Morgunblaðið - 13.11.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
Satúrnus — séður frá Voyajfer 1 þann 18. október siftastliðinn þegar geimfarift var i liðlega 30
milljóna kilómetra fjarlægð frá reikistjörnunni.
Voyager 1 í
nálægð Titans
Pasadena. Kaliforníu.
12. nóvrmber — AP.
BANDARÍSKA jfeimfarið Voy-
a«er 1 fór framhjá tunnli Sat-
úrnusar — Titan. í aðeins 4
þúsund kilómetra fjarla'jjð
skömmu fyrir fi i morgun.
Hraði jceimfarsins var þá lið-
lejfa 80 þúsund kílómetrar á
klukkustund ok það hafði farið
taplcna l.fi milljarða kilómetra
leið til að taka myndirnar af
stærsta tunuli Satúrnusar.
„Þetta jferðist allt svo hratt —
eftir allan þennan tima sem við
höfum beðið. óskuðum við þess
nú. að geta hant á tímanum."
sajcði Esker Davis. aðstoðar-
framkvæmdastjóri ferðar Voya-
«er 1.
Voyager 1 hefur nú verið í 3 ár
á leið sinni til Satúrnusar og það
voru spenntir vísindamenn sem
tóku við upplýsingum. Vegna
mikils skýjaþykknis yfir Titan
sást ekki í yfirborð tunglsins en
vísindamenn unnu kappsamlega
að því að taka við upplýsingum
frá geimfarinu. Þegar Voyager 1
fór framhjá Titan var geimfarið
í aðeins 19 kílómetra fjarlægð
frá „Nautsauganu", þeim stað
sem vísindamenn höfðu áætlað
að geimfarið yrði eftir 1,6 millj-
arða km ferð. Voyager 1 stefnir
nú í átt að sjálfri reikistjörnunni
— og verður á morgun, fimmtu-
dag, í 124 þúsund kílómetra
fjarlægð frá reikistjörnunni.
Að lokinni ferð sinni til Sat-
úrnusar heldur Voyager 1 út í
„endalausan himingeiminn" í
„endalausa ferð“. Fari þó svo, að
Voyager verði á vegi einhverra
geimvera, þá er um borð gull-
plata með kveðju frá jörðu.
Hljómplatan nefnist „Hljóð
jarðar" og á henni eru hljóð
fjölmargra dýrategunda, rokk-
músík, svo og þjóðlagamúsík auk
kveðju frá Jimmy Carter. Þar
stendur m.a. „Með kveðju frá ...
lítilli, fjarlægri reikistjörnu".
„Neyðarleg uppá-
koma“ Reiulfs Steens
Frá Jan Erik l.arué.
fréttaritara Mhl. t 6sló. 12. nóvc*mlH*r.
REIULF Steen, formaður norska
Verkamannaflokksins og við-
skiptaráðherra Noregs, hefur
sætt harðri gangrýni af tals-
mönnum borgaraflokkanna og í
blöðum fyrir að hafa verið við-
staddur hersýningu á Rauða
torginu í Moskvu í tilefni afmælis
byltingarinnar á sama tima og
sendiherrar allra Atlantshafs-
bandalagsríkjanna utan Tyrk-
lands, voru fjarverandi til að
mótmæla innrás Sovétmanna í
Afganistan. Norðmenn sendu
bæði sendiherra sinn svo og
viðskiptaráðherra til hersýn-
ingarinnar.
Til stóð að Reiulf Steen færi
heim til Noregs daginn fyrir
byltingarafmælið — 7. nóvember.
Hann hafði þá skrifað undir nýjan
10 ára viðskiptasamning ríkjanna
— það er 6. nóvember. Eftir að
hafa fengið boð sovéskra stjórn-
valda um að vera viðstaddur
hersýninguna ákvað hann að
lengja dvöl sína í Sovétríkjunum.
„Það hefðu verið heldur kaldar
kveðjur til Sovétmanna hefði ég
neitað," sagði Steen í samtali við
blaðamenn þegar hann varði þá
ákvörðun sína að vera viðstaddur
hersýninguna. En allir eru ekki
sammála. — „Neyðarleg uppá-
koma“ sögðu margir og vitnuðu til
mótmæla Norðmanna við innrás
Sovétmanna í Afganistan.
Knut Frydenlund, utanríkisráð-
herra sagði á fundi með frétta-
mönnum vegna þessa máls, að
bæði sendiherrann og Steen hefðu
óskað fyrirmæla frá ráðuneytinu
hvort æskilegt væri að þeir yrðu
viðstaddir. Svarið var jákvætt —
„það er mikilvægt að halda tengsl-
um,“ sagði Knut Frydenlund. Al-
mennt er talið, að ferð Frydenlund
til Moskvu í desember nætkom-
andi hafi stuðlað að þeirri ákvörð-
un utanríkisráðuneytisins að láta
Reiulf Steen vera viðstaddan her-
sýninguna.
Fréttir í stuttu máli
Kekkonen í Sovétríkjunum
Frá Harry Granbrrx.
fréttaritara Mhl. I Finnlandi.
12. nóveinlwr.
URHO Kekkonen, forseti Finn-
lands er nú í opinberri heimsókn i
Sovétríkjunum. Hann fór til Sov-
étríkjanna með mikið lið sérfræð-
inga og framámanna í finnsku
efnahagslífi. Viðræður snúast um
samvinnu landanna á sviði iðnaðar
og verzlunar. Kekkonen ræddi við
Leonid Brezhnev, forseta Sovét-
ríkjanna.
Til umræðu er Iangtímasamn-
ingur ríkjanna á sviði verzlunar og
iðnaðar. Rammasamningur sem
gilda mun til 1995.
Ráðherraskipti i Finnlandi
Frá Harry Granherx.
fréttaritara Mbl. i Finnlandi
12. núvrmhrr.
TVEIR af ráðherrum í finnsku
ríkisstjórninni munu brátt láta af
störfum. Það eru þeir Arvo Aalto,
atvinnumálaráðherra sem mun á
ný taka við formennsku í kommún-
istaflokki Finnlands og Kalevi
Kivistö menntamálaráðherra sem
einnig tekur upp störf fyrir flokk
sinn.
Rauðu herdeildirnar
enn á íerðinni
Milanó. 12. nóvembrr. AP.
IÐNJÖFUR á ítaliu var skotinn til
bana í Mílanó á Ítalíu í dag af
hermdarverkamönnum Rauðu her-
deildanna. Það var Renato Briano,
framkvæmdastjóri hjá Ercole
Marelli — einu helsta rafmagns-
fyrirtæki Ítalíu. Hann var skotinn
í höfuðið af stuttu færi af ungum
manni, sem komst undan.
Dollarinn stöðugri
l.undúnum. 12. nóvember. — AP.
DOLLARINN var stöðugri á pen-
ingamörkuðum víðs vegar um heim
í dag eftir mikla dollarasölu í
byrjun vikunnar. Gullverð var 614
dollarar hver únsa. Dollari hækk-
aði í verði eftir kjör Ronalds
Reagans sem forseta Bandaríkj-
anna.
Færeyjar:
Ellefsen hefur við-
ræður upp úr helgi
Frá JoKvan Ar«e, íréttaritara Mbl.
í Færeyjum 12. november.
Stjórnarmyndunarvið-
ræður í Færeyjum eítir
kosningarnar til lögþings
Færeyja haía ekki hafist
enn. Búist er við viðræðum
flokkanna uppúr helginni,
þegar endurtalningu at-
kvæða er lokið.
Pauli Ellefsen, formaður Sam-
bandsflokksins, sagði að Sam-
bandsflokkurinn hygðist ræða
stjórnarmyndun við alla flokkana
á þingi utan Þjóðveldisflokkinn.
Sambandsflokkurinn mun fyrst
taka upp viðræður við Jafnaðar-
flokkinn, næst stærsta flokk Fær-
eyja. Síðan Fólkaflokkinn, þá
Sjálfstýrisflokkinn og loks Fram-
fara og fiskimannaflokkinn.
Almennt eru taldar litla líkur á,
að jafnaðarmenn fari í stjórn með
Sambandsflokknum. Atli Dam,
formaður flokksins, hefur sagt, að
þar sem borgaraflokkarnir hafi
hlotið 4000 atkvæðum meira en
vinstriflokkarnir, þá sé eðlilegt að
Pauli Ellefsen
þeir myndi landsstjórn. Það virð-
ist því liggja beinast við, að
Sambandsflokkurinn, Fólkaflokk-
urinn og Sjálfstýrisflokkurinn
myndi stjórn — þeir hafa nú 17 af
32 lögþingsmönnum.
The Times:
Útgáfustöðvun yf
irvofandi í marz
Lundúnum. 12. nóvember. — AP.
VERKALÝÐSLEIÐTOGUM og
starfsfólki Lundúnablaðsins The
Times var í dag tjáð að útgáfu
blaðsins yrði hætt 14. marz nk„
nema nýr eigandi hefði þá tekið
við rekstrinum. Stjórn útgáfufyr-
irtækisins tilkynnti ennfremur,
að starfsmönnum blaðsins, 3.500
talsins, bærust uppsagnarbréf
hinn 24. nóvember nk.
Óbilgjarnar kaupkröfur og
tregða starfsmanna til að taka
upp nýjungar í vinnsluháttum
hafa um árabil staðið rekstrinum
fyrir rifum, en eigandi útgáfufyr-
irtækisins, sem auk The Times
gefur út The Sunday Times og
Veður
víða um heim
Akureyri -1 snjóél
Amsterdam 8 heióskírt
Aþena 18 heióskirt
Barcelona 15 léttskýjaó
Berlín 5 skýjað
BrUssel 2 heiöskírt
Chicago 6 skýjað
Feneyjar 6 súld
Frankfurt 2 skýjaó
Faareyjar 3 súld
Genf 2 rigning
Helsinkí -4 heióskírt
Jerúaalem 21 heióskírt
Jóhannesarborg 23 heíóskirt
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Las Palmas 24 skýjað
Lissabon vantar
London 8 heiðskírt
Los Angeles 20 skýjaó
Madríd 14 rigning
Malaga 18 skýjað
Mallorca 19 mistur
Miami 27 rigning
Moskva -1 heiðskírt
New York 5 skýjað
Osló -1 snjókoma
Parts 7 heiðskírt
Reykjavík 1 léttskýjað
Ríó de Janeiro 29 skýjaó
Rómaborg 15 skýjað
San Fransisco 16 heiðskirt
Stokkhólmur 1 skýjaó
Tel Aviv 25 heióskírt
Tókýó 20 heióskirt
Vancouver vantar
Vínarborg vantar
nokkur sérrit, segir að enn sé of
snemmt að segja til um hvort
nokkur þeirra kaupenda sem þeg-
ar hafa sýnt áhuga treysti sér til
að uppfylla þau skilyrði sem sett
séu af hálfu seljanda, en þau lúta
einkum að því að ekki verði slegið
af gæðakröfum sem settar hafa
verið við útgáfu þessa virta blaðs
frá upphafi.
Rainbow
Warrior
í höf n
St. Heiier, Jersey. 12. nóv. — AP.
RAINBOW Warrior, skip Græn-
friðunga, sigldi í dag í höfn í St.
Helier á Jersey-eyju í Ermasundi,
eftir þriggja daga siglingu frá
Spáni. Eins og kunnugt er slapp
skipið úr gæslu á Spáni, þar sem
það hafði verið kyrrsett fyrir að
reyna að hindra veiðar spænskra
hvalveiðiskipa. Bresk yfirvöld hafa
ekki haft samband við áhöfnina á
Rainbow Warrior.
Svar við skilyrð-
um Iransstjórnar
Beirút, 12. nóv. — AP.
ÍRÖNSK yfirvöld tilkynntu í kvöld
að þau hefðu fengið í hendur bréf
frá Bandaríkjunum, sem hefur að
geyma svar Bandaríkjastjórnar við
skilyrðum írana fyrir frelsun gísl-
anna. Ekkert var þó látið í ljós um
hvers eðlis svarið væri, en talsmað-
ur íransstjórnar sagði bréfið yrði
tekið til umfjöllunar fljótlega.