Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 57 Hellarnir litlu efst i hömrunum. og síðan hverfa þeir héðan með mismunandi miklar endurminn- ingar í farangrinum. En mig iangar til að skoða eitthvað af þessum hellum, sem neðan frá séð voru eins og pínulítil göt í fjöllin. Ég var að vísu ekki tiltakanlega skynsamiega klædd til fótanna að ieggja í fjaligöngu, en þá var bara hægt að kippa af sér skónum og ég fann ekki að ég væri sárfætt fyrr en niður var komið. Og sem við vorum nú á leiðinni niður, göngum við fram á Bedúínakonu, sem er á leiðinni til hellis síns. Ég bað Khalil spyrja, hvort ég mætti taka af henni mynd. Hún ansaði því engu, tók undir hönd mér og spurði, hvort ekki mætti heldur bjóða mér í te í helli sinum. Fyrir framan var stór slétt hella og á henni stóð tjaldið. Nokkur börn, kannski sjö eða átta voru þarna að leik, óhrein, sum berrössuð og í gauðrifnum fötum. Sjálf var bedúínakonan, Taomi- klædd í snautlegan en skrautlegan og útsaumaðan búning, en svo snjáðan að af var mesti glansinn. Hellirinn hefur kannski verið tíu fermetrar, þar bauð hún okkur til sætis á þunnum dýnum en settist sjálf á gólfið, svo og börnin öll. Þarna voru nokkrir kassar, prímus var í tjaldinu úti fyrir, fataleppar, vaskafat, teppi og þvottur á snúru. Annað muna sá ég ekki. Taomi var hin ræðnasta og Khalil túlkaði. Hún sagði mér, að hún ætti mann sem væri í vinn- unni þessa stundina: hann var með úlfalda sinn niðri í dalnum að skemmta ferðamönnum. Þau áttu saman sjö börn og hún hafði ekki hugmynd um, hvað þau væru gömul, aftur á móti væri það yngsta enn á brjósti. Að svo mæltu gaf hún einu barnanna snöfurmannlega fyrirskipun um að kveikja undir katlinum og innan skamms kom drengurinn með grútskítugan ketil og skenkti tei í þrjú skuggaleg smáglös. Taomi þreif til sín yngsta barnið, sem eitthvað hafði verið að æmta, greip fram úr blússunni annað brjóstið og gaf barninu að sjúga. Hún hélt stöðugt að mér teinu og langaði líka mikið til að vita hvað ég væri að gera þarna, fæstir ferðamennirnir færu svona hátt upp í klettana. Svo spurði hún mig hvort ég ætti börn. Ég sagðist eiga þau fjögur. Þá datt yfir hana. Hvers vegna í ósköpunum ég færi frá þeim. Hver hugsaði eiginlega um þau. Mér vafðist tunga um höfuð að gefa skýringu á athæfi mínu og beindi talinu að öðru, því að ég er sannfærð um, að endan- lega hefði verið fram af henni gengið, ef hún hefði komizt að því í ofanálag, að ég ætti engan mann, hvað þá heldur úlfalda. Taomi sagði mér aðspurð, að hún ætti sér þann draum að börnin hennar lærðu að lesa, hún gæti ekki ímyndað sér að neitt væri skemmtilegra en kunna það. Aftur á móti sagðist hún þekkja tölustafina, því að hún fyndi nefnilega stundum stórmerkilega forngripi í fjöllunum og seldi þá — en bara einstöku sinnum. Þegar barnið hafði sogið nægju sína, vatt hún sér á fætur og náði í ofurfallegt armband og hampaði því framan í mig. Ég þóttist viss um, að ég ætti að kaupa þetta fyrir gestrisnina. Óekki. Hún ætl- aði að gefa mér gripinn og bað mig hugsa til sín, þegar ég bæri hann. Þegar við létum hestana skokka aftur út dalinn og að skarðinu, var sólin farin að lækka á lofti og litaði efstu tinda hamranna. Það var fögur sjón. Daoud bílstjóri var orðinn óþol- inmóður, þegar við komum loks til baka. Hann hafði látið panta handa mér hádegisverð í litla veitingahúsinu og nú var klukkan að verða fjögur, ef ekki meira. En geðgóðir þjónar gáfu mér samt kaldan kjúkling og hrísgrjón og einkar kærkominn stóran bjór. Svo lögðum við af stað áleiðis til Amman. Að þessu sinni fórum við Eyðimerkurveginn, sem er beinni og styttri og afar tilbreytingar- laus. Þó voru sums staðar bedúínatjöld og úlfalda- eða geita- hjarðir voru á rölti. Með tuttugu og fimm kílómetra millibili voru litlir áningarstaðir þar sem fólk gat fengið sér smáhressingu. Von bráðar var komið myrkur, aðeins ljósin á bílnum Daouds og stjörnur á himni lýstu leið, ég steinsofnaði og mig dreymdi ég væri að drekka te í bedúínahelli í hömrum Petra. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Megum við fá meira að heyra? Fríða Sigurðardóttir: betta er ekkert alvarlegt, smásögur. Ctg. Skuggsjá 1980 Níu smásögur eru í þessari bók og sú fyrsta ber titilinn, sem höfundur hefur gefið bókinni. Sú þykir mér þó ekki sérstaklega merk: hún er um hugrenningar manns sem ekki fær sofið um nætur, lýsir þrám hans, og brengl- uðum hugmyndum sem af þessu spretta. En við lestur þessarar sögu er þó forvitni lesandans vakin, því augljóst er að Fríðu Sigurðardóttur er gefin sá hæfi- leiki að skrifa smásögu, sem er ekki allra. Margir hafa orðið til að gera úttekt á smásagnaskrifum og því lýst vel og vandlega hversu ólík lögmál gildi um gerð hennar ellegar skáldsögu, og þarf ekki að fjölyrða um það. Fríða Sigurðardóttir er kannski ekki beinlínis innhverf í skrifum sínum, en hins vegar á það við um sögur hennar að þar er ekki allt sagt, lesanda er látið eftir að túlka ýmislegt sjálfur og umfram allt tekzt höfundi að laða fram and- Fríða Sigurðardóttir Bókmenntlr eftir JÓIIÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR rúmsloft hverrar sögu um sig, svo að verður verulega áhrifaríkt. Henni er líka gefin hæfileiki til að nota ýms konar smáviðvik og hreyfingar persóna til að lýsa hugsunum þeirra og eykur það á gildi þeirra að mínum dómi. Næmi hennar á tilfinningar og sálarlíf barna kemur skýrt fram í sögun- um „Spegill" og „Ein örfleyg stund" sem eru ákaflega vel gerð- ar. I „Eg og þú“ segir frá korn- ungri stúlku, sem elur óvelkomið andvana barn og viðbrögðum ætt- ingja og umhverfis lýst, en um fram allt er þó fallega unnin lýsingin á ungu stúlkunni sjálfri. Mér finnst Fríðu Sigurðardótt- ur takast sízt upp, þegar hún er með vangaveltur um svo sem ekki neitt, eins og í sögunni „Draumur- inn“ og sagan um gömlu konuna í strætó var kannski ekki út í hött, en ekki rétt meira en svo. Höfundur skrifa fallegt mál og virðist eiga mjög auðvelt með að tjá hugsanir sínar á áreynslulaus- an og oft ljóðrænan hátt. Þótt þarna sé aðeins brugðið upp per- sónum á fáeinum síðum í hverri sögu verða þær margar hverjar svo lifandi og sannferðugar, að lesandi hefði viljað fá meira að heyra. Og vonandi við fáum það, því að hér er á ferð með athyglis- verðari höfundum, sem ég hef lesið eftir bók um langa hríð. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERÐ AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152 - 17355 Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremiö á markaönum Þúsundir barna um viöa veröld hafa um árabil veriö þattakendur i visindalegri Colgate-pröfun og hefur hún ótvirætt sannaö aö Colgate MFP fluor tann- krem heröir glerung tannanna við hverja burstun, þannig aö tennurnar veröa sifellt sterkari og skemmast siður. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa bornum sinum. ai 1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og herðir hann. 2 Þess vegna verður glerungurinn sterkari Og börnunum likar bragðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.