Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 34

Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Tunguheiöi 14, — hluta —, þinglýstri eign Árna Höskuldssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, áÁsbraut 5 — hluta —, þinglýstri eign Gauts Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980, á Auöbrekku 41 — hluta —, þinglýstri eign Antons Kristinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 10.00 Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Hamraborg 16 — hluta —, þinglýstri eign Sigrúnar Siguröardóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Birkigrund 54, þing- lýstri eign Haröar Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Hraunbraut 30, þing- lýstri eign Árna Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauöungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979, á Fífuhvammsvegi 37 — hluta, þinglýstri eign Eggerts S. Waage, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979, á Furugrund 8, þing- lýstri eign Sveins Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. nóvember 1980 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 79. og 82. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979, á Kóþavogsbraut 81, — hluta —, þinglýstri eign Gunnars M. Björnsson- ar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20 nóvember 1980 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi * - — . „Islenskir athafnamenn“ — ný bók eftir Þorstein Matthíasson „ÍSLENSKIR athafnamenn“ nefnist ný b<*k eftir Þorstein Matthíasson. „Þrátt fyrir þrotlausar deilur um rekstrarform, má fullyrða, að án dugnaðar forystumanna er vá fyrir dyrurn," segir m.a. á kápu- síðu. „Alkunna er að misjafn hefur þar reynst „sauður í mörgu fé“ og mörg hafa fyrirtækin logn- ast útaf, fyrir dáðleysi forsvars- manna. Hinu má þó ekki gleyma að illfært torleiði hefur orðið mörgum ágætum manni að falli og hér í okkar litla samfélagi hafa aðstæður til mikilla umsvifa löng- um verið erfiðar. Hér í þessari bók er rakin athafnasaga nokkurra manna, sem valið hafa sér það hlutskipti að standa í eldinum. Ekki eru þeir fyrst og fremst allir stærstir eða mestir hver í sinni grein, en öllum er það sameiginlegt að hafa byrj- að „með tvær hendur tómar" og hafa brotist áfram af dugnaði, bjartsýni og ódrepandi fram- kvæmdavilja. Einsog fleiri slíkir hafa þeir iagt allt í hættu og þótt svo virðist gjarnan, sem þeir lifi þægilega, er vissulega ekki allt „gull sem glóir" og „mörg ljónin á veginum". Þeir, sem um er fjallað í bók- inni, eru: Páll Friðbertsson, Bragi Einarsson, Kristmundur Sölvason, Þorsteinn Matthiasson Helgi Eyjólfsson og Soffanías Cecilsson. Útgefandi er Ægisútgáfan. Skáldsaga frá Perú: „Rancas — Þorp á heljarþröm66 RANCAS — þorp á heljarþröm, nefnist skáldsaga eftir Perúmann- inn Manuel Scorza sem út er komin í íslenskri þýðingu. Ingi- björg Haraldsdóttir þýddi úr frummálinu, spænsku. Útgefandi er Iðunn. — Saga þessi kom fyrst út árið 1970 og hefur síðan verið þýdd á mörg tungumál. Höfundur- inn, Manuel Scorza, er fæddur árið 1928 í Lima, höfuðborg Perú. Tvítugum var honum vísað úr landi fyrir ólöglega stjórnmála- starfsemi. Hann var í útlegð í sjö ár og ferðaðist þá víða um Róm- önsku-Ameríku. Eftir heimkom- una hóf hann þátttöku í mótmæla- aðgerðum vegna fjöldamorða á smábændum í fylkinu Carro de Pasco. Þangað sótti hann efnið í þessa bók. Þegar Rancas — þorp á heljarþröm kom út á Spáni árið 1971 hratt hún af stað fjölmiðla- herferð sem varð til þess að Hector Chacón, uppreisnarforingi og söguhetja i bókinni var látinn laus úr fangelsi. Eins og af þessu má ráða er saga þessi byggð á raunverulegum atburðum, þótt öðrum þræði sé hún í ævintýra- og þjóðsagnastíl. Um hinn raunsanna efnivið verks- ins segir höfundur svo í formála, „tilkynningu", meðal annars: „Þessi bók hefur að geyma ör- væntingarfulla en sanna frásögn af einmanalegri baráttu — þeirri baráttu sem háð var í Mið- Andesfjöllum á árunum 1950— 1962, af íbúum nokkurra þorpa sem hvergi sjást nema á landa- bréfum hersveitanna sem eyddu þeim. Söguhetjurnar, glæpirnir, svikin og hetjudáðirnar bera hér því sem næst sín raunverulegu nöfn.“ Rancas — þorp á heljarþröm er 216 bls. Prentrún prentaði. Alltaf eitthvað nýtt“ — ný myndskreytt matreiðslubók ÚT ER komin hjá Setbergi ný matreiðslubók sem heitir „Alltaf eitthvað nýtt“. Þetta er bók í sama bókaflokki og „Áttu von á gest- fHttguiÞ* hlfetiih I Kaupmannaliöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI um?“ og „Nú bökum við“. í henni eru rúmlega 300 litmyndir, stórar og smáar. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Fjölmargir gómsætir réttir eru í bókinni. Þessir skulu nefndir: Kjúklingar frá Normandí, Ostabakstur, Eggjasnjór, Uxahalapottur, Osso Buco, Kálfasniddur með skinku og osti, Ofnbakaður saltfiskur, Frönsk lauksúpa, Heimatilbúin medisterpylsa, Amerískt planka- buff, Pizza frá Napoli, Appelsínu- önd, Sukyaki, Krydduð rúllupylsa, Fiskpakkar, Hindberjaslöngu- kaka, Kálfakjöt í túnfisksósu, Hani í víni og margs konar súpur og eftirréttir. Vinstra megin á hverri opnu í bókinni er stór mynd af réttinum tilbúnum, en á hægri blaðsíðu eru uppskriftir ásamt ÚT ER komin hjá Setbergi bókin „í fjórum línum“. Þetta er fyrsta bindið í vísna og ljóðasafni, sem Auðunn Bragi Sveinsson skólastjóri safnar og velur. litmyndum, sem sýna handtökin og gerð réttanna." Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari þýddi, breytti, staðfærði og prófaði réttina. I FJÓRUM LÍNUM „í fjórum línum66 — Fyrsta bindi í vísna- og ljóðasafni MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERO AOAL5TRETI • SlMAR: 17152-17355 Heiti bókarinnar gefur til kynna innihald hennar. Hér eru Ijóð sem eiga það sameiginlegt að vera fjórar ljóðlínur. Stakan, bæði venjulega og dýrt kveðin, er að vonum fyrirferðamest í þessu safni. Hér er flestum mannlegum tilfinningum ein- hver skil gerð og oftast gerð grein fyrir aðdraganda að tilurð vísnanna, en höfundar eru um 150 hvarvetna að af landinu og erindin losa átta hundruð. Vísna-og ljóóasafn Auðunn Bragi Sveinsson safnaói og valdi 800 lausavlsur eftir 150 höfunda ETBERG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.