Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 45 Lýsing íslensks sjónarvottar á náttúruhamförunum Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu þann 19. október, þá er ekki vitað um annan Islending búsettan í Alsír, en Bergrósu Ásgeirsdóttur (mynd). Að ósk Morgunblaðsins hefur Bergrós sent blaðinu fréttabréf og er það dagsett 1. nóvember eða 20 dögum eftir náttúruhamfarirnar, 10. október. Bergrós segir, að erfit sé að gera sér fulla grein fyrir atburðarásinni, svo mikið sem á gekk, og ekki heldur ástandinu fyrstu dagana. Það geti einnig liðið langur tími áður en fullljósar séu allar afleiðingar þessa mikla atburðar, að heil borg hrundi og fjölmennar sveitir lögðust í eyði og tugir þúsunda manna fórust eða slösuðust. gerð. Það fyrsta sem snúizt var gegn var bílaumferðin; hún var tak- mörkuð og öll umferð einkabila bönnuð. Vörubílar með matvæli voru afhlaðnir á fjórum stöðum um 40 km. utan borgarinnar. Einnig frá fjórum stöðum var matvælunum dreift í borginni og henni skipt í fjögur svæði, hvert með sinni tjaldbúð. Þann 13., eða þremur dögum eftir hamfarirnar, voru björgunaraðgerðir og hjálp- arstarf komið í skipulegt horf. Miklum fjölda manna hefur tekizt að bjarga lifandi undan húsarústunum. Til að finna fólkið voru notaðir sérþjálfaðir hundar frá Frakklandi og Sviss á daginn, en á nóttum þegar kyrrð var komin á, voru notuð hátíðnitæki. Erfitt var oft að komast að fólkinu eða staðsetja það nógu nákvæm- lega. Stórvirkar vélar var ekki hægt að nota, þar sem von gat verið lifandi fólks í rústum. Þar varð að notast við handaflið, haka, skólfur og sagir, og unnust björg- unarverkin því oft seint og hjálpin kom tíðum um seinan, líkt og fyrir hálfs árs gamlan dreng, sem i fimm daga og nætur hafði lifað við hlið látinnar móður sinnar undir rústum verzlunarhúsnæðis. Drengurinn var rétt nýlátinn, þegar til hans náðist. Systur hans 9 ára hafði verið bjargað nokkrum klukkustundum áður. Læknar urðu oft að aflima fólk í rúsunum, bæði af því að ógerlega reyndist stundum að losa það með öðrum hætti, og eins til að hefta sýkingu frá sködduðum lim. Starf hjúkrunarliðsins þótti ganga bezt af hjálparstarfinu. Sagt var að 4 þúsund manns hafi stórslasazt og aragrúi orðið fyrir minniháttar meiðslum. Margir létust á leið til sjúkrahúss eða hjálparstöðvar, stundum að sagt var vegna skorts a lyfjum og tækjum til að halda lífi í fólkinu. Það tók skiljanlega tíma að birgja hjálparstöðvarnar upp af lyfjum og tækjum fyrir slíkan fjölda slasaðra. Af þeim 3 þúsund manns, sem fluttir voru á sjúkra- hús til Algeirsborgar, dóu um 400 á leiðinni, að sögn. Þegar vika var liðin frá jarð- skjálftanum, var öll von talin úti um það, að fleira fólk fyndist lifandi í rústunum og þá var tekið til við að ryðja með vélskóflum og ýtum. Ekið var úr rústunum út fyrir bæinn, þar sem fjallháir steinsteypuhaugar hlóðust fljót- lega upp. Mikill óþefur af rotnandi líkum gaus upp, þegar farið var að Meðan þess var nokkur von að fólk næðist lifandi úr rústunum var óhjá- kvæmilegt að beita nær einungis handafiinu við ruðning þeirra. Hálfum mánuði eftir jarðskjálftann var búið að hýsa um 10.000 af hinum húsnæðislausu í tjaldbúð- um. róta í rústunum, og hættan af sóttarfaraldri varð mikil. Hafin var allsherjar bólusetning og munu hafa verið bólusettir í skyndingu um 400 þúsund manns. Lík voru grafin strax í fjölda- gröfum og oft var ekki hægt að bíða þess að einhver kunnugur bæri kennsl á þann látna. Spraut- að var sótlhreinsandi efni yfir rústir og þær afgirtar og öllum bönnuð umferð um þær, nema hjúkrunarfólki sérstaklega út- búnu. Allir hundar og kettir, sem til náðist, voru drepnir. Fólkið er talið mjög næmt fyrir sjúkdóm- um, vegna sálarlegs áfalls, sem margir hafa fengið, svo slæmt að þeir bera þess ekki bætur, en einnig vegna vannæringar, sem marga hrjáði áður en hjálp barst, og aðbúð er varla enn nógu góð fyrir jafn veikburða fólk og þetta fólk er orðið margt. Haust Nú er haustið gengið í garð hér í Alsír, með rigningu og nætur- kulda. Hitinn hefur farið niður í 6 gráður á nóttum og bætir það ekki ástand þeirra, sem enn sofa undir berum himni. Lungnabólgutilfell- in eru sögð mörg. Það vantar enn tilfinnanlega hlýjan fatnað, ábreiður og tjöld. Hálfum mánuði eftir jarðskjálftann hafa um 10 þúsund manns fengið inni í tjöld- um, en talið er að enn vanti tjöld fyrir 50 þúsund. Tjöldin, sem reist hafa verið, eru yfirleitt mjög stór og tvær til þrjár fjölskyldur í tjaldi. Það tekur 10 manna sveit um hálfa klukkustund að reisa tjaldið. Meðan beðið er eftir tjöld- um, reynir fólkið að bjarga sér sjálft með því að hrófla upp pappakössum og spýtnabraki til að hírast í. Hreinlætisaðstaða er skiljanlega ekki svo sem bezt verður á kosið, og eykur það sýkingarhættuna. Fólk hrúgast saman í hópa, oft hundruð manna í einni kös að segja má. Daglegur matarskammtur heill- ar fjölskyldu, en þær eru yfirleitt stórar hér í landi, var 6 kartöflur, vatnsflaska, og 500 grömm af núðlum, það er franskur réttur (vermicelle), makkarónur eða spaghetti mjög fínt skorið og venjulega notað aðeins út í súpur. Erfitt er að koma vatni til fólks og dæmi sögð þess að fólk hafi orðið að biða eftir vatnsbíl allt að þremur dögum. Þeir, sem fengið hafa inni í tjöldum, hafa reynt að búa þar um sig eftir beztu getu, konur hafa hreinsað gosbrunna fyrir regn- vatn en karlar reist kamra, og kosnir hafa verið forsvarsmenn hinna ýmsu tjaldbúðahópa. Ljós- laust er í tjöldunum, því ljósfæri vantar, til dæmis lítið um kerti. Fólkið verður að leggjast til svefns um leið og fer að skyggja. Það sem tilfinnanlegast vantar í mataræðið er þurrmjólk fyrir ungabörn. Hér hjá okkur í Sidi Mussa er til dæmis ekki lengur hægt að fá þurrmjólk og við verðum náttúrlega vör við, að það er reynt að láta þetta hrjáða fólk i E1 Asnam sitja fyrir öllum nauð- synjum. Loks er að geta þess að tugum fjölskyldna hefur verið úthlutað húsum í öðrum lands- hlutum Alsír og einnig hefur fjölda fólks verið dreift í sumar- búðir hér og þar um landið. Það fólk, sem ekki hefur komist í tjöld hreiðrar margt um sig í almenningsgörðum, en þó hafa margir kosið að hýrast í nánd við hálfhrunin hús sín til að freista þess að verja það litla, sem kann að vera eftir af eigum þess, húsbúnaði og fleiru innanstokks, en húsin þá opin öllum til grip- deilda. Alsírska dagblaðið, E1 Moudjahid, neitaði fyrir nokkru algerlega öllum erlendum fréttum um þjófnaði og gripdeildir, en sama dag birtist frétt þess efnis, að settur hafi verið á stofn neyðardómstóll í E1 Asnam og væru viðurlög þung við þjófnaði og ránum, 10—20 ára fangelsi, nema 5—10 fyrir 18 ára og yngri, en líflátshegning lægi við, ef framið væri ofbeldisverk samfara þjófnaði eða ráni. Sjónvarpið gat um bankarán, sem hefði mistekizt, en ekkert var um það í útvarpinu eða dagblaðinu. Þar sem fréttir eru takmarkað- ar af atburðum og ástandi ganga sögur þeim mun líflegar milli fólks, en ekki tel ég rétt að hafa þann söguburð eftir. Allskonar svartamarkaðsbraskarar fara ef- laust á stúfana, því að svo margt vantar af nauðsynjum í E1 Asnam eða réttara sagt á svæðinu, þar sem sú borg stóð. Þeir verða áreiðanlega ekki látnir kemba hærurnar. Brógð eru sögð hafa verið að því, að leigubíl- stjórar hafi reynt að mata krók- inn og selt farið frá Algeirsborg til E1 Asnam, um 200 km leið, á 1500 Dinar en það held ég svari til um 210—220 þúsunda íslenzkra króna. Þegar ég skrifa þessar línur er nýafstaðin Aid E1 Adhar, en svo kallast mikil trúarhátíð hjá Mú- hameðstrúarmönnum, og hún er haldin til að minnast þess, að Abraham ætlaði að fórna Isaki syni sínum til að þóknast drottni, sem vildi reyna Abraham, og kannast nú kristnir menn við þá sögu. Þeim tilmælum var beint til þjóðarinnar að slátra ekki sauð- kind af því tilefni, svo sem venja er, heldur láta sér nægja kinda- kjötsbita, og áttu menn á þennan hátt að votta íbúum E1 Asnam samúð sína. Fólk fylgdi þessum tilmælum stjórnvalda, og keypti sér kjötbita í kjötverzlunum. Það held ég sé ekkert fleypur, að kjötkaupmenn hafi þá hækkað kindakjötið í verzlunum sinum, og dálítið hressilega, þ.e. tvöfaldað verðið og selt kílóið á 100 Dinara eða um 14 þús. krónur. Auðvitað get ég ekkert fullyrt um hversu mikil brögð voru að slíkum hækk- unum. Fjallabúar Eins og fram hefur komið í frásögn minni, og eflaust hafa fréttir heima verið í svipuðum dúr, þá beindist öll athygli manna að borginni E1 Asnam, enda bæði manntjón og eigna þar stórfelld- ast. En héraðið umhverfis borgina varð engu skár úti. Fjöldi þorpa á Cheliff-háslétt- unni er óhætt að strika út af landakortinu. Ástandið var sér- lega slæmt í bændaþorpunum (Duar) í fjöllunum uppaf sléttunni í kringum borgina. Samgöngur voru erfiðar við fjallabúa áður en þessar náttúruhamfarir skullu yf- ir, en í þeim einangraðist fjöldi þorpa algerlega í langan tíma. Húsin, í þessum bændaþorpum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.