Morgunblaðið - 13.11.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.11.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 37 Stefán Brynjólfsson sjómaður - Minning Fæddur 8. apríl 1893 Dáinn 5. nóvember 1980 Vertu. <iuA íaóir. faAir minn. í frelsarans Jesú nafni. hond þin leiAi mÍK út <>k inn. svo allri synd ók hafni. llallKrímur Pétursson. Ps. 15. Við minnumst þessarar bænar, þegar hann afi okkar er allur. Hann hét fullu nafni Stefán Guð- mundur Brynjólfsson, fæddur 8. apríl 1893 á Mosvöllum við Önund- arfjörð. Foreldrar hans voru hjón- in Kristín Ólafsdóttir og Brynjólf- ur Davíðsson og áttu þau átta börn. Afi var þeirra síðastur til að kveðja þennan heim. Árið 1922 kvæntist afi eftirlifandi konu sinni, Guðfinnu G. Arnfinnsdóttur frá Lambadal í Dýrafirði, og áttu þau fimm börn. Þau hófu búskap á Flateyri við Önundarfjörð. Árið 1967 fluttust þau til Reykjavíkur -og áttu heima á Framnesvegi 44. Margar góðar minningar eigum við um hann afa okkar, m.a. ofanritaða bæn, sem hann fór svo oft með fyrir okkur systkinin. Við systkinin ólumst upp frá fæðingu í sama húsi og afi bjó í, svo við þekkjum hvað hann var mikill athafnamaður. Hann byrjaði ung- ur sjómennsku og var það hans ævistarf. Fyrir nokkrum árum varð afi að hætta vinnu vegna aldurs og féll honum það þungt. Þessi fáu orð eru rituð sem kveðjuorð frá okkur systkinunum með þakklæti fyrir það, sem afi var okkur. Guð blessi hann. Ilelga. Margrét, Stefán, og fjölskyldur þeirra. í dag fer fram frá Neskirkju útför Stefáns Brynjólfssonar, sjó- manns frá Flateyri. Hann var fæddur að Mosvöllum í Önundarfirði 8. apríi 1893. For- eldrar hans voru þau hjónin Krist- ín Ölafsdóttir og Brynjólfur Dav- íðsson er þar bjuggu og ólst hann þar upp ásamt 7 systkinum, og kveður hann nú síðastur þeirra. Árið 1922 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðfinnu Arnfinnsdóttur frá Lambadal í Dýrafirði, og settust þau að á Flateyri við Önundarfjörð og bjuggu þar þangað til þau voru komin á efri ár, en fluttust til Reykjavíkur árið 1967 og var heimili þeirra að Framnesvegi 44. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Brynhildur, gift Magnúsi Bjarnasyni bónda, Kjartan, húsasmíðam., kvæntur Önnu Sigmundsdóttur, Ingibjörg, gift undirrituðum, Hallur, versl- unarmaður, kvæntur Fjólu Har- aldsdóttur og Lóa, gift Guðmundi Þórðarsyni lækni. Stefán heitinn átti við veikindi að stríða síðustu mánuðina, sem hann lifði, en allt til þess varð honum nánast aldrei misdægurt, þó hár væri orðinn aldurinn og alltaf erfiðað mikið um ævina. Það er ekki ný saga sögð af ungum manni, sem heillast af hafinu og á það að trúnaðarvini ævilangt. Hann var að upplagi efnilegur til að taka til hendi við búskap í fæðingarsveit sinni og festa þar rætur, en það voru fleiri hæfileikar, sem lágu létt fyrir honum, því það vissu allir, sem til ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast i sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasfð- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Stefáns heitins þekktu, að hann var snillingur við hvað sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem vinna þurfti úr tré eða járni, og var hann því oft fenginn til hjálpar við hvers konar smíðar eða annað, sem handlagni og verkhyggni þurfti við. í þá daga, sem Stefán heitinn var að alast upp, var ekki á allra færi, að fá að nema einhverja iðn, þó hæfileikar væru fyrir hendi, og réði fátækt þar mestu um. Það var ekki eftir neinu að bíða og Stefán heitinn ýtti úr vör og stundaði alla sína ævi sjó- mennsku, hvort sem það var í firðinum, sem sást út um litla gluggann á heimili hans eða á bak við fjöllin blá. Hann var um langt skeið háseti á togurum og var í siglingum þegar fyrri heimsstyrj- öldin geisaði og sagði hann mér, að oft hafi litlu munað að illa færi, þegar herskip á sömu slóðum skutu milli mastranna á íslensku fiskiskipunum þegar siglt var með aflann til erlendra hafna. Það er ekki stórt um sig húsið, sem þau hjónin byggðu á Flateyri, en fallegt á að líta og hlýlegt inn í það að koma og það reistu þau að mestu með eigin höndum, og viljinn og þrekið var ótrúlegt hjá þeim báðum við bygginguna og báru þau allan sand og möl, sem til þurfti, í fötum og pokum og var það allt gert í hjáverkum, þegar tími var til þess frá daglegu brauðstriti. Stefán heitinn var lágur vexti, fríður sýnum, þéttur á velli og þéttur í lund. Það gat heyrst hátt í honum eins og hvassviðri, þegar því var að skipta, en hann var að eðlisfari hlédrægur, traustur vin- ur vina sinna, undi glaður við sitt og nægjusemin var honum í blóð borin. Hann var alla tíð reglusam- ur og til fyrirmyndar þegar vin var haft um hönd á hvers konar gleðistundum. Hann var barngóð- ur og naut sín vel að vera í návist yngstu afkomenda sinna, sem er orðinn stór hópur. Það var ekki ósjaldan, að hann lumaði að þeim aurum, svo lítið bar á, þannig var hann gerður og þá gladdist hann mest sjálfur. Það er snemma morguns og sólin er byrjuð að senda geisla sína yfir eyrina. Sjómaður á miðjum aldri, þéttur á velli, geng- ur hægum en öruggum skrefum niður á bryggju og leysir festar Iítillar kænu, sem er þar bundin og tekur stefnu út Önundarfjörð til að fanga fyrir fjölskyldu sína og þjóðarbúið það verðmæti, sem hafið hefur honum að bjóða. Þegar hann áætlar, að siglingin sé nógu löng í þetta skipti að auðlindinni, rennir hann færinu í djúpið og dregur svo taktfast við sönginn, sem hann syngur og verður alltaf undir þessum kringumstæðum söngur sjómannsins. Þannig endurtekur þetta sig ár eftir ár og aldurinn færist yfir sjómanninn, sem seltan og sjávar- löðrið hefur markað á andlitið, og fyrr en varir er síðasti róðrardag- urinn á enda og tími til kominn að beygja af, þótt erfitt sé að sætta sig við það. Stefán heitinn lagði þó ekki árar í bát, í orðsins fyllstu merkingu. Það var áfram tekið til höndum við fiskvinnslu þegar sest var að í höfuðborginni, og ekki slegið slöku við, þótt aldurinn væri farinn að segja til sín og það var oft unnið frá morgni til kvölds í Bæjarútgerð Reykjavíkur, ogátti það fyrirtæki hauk í horni þar sem Stefán heitinn var til staðar, og fara varð kunnáttu- og vand- virknishöndum um þær fiskafurð- ir, sem þar voru meðhöndlaðar. Hann var kominn yfir áttrætt þegar hann hætti þar stíjrfum. Má hér skjóta því inn í, að Stefán heitinn var mjög þakklátur Matt- híasi Guðmundssyni, verkstjóra þar, fyrir hvað hann reyndist honum góður yfirmaður. Ég lík nú þessari minningu um tengdaföður minn, Stefán Brynj- ólfsson. Ég veit, að hann fyrirgef- ur mér það, sem ég hef hlaupið yfir í þessu ófullkomna registri mínu um ævi hans. Ég þakka honum af heilum huga fyrir þær ógleymanlegu ánægjustundir síð- ustu þrettán árin, þegar kynni okkar urðu nánari við spilaborðið á heimili mínu margan sunnudag- inn, og vegalengdin á milli okkar orðin ólíkt styttri en áður var. Og nú, þegar hann er lagður upp í þá för, sem býður okkar allra, þykist ég þess viss, að áfallalaust siglir hann nú fleyi sínu, sem forðum daga, ungur og þrekmikill, að þeirri sólarströnd, sem gott er að gista saddur lifdaga. Ég votta tengdamóður minni og öllum aöstandendum fyllstu sam- úð. Far þú I friAi friAur kuAs þÍK blessi hafAu þokk fyrir allt ok allt. Kristinn Magnússon Björgvin Sigvalda- son - Kveðjuorð Fæddur 13. nóv. 1962. Dáinn 23. okt. 1980. Björgvin hefði orðið 18 ára í dag. Okkur langar að minnast hans, án þess þó að vita hvað við eigum að segja. Okkur langar að þakka honum þótt við náum ekki til hans nema í huganum. Okkur langar að endurlifa ótal margar samverustundir þegar svo berlega kom í ljós sá eiginleiki Bjögga að hafa bætandi áhrif á allt og alla í kringum sig, með skaplyndi sínu og framkomu. Þegar maður er á æskuárum og skólafélagi manns og vinur hverf- ur skyndilega úr hópnum, þá skortir mann allan skilning á gangi tilverunnar, ótal hugsanir sækja að, en ofar öllu gnæfir sá napri veruleiki að ekkert verður eins og áður. Maður getur ekkert, nema þakkað í huganum fyrir allar samverustundirnar og fyrir þau kynni sem alltaf sýndu manni góðan dreng. Við kunnum ekki að skrifa minningarorð, en eru ekki ein fegurstu eftirmælin fólgin í safni dýrmætra endurminninga í hug- um samferðafólksins? Orð eru fátækleg, en okkur langar samt að votta foreldrum, systkinum og öðrum aðstandend- um einlægustu samúð okkar með bæn um að minningin um ljúfan son og bróður megi verma og lýsa upp hugi þeirra, og að söknuður- inn og sú innilega samúð er ríkir i hugum félaga Bjögga megi verða þeim til styrktar. Biðjum ykkur blessunar Guðs. Skólafélagar. MYNDAMÓT HF. PRCNTMYNDAGtRO AGAL8TRCTI • - SlMAR: 17152 - 1735S NÝJA OMICREIKNIVÉUN ER HELMINGI FYRHtFERÐARMINN] OG TÖLUVEDT ÓtÁRARl I Nú hefur ný reiknivél bæst í Omic fjöl- skylduna, - Omic 410 PD. Þessi nýja Omic vél er litil og lipur. Hún gengur fyrir rafhlöðum jafnt sem rafmagni. Omic 410 PD skilar útkomu bæði á strimli og með Ijósatölum. Hún vinnur að öllu leiti verk stærri véla bæði fljótt og vel. HVERFISGATA Við byggjum upp framtið fyrirtækis þíns. Þegar Omic reiknivélarnar komu fyrst á markaðinn voru þær sérhannaðar samkvæmt óskum viðskiptavina Skrif- stofuvéla h.f. Á örfáum vikum urðu Omic 312 PD, Omic 210 PD og Omic 210 P, sannkallaðar metsöluvélar. Komið og kynnist kostum Omic. Verðið og gæðin tala sínu máli. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. : x Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.