Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 63 Þarna heíur Þór dulbúist sem Freyja en er ekki aiskostar ánæKður með hlutverkið. Hinir æsirnir haía Kaman aí. Teiknimynd um Þrymskviðu: Þursar undirbúa brúðkaupsveizluna og strá bekki með heyi að boði Þryms. Reiðr vas þá Vingþórr Reiðrs vas þá Vingþórr, es hann vaknaói ok síns hamars of saknaði. skeKK nam at hrista. skör nam at drýja. Rcð Jarðar burr umb at þreifask. + Þannig hefst Þrymskviða en alls eru 32 erindi í kviöunni. Þrymskviða er einskonar gam- ankvæði um ásinn Þór og mun varla vera eldri en frá hnignun- artímum heiðninnar eða bernsku kristninnar á Norðurlöndum. Um þessar mundir er verið að sýna teiknimynd um Þryms- kviðu á kvikmyndahátíð í Portú- gal sem nefnist International Animated Film Festival CIN- ANIMA ’80. Höfundur teikni- myndarinnar um Þrymskviðu er Sigurður Örn Brynjólfsson og annaðist hann einnig kvikmynd- un og klippingu ásamt Óla Ö. Andreassen. Myndin var frum- sýnd hér í júní í sumar en hún er fyrsta teiknimyndin sem gerð er hér á landi. Flestir munu kannast við Þrymskviðu en þó væri ef til vill ekki úr vegi að rifja efni hennar hér upp í stórum dráttum. Kvæðið fjallar eiginlega um bar- áttu ása og þursa. Þór vaknar einn morguninn og sér að búið er að stela hamrinum hans, — Mjölni, sem hann verður að hafa til að geta barið á þursum. Hann leitar ráða hjá Loka sem reynd- ar var hálfgerð vanmetaskepna meðal ása. Loki fer í fuglshami til Jötunheima og kemst að því að það er Þrymur, þurs einn mikill og ljótur, sem hamrinum hefur stolið. Hann er iilur við- skiptis og neitar að skila hamr- inum nema hann fái Freyju, sjálfa ástargyðjuna, fyrir konu. Þór þykir það ekki mikið fyrir hamarinn og bera þeir Loki þetta upp við hana. En Freyja verður hin reiðasta og neitar með öllu þessu ráði. Nú eru góð ráð dýr, því Þór getur ekki án hamarsins verið. Þá stingur Sigurður örn Brynjólfsson á vinnustofu sinni. Lj«Sii. rax Heimdallur upp á því að Þór dulbúist sem Freyja og fari þannig búinn til brúðkaups í Jötunheima. Þór verður æva- reiður við og þykir sér mikil skömm gerð með slíkri tillögu en Loki leiðir honum fyrir sjónir að þetta sé eina leiðin til að ná hamrinum. Þeir fara svo saman til Jötunheima, Þór dulbúinn sem Freyja en Loki sem ambátt hennar. Þrymur er heimskur, sem þursa er vandi, og áttar sig ekki á þessum bellibrögðum. Heldur þykir honum þó brúðurin stórskorin og ókvenleg í háttum, en Loka tekst að eyða öllum grunsemdum hans. Þegar rennur upp sú stund að vígja skal „brúðhjónin", er hamarinn af- hentur við hátíðlega athöfn. Er þá Þór ekki seinn á sér að grípa hann og ráðast gegn þursum. Þrym sló hann fyrstan en lamdi síðan alla brúðkaupsgesti og varð það atgangur mikill. Sigurður Örn Brynjólfsson, höfundur teiknimyndarinnar um Þrymskviðu, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum 1964—68 en síðan við Academie van Beeldende Kunsten í Hol- landi 1969—70. Sigurður hélt einkasýningu í Norræna húsinu á síðasta ári en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, m.a. á Norð- urlöndum, Italíu og Vestur- Þýskalandi, þar sem hann hlaut sjöundu verðlaun á heimssýn- ingu teiknara — „Cartoon ’77“. Hann hefur gert nokkrar stuttar auglýsingateiknimyndir fyrir sjónvarp, t.d. myndina um krón- una og Iðnaðarbankann og Jóa- kim önd og Útvegsbankann. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Sigurð og var hann fyrst spurður hvers vegna hann hefði valið Þrymskviðu sem við- fangsefni. „Það er kannski ekki nein sérstök ein ástæða,” sagði Sig- urður, „en ég hef alltaf haft mjög gaman af Þrymskviðu og hún bíður upp á mikla mögu- leika. Eg var búinn að velta þessu talsvert fyrir mér þegar ég fékk starfglaun til verksins úr starfslaunasjóði listamanna árið 1975. Arið eftir hóf ég teikni- vinnu við myndina og lauk henni þá um haustið. Þetta var geysi- leg vinna því það eru á þriðja þúsund teikningar í myndinni þó hún sé ekki nema 17 mínútna löng. Myndatakan stóð svo yfir með hléum næstu tvö ár. Á síðsta ári fékk ég svo styrk úr kvikmyndasjóði til að ljúka við gerð myndarinnar. Þá teiknaði ég nokkur viðbótaratriði og setti kvæðið allt á textaspjöld og var þessi viðbót síðan kvikmynduð. Myndin var svo frumsýnd í Regnboganum ásamt heimilda- kvikmyndinni „Mörg eru dags augu" í júní sl.“ Hvernig eru svona teikni- myndir gerðar? Það eru til fleiri en ein aðferð. Þessi mynd er gerð þannig að fyrst er bakgrunnurinn, eða sen- an teiknaður á pappír. Þá eru „fígúrurnar” og það sem á að hreyfast, teiknaðar á filmu sem er síðan lituð. Filman er svo lögð ofan á bakgrunnsmyndina og kvikmyndavél beint að þessu. Venjuiega eru teknar um þrjár myndir af hverri einstakri stell- ingu, en filmuna ofan á bak- grunnsmyndinni verður verður sífellt að skipta um, milli þess sem tekið er, til að fá fram hreyfingu." Ilvernig gekk með þessa teiknimynd í sumar? „Alls ekki nógu vel. Hún var sýnd ásamt heimildakvikmynd- inni „Mörg eru dags augu“ eins og ég sagði. Okkur gekk sæmi- lega hér í Reykjavik og vorum þá svo bjartsýnir að ætla að fara hringinn í kringum landið með sýningarnar. Við komumst þó aldrei lengra en vestur um til Akureyrar — þá vorum við komnir í bullandi taþ og urðum að hætta. — Ég hef boðið sjónvarpinu þessa mynd til sýn- ingar en sjálfur mun ég ekki hefja sýningar á henni aftur. Þessi mynd er fyrst og fremst eins konar brautryðjandastarf og verður að líta á hana se tilraunaverk. Meiningin var að ráðast í gerð nýrrar teiknimynd- ar með þeirri reynslu sem fékkst af þessari en það er að sjálf- sögðu ekki hægt nema fjárhags- grundvöllurinn sé tryggður. Ég lærði mikið á gerð þessarar myndar og það er sárt að geta ekki notað þá reynslu,” sagði Sigurður að lokum. Skrautleg samtíð - Ný myndabók eftir Sigmund + Sigmund Jóhannsson í Vest- mannaeyjum munu allir lesendur Morgunblaðsins kannast við en það er hann sem Kerir hinar sérstæðu skopmyndir sent birtast daglega í dagbókinni. Nú hefur Prenthúsið-sf. gefið út myndabók eftir Sigmund og nefnist hún „Skrautleg samtíð”. Rúmlega þrjú hundruð ntyndir eru í bókinni, sem er 158 blaðsíður, og eru nokkrar myndanna í lit. Þetta er önnur bókin sent Prenthúsið + Sigmund Jóhannesson teiknar eina skopmynda sinna — þa r munu alls verða orðnar á fjorða þúsund. gefur út eftir Sigmund en sú fyrsta, „Söguskýringar á skopöld“ kont út á síðasta ári. 1 formála nýju bókarinnar „Skrautleg samtíð" segir Indriði G. Þorsteinsson: „Knn konta f.vrir sjón- ir okkar skrautlegar útgáfur af mönnum og atvikum frá hendi Sigmund Jóhannssonar í Vest- mannaeyjum. Þessi önnur bók Sig- mund nær ekki eins langt aftur i tímann og sú fyrri og hún er einnig mun nær okkur. Þá er hér að finna nokkrar myndir í litum, sem flokk- ast undir nýbreytni í útgáfu gaman- mynda.“ Sigmund hóf að teikna skop- myndir þegar hann var í barnaskóla og hefur ekki enn látið af þeirri iðju. Fyrsta myndin sem birtist eftir hann var á forsíðu vikublaðs- ins Fálkans 1960. Þremur árum síðar byrjaði hann að teikna í Morgunblaðið, í fyrstu birtust myndir eftir hann tvisvar í viku, en nú um árabil hefur verið mynd eftir hann í blaðinu á hverjum degi. Orator 1920 + Verzlunarskóli ís- lands er 75 ára á þessu hausti otf má því segja að skólinn or nemendur hans séu í fréttum. Þessi mynd, sem Sveinn B. Valfells iðnrekandi, léði hlaðinu, er af með- limum málfundafélags verzlunarskólanema og er tekin árið 1920. Fé- Iag þetta nefndist Ora- tor en þetta var löngu áður en lögfra'ðinemar stofnuðu sitt félaK sem ber þetta sama nafn. Á myndinni eru: standandi f.v. Kjartan Gíslason, Sijfurður Ólafsson. Sveinn B. Valfells. Jóhann Guð- mundsson. Júlíus Oddsson or Kristján Majfnússon. Sitjandi f.v. Jörundur Jóhannsson. Ragnar II. Blöndal. Kristján Guðmundsson. Pálmi Jónsson or Sír- urður Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.