Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
DAGS HRÍÐAR SPOR
„Maðurinn
er seztur"
„Gulli klif jaður
asni þjóðfélagsins“
Dr. Valgarð Etfilsson
Brynja Benediktsdóttir
leikstjóri.
SÍKUrjón Jóhannsson
Nýtt íslenzkt ádeilu- og skopleikrít eftir dr; Valgarð Egilsson
í gærkvöldi frumsýndi Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu
nýtt íslenzkt leikrit eftir dr. Valgarð Egilsson lækni. Ber
verkið heitið Dags hríðar spor og er heitið fengið úr
síðustu Ijóðlínu síðasta Ijóðsins sem Þormóður kolbrún-
arskáld kvað áður en hann andaðist af sárum þeim, sem
hann hlaut í orrahríð dagsins, en frá Þormóði segir sem
kunnugt er í Fóstbræðrasögu. Við litum inn á æfingu á
leikritinu í síðustu viku og fylgdumst með leiknum og
ræddum við nokkra aðstandendur sýningarinnar.
Atburðarás leiksins gerist á einum degi, nánar tiltekið
1. desember árið 1980 á 62 ára afmælisdegi þjóðarinnar.
Sviðið í upphafi er heimili ísalds ráðuneytisstjóra í
Iðnvæðiráðuneytinu og eiginkonu hans, prófessors Þjóð-
laugar. Á heimilinu eru einnig Hlérún, gömul kona og
aldraður faðir ísalds, Örvaldur, að ógleymdum einkasyni
þeirra hjóna, Lilla, sem heitir fullu nafni Jón Þjóðólfur.
Örvaldur er orðinn gamall, veikur og sljór og staglast
sífellt á spurningunni um hvernig veðrið sé. Hlérún
gamla, sem hjúkrar Örvaldi og snýst í kringum annað
heimilisfólk hugsar oft til gömlu góðu dagana og heim í
sveitina sína. „Þar laug fólk hvorki né hefndi sín.“ Hlérún
heyrir einnig raddir og hún hlustar eftir giljunum.
Mikið er um að vera þennan dag hjá þeim hjónum
ísaldi og Þjóðlaugu. ísaldur er, ásamt ráðherra iðnvæði-
mála, að ganga frá stórum virkjunarsamningi við Anion
Arbeit og þennan sama dag á að skipa Þjóðlaugu sem
prófessor við nýjadeild Háskólans, framfararmenningar-
þjóðfélagsfræðideild. Skipunin á að fara fram við
hátíðiega athöfn í hátíðarsal skólans.
Höfuðleiðt«>íi
Sonurinn Lilli verður stúdent í vor, aðeins 16 ára
gamall og við morgunverðarborðið þylja foreldrar hans
yfir honum framtíðarsýnir sínar um hann: „Lilli á að
vera athafnamaður og reka stóra verksmiðju. Lilli á að
verða leiðtogi þjóðarinnar. Leiðtogar vinna með höfðinu.
— Niðurstaðan: Lilii verður höfuðleiðtogi." Lilli leitar á
tíðum til Hlérúnar eftir uppfræðslu um lífið í gamla daga
og hann spyr: „Af hverju á ég að leggja alla strákana og
sigra fólkið?"
í mörgu er að snúast, Mr. Goldmaker forstjóri Anion
Arbeit kemur á heimilið til að ganga frá samningnum
stóra og ísaldur ásamt ráðherra iðnvæðimála ræðir við
hann um „sameiginleg hagsmunamál" landsins og
fyrirtækisins. Anion Arbeit tekur að sér að virkja allar
jökulsár á landinu og mun þá að sögn reyna verulega á
fallþunga íslenzku þjóðarinnar — en landbúnaðurinn er
búinn að syngja sitt síðasta, eins og allir vita, enda má
flytja slíkar vörur til landsins í niðursuðudósum — og
bændur fá þá eitthvað að gera við virkjanirnar.
Frá sukki til saurlífis
Margt gesta verður við athöfnina í eftirmiðdaginn og
líta nokkrir þeirra við á heimilinu um morguninn, þar á
meðal fulltrúi ungmennahreyfingarinnar og dr. Stefnir,
lektor í heimspekilegri þjóðfelagsfræði við Háskólann.
Dr. Stefnir hefur ákveðnar skoðanir og byggir á
ákveðnum kenningum, s.s. „Maðurinn er seztur" —
„Mannleg hugsun býr undir súð“ og í kenningunni „Gulli
klifjaður asni þjóðfélagsins" rekur hann þróunarferilinn
frá sukki til saurlífis og sannprófar að framfarir séu í
reynd afturför.
Ólánsmaður nokkur kemur við sögu í leiknum og verða
örlög hans tengd „framförum" vísindanna. Stórkostlegt
vísindalegt afrek er einnig unnið í nafni frelsis og friðar
og á hátíðinni í hátíðarsalnum er afrekið afhjúpað og
kemur þar við sögu Mapi, en honum er ætlað það
framtíðarhlutverk að „skrúfa í verksmiðju", og Mapi
skrúfar og skrúfar.
Þá eru viðstaddir hátíðina fulltrúar hinna ýmsu stétta
þjóðfélagsins og auðvitað æðstu mektarmenn þjóðfélags-
ins, s.s. ráðherra iðnvæðimála, Biskupinn yfir Islandi o.fl.
Biskup biður Guð að blessa viðskiptasamning voran við
Anion Arbeit og hann kemur að þeirri skoðun sinni „að
maður sé manns gaman og konan mannsins gagn og
gaman".
I lokaþætti leiksins fáum við að fylgjast með
stórkostlegri tilraun á sviði vísindanna og víst er að
prófessorinn í lífs- og sálarfræði fær þá ósk sína
uppfyllta að sjá nafn sitt á prenti í erlendu vísindatíma-
riti, ef tilraunin heppnast.
Söguþráðurinn verður ekki rakinn nánar hér en í lok
æfingarinnar ræddum við við Herdísi Þorvaldsdóttur,
sem leikur eitt aðalhlutverkið, prófessor Þjóðlaugu. Við
spurðum hana álits á Þjóðlaugu.
„This is a theatre"
„Hún er framagjörn menntakona, sem ásamt manni
sínum, Isaldi ráðuneytisstjóra og formanni iðnvæðimála,
svífst einskis til að ná því takmarki sem þau keppa að.
Það sem gerir gæfumuninn að það er gaman að leika
hana, þrátt fyrir hversu ógeðug hún er, er skopskyn
höfundar, sem þrátt fyrir snarpa ádeilu er alveg einstakt.
Við höfum haft mikla ánægju af að vinna þetta
einstæða verk. Brynja og Erlingur eru sérlega hug-
myndaríkir leikstjórar og þau, ásamt Sigurjóni Jó-
hannssyni sem sér um svið og gervi, hafa gefið
sýningunni sérstæðan blæ, sem ég vona að fleirum en
okkur finnist skemmtilegur. Ég held að segja mætti um
þessa sýningu eins og Bretinn segir: „This is a theatre".
„Huijsa ekkert um þa<V*
Við spurðum höfundinn, dr. Valgarð Egilsson, hvort
verkið væri umfram annað snörp ádeila á íslenzkt
þjóðfélag. „Þó verkið sé staðsett á Islandi gæti það gerst
hvar sem er í heiminum — óttinn við tortímingu
mannkyns gengur í gegnum söguþráðinn." Þá sagði
Valgarð að tengingin við fortíðina væri hugsuð sem
virðing fyrir sögu okkar. — Hver er Mapi? „Mapi, hann er
sú vera, sem ég vil ekki láta verða að veruleika“ —
Hverjar heldur þú að verði undirtektir? „Hugsa ekkert
um það“.
Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri ásamt Erlingi
Gíslasyni og sagði hún að leikritið væri sett upp með það
fyrir augum að áhorfendur gripu og meltu boðskap
verksins. í verkinu væri vísindamáli komið til skila á
skiljanlegu tungumáli og varað væri við þeim hættum
sem almenningi stafar af því, þegar aðilar, sem vinna
með pólitíkusum, fara að miða vísindin við efnishyggj-
una.
Verkið mjöK fyndið
— Erfið uppfærsla? „Það var mikil vinna við frum-
vinnsluna. Við hófum æfingar strax í maí og þó það séu
margir ókostir við litla sviðið þá eru einnig margir kostir.
Eins og þú sérð eru notaðir þrír salir í uppfærslu
verksins. — Hver heldur þú að viðbrögðin verði? „Ég
vona að þau verði sterk. Við hofum reynt að skapa
ákveðinn sjálfstæðan leikstíl og ekki fengið neitt annars
staðar frá. Verkið er mjög fyndið og skapar áreiðanlega
þarfa samfélagsumræðu."
Sigurjón Jóhannsson gerði leikmyndir og búninga.
Leikgrímur og gervi eru mjög afgerandi og búningar eiga
að undirstrika gervin. Þá sagði Sigurjón: „Það er
skemmtilegt hér niðri og kringumstæðurnar hljóta ætíð
að setja svip á verkið. Viðfangsefnið er áhugavert og
skemmtilegt."
Aðrir leikarar fyrir utan Herdísi Þorvaldsdóttur eru:
Rúrik Haraldsson, sem leikur ísald, Árni Blandon leikur
Lilla og einnig hálfmennið Mapa. Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir leikur Hlérúnu, Júlíus Brjánsson Orvald, Helgi
Skúlason leikur Stein Una, kennara að vestan, Sigurður
Sigurjónsson dr. Stefni, Þórir Steingrímsson ráðherra
iðnvæðimála, Benedikt Árnason leikur biskup, Leifur
Hauksson leikur fangann, Helga Bachmann konu, sem ef
til vill er ekki jarðnesk, og þó. Flosi Ólafsson bregður sér
í gervi forstjóra Anion Arbeit og Erlingur Gíslason
leikur prófessor í lífs- og sálarfræði. Guðjón Ingi
Sigurðsson leikur bónda og Grétar Hjaltason leikur
umsjónarmann.
Lýsingu annast Ingvar Björnsson. Jórunn Viðar hefur
samið tónlist fyrir sýninguna og flytur hún hana sjálf af
segulbandi ásamt þeim Gunnari Kvaran selióleikara og
Kristjáni Þ. Stephensen óbóleikara. F.P.
Ráðherra iðnvæðimála og Þjoðlaug prófessor ræða
vandamálið með hann dr. Stefni og komast að þeirri
niðurstöðu að losna þurfi við manninn. — bórir
Steingrímsson og Herdís Þorvaldsdóttir.
Lilli og Hlérún líta um ðxl til fortíðarinnar. Árni
Blandon og Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Skálað og látið klingja í glösum — tilefnið samningur
um virkjun jökulsár landsins. Ráðuneytisstjórann t.v.
leikur Rúrik Haraldsson, ráðherrann Þórir Stein-
grímsson. I.jiism. Emilía.