Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 StgMdar adgur nMð lltmynduni Q Fagri Blakkur ný bók í hókaflokknum Sígildar sögur með litmyndum KOMIN er út bókin Fanri Blakkur í bókaflokknum síxildar söjjur með litmyndum frá Erni og Örlygi. Höf- undur bókarinnar er Anna Sewell og er hún í þýðingu Steinúnnar Bjar- man. Sagan um Fagra Blakk kom fyrst út árið 1887, þegar hestar voru látnir draga alla vagna. Sagan var samin sem varnarskjal fyrir dýrin í þeirri von, að hún gæti stuðlað að bættri meðferð þeirra. Fjallar hún um raunir Fagra Blakks og ánægjuleg atvik sem fyrir hann komu. Fagri Blakkur er filmusettur hjá I’rentstofu Guðmundar Benedikts- sonar en prentuð og bundin í Eng- landi. INlartin (ímv M<i\(iullo MknVOi saga Martins Gray komin út á ný 0T er komin í annarri útgáfu bókin Ég lifi, saga Martins Gray, skráð af franska sagnfræðingnum og rithöfundinum og sagnfræðingnum Max Gallo. Iðunn gefur bókina út. Hún var prentuð í íslenskri þýðingu árið 1973, en hefur verið ófáanleg í allmörg ár. Þýðinguna gerðu Kristín Thorlacius og Rögnvaldur Finnboga- son. Martin Gray var pólskur gyðingur og bjó í Varsjá við upphaf seinni heimsstyrjaldar, þá fjórtán ára gam- all. Nasistar ráðast inn í Pólland og skipulegar ofsóknir á hendur gyðing- um magnast, útrýmingarherferð er hafin og tugþúsundum saman eru gyðingarnir fluttir til Trehlinka. Martin Gray kemst undan þegar frá Treblinka þar sem móðir hans og systir láta lífið í gasklefunum. Faðir Martins hafði orðið eftir í gyðinga- hverfinu í Varsjá, en lætur lífið þegar því er tortímt eftir uppreisnina 1943. — Martin gengur í rauða herinn og berst með honum við töku Berlínar. Eftir stríðið heldur hann til New York þar sem hann hyggst byrja nýtt líf, hann kvænist og eignast börn. En svo fer að á einum október- degi 1970 er líf hans lagt í rúst að nýju með skelfilegum hætti. Ég lifi skiptist í fimm meginhluta: Að lifa af; Hefndin; Nýr heimur; Hamingjan; Örlögin. í henni eru allmargar myndir. Bókin er rúmar 400 blaðsíður, offsetprentuð í Prisma. Hvernig verður ísland árið 2000? Menntun og menning: Hnignun b(')karinnar? Stjórnunarfélagið efndi til ráðstefnu á Þingvöllum dagana 9,—10. október sl. um efnið: „ísland árið 2000“. Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskipa- félags Islands og formaður Stjórnunarfélagsins, setti ráð- stefnuna að kvöldi 9. október, en síðan fluttu þeir dr. Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Há- skólans, og Arni Bergmann, rit- stjóri Þjóðviljans, erindi, Hall- dór um menntun, Árni um menningu. Erindi Árna varð tilefni til fjörugra umræðna. I því sagði hann, að á næstu áratugum drægi sennilega úr bókalestri, lágmenning efldist og til sög- unnar kæmi ^sundurvirkt menn- ingarleysi". Árni lauk erindinu á grein fyrir auðlindum sjávar, Jóhann Már Maríusson, yfir- verkfræðingur Landsvirkjunar, fyrir orkulindum landsmanna og þeir dr. Björn Sigurbjörnsson og Ingvi Þorsteinsson fyrir þeirri auðlind, sem felst í landinu sjálfu og nýtt er af landinu. Af erindum þeirra Más, dr. Björns og Ingva mátti ráða, að fiskimiðin og landið væru að minnsta kosti fullnýttar og jafn- vel ofnýttar auðlindir. En Jó- hann Már benti á, að í orkumál- um væru miklir möguleikar. Hann sagði, að líklega mætti virkja um 50 þús. milljónir kílówattstunda vatnsafls, þann- ig að hagkvæmt væri. Við þetta væri að bæta jarðhitanum, en af honum mætti líklega virkja um 80 þús. milljónir kílówattstund- ir. Þessir möguleikar væru mundur Einarsson benti á, að í þessari staðreynd væri að finna skýringuna á því, að íslendingar hafi einir norðurálfuþjóða slopp- ið við atvinnuleysi: þeir flyttu það út. Sigfús sagði ennfremur að árið 2000 yrðu íslendingar 260—280 þús. að öllum líkindum. Fleiri yrðu vinnufærir en áður, þannig að afkoma manna gæti orðið betri. Líklega fjölgaði síður starfsmönnum í sjávarútvegi og landbúnaði en iðnaði, verzlun og þjónustu, og því væri síður ástæða til að búast við fólks- fjölgun á Vestfjörðum og Norð- urlandi vestra en á Suðvestur- landi, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Tryggvi Pálsson hagfræðingur sagði, að samkvæmt nýsmíðuðu haglíkani Sigurðar B. Stefáns- sonar yrði að tvöfalda virkjunar- hefðbundinn nýtingarrétt út- gerðarfyrirtækjanna á fiskimið- unum sem fullgildan eignarrétt, þannig að þau eða veiðifélög þeirra ættu í rauninni fiskimið- in, eins og bændur eða veiðifélög bænda ættu laxveiðiárnar. Aðal- atriðið væri það, að þessari auðlind væri nú sóað, af því að enginn ætti hana, en séreignar rétturinn tryggði skynsamíega nýtingu hennar. Hætturnar fyrir þjóðina og einstaklingana Haraldur Ólafsson lektor hafði framsögu um efnið: „Þjóðfélagið og staða einstakl- ingsins." Hann taldi ekki ástæðu til að ætla, að miklar breytingar yrðu á næstu áratugum á verkaskiptingu ríkisins og ein- Sigfús Jónsson: Á árunum 1969-1978 fluttust 5681 fleiri menn frá landinu en til þess. Jóhann Már Maríusson: Virkj- anlegt vatnsafl er um 50 þús. milljónir kílówattstunda og virkjanlegur jarðhiti um 80 þús. milljónir kílówattstunda. Tryggvi Pálsson: Samkva*mt nýsmíðuðu haglíkani verður að tvöfalda virkjunarhraðann, ef hagvöxtur á að vera 3% næstu árin. Dr. Ágúst Valfells: íslendingar lifðu af landinu til 1900, hafa lifað af fiskimiðunum til þessa, en verða í framtíðinni að lifa af orkunni, sem til er í landinu. Frá ráðstefnu Stjórnunarfélagsins 9.-10. október sögu af dönskum prinsi, sem varð síðar einvaldskóngur, en honum varð að orði, þegar kreppti að danska ríkinu og lækka átti styrki til listamanna. „Við erum fátækir og vesælir. Ef við viljum gera okkur heimska líka, þá er eins gott að gefa það upp á bátinn að vera sjálfstætt ríki.“ Hannes H. Gissurarson sagði, að Árni hefði vitnað til eins dansks einvaldskonungs, en hann hefði einnig getað vitnað til annars, sem hefði sagt, eins og frægt hefði orðið: „Vi alene vide.“ Þessi orð gætu verið ein- kunnarorð þess hóps mennta- manna eða sölumanna notaðra hugmynda á íslandi, sem teldi sig þess umkominn að velja fyrir almenning. Menning væri um- fram allt fólgin í fjölbreytni, og frelsið til að velja tryggði þessa fjölbreytni og væri skilyrði fyrir menningarlegri þróun. Vilhjálmur Lúðvíksson efna- verkfræðingur deildi á Árna fyrir að leggja ekki nægilega víðtækan skilning í menningu, hún fælist ekki í bókalestri einum. Auðlindir: Miklir möguleikar Að morgni 10. október var ráðstefnunni haldið áfram. Már Elíasson, fiskimálastjóri gerði ómetanlegir í heimi, þar sem skortur væri orku. Atvinnulíf: Iðnvæð- ing eini kosturinn Ágúst Einarsson hagfræðing- ur hafði framsögu um sjávarút- veg árið 2000, Þórður Friðjóns- son hagfræðingur um iðnað, Guðmundur Sigþórsson um landbúnað, Árni Árnason hag- fræðingur um viðskipti og verzl- un, dr. Jón Þór Þórhallsson tölvufræðingur um þjónustu og Guðmundur Einarsson forstjóri um samgöngur. Árni Árnason kastaði fram hugmynd um tæknivæddan markaðsbúskap framtíðarinnar, þar sem margt væri með öðrum hætti en nú er, og dr. Jón Þór rakti nokkrar mögulegar afleiðingar örtölvu- byltingarinnar. Síðdegis var umræðunum haldið áfram. Sigfús Jónsson landfræðingur ræddi um fólks- fjölda, búsetu og atvinnuskipt- ingu árið 2000. Það vakti mikla athygli, sem Sigfús benti á, að á árunum 1969—1978 fluttust 5681 fleiri menn frá landinu en til þess. Þetta má jafnvel kalla „landflótta". Nokkrar umræður urðu um orsakir hans. Sigfús sagði, að lág dagvinnulaun, skortur á lánum til húsasmíði, slæm rekstrarskilyrði atvinnu- veganna og óstjórn hlyti að valda einhverju um þetta. Guð- hraðann næstu árin, ef hagvöxt- ur ætti að vera 3%. Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur sagði, að skynsam- legra væri að takmarka aðgang- inn að fiskimiðunum með sölu veiðileyfa eða „auðlindaskatti" en með því að úthluta veiðileyf- um. Hannes H. Gissurarson sagði, að ein ástæðan til ofnýtingar þeirra auðlinda, sem fælust í fiskimiðunum og landinu sjálfu, væri misvægið í kjördæmaskip- aninni. Brýnt væri því að bæta þessa skipan. Hann sagðist furða sig á því, að engum kæmi til hugar aðrar lausnir á vanda sjávarútvegsins en þá, að ríkið eða stjórnmálamennirnir slægju eign sinni á fiskimiðin og skömmtuðu aðganginn að þeim. Stjórnmálamennirnir gætu aldrei skammtað aðganginn skynsamlega, því að þeir miðuðu ekki við arðsemi, heldur at- kvæði. Á hugmyndinni um „auð- lindaskatt" væri sá galli, að skatturinn ætti að renna í ríkis- sjóð, en þann sjóð notuðu stjórn- málamennirnir síðan til atkvæðakaupa. Skynsamlegra væri að stofna almenningshluta- félag, sem allir landsmenn væru hluthafar í. Þetta félag ætti fiskimiðin og seldi aðganginn að þeim. Þá fengi almenningur arð- inn af fiskimiðunum, en ekki stjórnmálamennirnir í kjósenda- mútur. Önnur lausn væri líka til. Hún væri sú að viðurkenna staklinganna. Menn væru flestir sammála um „velferðarríkið". Hannes H. Gissurarson sagði, að hann teldi þetta ólíklegt. Vöxtur ríkisins hlyti á næstu árum að valda miklum átökum á milli þeirra, sem hefðu óhag af þess- um vexti, og hinna, sem hefðu hag af honum, þ.e. starfs- mönnum og styrkþegum rikisins. Þessi vöxtur væri hættulegur velmegun og frelsi landsmanna. Dr. Ágúst Valfells kjarnorku- fræðingur flutti erindi um sam- skipti Islendinga og annarra þjóða næstu áratugina. Hann sagði, að framtíð íslendinga gæti orðið björt, ef ekki yrði heims- styrjöld, en um það fengju þeir engu ráðið, og ef þeir hefðu einhvern viðbúnað við orku- kreppunni og öðrum hættum. íslendingar hefðu Iifað af land- inu fram til 1900, af fiskimiðun- um frá 1900 til 1970 og yrðu í framtíðinni að lifa af þriðju auðlindinni, orkunni. Nokkrar umræður urðu um það, hvort stefna ætti að hag- vexti, eins og flestum þeirra sem tóku til máls þótti sjálfsagt. Bent var á, að hagvöxturinn tryggði ekki hamingjuna. Þessu svaraði Jóhann Már Maríusson svo, að reynzt hefði erfiðara að finna hamingjuna, en hagvöxt- inn og vitnaði til kvæðis Steins Steinarrs: „Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað" — o.sv.frv. Lauk ráðstefnunni með þessum vísuorðum skáldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.