Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
Peninga-
markaðurinn
f
GENGISSKRANING
Nr. 217. — 12. nóvember 1980
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 565,50 566,80
1 Sterlingspund 1352,10 1355,20
1 Kanadadollar 478,35 479,45
100 Danakar krónur 9681,95 9704,25
100 Norskar krónur 11275,05 11300,95
100 Saanakar krónur 13168,00 13198,30
100 Finnak mörk 15031,85 15066,45
100 Franakir frankar 12837,70 12867,20
100 Belg. frankar 1847,50 1851,70
100 Sviaan. frankar 32997,80 33073,70
100 Gyllini 27378,40 27441,30
100 V.-þýzk mörk 29700,60 29768,90
100 Lírur 62,66 62,80
100 Auaturr. Sch. 4196,70 4206,30
100 Eacudoa 1090,65 1093,15
100 Peaetar 746,50 748,20
100 Yen 265,93 266,54
1 írsktpund 1109,55 1112,05
SDR (aérstök
dráttarr) 10/11 720,04 721,70
/
r. A
GENGISSKRÁNING
FERPAMANNAGJALDEYRIS
12. nóvember 1980.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 622,05 623,48
1 Sterlingspund 1487,31 1490,72
1 Kanadadollar 526,19 527,40
100 Danskar krónur 10650,15 10674,68
100 Norakar krónur 12402,56 12431,05
100 Saenskar krónur 14484,80 14518,13
100 Finnak mörk 16535,04 16573,10
100 Fransk ir frankar 14121/47 14153,92
100 Beig. frankar 2032,25 2036,87
100 Sviasn. frankar 36297,58 36381,07
100 Gyflini 30116,24 30185,43
100 V.-pýtfc mörk 32670,66 32745,79
100 Lírur 68,93 69,08
100 Auaturr. Sch. 4616,37 4626,93
100 Eacudo* 1199,72 1202,47
100 Paaatar 821,15 823,02
100 Yen 292,57 293,19
1 Irakt pund 1220,51 1223,26
V V
Vextir:
INNLÁNSVEXTIR:.
(ársvextir)
1. Almennar sparisjóðsbækur....35,0%
2.6 mán. sparisjóösbækur .......36,0%
3.12 mán. og 10 ára sparisjóösb.37,5%
4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán...40,5%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán..46,0%
6. Ávísana-og hlaupareikningur..19,0%
7. Vísitölubundnir sparifjárreikn. 1,0%
ÚTLÁNSVEXTIR:
(ársvextir)
1. Víxlar, forvextir ...........34,0%
2. Hlaupareikningar.............36,0%
3. Lán vegna útflutningsafurða.. 8,5%
4. Önnur endursefjanleg afuröalán ... 29,0%
5. Lán með ríkisábyrgö .........37,0%
6. Almenn skuldabréf............38,0%
7. Vaxtaaukalán.................45,0%
8. Vísitölubundin skuldabréf ... 2,5%
9. Vanskilavextir á mán.........4,75%
Þess ber aö geta, aö lán vegna
útflutningsafuröa eru verötryggö
miöaö viö gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjódslán:
Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkis-
ins: Lánsupphæö er nú 6,5 milljónir
króna og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eu 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur
veriö skemmri, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veö er í er
lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt
lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aðild
aö Irfeyrissjóönum 4.320.000 krónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast viö lániö 360 þúsund
krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5
ára aðild aö sjóönum. Á tímabilinu
frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö
höfuöstól leyfilegrar lánsupphæöar
180 þúsund krónur á hverjum árs-
fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild
er lánsupphæöin oröin 10.800.000
krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö
90 þúsund krónur fyrir hvern árs-
fjóröung sem líður. Því er í raun
ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin
ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til
25 ár aö vali lántakanda.
Lánekjaravíeitala var hinn 1.
nóvember síöastliöinn 191 stig og er
þá miðaö viö 100 1. júní'79.
Byggingavíaitala var hinn 1.
október síöastliöinn 539 stig og er þá
miðaö viö 100 í október 1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
Fimmtudagsleikritiö kl. 20.40:
Smáúlfaldi veld-
ur miklu umróti
Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.40
er leikritið „Úlfaldinn" eftir
Agnar Þórðarson. Leikstjóri er
Klemenz Jónsson, en Steindór
Hjörleifsson, Sigríður Þorvalds-
dóttir og Ragnheiður Steindórs-
dóttir fara með aðalhlutverkin.
Flutningur leiksins tekur tæpa
klukkustund. Tæknimaður: Sig-
urður Ingólfsson.
Hjónin Júila og Hans eru að
koma heim úr sólarlandaferð.
Meðal þess sem þau hafa með-
ferðis er ljómandi vel gerður
minjagripur, smáúlfaidi frá
Marokkó. En hann á eftir að
valda meira umróti en þau
hjónin gat órað fyrir.
Agnar Þórðarson fæddist árið
1917. Hann lauk stúdentsprófi
1937 og varð cand.mag. í íslensk-
um fræðum við Háskóla Islands
1945. Framhaldsnám í Englandi
1947—48 og í Bandaríkjunum
1960—61. Agnar hefur verið
bókavörður við Landsbókasafnið
frá 1951. Fyrsta útvarpsleikrit
hans var „Förin til Brasilíu"
1953, en síðan hefur hann skrif-
að fjölda leikrita, bæði fyrir
leiksvið, útvarp og sjónvarp, og
auk þess skáldsögur og smásög-
ur.
Kvöldstund kl. 23.00:
Flúrsöngkona og baritónar
- og gömul upptaka með Axel
Schiötz og Elsu Sigfúss
Á dagskrá hljóðvarps kl. 23.00
er þátturinn Kvöldstund í umsjá
Sveins Einarssonar.
— Ég er með eintóman söng i
þessum þætti, er með fimm
söngvara sem ég er að kynna.
Þar á meðal er tékknesk flúr-
söngkona, Edida Gruberova, ein
skærasta stjarnan við Vínar-
óperuna um þessar mundir og
hefur sungið víða um lönd. Svo
er ég með tvo norræna söngvara:
Ingvar Wixell, sem ég hef verið
með áður en komst ekki yfir að
kynna rækilega, og er með meiri
háttar baritónum í heiminum
núna. Hann hefur aðsetur í
Berlín en syngur út um allt,
mikið í Metropolitan-óperunni
til dæmis. Hinn er Axel Schiötz,
sem er danskur, faðir Birgitte
Grimstad vísnasöngkonu. Hann
var talsvert mikið leikinn hér í
útvarpi fyrr á árum. Hann er
orðinn roskinn og er prófessor í
Kaupmannahöfn. Það er dálítið
gaman að einu af þeim verkum
sem ég spila með honum, af því
að hann syngur þar með Elsu
Sigfúss, í gamalli kantötu. Ég
hélt að sú upptaka væri ekki til
og býst við að mjög fáir Islend-
ingar hafi heyrt hana.
Jón Sigurgeirsson i rafstöðinni heima á Granastöðum. Hann
hefur að heita má rafvætt heilan sveitarhluta. Ljósm. Krcyr.
Hljóövarp kl. 22.35:
Hugvitsmaður
í Köldukinn
Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35
er þátturinn Hugvitsmaður í
Köldukinn. Erlingur Davíðsson
rithöfundur á Akureyri fjallar
um Jón Sigurgeirsson í Árteigi.
— Jón hefur smíðað mikinn
fjölda af túrbínum í rafstöðvar,
sagði Erlingur Davíðsson — og
þá stærstu smíðaði hann í nýju
rafstöðina á Húsafelli. Hann
hefur ekki gengið í neinn skóla,
nema héraðsskólann á Laugum,
og þessa raffræði sína hefur
hann lært af sjálfum sér, á
bókum og með því að fikra sig
áfram. Hann er ákaflega mikill
hagleiksmaður og er eini maður-
inn á Islandi sem hefur smíðað
gangráða eða öðru nafni spennu-
stilla í rafstöðvar. Það hefur
vakið undrun erlendra raffræð-
inga og verkfræðinga, að sveita-
maður uppi á íslandi, sem ekki
hefur verið við skóla kenndur,
skuli hafa smíðað þetta bara
heima hjá sér. Og hann hefur
smíðað mest af sínum verkfær-
um líka.
Jón var öllum stundum í
bæjarlæknum heima hjá sér í
æsku sinni og hætti ekki fyrren
hann gat látið lækinn snúa
strokknum á bænum. Svo var
farið að byggja íbúðarhús á
staðnum nokkrum árum seinna
og þá gat hann tengt litla
steypuhrærivél við lækinn. Þetta
þótti nú dálítið merkilegt, en það
var nú ekki mikil trú á uppá-
tækjum drengsins. Þetta gat
hann þó gert og þá var nú farið
að hugsa um, að hann hefði nú
kannski einhverja náttúru til
handverks og það hefur nú
reynst þannig.
Jón býr í Árteigi, þar sem
hann rekur stórt vélaverkstæði.
Hann virkjaði náttúrlega bæj-
arlækinn og reisti stóra rafstöð.
Hafa öll fimm heimilin þarna
ljós og hita úr og völdundurinn
sjálfur rafmagn til starfsemi
sinnar. Það er geysilega gaman
að koma þarna, opnast alveg nýr
heimur.
Útvarp ReyKjavik
FIM44TUDKGUR
13. nóvember.
MORGUNINN
7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir.
7.10 Bæn. 7.15 Leikfimi.
7.25 Morgunpósturinn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr). Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Guðmundur Magnússon les
söguna „Vini vorsins" eftir
Stefán Jónsson (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 „Porgy og Bess“ Ella
Fitzgerald og Louis Arm-
strong syngja lög úr óperu
eftir George Gershwin; Russ-
ell Garcia og hljómsveit hans
leika.
10.45 Verzlun og viðskipti.
Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns-
son.
11.00 Tónlistarrabb Atla Heim-
is Sveinssonar. Endurt. þátt-
ur frá 8. þ.m. um tónlist eftir
Áskel Másson.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Fimmtudagssyrpa — Páll
Þorsteinsson og Þorgeir1
Ástvaldsson.
SÍÐPEGIP
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
Anton Dikoff og Ríkis-
hljómsveitin i Sofia leika
Píanókonsert nr. 2 eftir Béla
Bartók; Dimitur Manoloff
stj./ Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leikur Sinfóniu nr.
2 eftir William Walton;
André Previn stj.
17.20 Útvarpssaga harnanna:
„Krakkarnir við Kastaníu-
götu“ eftir Philip Newth.
Heimir Pálsson lcs þýðingu
sina (3).
17.40 Litli harnatiminn.
Heiðdis Norðfjörð stjórnar
barnatima frá Akureyri.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
KVÖLPIP
19.35 Daglegt mál.
Þórhallur Guttormsson flyt-
ur þáttinn.
19.40 Á vettvangi.
20.05 Einsöngur i útvarpssal:
Guðmundur Jónssyn syngur
lög eftir Ilandel. Hannikain-
en, Rangström, Böhm og
Tsjaíkovský; Agnes Löve
leikur á pianó.
20.40 Leikrit: „Úlfaldinn“ eftir
Agnar Þórðarson.
Leikstjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Hans bankastarfsmaður/
Steindór Hjörleifsson. Júllia,
kona hans/ Sigriður Þor-
valdsdóttir. Dúa, dóttir
þeirra/ Ragnheiður Stein-
dórsdóttir. Amman/ Herdís
Þorvaldsdóttir. Friða, ná-
grannakona/ Margrét Ólafs-
dóttir. Sófi/ Bessi Bjarna-
son. Aðrir leikendur: Harald
G. Haraldsson, Sigurður Sig-
urjónsson, Gisli Alfreðsson,
Guðmundur Pálsson og Árni
Tryggvason.
21.40 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar íslands og
Tónlistarskólans i Reykjavik
i Háskólabiói 1. marz sl.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikari: Jónas Sen.
a. „Rússlan og Lúdmilla“,
forleikur eftir Michael
Glinka.
b. Píanókonsert nr. 1 í Es-
dúr eftir Franz Liszt.
c. Rúmensk rapsódia nr. 1
eftir Georges Enescu.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Hugvitsmaður i Köldu-
kinn.
Erlingur Davíðsson rithöf-
undur á Akureyri flytur þátt
um Jón Sigurgeirsson í Ár-
teigi.
23.00 Kvöldstund
með Sveini Einarssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FÖSTÚDAGÚR
14. nóvcmber
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og
dagskrá
20.40 Á döfinni
Stutt kynning á þvi, sem er
á döfinni i landinu í lista-
og útgáfustarfsemi.
20.50 Prúðu leikararnir
Gestur I þessum þætti er
Linda Carter. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
21.25 Fréttaspegill
Þáttur um innlend og er-
lend málcfni á líðandi
stund.
Umsjónarmenn Bogi Ág-
ústsson og Guðjón Einars-
son.
22.40 Viridiana s/h
Spænsk-mexikönsk bió-
mynd frá árinu 1961.
Leikstjóri Luis Bunuel.
Aðalhlutverk Silvla Pinal
og Fernando Rey.
í þessari kunnu da'misögu
Bunuels stofnar Viridiana
kristilegt heimili fyrir betl-
ara og umrenninga og þar
verða átök góðra afla og
illra.
Þýðandi Sonja Diego.
00.05 Dagskrárlok