Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 23. nóvember Bls. 41-72 'Jk.( \ UBKX * (,ABRItl »-» 12 *** CHtTlF 1H "'""‘“luuts UfclSOMMfct *2 NfcfcfcY «* '“■""‘l |H: (! x Ki.isa 1;» a**'‘“ss Tmmvifcfcfc «« Mm»;z i« o u n fc i! x . ELÍN PÁLMADÓTTIR heimsótti Paimpol, þaöan sem frönsku sjómennirnir komu Alla battari fransí biskví, hrópuðu strák- arnir í þorpunum á íslandi um leið og þeir tóku stökkiö niður á bryggju, til móts við frönsku duggurnar. „Niður á höfn. Fransmennirn- ir. Kexl“ hrópuðu þeir þannig á hlaupunum á sinni eigin golfrönsku. Ekki að furöa þótt á þeim væri asi. Nú var von á harða kexínu, sem sjómenn- irnir höfðu í nesti að heiman til sex mánaöa útilegu á íslandsmiðum — því sem sumsstaöar á íslandi var víst kallaö Pompolakex. Þetta kex, sem bakað var í fiski- bœnum Paimpol á norður- strönd Bretagneskagans. En þaöan kom síöustu áratugi 19. aldar og fram að fyrri heimsstyrjöldinni megnið af franska íslandsskipaflotanum — raunar í minna mæli — allt fram til 1935. Það er yfirþyrmandi fyrir íslending að koma til Paimpol og þorpanna þar í kring og kynnast hinni hliðinni á sög- unni — andstæðu íslenzku sagnanna af strandgóssi. Að standa á höföanum, þar sem íslandsekkjurnar biðu og mændu út á hafiö eða ganga meöfram minningarvegg í kirkjugarði, og lesa á hverjum skildinum á fætur öðrum „Disparu en Islande", horfinn á íslandsmiöum. Nöfn á skip- um, sem horfið höfðu með allri áhöfn eða nöfn einstakra manna, sem ekki komu aftur. Yfir 170 fiskiskip eru talin hafa farist og yfir 3000 sjó- menn fóru í hafið viö ísland af þessum eina stað. í Paimpol lifir ísland á sérstæöan hátt í minningunni og fólki finnst það á eínhvern hátt tengjast þessu landi, þar sem ættingj- ar eru grafnir og forfeður áttu allt sitt undir. Þetta land, hafði fært bænum þeirra góða afkomu í áratugi, en var um leiö „samnefnarinn fyrir þjáningar, plágur og eymd“, eins og gamli Tonton Yves, síöasti Islandssjómaðurinn, sem óg hitti þarna sl. haust, segir: „Við sigldum ekki á íslandsmiö okkur tii ánægju eða af hugsjón, eins og stundum er látið að liggja, heldur til þess eins aö fylla tóma maga og fyrir þá maga- fylli uröum við svo sannar- lega að greiða okkar gjald — því megíð þið trúa.“ í tveimur greinum verður reynt að skýra frá þeim áhrif- um, sem ég varð fyrir í heimsókninni til þessa bæjar, sem svo mjög er tengdur íslandi, fróðleik sem þau kynni óhjákvæmilega kölluöu eftir að tíndur yrði þar saman og heimsókn til gamla sagna- þulsins Yves Le Roux, sem á síöasta ári varð allt í einu frægur um allt Frakkland fyrir æviminningabók sína meö frásögnum um það hvernig hann „ræktaði garöinn sinn á fjarlægum miðum". Sjá bls.: 52 og 53 - Sur lcs Falæscs, attcndant lcs lslandais. HORFINN VIÐ ÍSLAND, HORFNIR VIÐ ÍSLAND, STENDUR Á HVERJUM MINN- INGARSKILDINUM AF ÖÐRUM Á KIRKJUGARÐSVEGGNUM í PLOU BAZLANEC. SIGLDll TIL ÞESS EINS AÐ FYLLA TÓNIA MAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.