Morgunblaðið - 13.11.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
39
flytja búferlum vestur um haf
með einkason þeirra hjóna og
nafna. Valgerður fluttist til lækn-
ishjónanna á Akranesi, Ólafs Guð-
mundssonar frá Breiðabólsstað á
Skógarströnd og Margrétar Olsen
frá Þingeyrum. Ætlan ísleifs var
sú að þær mæðgur kæmu síðar
þegar honum hefði auðnast að afla
fararefnis fyrir þær. Ferð þeirra
fórst þó fyrir og var aldrei farin.
Vera má að landnemanum ísleifi
hafi gengið treglega að leggja til
hliðar það fé sem þurfti. Hitt reið
þó baggamun að umboðsmannin-
um í Kaldaðarnesi, föður Valgerð-
ar, þótti algjört glapræði að þær
mæðgur hlýddu kalli þótt kæmi.
Þar með voru þær mæðgur og
feðgar skilin að skiptum.
Arið 1889 hafði Sveinn Sveins-
son ráðist skólastjóri hins nýja
búnaðarskóla á Hvanneyri. Hann
hafði lokið kandidatsprófi frá
landbúnaðarháskóla í Noregi og
stundað auk þess nám við hlið-
stæðan háskóla í Danmörku. Eftir
heimkomu hafði hann ritað margt
og mikið um nýjungar í landbún-
aði, sigldi nokkrum sinnum til
þess að sjá eigin augum hvað væri
á döfinni hjá öðrum þjóðum og hér
rhætti að gagni verða. Sveinn var
austfirðingur, stóð á fertugu og
ókvæntur.
Nú vantaði húsfreyju á Hvann-
eyri. Skólanefnd falaðist eftir Val-
gerði. Hún taldi sig vanbúna að
takast á við slíkt vandaverk með
ungbarn á framfæri, en byggingu
staðarhúsa á Hvanneyri langt frá
lokið. Skólanefnd sá ráð við því,
bauðst til að finna Jóhönnu fóstur
á Fiskilæk. Valgerði var Fiski-
lækjarheimilið að góðu kunnugt
og féllst á þessa ráðabreytni. Svo
gott atlæti hlaut Jóhanna á Fiski-
læk að ekki hvarf hún til móður
sinnar þegar til átti að taka. Svo
elsk varð hún að heimasætunni,
Halldóru Þórðardóttur, að hún
flutti með henni þegar Halldóra
giftist og breytti um búsetu. Alla
ævi minntist Jóhanna þessarar
fóstru sinnar með blíðu og trega.
En Halldóru varð ekki langra
lífdaga auðið. Hún lést í blóma
lífsins þegar Jóhanna var aðeins
sjö ára. Brá nú til hins verra.
Gekk svo nokkur ár uns góðhjört-
uð nágrannakona gekkst í það að
telpan kæmist til móður sinnar
sem stofnað hafði heimili með
þriðja manni sínum niðri á Akra-
nesi.
Valgerður Einarsdóttir var nú .
orðin húsfreyja hins nýja bænda-
skóla á Hvanneyri og afhuga
vesturför. Ástir tókust með henni
og skólastjóra. Árið' 1890 fæddist
þeim sonur sem heitinn var Ólaf-
ur, síðar vélsetjari í Reykjavík.
Ólafur var þekktur íþróttamaður
og forystumaður um þær. Árið
1956, þá liðlega hálfsjötugur, gerð-
ist hann stoð og stytta Vilhjálms
Einarssonar íþróttakappa, nú
skólameistara á Egilsstöðum, á
kappleika í Melbourne, gjörvuleg-
ustu íþróttaför frá íslandi fyrr og
síðar og þeirri fámennustu. Ölafur
er nú látinn fyrir nokkrum árum
og lætur eftir sig konu og börn.
Hann hélt fullri reisn til æviloka,
svo að ætla hefði mátt að þar færi
maður á miðjum aldri en ekki á
níunda tug.
Valgerður Einarsdóttir og
Sveinn skólastjóri nutu ekki
langra samvista. Sveinn féll í
valinn 1892 frá byrjunarstarfi í
miðjum klíðum. Ekki var tilskil-
inn frestur frá skilnaði Valgerðar
og ísleifs liðinn svo þau Sveinn
gætu gengið í hjónaband. Varð því
ekki af því þótt fyrirhugað væri.
Ólafur Jónsson búfræðingur
hafði verið samkennari Sveins,
skólastjóra á Hvanneyri. Hann
tók nú við skólastjórn að Sveini
látnum og gegndi henni í tvö ár.
Ólafur brottskráði fyrstu búfræð-
inga frá Hvanneyri. Árið 1893
gengu þau Valgerður Einarsdóttir
og Ólafur Jónsson í hjónaband.
Árið 1896 fluttust þau hjón með
skylduliði til Akraness. Þar lagði
Ólaf^ur gjörva hönd á margt, vann
að vatnslögnum, mælingum og
hélt smábarnaskóla. Árið 1903
fluttust þau hjón með skylduliði
til Reykjavíkur. Nokkru síðar réð-
ist Ólafur sem lögregluþjónn í
Reykjavík og gegndi því starfi
hart nær þrjá áratugi.
Börn þeirra Valgerðar og Ólafs
urðu þessi: Stefán, vatnsveitu-
stjóri á Akureyri, Marta Ingi-
björg, Jón Árni, andaðist í frum-
bernsku.
Margir munu minnast Mörtu
sem ráðhollrar, liprar afgreiðslu-
stúlku í bókabúðum enda bókfróð
með afbrigðum. Hún ein er nú lífs
systkina Jóhönnu ísleifsdóttur.
Hún býr í skjóli Valgerðar bróður-
dóttur sinnar og manns hennar,
Gunnars Ásgeirssonar stórkaup-
manns. Marta er enn ern með
trútt minni þótt komin sé á
miðjan níunda áratug og enn
sjálfrar sín. Valgerður Einars-
dóttir andaðist 1914 en Ólafur
Jónsson 1940.
Eftir fermingu á Akranesi fór
Jóhanna Isleifsdóttir að taka
hendinni til eins og þá var lenska,
lengst af vinnustúlka hjá Ólafi
Finsen lækni og konu hans Ingi-
björgu, dóttur séra ísleifs Gísla-
sonar í Arnarbæli. Bar hún hlý-
hug til þessara húsbænda sinna æ
síðan. Þegar til Reykjavíkur kom
réðist hún til athafnamannsins
mikla, Jónatans Þorsteinssonar,
jöfnum höndum til innanhúss-
starfa og verka í vinnustofum
hans. Tengdist hún vináttubönd-
um við fjölskyldu Jónatans sem
entist ævina út.
Að fáum árum liðnum urðu
þáttaskipti enn í ævi Jóhönnu
Isleifsdóttur er hún réðist bústýra
hjá Pétri Jónssyni verslunar-
manni, og var þar æ síðan uns
Pétur andaðist í hárri elli 1953,
farinn að heilsu og blindur hin
síðari ár. Pétur hafði orðið fyrir
harðri raun, misst eiginkonu og
einkabarn. Þegar hann gerðist
ellimóður og óvinnufær vegna
sjóndepru urðu leigutekjur af
kjallaraíbúð í húsi hans harla
lítill lífeyrir. Þá tók Jóhanna til
sinna ráða, ól hænsni og seldi egg,
ræktaði rósir og seldi blóm, tók
námsmenn utan af landi á heimili
sitt og veitti þeim aðhlynningu.
Þannig sá hún þeim báðum borgið
árum saman.
Pétur hafði ætlað Jóhönnu íbúð-
arhæðina að sér látnum en kjall-
ari yrði seldur til ljúkningar
arfahluta til útarfa konu hans.
Þegar til kastanna kom reyndist
söluverð kjallarans of lágt svo að
arfurinn gildist að fullu. Ungur
dómari, sem verið hafði skjólstæð-
ingur Jóhönnu á námsárum sín-
um, vildi láta hana gera launa-
kröfur í dánarbúið svo að íbúð
þeirra yrði borgið. Lítt var sú
ráðagerð Jóhönnu að skapi, launa-
kröfur urðu smánarlega lágar.
Allt kom fyrir ekki, húsið fór
undir hamarinn, Jóhanna stóð á
götunni með nokkrar tugþúsundir
króna í banka.
Svo vildi til að gamall maður,
okkur nátengdur og sameignar-
maður, var nýorðinn ekkill. Hann
hugðist minnka umsvif og leigja
hluta af íbúð sinni. Fundum
þeirra Jóhönnu bar saman. Mála-
lok urðu þau að Jóhanna gerðist
leigjandi hans með aðgöngu að
eldhúsi. Samtímis hafði hann orð
á því að aðstæður okkar hjóna
væru í bili bágar, konan lægi á
spítala, ég í erilsömu starfi og
börn og unglingar á heimilinu,
matseld og nauðsynleg hússtörf
lakari en gott mætti teljast.
Spurði hann nú Jóhönnu hvort
hún gæti hlaupið undir bagga uns
úr rættist. Næsta dag kom hún
óbeðin með ýsu í soðið. Þetta var
hennar fyrsta ganga í húsið Sjafn-
argötu 9, en þar varð heimili
hennar næstu 22 ár. Þegar ég um
kvöldið færði konu minni þessi
tíðindi varð henni að orði: „Þetta
hlýtur að vera góð kona.“ Urðu
það orð að sönnu.
Næstu tvo áratugi snæddi hún
með okkur hádegisverð, aðstoðaði
við matseld eftir því sem henni
hentaði, en sín eigin húsmóðir og
éngum háð. Hún undi hag sínum
vel og naut góðrar heilsu fram á
elliár. Hún átti vinum að fagna
hér, á Akranesi og í Húnavatns-
sýslu. Fór hún þá að hitta. Hún
var frændrækin, átti goð skipti við
systkini sín í Reykjavík og mága-
fólk, skrifaðist á við bróður sinn
ísleif í Ameríku — sem raunar hét
nú Leif að þarlendum sið. Tvívegis
hleypti hún heimdraganum og
hélt utan, sér til hressingar og
ánægju. Jóhanna var sanntrúuð
kona og tók virkan þátt í starfi í
kristilegum félögum. Sótti hún
dyggilega fundi þeirra meðan
mátti.
Fyrir fimm árum tóku ellikvill-
ar að hrjá Jóhönnu. Hún sá fram á
að hún þyrfti meiri aðhlynningar
við en unnt yrði að veita í
heimahúsum. í tvígang afturkall-
aði hún þó umbeðna hælisvist. í
þriðja sinnið var henni tjáð að
oftar stæði henni ekki vist til boða
ef nú yrði hafnað. Fallega heimilið
hennar beið með sömu ummerkj-
um mánuðum saman, ef henni
yrði afturkvæmt. Að lokum bað
hún þess að fallegu húsgögnin
hennar yrðu seld. Það gladdi hana
að nú skarta þau í fallegri stofu í
smekklegu heimili en tvístruðust
ekki.
Hinstu ár urðu Jóhönnu erfið.
Þróttur og sjón þvarr. Ágætt
hjúkrunarfólk veitti henni hlýja
umhyggju. Skulu því færðar alúð-
arþakkir.
Við hjón og allt skyldulið okkar
kveðjum hina látnu heiðurskonu
með klökkvum huga í hinsta sinn.
Jón Á. Gissurarson.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línuhili.
Innra eftirlit
Stjórnunarfélag islands efnir til námskeiös um
Innra eftirlit aó Hótel Esju, dagana 18. og 19.
nóvember kl. 15—18 og 20. nóvember kl. 15—19.
Fjallað veröur um innra eftirlit í
stjórnunar- og bókhaldslegu tilliti.
Rætt verður um hvernig koma má
á virku innra eftirliti með hinum
ýmsu starfsemisþáttum í rekstri
fyrirtækja. Jafnframt veröur gerð
grein fyrir helstu veikleikum íinnra
eftirliti hjá fyrirtækjum.
Námskeiðið er einkum ætlað
aöalbókurum, skrifstofu og fjár-
málastjórum stærri fyrirtækja.
Jafnframt eiga erindi stjórnend-
ur minni fyrirtækja.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins, sími 82930.
A STIÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS
SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SfMI 82930
Lsiöbeinandi:
Stefén SravartBon
dóaant og löggiltur
endurakoðandi.
20” kr. 700.000.-
22" kr. 800.000.-
26" kr. 860.000,-