Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 47 Lífsskoðun Halldór Kristjánsson frá Kirkju- lx>li: Ilalldórskver, Sálmar ok kvæði bjóðsa>?a Reykjavík 1980 Þeir munu ekki margir á landi hér, sem komnir eru til vits og ára og ekki kannast við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Hann hefur verið um marga áratugi í ræðu og riti einhver harðvítugasti andstæðingur áfengissölu og áfengisveitinga. Hann hefur og tekið mikinn þátt í stjórnmálum sem framsóknarmaður, verið starfsmaður við Tímann árum saman, verið í kjöri til Alþingis mörgum sinnum fyrir sinn flokk og setið á þingi margoft, sem fyrsti varamaður flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Þá er hann og kunnur sem lengi formaður í úthlutunarnefnd listamannalauna og varið gerðir hennar í sjónvarpi. Það munu vera hartnær fimm- tíu ár, síðan ég hafði fyrst kynni af Halldóri. Það varð svo fastur vani minn, þegar ég dvaldi á Isafirði og átti leið vestur yfir Önundarfjörð, að koma við á Kirkjubóli og spjalla við systkinin þrjú um skáldskap, enda hafði ég heyrt, að öll væru þau vel hagorð, og hjá þeim sá ég ljóðasöfn ýmissa merkisskálda frændþjóða okkar. Það l'eið og ekki á löngu, unz ljóð komu frá hendi Guðmundar Inga, sem skipuðu honum í sérstætt sæti á skáldabekk. Ekki tel ég mig hafa haft náin kynni af Halldóri fyrr en sumarið 1946. Þá vorum við báðir í fram- boði í Barðastrandarsýslu ásamt hinum mælska, en rökhelda og harðvítuga áhugamanni, Gísla Jónssyni, sem þá var orðinn þing- maður kjördæmisins og hafði geipimikið fylgir. Fjórði maður var ljúfmennið Albert Guð- mundsson, sem fór sér hægt á fundum, en reyndist mjög farsæll til forystu um framkvæmdir í heimasveit sinni, Tálknafirði. Við héldum ellefu fundi og fórum ríðandi um hið víðáttumikla kjör- dæmi. Voru fundir vel sóttir og oftast skemmtilegir. Halldór og Gísli háðu harðar sennur, en þó að ég gerði allvel grein fyrir stefnu og starfi flokks míns, beitti ég mikið skopi og háði, svo sem sjá má á frásögnum Halldórs í Tím- anum. Oftast vorum við allir fjórir samferða, en fyrir kom, að við Halldór vorum ýmist á undan eða eftir hinum, sem ávallt fylgdust. Þá var það, að ég kynntist Hall- dóri náið. Fann ég glöggt, hve heill hann var í allri sinni afstöðu, jafnt til stjórnmála sem tilver- unnar yfirleitt. Kom mér það raunar ekki á óvart, en eitt var það í gerð hans, sem kom fram í kosningaferðalagi okkar, en ég hafði alls ekki haft veður af áður. Hann reyndist hafa frábærlega næmt skopskyn — og gekk þess síður en svo dulinn, sem skoplegt hefði mátt teljast í fari hans. Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Hann hefur sterka rödd og er stundum allt að því svo harðmælt- ur, að furðu gegnir. Hann fræddi mig svo á því á leiðinni ofan í Gufudal, að hann væri með ein- dæmum ólagvís. Og síðan kvað hann og söng þannig, hafandi eins hátt og hann gat, að það lá við ég ylti af hestinum af hlátri. í þessu „kveri", sem Halldór lætur frá sér fara á sjötugsafmæli sínu eru þrjátíu og sjö ljóð, þar af tvö þýdd. Annað þeirra er Höndin hans pabba eftir Anders Hovden, en það er einmitt ljóð, sem er í fyllsta samræmi við lífsviðhorf Halldórs, enda er það mjög vel þýtt. Svo mörg ljóð í þessari bók eru ort að gefnu tilefni — eru sem sé það, sem kallað hefur verið tækifærisljóð — að ætla má að í ljóði Halldór hafi aldrei litið á það sem markmið, hvað þá köllun, að komast í hóp viðurkenndra ljóð- skálda, og liggur nærri að ætla, að ósjálfrátt hafi hann þar verið að hliðra til fyrir bróður sínum, svo lík sem viðhorf þeirra voru í flestu eða öllu, en Guðmundur Ingi gaf út fyrstu ljóðabók sína 1938 og vakti hún — meðal annars vegna efnisvals — mjög mikla athygli. Að honum var gert gys af stjórn- málalegum andstæðingum, en hann af mörgum annars talinn sem skáld — arftaki Eggerts Olafssonar. Halldóri farast meðal annars þannig orð í eftirmála kversins: „Efni þessa kvers er þáttur í umræðu samtíðarinnar. En hvað sem um slíkt má segja, var ekki til þessarar útgáfu stofnað í áróð- ursskyni, og er þó fjarri því, að höfundur sé feiminn við að nefna predikun eða áróður fyrir góðu máli.“ Halldóri kemur það ef til vill á óvart, að ég tel flest bezt gerðu og hugþekkustu ljóðin í kverinu hans alls ekki geta talizt hafa að flytja neinn áróður. Þau lýsa fyrst og fremst öfgalaust jákvæðu og Halldór Kristjánsson mannbætandi viðhorfi höfundar- ins til veruleikans, jafnt hins innra Sem ytra. Eg bendi til dæmis á ljóðið Þú kemur í vor, sem er að mínum dómi lýtalaus óður til gróðrarafla tilverunnar. Hví skyldi slíkt ljóð frekar talið til áróðurs en tízkubundið og torrætt rímað eða órímað raus um það, hve skáld sé þjáð og þjakað af vonzku veraldar? Eitt er svo það, sem ég vil láta getið og mér þykir á skorta í Halldórskveri. Þar bryddir hvergi á hinu næma skopskyni höfundar, nema ef vera kynni í þessari vísu í kvæðinu Kvenhylli kjósum við allir: W.\A kvcnhylli kjósum viA allir rr kunnara on sogja þurfi. þaó stondur á sama sti«i hjá stráklinv; og viomlum kurfi. þ<» uppskoran volti á ýmsu t»K aflahroKd stundum tro«. or þráin. óskin og oólió hjá ollum á sama vo«.“ Halldór gerir ekki ráð fyrir neins konar meinvillu í þessum sökum, er eins og annars staðar náttúrubarn og gleymir meira að segja að gera ráð fyrir nokkru öfugsnúnu af völdum brenndra drykkja. Svo heill sem hann er, þarf ekki að spyrja hann eins og hann spyr í lokaerindi Halldórskvers: ..llvar Koymdir þú pund þitt? Ilvaó Koróiróu í da»{? Hvaó Kra*ddist á návist þinni? Varð glaóari fyludin moð hotri hran ok hjartari huKans kynni? Hvað hyKKÓir þú upp? Ilvorju har« hún þín hond? hvar hrauztu hindrun úr vo«i? Hvort hyKKÓir þú vita á voRlausri strond? Ilvar varstu á þossum do«i?“ Ég þakka svo að lokum hina af vinarhug árituðu bók og óska hinum sjötuga skörungi góðrar heilsu til starfa í þágu gróandi þjóðlífs. Mýrum í Reykholtsdal 1. nóvember 1980 Ciö PIOMEER = __■ . . . fyrir þá sem vilja /= - == == = aðeins það besta ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU LAUGAVEG 66 SIMI 25999 Frábær hljómflutningstæki með tæknilega yfirburði og hönnun fyrir fagurkera ATH.: Greiösluskilmálar eöa staögreiöslukjör Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík Portið Akranesi — Eplið ísafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði —M.M. h/f. Selfossi Eyjabær Vestmannaeyjum T / m \ \ » I 1 .! a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.