Morgunblaðið - 16.11.1980, Qupperneq 27
MNKASTR/K—
Guðmundur Frí-
mannsson endur-
kjörinn formað-
ur Varðar FUS
GUÐMUNDUR Heiðar Fri-
mannsson menntaskólakennari
var endurkjörinn formaður Varð-
ar, félags ungra sjálfstæð-
ismanna á Akureyri, á aðalfundi
félansins, sem haldinn var ný-
lega.
Önnur í stjórn voru kjörin þau
Bjarni Árnason, Halldór Péturs-
son, Lárus Blöndal, Guðlaug Sig-
urðardóttir, Páll Svavarsson og
Torfi Dan Sævarsson.
í kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra voru kjörnir eftirtaldir:
Björn Jósef Arnviðarson, Sigurður
J. Sigurðsson, Erlingur Oskarsson,
Guðmundur H. Frímannsson og
Páll Svavarsson.
Takmarkað-
ar birgðir
af flugvéla-
bensini
VEGNA takmarkaðra birgða sem
nú eru til i landinu af flugvéla-
bensíni hefur verið ákveðið að
takmarka sölu þess i næstu viku
við atvinnu-, farþega- og sjúkra-
flug. Indriði Pálsson forstjóri
Skeljungs upplýsti Mbl. um eftir-
farandi vegna þessa máls:
Hinn 5. nóvember sl. kom olíu-
flutningaskipið Yuma með um 930
tonn af flugvélabensíni til lands-
ins. Þetta magn var áætlað að
myndi nægja fyrir eðlilega notkun
hér á landi næstu 6 mánuði a.m.k.
Við nákvæma efnagreiningu, sem
ávallt er framkvæmd áður en
eldsneyti, sem keypt er til lands-
ins, er selt til notenda, reyndust
allir eðlisþættir eldsneytisins vera
innan þeirra marka, sem áskilið
er, að því undanskildu, að svoköll-
uð „óreikul efni“ reyndust vera
lítillega umfram þessi mörk.
Að höfðu samráði við seljendur
flugvélabensínsins var ákveðið að
afgreiða ekki þetta eldsneyti að
svo stöddu til notkunar á flugvél-
ar.
Á mánudagsmorgun nk. mun
skip lesta á ný um 900 tonn af
flugvélabensíni í Rotterdam. Það
er væntanlegt til landsins síðari
hluta næstu viku. Vegna mjög
takmarkaðra birgða af eldra
flugvélabensíni mun sala á því í
næstu viku takmörkuð við at-
vinnu-, farþega- og sjúkraflug.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 2 7
Sendið okkur pantanir á áramótahöttum
og húfum sem fyrst
' I:^UUP-
Sími 83464.
Mat fjárfestingavalkosta á verðbólgutímum. Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um mat fjárfestingavalkosta á verðbólgutímum í fyrirlestrarsal félagsins að Síðumúla 23 dagana 24.—27. nóvember kl. 15—19 hvern dag. Þar sem fjármagnskostnaður er einn stærsti gjalda- liöur í flestum fyrirtækjum er mikilvægt aö fjármagni sé ekki ráðstafað í vafasamar fjárfestingar. Á námskeiðinu eru kynntar aöferöir sem nota má við aö velja hagkvæmustu fjárfestingu sem í boöi er hverju sinni. Námskeið þetta er einkum ætlað þeim sem annast fjárfestingaákvarðanir. Nauðsynlegt er að þeir þekki undirstöðuatriði bókhalds og rekstrarhagfræði. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Oddur Einars- son, rekstrarhagfræðingur. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930.
A STJÓRNUNARFÉIAGISIANDS ' SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMt 82930
Frábær hljómflutningstæki
meö tæknilega yfirburöi og
hönnun fyrir fagurkera
ATH.: Greiösluskilmálar eöa staögreiöslukjör
LAUGAVEG 66 SIMI 25999
Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 —
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík
Portið Akranesi — Eplið ísafiröi —
Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri —
Hornabær Hornafirði—M.M. h/f. Selfossi
Eyjabær Vestmannaeyjum