Morgunblaðið - 13.11.1980, Side 7

Morgunblaðið - 13.11.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 7 Söngfólk óskast í kirkjukórinn VIÐ BJÓÐUM ókeypis tilsögn í raddþjálfun, söngkennslu, nótnalestri og söngfræði. VIÐ VÆNTUM þátttöku í starfi kirkjukórsins, sem er: — vikulegar æfingar á laugardögum kl. 1.15—2.45 e.h., — söngur við messugerðir annanhvorn sunnudag, — sérþjálfun söngfólks á þriöjudagskvöldum kl. 8.30. FYRIRHUGAÐ ER AÐ ÆFA: Mótettur og kórlög eftir W.A. Mozart o.fl., Messu í C-dúr eftir Anton Bruckner, Þýzka messu eftir Franz Schubert. UPPLÝSINGAR HJÁ söngstjóra í síma 19321 milli kl. 5—6 e.h. virka daga, formanni kirkjukórsins í síma 40070, svo og á æfingum kórsins í Kópvogskirkju. Kór Kópavogskirkju. Körfu- bolta- bolir frá puimr Eigum nú glæsilega körfuboltaboli frá pumn Einnig keppnisboli alls konar í mörgum litum og gerðum. Verð frá kr. 5.900.-. Merkjum boli og blússur fyrir félög, fyrirtæki og skóla. Komið og skoðið sportvöruúr- valið hjá okkur. Sportvöruverzlun Ingólfs Öskarssonar, Klapparstíg 44, sími 11783. Þögn forsæt- isráðherra AlþinKÍsmenn áttu i fyrradag samkvæmt dagskrá að fá svar ríkis- stjórnarinnar við þvi, hvað hún ætlaði að ttera i efnahaKsmálum i tii- efni (íjaldmiðilsbreyt- inKarinnar um áramót- in. há lá fyrir rikis- stjórninni fyrirspurn frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni um það, hvort ekki væri rétt að fresta jíjaldmiðilsbreyt- inKunni. þar sem ekki væru fram komnar hux myndir rikisstjórnarinn- ar um efnahagsráðetaf- anir, er treystu isiensku krónuna i sessi. Jón HelKason, forseti Sam- einaðs Alþintíis. tók þetta mál á dagskrá, þótt viðskiptaráðherra. Tómas Árnason, væri ekki viðstaddur. Sú ráðstöfun þingforseta var eðlileK miðað við það, að hér er á ferðinni mál, sem öll rikisstjórn- in verður að sjálfsöKðu um að fjalla. En á þing- fundinum bar svo við, að ólafur Jóhannesson. sem gegnir störfum Tómasar, baðst undan að ræða málið og fékk þvi frestað, þar til Tóm- as Árnason kæmi heim, þvi að þingmenn ættu að fá „svar frá fyrstu hendi“. Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, var ekki á þingfundi, þegar umræður um þetta mál hófust. en kom inn á meðan þær fóru fram. bá vakti Eyjólfur K. Jónsson máls á þvi, að nú væri sá kominn, sem gæti svarað fyrir ríkis- stjórnina „frá fyrstu hendi“. En eins og kunn- ugt er heyra almenn efnahagsmál undir for- sætisráðherra, sem fer með yfirstjórn bjóð- hagsstofnunar, efna- hagsmálanefndar ríkis- stjórnarinnar og situr i forsæti í ráðherranefnd. sem á að fjalla um efna- hagsmál. Forsætisráð- herra varð þó ekki við tilmælum þingmanna ÓLAFUR JÓHANNESSPN TÓMAS ÁRNASON GUNNAR THORODOSEN Ríkisstjórnin gat ekki greint frá áformum sínum í efnahagsmál- um á Alþingi í fyrradag þar sem Tómas Árnason var erlendis. Hefur honum verió sett sjálfdæmi í mótun efnahagsstefnunnar á sama tíma og Ólafi Jóhannessyni er ekki einum treyst til að ákveóa framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli? um að upplýsa þá um áform rikisstjórnarinn- ar i efnahagsmálum. heldur bergmálaði þögn hans um allt þinghúsið. Lauk umræðunni á þann veg, að þvi var lofað að næsta þriðjudag myndi Tómas Árnason upplýsa þingheim og þjóðina um þetta mál. „Aronskan“ og forsætis- ráðherra Síðasta þriðjudag fjölluðu þingmenn einn- ík um framkvæmdir á Keflavikurflugvelli. bæði fyrirhuKaða flug- stöð ok eldsncytisKeyma. í umræðunum var vakið máls á svonefndri „ar- onsku“ ok var Geir Hall- Krimssyni núið þvi um nasir af Ólafi Grimssyni, að hann væri hlynntur því, sem hún felur i sér, sem sé að hafa sem mest fé út úr varnarliðinu á KeflavíkurfluKvelli. Eins ok við var að búast fór þinKmaðurinn þar með alrangt mál ok sannaði' enn einu sinni. að honum er ósýnt um að hafa það. sem sannara reynist. Honum hefði verið miklu nær að beina spjótum sínum að for- sætisráðherra. Gunnari Thoroddsen. 6. desember 1977 kvaddi Gunnar Thor- oddsen sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi til að gera grein fyrir við- horfum sinum til svo- nefndrar „aronsku“. Hann sagðist vera and- vÍKur þvi, að leigUKjald yrði tekið fyrir varnar- stöðina. Siðan gerði hann i átta liðum grein fyrir sjónarmiðum sin- um. Meðal annars taldi hann illa staðið að al- mannavörnum og ástand brúa <>k vega væri víða þannig. að torvelt væri að flytja fjölda manna skyndilega burt frá hættusvseðum. Slikar framkvæmdir væru á sinn hátt hluti af vörnum landsins „ok því eðlileKt að undir þeim útKjöldum væri staðið í samræmi við það“. bá þótti hónum „óeðlileKt <>K ástæðulaust“ að varn- arliðið væri undanþegið tollum <>k söluskatti. Varnarliðið ætti að kaupa meira af íslensk- um iðnaðarvörum. kjöti, smjöri ok ostum. Varn- arliðið ætti að greiða bensinskatt. Forsætisráðherra tók ekki til máls í umræðun- um um framkvæmdir á KeflavikurfluKvelli á Al- þingi á þriðjudaginn. Hinn 22. október sl. sat forsætisráðherra fyrir svörum á beinni linu f útvarpinu. bá spurði Birgir borvaldsson hann að þvi, hvort við Kætum „ekki fengið NATO til að betrumbæta okkar vegi ok hafnir víðsvegar um landið“. Forsætisráðherra spurði Birgi. hvort hann óskaði svars „bara í Ríkisút- varpinu á stundinni“. begar Birírfr kvað já við svaraði Gunnar Thor- oddsen: „Sko, það hefur áður komið til orða, ef við ákveðum að auka almannavarnir á ís- landi, eins <>k margir telja þorf á ok við séum þar verr á vegi staddir en flestar aðrar þjóðir þá væri eðlilegt að varn- arliðið tæki þar þátt í. betta er auðvitað ákaf- lega stórt mál, sem þarf að ræða miklu nánar. En þetta hefur ekki verið á dagskrá núna sérstak- lega en hvað eftir annað hefur þessu skotið upp að við þyrftum að efla okkar almannavarnir." bess má geta lesend- um til frekari glöKKvun- ar. að Gunnar Thorodd- sen hefur tekið afstöðu með AlþýðubandalaKÍnu Kegn Ólafi Jóhannes- syni, þar sem Gunnar lítur svo á eins ok komm- únistar, að utanríkisráð- herra hafi ekki einn forræði fyrir fram- kvæmdum á Keflavíkur- fluKvelli. Framleiðslu- stjórnun Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeids um Fram- leidslustjórnun í fyrirlestrarsal félagsins aó Síóumúla 23 dagana 17.—21. nóvember kl. 13.30—18.30 alla dagana. Efni: — Aðferðir til að lýsa samhengi í framleiðslu. — Skráning á timanotkun véla og starfsfólks. — Skráning á efnisnotkun, gæðaeinkennum og fleiru. — Einföldustu kostnaðarhugtök, fastakostnaður, breytilegur kostnaður og framlegð. — Einfaldir útreikningar á nýt- ingu efnis og véla og skiptingu kostnaðar. — Staðaltímar fundnir meö skráningu og reynslu eða mældir sérstaklega. — Ráöstöfun afkastagetu, Gantt-töflur, álagsyfirlit. — Tilboð byggö á staðaltímum og skráðum upplýsingum um kostnað o.fl. Námskeiðið er einkum ætlað framkvæmdastjórum og eigend- um smærri fyrirtækja og verk- stjórum í stærri framleióslufyrir - tækjum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar- félagsins í síma 82930. ASUÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SÍDUMÚLA 23 105 REYKJAVlK SlMI 82930 Leiðbeinendur: Helgi G. Þórðeraon verkfraeðingur Pitur K. Maaek verkfræðingur Fimleikar / leikfimi í íþróttahúsi Ármanns Æ Ij v/Sigtún eru nú að byrja. Fimleikar og leikfimi fyrir alla, drengi og stúlkur, dýnu- stökkshópar og tampólínhóp- »jr 1 ar. Nýr salur og góö áhöld. •/ J V Innritun og upplýsingar í síma i 38140, föstudagskvöld kl. 20.30— 21.30 og laugardag kl. 10.30— 12.00. Fimleikadeild L Ármanns Stjörnuhátíð Seltirninga verður í Háskólabíói laugardaginn 15. nóv. kl. 14.00. Þar koma fram skólakór Seltjamamess, stjómandi Hlín Torfodóttir, Elin Sigurvinsdóttir, Elisabet F. Eiríksdóttir, Guórún og Inyibjöry Pálsdœtur, Gunnar Kvaran, Maynús Jónsson, RaynheiÖur Gudmundsdóttir, Rúrik Haraldsson. Selkórinn, Stjómandi Ragnheidur Guðmundsdóttir, Selma Kaldalóns, Trad-Kompaníid. Kynnir veróur Guömundur Jónsson, óperusönyvari. TryggiÖ ykkur miða í tíma. Skemmtunin verður ekki endurtekin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.