Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
5
Haust á ÞinKvöllum. vatnslitamynd máluö um 1955. Afmæliskort
Ásgrímssafns.
Nýtt jólakort frá
Ásgrímssafni
JÓLAKORT Ásgrímssafns á þessu
ári er prentaö eftir vatnslitamynd-
inni Ilaust á lúngvöllum, sem Ás-
grímur Jónsson málaði þrem árum
fyrir andlát sitt. Nú eru 20 ár síðan
safnið var opnað og er kortið gefið út
í tilefni afmælisins og þess getið á
kortinu.
Sjálfsagt þótti að velja mynd frá
þeim stað sem var Ásgrími óþrjót-
andi viðfangsefni og þjóðinni allri
kær. Eiríkur Smith listmálari valdi
myndina til prentunar, en Grafík hf.
sá um prentun. Hefur Eiríkur Smith
verið ráðunautur Ásgrímssafns frá
fyrstu tíð í sambandi við val á
myndum til kortagerðar.
Þetta kort er í sömu stærð og hin
fyrri listaverkakort safnsins, með
íslenzkum, dönskum og enskum texta
á bakhlið, ásamt ljósmynd af list-
amanninum við vinnu.
Eins og undanfarin ár hefst sala
jólakortanna snemma, til hægðar-
auka fyrir þá sem langt þurfa að
senda jóla- og nýárskveðju, en þessar
litlu eftirprentanir af verkum Ás-
gríms Jónssonar má telja góða land-
kynningu og jólagjöf, en margir láta
innramma þær. Ennþá eru fáanleg
hin ýmsu kort, sem safnið hefur látið
prenta undanfarin ár.
Listaverkakortin eru aðeins til sölu
í Ásgrímssafni, Bergstaðastræti 74, á
opnunardögum, og í verzlun Ramma-
gerðarinnar í Hafnarstræti 17.
Þessa viku er safnið opið alla daga
frá kl. 2—6, vegna afmælis-
sýningarinnar, sem opnuð var 9. þ.m.
Eftir næstu helgi er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
1.30—4. (Frá Ásgrímssafni)
Stórgjöf til
Hallgrímskirkju
MARÍNÓ Arason. Lindargotu 21.
Itvk., afhenti mér í dag pcninga-
gjöf til Hallgrimskirkju i Rcykja-
vík. kr. 1.000.000. til minningar
um f<)stursystur sína. Fríðu (Frið-
scmd Ingihjörgu) Aradóttur, scm
söng lcngi í kirkjukór Ilallgrims-
kirkju. Gjöf þcssi var þcgar til-
kynnt form. sóknarncfndar. Hcr-
manni Þorstcinssyni. scgir m.a. i
frétt frá biskupi Islands.
Marínó lét þess getið, að hann
ætti rúmfjöl eftir fósturmóður
sína, sem hann vildi einnig afhenda
Hallgrímskirkju til varðveislu. Ég
tók einnig við þeirri gjöf.
Rúmfjöl þessa hefur Ríkarður
Jónsson skorið. Nafn eigandans er
skorið til vinstri, skammstafað,
GMB, þ.e. Guðríður Magnea Berg-
mann. Hún átti heima á Lindar-
götu 9B, eins og húsið var númerað
þá. Maður hennar var Ari Antons-
son, verkstjóri hjá Kol & Salt.
Versið á fjölinni er: „Vertu yfir
og alt um kring“ o.s.frv. Ártalið
1925 til hægri.
„Ósk gefanda er að fjölin verði
varðveitt innan veggja Hallgríms-
kirkju og smekklega fyrirkomið á
hentugum stað, segir að lokum í
fréttinni."
Frumvarp til stjórnskipunarlaga:
Afturvirkni
skatta útilokuð
MATTIIÍAS Á. Mathicscn og Gcir
Hallgrimsson. þingmcnn Sjálfsta'ð-
isflokks. hafa flutt frumvarp til
stjórnskipunarlaga, scm fclur það i
sér, ef samþykkt vcrður, að hvorki
vcrður ha'gt að sctja íþyngjandi
rcglur um skatta á tekjur cða
cignir liðins árs né afturvirkar
íþyngjandi rcglur um hrcytta cða
nýja skattstofna.
I frumvarpinu er lagt til að nýrri
málsgrein verði bætt við 77. grein
stjórnarskrárinnar, sem feli fram-
angreind efnisatriði í sér. Flutn-
ingsmenn segja í greinargerð að með
þessari breytingu sé stefnt að auknu
réttaröryggi á sviði skattamála og
skorður settar við því, að afturvirk
og íþyngjandi ákvæði séu sett um
skatta á eignir og tekjur, enda geti
slík afturvirkni valdið skattþegum
verulegum erfiðleikum, ekki sízt
þegar gerðar hafi verið ráðstafanir
um fjármál fram í tímann í rétt-
mætu trausti þess, að skattlagning
verði í samræmi við þágildandi
löggjöf.
í lok greinargerðar sinnar segja
flutningsmenn orðrétt:
„Eins og getið er hér að framan
var þegar Ijóst eftir setningu bráða-
birgðalaganna í september 1978, þar
sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
beitti afturvirkri skattheimtu, að
leitað yrði úrskurðar dómstóla um
lögmæti þeirrar lagasetningar.
Fyrir skömmu var kveðinn upp
dómur í Hæstarétti í einu slíku máli
og er sá domur athyglisverður fyrir
margra hluta sakir.
Ágreiningur varð í Hæstarétti um
úrlausn þessa máls. Þríklofnaði
dómurinn og minnsti meiri hluti
dómsins, þrír hæstaréttardómarar,
taldi að ekki væri, eins og í forsend-
um dómsins segir, „alveg næg
ástæða til að telja þetta varða ógildi
lagaákvæða þeirra sem hér skipta
máli“, þótt áður hafi verið tekið
fram, að „slík vinnubrögð af löggjaf-
arvaldsins hálfu verði að teljast
mjög varhugaverð".
Það er ljóst mál af niðurstöðu
þessa dóms, að meiri óvissa ríkir í
þessum málum nú en áður. Er því
ástæða til að undirstrika nauðsyn
þess, að Alþingi móti réttarreglur,
sem taki af öll tvímæli í þessum
efnum, og skorður verði settar við
afturvirkni íþyngjandi skatta-
ákvæða. Með því er skapað nauðsyn-
legt öryggi á sviði skattamála."
Ný skáldsaga eftir
Guðberg Bergs-
son komin út
MÁL OG Menning hefur gefið út
nýja skáldsögu eftir Guðberg
Bergsson, Söguna af Ara Fróða-
syni og Hugborgu konu hans.
í forlagsumsögn um bókina seg-
Þetta er saga af nokkrum fram-
sæknum nútíma Islendingum sem
lenda í ýmsum ævintýrum en
bjargast úr hverjum háska með
þjóðlegu hugviti og hreysti. Ari
Fróðason, sem er aðalpersóna bók-
arinnar, er fyrst og fremst
athafnamaður. Það er athöfnin
sjálf sem honum er hugleikin,
niðurstaðan skiptir hann minna
máli. Bókin er að' ýmsu leyti í stíl
skálkabókmennta, það er lýst ferð
hans gegnum þjóðfélagið sem
hefst á leikvelli og lýkur í laxveiði-
ferð.
Langt er síðan Guðbergur
Bergsson skipaði sér í röð allra
fremstu rithöfunda þjóðarinnar,
og verk hans hafa notið mikillar
hylli. Þessi bók er nýr sproti á
þeim meiði. Persónurnar hafa
ekki birst áður í bókum Guðbergs
og stíllinn er nýr. Spurning er
hvort skáldgáfa hans nýtur sín
ekki einmitt best í þeirn ærsla- og
fjarstæðustíl sem á bókinni er.
Sagan af Ara Fróðasyni og
Hugborgu konu hans er 137 bls. og
prentuð í Hólum. Gylfi Gíslason
gerði kápuna og naut við það
aðstoðar barna í Myndlistarskól-
anum í Reykjavík.
(Fréttatilky nning)
Guðbcrgur Bcrgsson.
FÍM-salurinn seldur
og tekið upp samstarf
við Listasafn alþýðu?
FÉLAG íslcnzkra myndlistar-
manna hcfur boðað til almenns
(élagsfundar nk. laugardag. þar
scm á að ra“ða þá hugmynd. að
sclja F’ÍM-salinn við Laugarnes-
vcg og jafnvcl ganga til samstarfs
við Listasafn alþýðu. scm hefur
yfir að ráða góðum sýningarsal.
Sigrún Guðjónsdóttir, formaður
FIM, sagði í samtali við Mbl., að
rekstur salarins hefði gengið frek-
ar illa og væri því helst kennt um,
að hann væri illa staðsettur til að
sinna hlutverki sínu svo og því, að
sýningarsölum hefur fjölgað mjög
undanfarin misseri og samkeppnin
því aukizt.
Hún sagði ennfremur, að málið
væri á algjöru byrjunarstigi og því
ekkert hægt að fullyrða um l.vktir
þess. í fyrsta |agi væri óvíst hvort
félagsmenn yfirleitt samþykktu að
selja salinn svo og væri óvíst hvort
menn væru tilbúnir að ganga til
samstarfs við Listasafn alþýðu.
Veturinn með
Hai&Oe,
'jt
*
•'»**
oj!:?
#*
Stevie Wonder hefur sent frá sér nýja
plötu „Hoter than July“ sem inniheldur
m.a. eitt vinsælasta lag þessa árs
„Masterblaster“.
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8 — sími 84670.
Laugavegi24 — sími18670.
Austurveri — sími 33360.