Morgunblaðið - 13.11.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.11.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 Sigurgeir Sigurðsson: Að gera góðan bæ betri í TILEFNI þess að Seltjarnarnes- bær hefur nýlega hafið byKKÍntiu íbúða fyrir aldraða SeltirninKa. þykir vel við hæfi að gera ttrein fyrir öðrum framkvæmdum i Seltjarnarnesbæ á þessu ári ok því næsta, svo ok þeim málum sem efst eru á hauKÍ hjá bæjarfé- laginu. tbúðir aldraðra við Melabraut verða 16 talsins í 1. áfanga auk íbúðar fyrir húsvörð og/eða starfsmann. Þessar íbúðir eru töluvert stærri en þær, sem al- gengastar hafa verið til þessa, eða 56mz, 70mz og 95mz. Akveðið er að hér verði um sölu- og leiguíbúðir að ræða og hefur þegar verið leitað eftir umsóknum, bæði með auglýsingum og bréfum til allra bæjarbúa 67 ára og eldri. Þegar hafa borist um 25 fyrirspurnir og óskir um kaup og leigu á íbúðum og eru þeir sem óska þess að eiga íbúðir sínar í miklum meirihluta (21/4). Heilsugæslustöð. Lokið er utan- hússfrágangi við heilsugæslustöð- ina og fyrirhugað að hefjast handa við innréttingar nú alveg á næstunni. Áætlað er að opna 1. áfanga er mun þjóna 3—4000 manns um mitt næsta ár og væntanlega ’82 og ’83 síðari tvo áfanga stöðvarinnar er munu þá þjóna a.m.k. 12.000 manns. Hús- næði heilsugæslustöðvarinnar er um lOOOm' og munu starfa þar a.m.k. 6 fastir læknar, þegar starfsemin er komin í gang, auk sérfræðinga, hjúkrunarfólks og annars starfsfólks. Að undirlagi heilbrigðisráðuneytis var stöðin höfð það stór, að hún getur þjónað tvöfalt fleiri íbúum en búa munu á Seltjarnarnesi og er í því sam- bandi fyrirhuguð samvinna við Reykjavíkurborg um að stöðin sinni vesturborginni, eftir því sem um semst. Tónlistarskóli Seltjarnarness er um þessi mánaðamót að flytja alla starfsemi sína í nýtt framtíð- arhúsnæði, en skólinn verður ásamt bókasafni bæjarins á 2. hæð heilsugæslustöðvarhússins við Melabraut. Húsnæðisskortur var farinn að há starfsemi skólans mjög þar sem aðeins var um 80mz rými í Mýrarhúsaskóla til umráða. Hið nýja húsnæði skólans er 450mz að stærð og er sérhannað með þarfir tónskóla í huga, m.a. hljóðeinangrað eftir sérstökum stöðlum. Skólinn hefur vaxið mjög Tónlistarskólinn og bókasafniö verða á efri hæöinni. Hafin er bygging sundlaugar viö íþróttahúsiö. Aöal- og varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi en Sjálfstæöisflokk urinn hefur þar 5 af 7 bæjarfulltrúum. Líkan af miöbæ Seltjarnarness. — Fjölbýlishúsiö á horninu er þegar uppsteypt. Nýmæli er yfirbyggt torg viö verzlanir. Teikning af dag- heimilinu sem Ijúka á 1981. • txvlld lsikat. leikstofa 2o, 87o

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.