Morgunblaðið - 13.11.1980, Page 45

Morgunblaðið - 13.11.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI Finnur Lárusson o.fl. síðustu öld, eftir að þessu fargi linnti. Með litlum breytingum Þá víkur læknirinn að því, að við höfum ekki hugmynd um að „þróunarkenningin, eins og hún var sett fram í upphafi, sé löngu búin að syngja sitt síðasta hjá vísindamönnum". Leikur okkur forvitni á að vita um hvaða vísindamenn sé að ræða, og á hvaða forsendum þeir hafi hafnað þróunarkenningunni (rök vantar fyrir þessari fullyrðingu, sem öðr- um, í greininni). Með litlum breyt- ingum sem urðu vegna tilkomu erfðafræðinnar síðar á 19. öld er Darwin setti fram þróunarkenn- inguna, fallast allir meiri háttar vísindamenn á hana. Þar má nefna forvígismenn „ný-darwin- ismans", sem ekki felur í sér aðra Haraldur ólafsson breytingu á upprunalegri kenn- ingu Darwins en framangreinda, þá Sewill Wright, T. Dobzhansky, G.L. Stebbins, Ernst Mayr og Julian Huxley. Loren Corey Eisely við Pennsylvaníuháskóla segir um Darwin: „Aðeins maður sannfær- andi og voldugra gáfna og stór- kostlegs vinnuþreks gæti svo mjög haft áhrif á hugsun síns tíma" (lausleg snörun okkar). Skyldi læknirinn eiga annan lista? Síðan býður þessi háskóla- menntaði maður okkur lista yfir tugi „vísindaiegra heimildarrita", sem sannfæra eiga okkur um almenna afneitun vísindamanna á þróunarkenningunni. Þiggjum við hann með þökkum. Skyldi læknir- inn eiga annan lista yfir „vísinda- leg heimildarrit", sem stutt gætu skoðanir hans á títtnefndum „skapara“, verksviði hans, og ann- arri lausn á þeim ráðgátum sem þróunarkenningin leysir svo snilldarlega. Ekki brást gæskan guðsmannsins Að lokum bendir læknirinn okkur á það, vegna einstakrar umhyggju fyrir sáluhjálp okkar, að lesa sjálfir hið „mörg þúsund ára gamla trúarrit" því þar sé „líf okkar og björgun" að finna. Hér þykist hann ætla að fara að bjarga okkur eftir að hafa nefnt okkur fjandmenn skaparans og þar með útskýrt okkur í það eilífa eldsríki sem fordæmdum sálum er búið. Ef við förum nú að ráðum hans og lítum í biblíuna, er þar margt fróðlegt að sjá. Liggur beinast við að byrja á byrjuninni, en þar segir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd. Ekki sjáum við þar rúm fyrir Neanderdalsmanninn, Cro-Magnon-manninn og ýmsa forfeður nútímamannsins, eða eru þeir kannski bara uppfinning „heilasmárra fjandmanna skapar- ans“? Síðar í bókinni (í II Kon. 2.) segir af „spámanni" nokkrum, Elísa að nafni. Ekki brást gæzkan guðsmannsins í það skiptið, þegar ærslafull börn uppnefndu hann „skalla". Þá formælti hann þeim í nafni drottins og ekki stóð á svari; því tvær birnur komu út úr skóginum og rifu í sundur 42 af börnunum. Lífseigur vill andinn verða frá Elísa! Að síðustu viljum við benda lækninum á að fletta upp í biblí- unni sinni á Jóh. 8. 32. Þar er grein sem hann mætti ihuga vandlega. Með þökk fyrir birtinguna." möguleika á að velja og hafna skv. henni. Hins vegar viðurkenni ég, að mér finnst hr. Fjeldsted mjög vel upp færður á „skerminum" og lestur hans er prýðilegur. Þurfi að fylla upp í dagskrána, hvort held- ur er hjá hljóðvarpi eða sjónvarpi, er þetta ekki síðra en að þylja dagskrána mörgum sinnum á dag og kynna t.d. söng og tónverk bæði á undan og eftir. Mér finnst þægilegra að fá þagnir inn á milli atriða, svo hver og einn geti verið einn með sjálfum sér, heldur en síbyljuna sem nauðsynleg virðist allan daginn. Ég lít venjulega yfir dagskrá blaðanna og geri upp við sjátfan mig hverju ég muni hafa áhuga fyrir, eða löngun til að sjá eða hlutsa á. Ég veit að bæði nljóð- varp og sjónvarp hafa mjög góða tónlistarmenn, sem bæði geta val- ið af smekkvísi og faglegri þekk- ingu og er ljóst að hið sama hentar ekki öllum, yngri sem eldri. Þar reynir á viðkomendur að reyna að fara hinn gullna meðal- veg.“ Þessir hringdu . . . Magga 1968 Vinkona Velvakanda hafði samband við hann og sagðist hafa fundið forláta ullarvettling (belgvettling) fyrir utan Austur- ver, en ekki komið honum í hendur rétts eiganda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt. — Vettlingurinn er svartur og hvítur að lit og í handarbakið er prjónað nafnið Magga og ártalið 1968. Eigandinn má spyrjast fyrir um þennan góða grip í síma 34776. Hver var stúlkan? Hlustandi hringdi og bað Vel- vakanda að spyrjast fyrir um stúlku sem átti hugleiðingu í þættinum Púkk í sumar og fékk plötuverðlaunin. — Mig minnir að hún hafi verið nefnd Sigríður, en er þó ekki alveg viss um það. Kolbrún Harðardóttir eða Hall- dórsdóttir (einhver ung leikkona með yndislega rödd) las þessa hugleiðingu í sumar og svo var sami þáttur endurtekinn fyrir ekki löngu síðan. Stúlkan segir þarna frá því á skáldlegan og ljóðrænan hátt hvernig hún skynjaði sitt nánasta umhverfi í fyrstu bernsku, og hvernig sjón- deildarhringurinn stækkaði með árunum. Það var mikil hlýja og angurværð í þessari lýsingu. Hver er þessi skáld-stúlka? fyrir 50 árum „SAMGÖNGUR hafa nú viða teppst um Suðurland vegna snjóa og ófærðar. Bilar kom- ust i gær austur á Hellisheiði en urðu að snúa þar aftur til bæjarins. Bill fór frá Ölfusá og ætlaði að aka austur. — Ekki varð komist lengra en að Skeggjastöðum. — t gær kom- ust engir bilar suður með sjó. - O - „DRYKKJUSKAPUR er sagð- ur allmikill á ísafirði um þessar mundir. Birgðir eru nægar i vinútsölunni þrátt fyrir „aðflutningsbann“. Þyk- ir nýr tollþjónn þar i bænum vera nokkuð harðhentur, enda lærður boxari ...“ Vestur á tsafirði var stórhrið i gærdag — og afli er tregur i Djúpinu þegar á sjó gefur ...“ BR0WN járnsagir • Höfum fyrirliggjandi Brown Profilesagir. • Þrjár stæröir. • Einfasa 220 v. • Allar sagir meö kælingu. • ^riggja fasa 380 v. • Sagarblöö í miklu úrvali. istækni hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.