Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
„Pólitísk umræða á
ekki rétt á sér í iðn-
nemahreyfingunni“
Sveinn Ævarsson t.v. Danelius Ármann Hansson fuiltrúar á
38. þintn Iðnnemasamtakanna. Myndin var tekin á Mbl. i síðustu
viku. I-jósm. Mbl. Halli Þór.
„ÉG ER eininlega mest hissa á,
að ekki skyldi koma fram á
þinginu ályktun um Gervasoni-
málið," sajíði Sveinn Ævarsson
formaður Iðnnemafélajfs Suður-
nesja, er hann og Danelíus
Ármann Hansson litu við á Mbl.
í síðustu viku, en þeir voru báðir
fulltrúar á 38. þingi Iðnnema-
sambands íslands, sem haldið
var 31. okt. til 2. nóv. sl.
„Ályktanir um brottför varnar-
liðsins á íslandi virðast hafa
verið daglegt brauð á þessum
þingum hingað til. Það sem er
fyndnast við þetta er, að þegar
við spyrjum þessa aðila, sem
halda að það sé fínt að vera
kommi og á móti hernum, af
hverju þeir vilji herinn burtu,
hvað koma skuli í staðinn og
hvenær hann eigi að fara, verður
fátt um svðr. Yfirleitt segja þeir:
„Við viljum ekkert að hann fari
á morgun."
Þeir félagar sögðu mikið starf
óunnið í málum iðnnema.
„Byggjum upp
innra starf
og stuðlum að
bættu námi
iðnnema“
„Námsmálin eru brýn. Það kem-
ur enn fyrir í meistarakerfinu,
sem við teljum þó bezta fyrir-
komulagið, að iðnnemi lærir
aðeins að skrúfa saman tvö
stykki í færibandavinnu allan
verklegan námstíma sinn og
síðan fellur viðkomandi auðvitað
á sveinsprófi. Auðvitað eiga þeir
ekki að láta bjóða sér slíkt, en á
tímum atvinnuleysis og þegar
erfitt er að komust á samning,
kemur þetta fyrir og við iðnnem-
ar þurfum að vinna sameinaðir
gegn slíku. Þá er samningsrétt-
urinn mikið atriði, af nógu er að
taka.
Hvernig teljið þið að iðnnema-
hreyfingin verði bezt rekin og
hverju viljið þið breyta?
„Það er á hreinu, að iðnnema-
hreyfingin á ekki að vera að
vasast í þjóðmálaumræðunni.
Slíkt veldur félagsdeifð og leið-
inlegum „móral“. Iðnnemar eru
ungt fólk með ómótaðar pólitísk-
ar skoðanir. Atkvæðagreiðsla
um þjóðmálaályktun á þinginu
segir nokkra sögu hér um. Þegar
atkvæði voru greidd með handa-
uppréttingu fóru atkvæði 27:27,
en þegar farið var fram á
leynilega atkvæðagreiðslu
greiddi sami hópurinn atkvæði
25:35 og ályktunin féll. Fleiri
þorðu þá að sýna sig á móti
pólitíkinni, án þess að eiga á
hættu að vera kallaðir „andpóli-
tískir".
Þeir félagar sögðu í lokin: „Við
vitum að af nógu er að taka í
iðnnemahreyfingunni. Við skor-
um því á iðnnema að styrkja sín
samtök á verklegum grunni og
það verður bezt gert með því að
styrkja innra starf félaganna og
byggja upp einstaklingana. Á
þann eina hátt gerum við iðn-
nemasamtökin að virkum hags-
munasamtökum, sem geta náð
árangri til hagsbóta fyrir iðn-
nema og einnig til bættrar
menntunar, sem hlýtur að koma
þjóðfélaginu að mestu gagni
einnig. Pólitísk þjóðmálaum-
ræða á ekki heima á þessum
grundvelli, sízt af öllu sú, sem
þessi hreyfing virðist hafa látið
flækja sig í í gegnum árin.“
Guðmundur Daníelsson
„Jarlinn
af Sigtúni
og fleira
fólk“
Ný bók eftir GuÖ-
mund Daníelsson
KOMIN er út ný bók eftir
Guðmund Danielsson, „Jarl-
inn af Sigtúni og fleira fólk“.
Bókin er í 11 þáttum, frá-
sagnir og viðtöl, meðal annars
við myndhöggvarann Sigurjón
Ólafsson, Guðna apótekara og
Árna Árnason sjómann. Viðtal
er við móður höfundar, Guð-
rúnu S. Guðmundsdóttur frá
Guttormshaga, „Ferð gegnum
almanakið og veðrin". Þá er
langt viðtal „Barnið og ókind-
in“ við Matthías Johannessen
skáld og ritstjóra, en bókinni
lýkur með viðamikilli frásögn
um Egil kaupfélagsstjóra
Thorarensen á Seífossi, en tit-
ill bókarinnar er kenndur við
þann mikla athafnamann.
Bókin er 231 bls. að stærð.
Útgefandi er Setberg.
Sjálfstæðisfélög
á Isafirði
ÁRSHÁTÍÐ sjálfstæðisfélaganna á
ísafirði verður haldin í félagsheimilinu
Hnífsdal laugardaginn 15. nóvember
nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.
Á dagskrá eru ávörp, ýmis skemmti-
atriði og dans. Húsið verður opnað kl.
19.30. Gestir árshátíðarinnar verða
alþingismennirnir Geir Hallgrímsson,
Matthías Bjarnason og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson.
Dr. Pétur H. Blöndal stærðfræðingur:
Fasteignaverð - hvað var-
ast ber í fasteignaviðskiptum
Mitt í þjóðfélagi óðaverðbólgu,
hávaxta og verðtryggingar getur
að líta vin eina, friðsæla með
lágum vöxtum og jafnvel engum.
Hér á ég við fasteignamarkaðinn.
Þar virðast menn ekki hafa upp-
götvað verðbólguna ennþá, nema
þá í verðmynduninni, og hávaxta-
stefna og verðtrygging eru óþekkt
hugtök. Enn eru fasteignir seldar
með 70% út á árinu (án vaxta) og
eftirstöðvar til 5 ára með 18%
vöxtum. Og það í 55% verðbólgu!
Hvert er þá raunverulegt verð
4ra herbergja íbúðar, sem seld er
skuldlaus á 35 milljónir; 25 millj.
út, 5 millj. á þriggja mánaða fresti
og 10 millj. til 5 ára með 18%
vöxtum? Miða má við 60% ávöxt-
un, eins og er á spariskírteinum
ríkissjóðs með 3,5% vöxtum.
Dæmið lítur þá þannig út (þús.
kr.).
(íreiAslur VerAma*ti núna
60%
ávoxtun 50%
ávoxtun
l.dfK 1980 r..ooo 5.000 5.000
1. mar/. 1981 5.000 4.348 4.444
1. juní 1981 5.000 3.846 t.000
1. sppt. 1981 5.000 3.448 3.636
1. dos 1981 5.000 3.125 3.333
Útb. allK 25.000 19.767 20.413
l.drK 1981 3.800 2.375 2.533
l.deK 1982 3.440 1.344 1.529
l.dcK 1983 3.080 752 913
l.deK 1984 2.720 415 537
1. dcs 1985 2.360 225 311
Skuldahréf 15.400 5.111 5.823
Samtals er því verðmæti
skuldabréfs og útborgunar núna
kr. 24.878 (26236) eða 71,1% (75%)
af „söluverðinu". Þetta er hið
raunverulega verð íbúðarinnar
miðað við núverandi verðbólgu.
Menn geta svo deilt endalaust um
það hvort verðbólgan muni hjaðna
eður ei á næstu fimm árum og
reiknað dæmið út frá þeim for-
sendum.
Mikilvægt er að hafa raunverðið
í huga, þegar bera á saman verð á
nýbyggingum og eldri íbúðum.
Greiðslur vegna nýbygginga falla
á allan byggingatímann og ætti
því að hækka þær upp á sama hátt
og söluverð eldri eigna er lækkað
eins og sýnt er í dæminu hér að
framan.
Fyrir rúmu ári voru veittar
heimildir til þess að verðtryggja
eftirstöðvar söluverðs. Þessar
heimildir hafa furðu lítið verið
notaðar í fasteignaviðskiptum. þó
ætla mætti, að verðtrygging eftir-
stöðva gæti lækkað verðið og
útborgunina og liðkað um við-
skiptin. Hér er eflaust um upplýs-
ingaskort að ræða, eða skyidu
fasteignasalar óttast um sölulaun-
in?
Áhvílandi verð-
tryggð skuldabréf
Þeir, sem hyggja á fasteigna-
viðskipti, skyldu huga vel að
áhvílandi lánum. Það er sko ekki
sama hvort þau eru verðtryggð
eða óverðtryggð. Hér að framan
voru eftirstöðvarnar (10 millj.)
metnar á rúmt hálfvirði (5,1—5,8
millj.). Það er vegna lágra vaxta
(18%) miðað við verðbólgu. Eftir-
stöðvar vaxtaaukalána með hugs-
anlegum áföllnum verðbótaþætti
nálgast það að vera rétt verðgildi
lánsins (raunvirðið er 80%—90%
af eftirstöðvunum). Eftirstöðvar
fullverðtryggðra lána með áfall-
inni visitölu eru alltaf lægri en
raunverulegt verðmæti lánsins, en
fer þó eftir vöxtum. Hálfverð-
tryggð lán Húsnæðismálastjórnar
eru sum hver minna virði en
eftirstöðvarnar með áfallinni vísi-
tölu segja til um, önnur eru meira
virði, sér í lagi eru lánin með
9,75% vöxtum og 60% verðtrygg-
ingu mikils virði og þar af leiðandi
slæmt að skulda þau.
Kaupendum fasteigna skal al-
varlega bent á eftirfarandi atriði:
Ef kaupverðið er greitt að hluta
með því að taka við greiðslum af
áhvílandi verðtryggðum lánum,
verður að liggja fyrir staðfesting
lánveitanda (lífeyrissjóðs, banka)
hvað eftirstöðvar með áfallinni
visitölu nemi hárri upphæð. Sama
gildir um vaxtaaukalán. Þar gæti
verðbótaþáttur vaxta hafa lagst
við eftirstöðvarnar. Verðbætur á
eftirstöðvar verðtryggðra lána
geta numið verulegum upphæðum.
Sem dæmi ná nefna, að lán að
upphæð 3 milljónir, tekið í 'marz
1979 hjá Lífeyrissjóði verzlunar-
manna, er núna að eftirstöðvum
kr. 2.880.000.-, áfallnir vextir eru
kr. 38.000.- en verðbætur eru
3.178.000.-. Þannig að skuldin er
alls kr. 6.096.000.-.
Reykjavík, 11. nóv. 1980,
Dr. Pétur H. Biöndal.
stærðfræðingur.
Nýtt tónskáldafélag:
Félag alþýðutónskálda
STOFNAÐ hefur verið í Reykja-
vik nýtt félag tónskálda, Félag
alþýðutónskálda, skammstafað
FÁ. Að stofnun félagsins standa
flest þau tónskáld, sem undanfar-
in ár hafa lagt hvað mest af
mörkum i sköpun rokk-. dægur-
og léttrar tóniistar hér á landi,
svo og aðrir sem eru að hasla sér
völl á þessu sviði.
Um tilgang og markmið félags-
ins segir svo í 3. grein laga þess:
„Að gæta hagsmuna félaga sinna
og vinna að vexti og viðgangi
alþýðutónlistar í landinu."
Stjórn FA. hefur verið kjörin, og
skipa hana eftirtaldir: Magnús
Eiríksson formaður, Magnús Þór
Sigmundsson varaformaður, Karl
J. Sighvatsson ritari, Egill Ólafs-
son gjaldkeri, Jóhann G. Jóhanns-
son meðstjórnandi, Magnús Kjart-
ansson og Sigurður Bjóla Garðars-
son varastjórnarmenn.
Þeir, sem ekki stóðu að stofnun
félagsins, en telja sig eiga heima í
Magnús Eiriksson formaður FA.
því, geta haft samband við Magnús
Eiríksson í Hljóðfæraversluninni
Rín eða við aðra stjórnarmenn.
(FréttaliIkynninK)