Morgunblaðið - 13.11.1980, Page 24

Morgunblaðið - 13.11.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsta: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Krabbameins- lækningar Ilandinu greinast nú um 600 ný krabbameinstilfelli á ári og hefur tíðni þeirra farið vaxandi. Aðalmeðferð felst í skurðaðgerðum, geislun og lyfjagjöf. Tækniútbúnaður hérlendis, bæði til greiningar og geislameðferðar, stenzt hvergi nærri þær kröfur sem gera verður. Þá hefur Krabbameinsdeild Landspítal- ans, sem er miðstöð slíkra lækninga hérlendis, búið við gífurleg húsnæðisvandamál, þó nokkur bót verði á til bráðabirgða með lánsafnotum af húsnæði í eldri byggingu fæðingardeildar spítalans, sem þriggja ára samningur er um. Krabbameinsdeild- in fær þó ekki viðunandi húsnæði fyrr en K-bygging á Landspítalalóð er fullgerð, sem orðið getur að þremur árum liðnum, ef áætlanir standast og stjórnvöld tryggja fjármögnun framkvæmda. Það er oft talað um röðun viðfangsefna eftir framkvæmdaþörf innan ramma fjárhagsgetu lítillar þjóðar. Sex hundruð ný tilfelli af alvarlegum sjúkdómi á ári hverju; sjúkdómi, sem ríður á að greina snemma til að koma við réttri meðhöndlum í tíma, til að efla batalíkur, tala sínu máli. Annar rökstuðningur er óþarfur. Við eigum vel menntaðar heilbrigðisstéttir á þessu sviði en skortir í senn viðunandi húsnæði og tækjakost. Sá kostnaður, sem hér um ræðir, myndi skila góðum arði í fleiri lifandi einstaklingum og fleiri vinnustundum í þjóðarbúskapn- um, að ógleymdu því, sem mestu skiptir: heill og hamingju viðkomandi einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Sjónarmið minnihluta bundið í stjórnarsáttmála * Iutanríkismálakafla stjórnarsáttmálans segir, að ekki verði ráðist í framkvæmdir við flugstöðvarbyggingu á Keflavíkur- flugvelli nema með „samkomulagi allrar ríkisstjórnarinnar“. Þetta þýðir að minnihlutaflokkur í tilteknu máli getur stöðvað framkvæmdir, sem njóta stuðnings mikils meirihluta þings og þjóðar. Þetta er í hæsta máta ólýðræðislegt og stangast á við þingræðislegar og lýðræðislegar hefðir. Kommúnistum hefur tekizt að fá það bókað í ríkisstjórnarsáttmála, að þeir skuli ráða ferð, hvað sem lýður lýðræðislegum meirihluta innan þings og utan. Það er ekki mikil reisn yfir þeim, sem láta beygja sig svo gjörsamlega fyrir ráðherradómi. Endanleg hönnun nýrrar flugstöðvarbyggingar verður full- gerð í þessum mánuði. Ef fjármagn fæst til geta framkvæmdir hafizt í maí—júní nk. og þeim lokið 1983. En til slíks þarf lánsfjárheimild á fjárlögum eða í lánsfjáráætlun — og Alþýðubandalagið fékk fjármálaráðuneytið í sinn hlut. Núverandi flugstöðvarbygging er hættuleg farþegum. Starfs- aðstaða er þar fyrir neðan allar hellur. Ný flugstöð gerir og kleift að aðskilja farþegaflug og eftirlitsflug varnarliðsins, sem er bæði hagkvæmt og samræmist þjóðarmetnaði okkar. Kostnaður af framkvæmdinni myndi deilast í samræmi við þá nýtingu, sem hún leiðir til. Spurningin er einfaldlega sú, hvort lítill en hávær minnihluti fær að kúga þorra þjóðarinnar í þessu máli — með þjónkun samstarfsaðila. Gengislækkunarbandalagið Ikosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins 1978 segir: „að stefnt skuli að stöðugleika í gengisskráningu." Þar segir og að „horfið skuli af braut“ þeirrar gengislækkunar, „sem ríkt hefur í gjaldeyrismálum undanfarið". Alþýðubandalagið fór síðan með gengismál í vinstri stjórninni 1978—79 og hefur enn áhrif á þróun efnahagsmála sem „þyngdarafl í ríkisstjórn“, eins og Matthías Bjarnason komst að orði í þingræðu nýlega. Þegar vinstri stjórnin var mynduð 1978, og Svavar Gestsson var gengismálaráðherra, var Bandaríkjadalur virtur á 260 íslenzkar krónur. Nú hefur framkvæmd gengisstefnu Alþýðubandalagsins lyft honum upp í 560 krónur. Gengislækkun íslenzku krónunnar gagnvart dalnum er 113,9% frá því Svavar Gestsson varð gengismálaráðherra þar til í dag, raunar 135% ef miðað er við ferðamannagjaldeyri. „Það eina sem eftir ríkisstjórnina liggur á vettvangi efnahagsmála er að hækka verðmæti erlends gjaldeyris," sagði Geir Hallgrímsson á Alþingi sl. þriðjudag. „Það eru hennar einu efnahagsráðstafanir til þessa.“ Það er á fleiri en einu sviði sem Alþýðubandalagið hefur orðið „stórt“ af efndum orða sinna. Bréf stjórnar Flugleiða til samgönguráðherra vegna rikisábyrgðar: Stjórn félagsins samþykkir skilyrðin fyrir ríkisábyrgð Stjórn félagsins hefir borist bréf ráðuneytisins dags. 7. þ.m. um þau sérstöku skilyrði, sem sameigin- legur fundur ráðherranefndar og fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis samþykkti að setja fyrir umbeðinni ríkisábyrgð til handa Flugleiðum hf. að upphæð 12 millj. Bandaríkjadala, sbr. 3. og 5. gr. frumvarps til laga um málefni Flugleiða hf. Á fundi stjórnar félagsins í dag voru skilyrði þessi til umræðu og eftirfarandi samþykkt gerð: 1. Stjórn félagsins samþykkir fyrir sitt ieyti að hlutast til um það, að hlutafjáreign ríkissjóðs í Flug- leiðum hf. verði aukin í 20% alls hlutafjár félagsins og að sú hlutafjáraukning verði komin til framkvæmda fyrir næsta aðal- fund félagsins. 2. Skilyrði í 2. tl. bréfs ráðuneytis- ins er þegar uppfyllt með því, að fyrir nokkru var hrundið í fram- kvæmd útboði hlutafjár að fjár- hæð kr. 243.974.000 til starfs- manna félagsins, sem þeim gefst kostur á að kaupa á nafnverði. 3. Um skilyrði tilgreind í 3. tl. bréfs ráðuneytisins skal bent á eftir- farandi: Samkvæmt 67. gr. laga nr. 12 frá 12. maí 1979 um hlutafélög skal leggja fram ársreikning og skýrslu endurskoðanda á ár- legum aðalfundi hlutafélags og samkvæmt 10. gr. samþykkta Flugleiða hf. skal leggja árs- reikninginn fram á aðalfundi og stjórn skýra frá hag félagsins á liðnu ári áður en gengið er til stjórnarkosninga. I öðru lagi skal á það bent að samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins skipa 9 menn aðalstjórn þess og 3 menn varastjórn. Á aðalfundi 1981 skal kjósa 5 menn í aðalstjórn en kjörtímabil þeirra 5 manna, sem úr stjórn félagsins ganga þá, lýkur fyrst við lok aðalfundar það ár. Kjörtímabil þeirra 4 manna, sem kosnir voru í stjórn félagsins á aðalfundi 1980, er til loka aðalfundar 1982. Af tæknilegum ástæðum er fyrst hægt að reikna með þvi að ársreikningur félagsins geti legið fyrir í apríl 1981 og er því fyrirsjáanlega ekki raunhæft að boða til aðalfundar fyrr en í apríl á næsta ári. Með vísan til framanritaðs samþykkir stjórn félagsins að hraða nauðsynlegum undirbún- ingi aðalfundar 1981 og boða til hans svo fljótt sem mögulegt er. Stjórn félagsins tekur þó fram, að ef það er ófrávíkjanleg krafaj ríkisstjórnarinnar, að til aðal-| fundar félagsins verði boðað og hann haldinn fyrir lok febrúari 1981 og þeir stjórnarmenn senr kjósa skal á þeim fundi verðai kosnir þá þegar, er stjórnin reiðubúin til þess að boða til aðalfundarins með dagskrá þar. að lútandi, sem þá yrði tekin ákvörðun um á fundinum. 4. Stjórn félagsins hefir verið kynnti sú ákvörðun ráðuneytisins aðí móta nýja stefnu í flugmálum. Þar til stjórn félagsins er kunn- ugt hver sú stefna verður telur stjórnin ótímabært að taka ákvörðun um sölu þeirra eigna' félagsins, sem beinlínis tengjast hagsmunum þess á sviði flug- máía. Sé þess krafist samþykkir stjórn félagsins þó, fyrir sitt leyti, að hlutast til um að hafnar verði viðræður fulltrúa félagsins' við fulltrúa Starfsmannafélags Arnarflugs um sölu hlutabréfa Flugleiða hf. í Arnarflugi hf. Oski starfsmannafélagið eftir kaupum verði hlutabréf þessi og hagsmunir Flugleiða hf. að eign- arhaldi á þeim metin til fjár af hlutlausum kunnáttumönnum og fari viðræður við starfsmannafé- lagið um kaupin fram á þeim grundvelli eða öðrum þeim grundvelli, sem samkomulag næðist um. Samhliða þessum viðræðum við starfsmannafélagið fari fram viðræður milli Flugleiða hf. og Arnarflugs hf. um önnur atriði, sem þessu máli tengjast, t.d. innlausn Arnarflugs hf. á vara- hlutum þeim, sem Flugleiðir hf. hafa keypt fyrir fleiri hundruð milljónir króna vegna viðhalds flugvéla Arnarflúgs hf. eingöngu, en samningar félagsins í þeim efnum voru gerðir í skjóli meiri- hlutaeignar Flugleiða hf. í Arn- arflugi hf. Að endingu skal á það bent, að samningar þeir, sem kunna að nást um framangreind málefni eru þess eðlis að stjórn félagsins telur rétt að leggja þá fyrir hluthafafund til endanlegrar ákvörðunar. 5. Stjórn félagsins samþykkir að gefa ríkisstjórninni ársfjórð- ungslega yfirlit yfir þróun og horfur í rekstri fyrirtækisins. 6. Um skilyrði tilgreint í 6. tl. bréfs ráðuneytisins skal bent á eftir- farandi: Ákvæði stafliðar e í 17. gr. samþykkta félagsins og 3. mgr. 77. gr. laga nr. 32 frá 1978 um hlutafélög útiloka skerðingu at- kvæðisréttar hluthafa, jafnt ein- staklinga sem fyrirtækja, í F’lugleiðum hf. nema með sam- þykki allra hluthafa eða a.m.k. þeir hluthafar, sem fyrir slíkri réttarskerðingu verða, gjaldi henni jákvæði. Af þessum ástæðum getur stjórn félagsins ekki samþykkt neins konar nýjar reglur um hlutafjáreign hluthafa, sem tak- marka atkvæðisrétt þeirra. Stjórn félagsins samþykkir aftur á móti að taka þátt í viðræðum við ríkisstjórnina um þetta efni. 7. Stjórn félagsins hefir þegar sam- þykkt, að svokallað Norður Atl- antshafsflug félagsins verði fjár- hagslega og reikningslega greint frá öðrum rekstri félagsins svo sem kostur er. Með framangreindum sam- þykktum telur stjórn Flugleiða hf. að hún hafi uppfyllt þau skilyrði, sem frá er greint í bréfi yðar, að því marki sem hún hefir heimild til. Stjórnin lýsir sig að sjálfsögðu reiðubúna til þess að gera frekari grein fyrir afstöðu sinni, ef ástæða þætti til. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: „Afkoman í fiskiðjunni er betri en nokkru sinni fyrr“ — segir Páll Jóhannson, formaður útgerðarráðs NÝIÆGA var lagður fram árs- reikningur Ba'jarútgerður Ilafnar- fjarðar fyrir árið 1979 og sýnir hann mun betri rekstrarafkomu hjá fyrirtækinu en undanfarin ár. Þar kemur meðal annars fram að hagnaður varð af rekstri allra deilda á síðasta ári. Ileildarvelta Ba'jarútgerðarinnar var 4.4 millj- arðar á árinu. Þar störfuðu um 250 manns og voru laun og launatengd gjöld u.þ.b. 1,5 milljarðar. Útgerð- arráð Bæjarútgerðarinnar er kosin af ba'jarstjórn llafnarfjarðar og eru í því fimm menn. Þeir sem nú skipa ráðið eru: Páll Jóhannsson formaður. Magnús Þórðarson, Árni Gislason. Bragi V. Björnsson og llrafnkell Ásgeirsson. Morgunhlað- ið ra'ddi við Pál Jóhannsson, for- mann útgerðarráðs. og var hann fyrst spurður hvað ylli þessari jákva-ðu þróun hjá fyrirtækinu. „Ég vil fyrst og fremst þakka þessa góðu rekstrarafkomu þeim breytingum sem hafist var handa við hér hjá Bæjarútgerðinni á árinu 1977 og enn er reyndar ekki að fullu lokið,“ sagði Páll. „Á þessum tíma hefur frystihúsið verið endur- hyggt og endurskipulagt. Nýjar vélar hafa verið keyptar í frystihús- ið og er nýting aflans þar af leiðandi mun betri heldur en var. Forstjóri fyrirta'kisins. Björn Ólafsson. sem ráðinn var í árslok 1978. kom á breyttum vinnuaðferð- Páll Jóhannsson, formaður út- gerðarráðs um hjá fyrirta'kinu og á það einnig sinn þátt i þeim góða árangri sem náðst hefur. Þá hefur starfsfriður verið óslitinn síðan samkomulag náðist við starfsfólk á miðju ári 1978 og starfsandinn verið mjög góður“. Ilvernig varð afkoman í hinum ýmsu deildum fyrirtækisins? Afkoma í fiskiðjunni varð betri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr. Framleiðsluverðmætið jókst um rúmlega 100 prósent og er það að þakka bættri nýtingu, auknum af- köstum og meiri vörugæðum. Skreið- arframleiðsla var mikil á árinu og gekk vel — bæði verkun og sala. Þess má geta að útflutningsverðmæti hertra hausa, sem ekki hafa verið hirtir áður, nam um fimmtíu millj- ónum króna. Saltfiskframleiðsla gekk sæmilega en var töluvert minni en árin á undan vegna þess hve verð á saltfiski var lágt á þessu tímabili. Við gerðum út tvo togara á síðasta ári — togarana Maí og Júní. Rekst- urinn á Maí gekk mjög vel en útgerðin á Júní varð fyrir verulegum skakkaföllum í ágúst síðastliðnum er vélar skipsins urðu fyrir skemmd- um í Slippstöðinni á Akureyri. Ný vél var sett í skipið sl. haust í Þýzkalandi en það komst ekki aftur í gagnið fyrr en í janúar á þessu ári. Síðari hluta ársins 1979 varð veru- legur hráefnisskortur hjá frystihús- inu af þessum sökum. Bæjarútgerðin á nokkurn hlut í útgerðarfélaginu Samherja h/f en þó tókst okkur ekki að fá því framgengt að togarar þess fyrirtækis legðu upp afla sinn hjá okkur í stað þess að landa erlendis." Hvað er hclzt framundan hjá fyrirtækinu? „Nú á næstunni er fyrirhugað að byggja kælda fiskimóttöku en það er lokaáfanginn í þeirri uppbyggingu fyrirtækisins sem hófst 1977. Nýver- ið keyptum við þriðja togarann — togarann Apríl sem áður nefndist Jón Dan. Þennan togara keyptum við vegna þess að Bæjarútgerðin var ekki sjálfri sér nóg um hráefnisöflun en það verður hún þegar þetta skip hefur bætst við. Lánafyrirgreiðslu fengum við enga vegna þessara kaupa en teljum okkur hafa mögu- leika á láni úr Byggðasjóði á næsta ári“, sagði Páll að lokum. 1980 erfiðasta ár í sögu farþegaflugsins: Allt flug á Norður-Atlants- hafinu verður rekið með tapi — sagði Knut Hammerskjöld, framkvæmdastjóri IATA, m.a. á ársfundi samtakanna fyrir skömmu Á hinum árlega fundi alþjóða- sambands flugfélaga IATÁ sem haldinn var í Montreal í Kanada dagana 27. til 30. október sl. kom m.a. fram að árið 1980 yrði flugfélögum heims það erfiðasta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Félög innan alþjóðasambandsins mundu tapa 1,4 milljörðum Bandaríkjadollara. Tilkostnaður allur hefði aukist svo hrikalega að til þess að ná greiðslujöfnuði yrði hleðslunýting félaganna að ná 80%. Þá kom fram í ræðu Knut Hammarskjöld að 80% hleðslunýting næðist alls ekki á Norður-Atlantshafi og væri því augsýnilegt að allt flug þar yrði rekið með tapi á yfirstandandi ári. Eldsneytisverð hefur tvöfald- ast á árinu og lendingargjöld í Bretlandi t.d. hafa hækkað um 35%. Knut Hammarskjöld sagði að meðallendingargjald á hvern farþega á Boeing 747, sem lenti á Heathrow flugvelli við London á annatíma væru US$35. Það er meira en tvöfalt gjald miðað við flugvelli eins og Charles de Gaulle flugvöll í París eða Kenn- edy flugvöll í New York, segir m.a. í frétt frá Flugleiðum. Þá segir: írska flugfélagið Aer Lingus hefur nú eins og Flugleið- ir hætt flugi til Chicago. Félagið annaðist afgreiðslu fyrir Flug- leiðir í Chicago frá árinu 1973 en hefur nú hætt starfsemi þar í borg. I frétt frá Aer Lingus vegna þessa segir að í fyrravetur hafi stórtap orðið á þessari flugleið og sem dæmi er tekið að tekjur af farþegaflutningum hafi þarna aðeins náð að greiða einn þriðja af þotueldsneytiskostnaði félags- ins. Ekki skulu hér rakin fleiri dæmi um erfiðleika flugfélaga á yfirstandandi ári. Af nógu er samt að taka. Ofangreindar upp- lýsingar eru m.a. settar fram til þess að almenningur á Islandi viti að fleiri berjast í bökkum en íslenska félagið Flugleiðir. ís- lenska-pressan hefur með örfáum undantekningum skýrt rétt og hlutlaust frá málefnum félagsins. Fyrir það ber að þakka. Erfiðleikar í rekstri Flugleiða sem fyrst og fremst hafa verið á Norður-Atlantshafsleiðinni hafa leitt yfir félagið og starfsfólk þess miklar þrengingar. Það hef- ur hreinlega fallið í skuggann að félagið berst í bökkum á fleiri sviðum. Þar má nefna að rétt verðlagning hefur ekki fengist á flugferðum innanlands, sífelldur dráttur á leiðréttingum sem þörf er á vegna eldsneytishækkana og verðbólgu hafa dregist úr hömlu. Það hefur löngum verið stolt okkar íslendinga að flugið hér væri rekið án beinna ríkisstyrkja. Slíkt mun eindæmi með innan- landsflug við svipaðar aðstæður og hér á landi. Þess má geta að norska ríkið greiddi árið 1979 tæpa fjóra milljarða króna til norska innanlandsflugfélagsins Widerö Flyveselskap A/S. Norska ríkið greiddi svipaða upp- hæð sem ríkisstyrk til innan- landsflugs 1978. Davíð Oddsson, borgaríulltrúi Sjálfsta'ðisflokksins, var á vinnustaðafundum í Kærdau og var þessi mynd tekin í Völundi, en Davíð mun halda vinnustaðafund- um sínum áfram í dag. Hæstiréttur Islands: Ógilti eignarnám á landi við Lagarfljót II/ESTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm. að eignarnám Fellshrepps á landi Ilalldórs Vil- hjálmssonar við Lagarfljót. hafi verið ólögma'tt og skuli því ógild- ast. í dómsorði Ilæstaréttar segir svo: „Samþykki félagsmálaráðu- neytisins 13. febrúar 1973 við eignarnámi á „landspildu við norðurenda Lagarfljótsbrúar að sta'rð um 22 ha.“ er ógilt, svo og ákvarðandi matsnefndar eign- arnámsbóta á grundvelli þess samþykkis.“ Dómur þessi er stað- festing á fyrri dómi undirréttar. en áfrýjendur, ríkissjoður og Fellahreppur, skulu greiða stefnda. Ilalldóri Vilhjálmssyni. sex hundruð þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Upphaf þessa máls má rekja aftur til áranna eftir 1970, er Fellshreppur fór þess á leit við Halldór, að fá land hans í Ekkju- fellsseli undir einbýlishúsabyggð, en svæðið hafði þá þegar verið skipulagt. Ekki tókust samningar við Halldór, og var leitað á náðir félagsmálaráðuneytisins, sem samþykkti eignarnámið hinn 13. febrúar árið 1973 eins og áður er komið fram. — Tekið skal fram að hér er ekki um Egilsstaðakauptún að ræða, heldur er Fellahreppur norðan brúarinnar, en Egilsstaðir austan hennar. Kauptúnið í Fella- hreppi hefur verið í vexti undan- farin ár og telur hreppsnefndin þörf á umræddu landi vegna útbreiðslu byggðarinnar. I niðurstöðum dóms Hæstarétt- ar segir, að hreppsnefnd Fella- hrepps hafi farið fram á eignar- námsúrskurð, án þess að tilkynna eiganda landsins það eftir að hann hafði í hréfi dagsettu 14. febrúar 1972, tilkynnt að hann væri ekki að svo stöddu reiðubúinn að selja hreppnum landið allt eða hluta þess. Þá kemur einnig fram í dómsniðurstöðunum, að Skipu- lagsstjórn ríkisins, sem fjallaði um erindi hreppsnefndarinnar að tilhlutan ráðuneytisins, veitti eig- anda landsins ekki kost á því að gera grein fyrir sjónarmiðum sín- um um eignarnámsbeiðnina, eins og skylt er lögum samkvæmt, áður en skipulagsstjórnin lýsti sig með- mælta eignarnáminu í svari til félagsmálaráðuneytisins. Þar sem málið varðaði eigandann miklu fjárhagslega, hafi það verið skylda ráðuneytisins að leita fyrst til hans og segir í dómi Hæstaréttar að alls ekki sé útilokað að niður- staða máisins hefði þá orðið önn- ur. Á þessum málsgalla fyrst og fremst, byggir Hæstiréttur niður- stöðu sína. Dóminn kváðu upp dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Magnús Þ. Torfa- son, Þór Vilhjálmsson og Þor- steinn Thorarensen. Tónleikar til ágóða fyrir byggingu Hallgrímskirkju — Tónlistarmenn leggja fram skerf til byggingarinnar meÖ tónleikahaldi einu sinni í mánuði í rúmt ár TÓNLEIKAU til ágóða fyrir byggingu Ilallgrímskirkju vcrða haldnir í kirkjunni 22. nóvember nk. Gert er ráð fyrir að áframhald verði á tónlrikum sem þessum í kirkjunni og verði þeir haldnir aftur í des- ember og síðan einu sinni í mánuði allt næsta ár. Verða allir þcssir tónleikar einnig til ágóða fyrir hygginguna. Organleikari Hallgríms- kirkju, Antonio Corveiras hefur haft forgöngu um þetta mál. Hann mun sjálfur flytja orgel- verk á tónleikunum en ásamt honum koma þar fram Gunnar Kvaran sellóleikari, Ágústa Ág- ústsdóttir söngkona og Manuela Wiesler flautuleikari. Með Manuelu leikur strengjatríó. Á efnisskrá tónleikanna að þessu sinni verða verk eftir Couperin, Bach, Caccini, Hánd- el, Mozart og Langlais. Gert hefur verið ráð fyrir því að Hallgrímskirkja verði full- búin einnig notuð sem tónleika- salur. Sagði Karl Sigurbjörns- son prestur við Hallgrímskirkju í samtali við Mbl. að tónleikar þessir væru eins konar framlag tónlistarmanna til byggingar- innar. Sagði hann að stefnt væri að því að gera kirkjuna fokhelda á næsta ári og myndi það verk kosta um 70 milljónir króna samkvæmt áætlunum. Hann sagði hins vegar að óvissa væri um hver yrði kostnaðurinn við það seni eftir yrði. Byggingunni væri úthlutað smá upphæð á fjárlögum og eins hefði Kirkju- byggingasjóður Reykjavíkur veitt fé. Að öðru leyti væri verkið háð gjöfum og áheitum. Um það hvenær mætti gera ráð fyrir því að kirkjan yrði fullbúin sagði Karl að draumur- inn væri að halda mikla Bach- hátíð í kirkjunni fullbúinni árið 1985 en þá verða 300 ár liðin frá því Bach fæddist. „Það var einu sinni draumurinn að ljúka verkinu árið 1974. En það er góður hugur í mönnum að það takist nú að ljúka b.vggingunni fyrir 1985,“ sagði Karl að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.