndun sam-
kvæmt þjóðhagsreikningi er talin
aukast um nær 8'/í>% á föstu
verðlagi 1980. Fjármunamyndun at-
vinnuveganna eykst um 6% en
vegna mikilla orkuframkvæmda
aukast opinberar framkvæmdir um
rúmlega 20%. Hinsvegar er gert
ráð fyrir 3% samdrætti í íbúðar-
byggingum. Samkvæmt þessari spá.
sagði ráðherra, verður fjármuna-
myndunin nær 27% af þjóðarfram-
leiðslu í ár.
Fjármálaráðherra gerði ráð fyrir
1% samdrætti einkaneyslu á árinu
1980 en 2% aukningu samneyzlu.
Þróun peningamála hefur verið
óhagstæð, sagði hann. Mikil útlán
hafa valdið peningaþenslu. Útlán
banka og sparisjóða hafa aukizt
mun meira á þessu ári en þvi liðna.
Frá ársbyrjun til ágústloka jukust
útlán um rúma 94 milljarða króna
(45 miiljarða í fyrra) eða nær 48%,
sem er verulega umfram almenna
verðhækkun. Þetta, ásamt „hægari
aukningu innlána", hefur hinsvegar
valdið því, að lausafjárstaða bank-
anna hefur versnað mjög.
Fjármálaráðherra sagði stefnt að
því að fjárfesting verði fjórðungur
af þjóðarframleiðslu 1981. Hann
sagði forsendur þjóðhagsáætlunar
um neyzlu og fjárfestingu fela í sér
að þjóðarútgjöld dragist lítillega
saman á næsta ári, eða um 0,7%.
Tómas Árnason:
„Nýr grundvöllur
vísitölu fram-
færslukostnaðar44
Kaupmáttur tryggður með lækkun skatta
„Ég held, að flestum sé orðið
ljóst, að við íslendingar ráðum
aldrei niðurlögum verðbólgunn-
ar. án þess að draga úr þeirri
sjálfvirkni. sem rikir i efna-
hagskerfinu," sagði Tómas
Árnason, verðlagsmálaráð-
herra, i fjárlagaumra'ðu í fyrra-
dag. „Til þess að tryggja sem
hæstan kaupmátt lægri launa
verði skattar lækkaðir," sagði
hann. „Hámark verður að setja
á ákveðnu tímabili á verðlag
vöru og þjónustu. verð á land-
húnaðarafurðum, fiskverð,
verðbætur launa. vexti og gengi
krónunnar." sagði hann.
Og áfram orðrétt:
„Þá verði settur nýr grund-
völlur vísitölu framfærslukostn-
aðar í ársbyrjun 1981, sem bygg-'
ist á neyslukönnun Hagstofunn-
ar og allri viðmiðun við eldra
vísitölukerfi þar með sleppt um
leið og myntbreytingin kemur til
framkvæmda.
Þá er mjög nauðsynlegt að
gera breytingar á vísitölukerf-
inu, sem miðar að viðnámi gegn
verðbólgunni.
Ríkisbúskapurinn verður að
vera í jafnvægi á árinu 1981 og
ennfremur stefnt að jafnvægi í
gjaldeyrisviðskiptum.
Fjárfesting verði nálægt
fjórðungi af þjóðarframleiðslu
og útlán banka og lífeyrissjóða í
samræmi við markmið í pen-
ingamálum. Þessa efnahags-
stefnu sem hér er sett fram
mætti framkvæma til reynslu í
eitt ár. Þegar gengið hefir verið
frá efnahagsprógrammi, sem
dregur jafnt og þétt úr verð-
bólgu, verður að leggja áherslu á
framleiðni og uppbyggingu í
orku- og atvinnumálum til þess
að skapa grundvöll fyrir auknum
hagvexti og bættum lífskjörum
þjóðarinnar.“
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
þjónusta
—-X A A A
Arinhleðsla
Magnús Aöalsteinn, sími 84736.
Ljósritun meöan þér bíðiö Lauf-
ásvegi 58. — Sími 23520.
húsnæöi :
i boöi í
Kelfavík
Til sölu tvíbýlishús i fokheldu
ástandi meö gleri í föstum og
lausum gluggum. Húsið selst í
einu eöa tvennu lagi Hvor íbúö
um sig er 138 fm með sér
inngangi. T.b. til afhendingar.
Verö kr. 27 millj. per íbúö.
Eignamiölun Suöurnesja,
Hafnargötu 57, sími 3868.
íslenzkt bóksafn
7500 eint. til sölu. Millilíöalaust
Margt fágæti. Qóö kjör. Tilboð
sendist Mbl. f. 18/11 merkt:
„Bókasöfn — bókasafnarar —
3007".
□ Helgafell 59801172 — VI.
□ GIMLI 598011107 = 8
IOOF 1 = 1621178’/2 = 91
I.O.G.T.
Bazar og kaffisala
veröur í Templarahöllinni sunnu-
daginn 9. nóv. kl. 2 e.h.
Nefndin.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
3ÍMAR11798 og 19533.
Dagsferóir 9. nóv.
1. kl. 11 f.h. Vífilsfell (655 m) og
nágrenni. Fararstjóri: Tómas
Einarsson.
2. kl. 13 Lyklafell. Fararstjóri:
Baldur Sveinsson. Verö i ferö kr.
4000.-.
Fariö frá umferöarmiöstööinni
austanmegin. Farm. v/bíl.
Feröafélag íslands.
Krossinn
Barnasamkoma kl. 2 í dag.
Æskulýösamkoma kl. 20.30 í
kvöld. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
Húsmæörafélag
Reykjavíkur
Fundur og sýnikennsla veröur í
félagsheimilinu aö Baldursgötu 9
mánudaginn 10. nóv. kl. 20.30.
Sýndur veröur tilbúningur jóla-
sælgælis Konur fjölmenniö.
Stjórnin.
Heimatrúboðið
Óóinsgötu 6A
Almenn samkoma á morgun kl.
20.30. Allir velkomnir.
Unglingasundmót
Ármanns
veröur haldið í Sundhöll Reykja-
víkur sunnudaginn 16. nóv. n.k.
kl. 15.00. Keppnisgreinar veröa
þessar
1. 100 m flug. telpna (1966)
2. 200 m skriö. drengja (1964)
3. 100 m bringa. stúlkna (1964)
4. 50 m skriö. sveina (1968)
5. 50 m bringa. meyja (1968)
6. 100 m bringa pilta (1966)
7. 100 bak. telpna(1966)
8. 100 m ftug. drengja (1964)
9. 200 m skriö. stúlkna (1964)
10. 4x50 m skriö. drengja (1964)
11. 4x50 m skriö. stúlkna (1964)
Þátttökutilkynningar eiga aö
berast til Brynjólfs Björnssonar
eöa Jóhanns Garöarssonar (s.
81970) c/o Sundhöll Reykjavíkur
fyrir fimmtudaginn 13. nóv. n.k.
Skráningargjald er kr. 500 - fyrir
hverja skráningu og skal hún
fylgja þátttökutilkynningu.
Stjórnin.
Sunnud. 9.11. kl. 13
Etja og steinaleit meö Kristjáni
M Baldurssyni eöa létt fjöru-
ganga á Kjalarnesi. Verö 4000
kr., frítt fyrir börn m fullorðnum,
fariö frá B.S.Í. vestanverðu.
Útivist, s. 14606.
Félag
Kaþólskra leikmanna
heldur fund í Stigahlíö 63, mánu-
daginn 10. nóv. kl. 8.30 síödegis.
Séra Jónas Gíslason segir frá
atriöum úr kirkjusögunni á ís-
landi. Allir velkömnir.
Stjórn FKL.
Basar — Basar
Minnum á basar Kvenfélags
Langholtssóknar, sem veröur í
dag laugardaginn 8. nóv og
hefst kl. 14.00 ( safnaöarheimil-
inu. Fjöldi góöra muna. Kökur
og skyndihappdrætti.
Stjórnin.
Kvenfélag
Grensássóknar
Fundur veröur haldinn mánu-
daginn 10. nóvember kl. 8:30 í
safnaðarheimilinu. Erindi flytur
Edda Sigrún Ólatsdóttir. lög-
fræöingur Mætiö vel og stund-
víslega.
Stjórnin
Fíladelfía
Almenn samkoma kl.8.30 í
kvöld. Bæn og vitnisburöur.
Sunnudagaskólar Fíladelfíu Há-
túni 2 og Hafnarfiröi sunnudaga
kl. 10.30.
Fíladelfía
Suðumesjum
Laugardaga og sunnudagaskól-
ar Filadelfiu: Hafnarskóli kl. 14
laugardag. Njarövíkurskóli kl. 11
l.h. sunnudag. Grindavkurskóli
kl. 14 sunnudag Muniö svörtu
börnin. Veriö velkomin.
Kristján Reykdal.