Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Umboðsmaöur
Ensk/norskur umboösmaður
fyrir prjónavörur óskar eflir að
komast í samband viö verk-
smiöjur/umboðsmenn sem
framleiöa eöa verzla meö
prjónavörur úr hreinni íslenzkri
ull. Önnur framleiösla kemur
einnig fil greina Vinsamlegast
skrifiö á ensku eöa norsku til:
Olav Otterlei,
1. Marsh Court,
Pincott Road,
London, SW 19 U.K.
Staða fulltrúa
á Tæknideild Kópavogskaup-
staöar er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt 14. launaflokki
BSRB. Umsóknum skal skila til
undirritaðs fyrir 18. nóv. nk.
Bæjarverkfrasöingur
Kona óskast
til aö hugsa um aldraöa konu.
Húsnæöi, fæöi og góö laun í
boöi. Uppl í síma 25428 eöa
19012 eftir kl. 5.
Keflavík
Til sölu góöar 3ja herb. íbúöir
viö Hátún og Hólabraut. 100
ferm. íbúö viö Hringbraut. Sér
inngangur. Laus fljótlega.
Fasteignasala Vilhjálms Þór-
hallssonar. Vatnsnesvegi 20,
sími 1263 og 2890.
Keflavík
Til sölu gott parhús, ein og hálf
hæö. 5 svefnherbergi og bílskúr.
Garður
Einbýlishús, ekki fullgert en
íbúöarhæft.
Eigna- og veröbréfasalan,
Hringbraut 90. Keflavík.
Sími 92-3222.
Er stíflað?
Fjarlægi sttflur úr vöskum.
WC-rörum og baðkerum. Góö
tæki, vanir menn.
Valur Helgason, s. 77028.
Teppasalan sf.
er á Hverfisgötu 49. Sími 19692.
Sófasett og
borðstofusett
Til sölu mjög vel meö fariö
sófasett, plussáklæöi og borö
og pinnastólar frá Vörumarkaöin-
um. Uppl. í síma 52557 eftir kl. 6.
Til sölu
Þrjár innihuröir (Mahogni, ásamt
körmum, tilh. járnum og skrám.)
Tvöföld vængjahurö úr stofu.
ásamt körmum og fl. Stálvaskur
(tvöfaldur). eldhúsborö Uppl. í
síma 15503, Melabraut 55, Sel-
tjarnarnesi.
□ St:. St:. 598011137 VII.
I.O.O.F. 5 =i62in38vi,=9.o.
I.O.O.F. 11 =16211138V2 = Sp.
□ Helgafell 598011137 = VI.
Freeportklúbburinn
Fundur í Bústaöakirkju í kvöld
kl. 20.30. Gestur fundarins
Tómas Helgason prófessor.
Stjórnin.
Samhálp
Samkoma veröur í Hlaögeröis-
koti í kvöld kl. 20.30. Bílferö frá
Hverfisgötu 44, kl. 20.00. Allir
velkomnir.
Samhjálp.
AD KFUM
Fundur í kvöld kl. 20.30 aö
Amtmannsstíg 2b. Skírnin aö
skilningi Lúthers, sr. Arngrímur
Jónsson. Allir karlmenn vel-
komnir.
Skíðafélag Reykjavíkur
Aöalfundur Skíöafélags Reykja-
víkur veröur haldinn miövikud.
20. nóv. kl. 20.00 í Skíöaskálan-
um í Hveradölum. Fundarefni:
Venjuleg aöalfundarstörf. Eftir
fundinn veröa kaffiveitingar. Fé-
lagar fjölmenniö.
Stjórn Sktöafélags Reykjavíkur.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Halldór S. Gröndal.
Filadelfía
Almenn samkoam í kvöld kl.
8.30. Ungt fólk talar og syngur.
Frá Guöspeki-
fólaginu
Áskriftarafmi
Qanglara ar
39573.
í kvöld kl. 21.00 verður Páll
Skúlason meö erindi: „Viöhorf til
ódauöleika sálarinnar'' (Dögun).
Hugleiöing kl. 18.10. Öllum opiö
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæöi í boöi
Til leigu
Hef til leigu iönaöarhúsnæði á jarðhæö meö
góðri aðkeyrslu og stórum dyrum í Hafnar-
firði. Stærð ca. 450 ferm. sem mætti skipta í
minni einingar. Lofthæð 4 metrar. Hentar
mjög vel fyrir hvers konar iðnaö og heild-
verslun.
Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 18. n.k.
merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 3293“.
Bátur til sölu
87 tonna (nýmæling) eikarbátur til sölu. í
bátnum er nýleg aðalvél og Ijósavél og er
báturinn í mjög góðu ásigkomulagi. Allar
upplýsingar gefur
Hafsteinn Hafsteinsson hrl.,
Suöurlandsbraut 6, sími 81335.
Fiskiskip
Höfum verið beðnir að útvega til kaups
nýlegan 105 rúmlesta stálbát fyrir mjög
fjársterkan kaupanda.
Utborgun við afhendingu gæti orðið kr. 70
milljónir.
SKIRASALA- SKIRALEIG A,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SIMI 29500
Fréttabréf frá Flateyri:
Mjög þrengir að kjör-
um verzlunarinnar
Flatoyri nóv, 1980.
Útgerð og fiskverkun
ÞESSAR uniíu stúlkur drifu í því á síðastliðnu sumri að hald
hlutaveltu til styrktar íþróttaíélaKÍnu Gretti. Flateyri. Nam áKÓðin
af hlutaveltunni 39.400 krónum. Stúlkurnar heita InKÍborK Björní
dóttir og Margrét Hrafnsdóttir.
Fátt aðkomufólk starfar í fisk-
verkun hér um þessar mundir,
þrátt fyrir ágætan afla hjá togar-
anum. Breyting á verkunaraðferð-
um hefur orðið til þess að heima-
fólk ræður við vinnslu aflans.
Hefur skreiðarverkun aukist veru-
lega.
I vetur verða tveir línubátar
gerðir út héðan. Er annar þeirra á
vegum Kaupfélags Önfirðinga, og
verkar það afla þess báts. Reynt
var að bæta þriðja línubátnum við
útgerðina á staðnum, en þar sem
ekki tókst að manna bátinn, hvarf
hann til rækjuveiða. Togarinn
Gyllir hefur aflað 4.300 tonna á
árinu.
Verzlun
Mjög þrengir nú að kjörum
verslunar á Flateyri, eins og
víðast hvar í dreifbýli. Matvöru-
verslun H. Tausen hf. hefur hætt
störfum og verslun Kaupfélags
Önfirðinga hefur verið rekin með
verulegum halla síðustu árin. Hjá
Kaupfélaginu var slátrað 5.200
fjár á þessu hausti og er það 1.000
færra en á siðasta ári.
Samgöngumál
Verulegur áfangi í bættum sam-
göngum náðist, þegar vegurinn
yfir Vöðin var tekinn í notkun um
miðjan spetember. Við það styttist
vegurinn vestur yfir um 9 kíló-
metra.
Vegalengdin milli Flateyrar og
Þingeyrar er nú komin niður í 51
km og kemur til með að styttast
um helming þegar brúin yfir
Dýrafjörð verður byggð. Eru
Dýrfirðingar og Önfirðingar mjög
áhugasamir um að það verði sem
fyrst.
Félagsmál
Félagslíf er með mesta móti á
þessu hausti. Héraðssamband
Vestur-Isfirðinga hefur staðið
fyrir félagsmálanámskeiði og
sóttu það 30 Önfirðingar. Lauk því
með kvöldsamkomu þar sem flutt-
ar voru 30 ræður. Leikfélag Flat-
eyrar æfir nú Saumastofu Kjart-
ans Ragnarssonar, sem Ragnheið-
ur Steingrímsdóttir leikstýrir.
Frumsýning er ráðgerð um miðjan
nóvember. Nýstofnaður tónlist-
arskóli tekur til starfa 1. nóvem-
ber. Skólastjóri hans er ráðinn
Ragnar Jónsson. Nærri 60 nem-
endur munu stunda nám í skólan-
um í vetur. Styrktarsjóður Arn-
gríms Jónssonar, fyrrverandi
skólastjóra að Núpi, hefur styrkt
skólann myndarlega til hljóðfæra-
kaupa.
Lionsklúbbur Önundarfjarðar
hefur hafið vetrarstarf með fund-
um og fjáröflun. Hefur hann
meðal annars styrkt stofnun tón-
listarskólans með einnar milljón-
ar króna framlagi og Öldrunar-
stofnun Önundarfjarðar með
tveim milljónum.
Golfklúbbur Önundarfjarðar
var stofnaður á síðasta sumri.
Hefur hann þegar komið sér upp
góðum 9 holu velli á Tannarnesi.
Það háir mjög félagsstarfi, hve
samkomuhúsið er lítið og lélegt,
enda er það nærri 50 ára gamalt.
Opinber gjöld ásamt öðrum kostn-
aði boða halla á dansleik nái tala
gesta ekki að vera 200, en húsið
rúmar naumast fleiri en 100.
Nýjasta skattheimtan er 60 þús-
und króna skattur, sem ætlað er
að greiða viðbótarlöggæslu sam-
kvæmt ákvæðum reglugerðar.
Engin löggæsla er á Flateyri.
Frá sveitarstjóra
Búningsaðstaða íþróttahúss
ásamt sundlaug hefur verið aðal-
verkefni sveitarfélagsins í tvö ár.
Er nú unnið að múrhúðun hússins
og vonast er til, að sundlaugin
verði tilbúin til notkunar á næsta
vori.
Næsti áfangi í byggingu leigu-
ibúða er nú tilbúinn til útboðs.
Eru það sex íbúðir.
Öldrunarstofnun Önundarfjarð-
ar hóf störf á miðju siðasta ári og
hýsir nú 4 vistmenn. Hafa stofn-
uninni borist góðar gjafir og má
þar til nefna dánargjafir þeirra
Jóns Sveinssonar, Hvilft, og Kol-
beins Guðmundssonar og gjöf
Hjörleifs Guðmundssonar, Sól-
völlum, í minningu um látna
eiginkonu hans, Sigrúnu Jónsdótt-
ur. Fullmenntaður læknir tekur
við starfi héraðslæknis Flateyr-
arlæknishéraðs frá 1. nóvember og
er hann ráðinn í þrjá mánuði.
Nokkurt áhyggjuefni er það
mönnum á Flateyri hversu hægt
miðar fólksfjölgun á staðnum,
þrátt fyrir næga atvinnu og oft
mikinn skort á vinnuafli. Hefur
íbúafjöldinn verið nánást óbreytt-
ur síðustu 15 árin, en hann var 1.
desember 1979 448 íbúar. Á 30
árum, 1950—1980, hefur íbúum
aðeins fjölgað um 1 prósent á ári
að jafnaði. Hreppsnefndin hyggst
nú beita sér fyrir ráðstefnu og
hefja með henni rannsóknir á
málinu.
Gunnhildur
Flateyri