Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 28
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 IIÖGTSTI HREKKVlSI -Q vAfcie YMíoe A konpó - R/tWNlNO/ love JS . .. ... </ó fara í mcyrnn, svo h(inn geti nftur farii) nö svipta sæng- inni af þér. TM Reg U.S Pat Otf — all rtghts reserved ®1977 Los Angeles Tlmes Telpan. sem sat heima hjá krokkunum ykkar. er komin ok spyr hvort þið getið ekki komið heim? Með morgunkaffinu Segðu mér. varstu fullur þegar þú komst heim i nótt, úr dótahúðinni hans Júlla? Hann drekkur aldrei kaffi áður en hann fer til vinnu, þá getur hann ekki sofnað í vinnunni! \#Walfisch t' \Hase ••GroBer *#Hund • Eridanus Taube / Achterschiff Phomx iCanopus / Goldfisch Myndin sýnir nokkur af þeim stjörnumerkjum, sem blasa við augum okkar á hverju heið- skíru kvöldi. X ._____\ \. K,e/er ; Kepheus ; / QfoBer Bár / **/ \ / s\ \ r • Kass.ope.a^tÆ^t Lowe c . _ Pegasus ^-Krebs —/\ / \ Andromeda\ / Wasse /•'V. L / *.;. -..wrdder * / é Kleiner Plejaden • • __•' ' • Stjaman okkar og aðrar stjörnur Ingvar Agnarsson skrifar: (ianvca Kiillíatt um gotur bláar »K læöast léttfætt Ijósin uppsala. Varast smástjórnur aó vckja sufandi foldina f»Kru faómi na tur í. ■ Svo kvað Jónas Hallgrímsson (reyndar þýðing á kvæði eftir Ileine), og hafa víst fáir kveðið svo hugljúfan óð um fegurð himinsins. Jónas þýddi á ís- lenzku stjörnufræði, sem mun vera sú fyrsta bók, sem komið hefur út á íslenzku um það efni. Mjög hefur stjörnufræðilegum athugunum fleygt fram, síðan á hans dögum. Menn vita nú allmikið um alheim þann sem við búum í. Við vitum nú að sól okkar og jörð er á himni í stjarnfræðilegum skilningi ekki síður en stjörnur þær, sem við sjáum blika á himinhvelf- ingunni. x En of fáir horfa til stjarn- anna og hugsa til stjarnanna. Og enn færri gera sér grein f.vrir mikilleika þessa mikla heims, eða mikilleika þess máttar, sem að baki hlýtur að búa, alheimsmættinum óend- anlega, sem allri sköpun veldur og sem leitast við að beina allri þróun í átt til meiri fegurðar og meiri fullkomnunar. Stefnubreyting er því mesta nauðsyn Jörð okkar svífur um geim- inn, rétt eins og allar aðrar stjörnur. Við menn erum þegar á himni, ekki síður en allir aðrir íbúar stjarnanna. En hvert ber okkur á þessari geim- ferð okkar? Er líferni okkar og innræti þannig, að við stefnum til réttrar áttar eða erum við á rangri leið? Margt bendir til, að við höfum ekki valið réttu leiðina, og að okkur muni reka í ógöngur, ef svo heldur fram sem horfir. Stefnubreyting er því hin mesta nauðsyn. Grær ekki gras í sporum hans Húsmóðir skrifar: „Ég sit ekki uppi í einhverjum fílabeinsturni pólitískrar inn- rætingar og heyri ekki kvein- stafi hinna kúguðu, og dæmi þaðan lifendur og dauða. Póli- tíska innrætingin mín, sem ég fékk í heimahúsum, hún átti að opna augu mín til þess að geta dæmt menn og málefni eftir reynslunni, sem af þeim fékkst, og allir áttu að njóta sannmælis. Fékk makleg málagjöld Það var einn lærður að vitna í einu dagblaðanna fyrir stuttu, og hann gat þess, að hann hefði komið í Menntaskólann á Akur- eyri sem framsóknarmaður og aðdáandi SÍS-hringsins (og þá veit maður hvar þeir lenda). Hann fékk svo allan sannleikann í leshring í skólanum og lærði þar að dýrka Castró og Che Guevara, og bætti því við að hann sæi það núna, að þeir hefðu haft rétt fyrir sér. Che Guevara fékk makleg málagjöld, því hann var ofurliði borinn af bændum, sem hann hafði rænt og neyddi síðan til að fylgja sér. Castró sendir enn morðsveitir sínar út um allt, og hinn frjálsi heimur er í dag að bæta í Afríku fyrir verk þeirra þar. Eins og hestur- inn hans Attilla Skortur á lífsnauðsynjum fylgir bara í stríði. Schmidt getur sjálfum sér um kennt, því að austur-pólitíkin hans hefur bara gefið Rússum tækifæri til þess að halda áfram útþenslu- stefnu sinni, sem auðvitað kallar á stríð, því að lengur getur heimurinn ekki horft upp á meðferðina á almenningi í Rússlandi og leppríkjunum. Síð- an verður alltaf meiri og meiri matvælaskorturinn því fleiri sem löndin eru sem lúta sósíal- ismanum. Hann er alls staðar eins og hesturinn hans Attilla, það grær ekki gras í sporum hans.“ Jamaica kaus frjálst efnahagskerfi Núna berjast Kúbumenn hraustlega í Afganistan og hjálpa Rússum við útrýmingu á þeirri þjóð sem þar býr. Sá norðanlærði er búinn að gleyma því sem gerðist í sendiráði Perú á Kúbu, og öllum þeim sem drukknuðu í því ævintýri, ekki síður en sósíalistarnir hafa gleymt þeim í Víetnam. Fólkið á Jamaica þekkir betur Castró en þeir í leshringnum fyrir norðan, og sýndi það í kosningunum að hún vildi ekki lengur láta leppa Castrós skerða lífskjör sín, og tekur nú upp frjálst efnahags- kerfi. Aldrei hélt maður að alþýðu- fræðslan væri meiri í Suður- Ameríku en hér, en seint verður drepin sjálfsbjargarviðleitni hins vinnandi manns. Þeir lærðu skulu ekki vanmeta hana. Lýð- skrumi og mannfyrirlitningu er ekki hægt að gera sér mat úr. Það veit alþýðan, og þess vegna hefur hún engin réttindi í sósíal- ísku ríkjunum. Og núna reyna þeir í Póllandi að berjast. Rembast eins og rjúpan við staurinn Helmut Schmidt er ekki minn maður, því að hann tók ekki þátt í þýska efnahagsundrinu, sem reisti við efnahag Vestur-Þýska- lands á nærri eins skömmum tíma og sagan af fuglinum Fön- ix. En Schmidt tekur svo vel til bæna hina frjálsu rithöfunda, Gunther Grass og fleiri, að það hálfa er nú nóg, og mátti lesa þetta í Alþýðublaðinu núna á dögunum. Það er von að honum blöskri, enda kallar hann þá Húmbúkista. Þeir rembast eins og rjúpan við staurinn að láta mann kenna í brjósti um hina frjálsu verkamenn í Vestur- Þýskalandi, þeir skrifa ekki um starfsbræður sina, sem ofsóttir eru í Austurblokkinni, og heldur ekki um almúgann þar, sem lifir við skortinn á lífsnauðsynjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.