Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 67 A leiðinni Laugarásbíó • Xanadu, sá kunni söng- leikur með vinkonu okkar úr Grease, Oliviu Newton-John og góðkunningja úr gömlum dans- og söngvamyndum, Gene Kelly, verður að öllum líkindum tímamótamynd í ís- lenskri kvikmyndahúsamenn- ingu, þar sem hún verður hin fyrsta sem sýnd verður með nýrri hljómburðartækni, Dolby, (sjá frétt annars stað- ar á síðunni), auk þess sem hún verður jóiamynd kvik- myndahússins. Xanadu er glæný dans- og söngvamynd, gerð með þarfir nútímans í huga. Nú voru það ekki Cole Porter eða Rodgers & Hammerstein sem ráðnir voru til að semja tónlistina, heldur hin vinsæla hljóm- sveit ELO. Og mörg laganna þekkjum við vel nú þegar, úr óskalagaþáttum. • The Island. gerð eftir metsölubók Benchleys, (Jaws, The Deep), er nútíma sjó- hrakningasaga, þar sem að skipbrotsmenn lenda í úti- stöðum við sjóræningja og annan trantaralýð. Michael Caine og David Warner fara með aðalhiutverk en Michael Ritchie leikstýrir. • Coal Miner's Daugter, nefnist mynd um country- söngkonuna vinsælu, Lorettu Lynn, sem braust úr sárafá- tækt til frægðar. Myndin hefur hlotið góða dóma og aðsókn. Leikstjóri Michael Apted en Sissy Spacek fer með hlutverk söngkonunnar. • Við kynntumst þeim félög- Robert Redford og Jane Fonda bresða á leik í The Electrie Ilorseman. líflegasta rokkmynd sem gerð hefur verið, og fjölmargir, þekktir tónlistarmenn koma fram. Leikstjóri er John Landis. • Little Miss Marker, er góðlátleg gamanmynd um roskinn bragðaref og telpu- krakka sem er þröngvað uppá hann. Hér fara þau Walther Matthau, Tony Curtis og Julie Andrews með aðalhlut- verkin. • Eins og flestum er kunn- ugt, þá hættir þeim í Holly- wood við því að gera hálf- gerðar framhaldssögur úr vinsælum myndum, þar er Smokey and the Bandit eng- in undantekning og í sumar sem leið þyrptist fólk á Smokey and the Bandit Havc a Baby. Hér er teygður lop- inn þar sem frá var horfið í fyrri myndinni. Allir hinir sömu aðaileikarar fara með fyrri hiutverk en búið er að bæta hinum þrýstna Dom DeLouise í fjölskylduna. • Og síðast, en ekki síst skal telja The Electric ilorseman. myndina, sem hleypti af stað hinum svokölluðu „country” myndum, (Urban Cowbpy. Honeysuckle Rose. o. fl.). Hér fara þau á kostum, Robert Redford, áður fræg rodeo- stjarna, sem nú er farin að hafa ofanaf fyrir sér sem þátttakandi í ómerkilegri auglýsingaherferð; fréttakon- an Jane Fonda og Willie syngur að sjálfsögðu nokkra góða útlagaslagara í mynd- inni og það varð til þess að fjöldi Bandaríkjamanna fór að gefa þessari tónlist meiri gaum. Thc Elcctric Horse- man hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma og viðtökur. Leikstjórnin er í öruggum höndum Sidney Pollacks. Tveir makalausir: Belushi og Aykroyd í The Blues Brothers. um, Cheech og Chong, í reyk og svælu í Háskólabíói á dögunum, og hér er væntan- leg næsta mynd þeirra, sem að sjálfsögðu ber það frum- lega nafn Cheech and Chong’s Next Movie. Hvað þeir aðhafast er ekki aðal- atriðið, en þessi er sögð taka þeirri fyrri fram. Sjálfur Chong leikstýrir. • Og þá er von á myndinni sem fór með taugakerfið í Marty karlinum Feldman, In God We Trust, en þetta var önnur mynd hans sem leik- stjóra. Við skulum vona að hún sé ekki drepleiðinleg og Eyjólfur hressist. Og hið ágæta mottó myndarinnar er: „Ef guð hefði ekki ætlast til þess að sumt fólk yrði fátæk- ara en annað, hefði hann aldrei látið gefa út Bibliuna í vasabókarbroti...“ • Hopscotch, nefnist sú mynd sem nýtur hvað mestra vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þetta er ein af þessum léttu gaman- myndum sem öllum eiga að geta komið í gott skap. Bakgrunnurinn er leyniþjón- ustur stórveldanna. Með aðal- hlutverkin fer góðkunnugt par, Gienda Jackson og Walt- her Matthau. Leikstjóri: Ron- ald Neame. •Ein vinsælasta mynd vestan hafs á þessu ári, og ein sú geggjaðasta að aukii, er The Blues Brothers, með John Belushi, (Animal House) og Dan Aykroyd. Þetta er ein Stjörnur nútíðar og fortíðar: Olivia Newton-John og Gene Kelly í Xanadu. ínm Vítt og breitt ChrisBreager KVIKMYNOIN afturhverfi, („flash-back“), og þar fram eftir götum. Stutt- orðar upplýsingar gefnar um hljóðupptöku og biöndun og flest annað það sem máli skiptir við kvikmyndagerð. Því næst er rennt yfir þróun- arsögu kvikmyndanna, aiit frá því þær hófu göngu sína í lok síðustu aldar og fram á okkar tíma. Þar er kafli um íslenskar myndir, e. þýð., útskýrt hvað átt er við með hugtökunum „neðanjarðar myndir", pólitískar myndir, heimildarmyndir og drepið á nokkrar stefnur. Það styttist nú óðum að við tslendingar fáum notið Dolby hijóð-byltingarinnar í kvik- myndum, líkt og grannar okkar allir. Háskólabíó, Aust- urbæjarbíó og Laugarásbíó eru að fá sín tæki en það síðastnefnda rennur að öllum líkindum fyrst á vaðið, og mun frumsýna jólamyndina með þessari tækni, um miðj- an desember. Það kemur og fram annarsstaðar á síðunni. Gretar Hjartarson, for- stjóri Laugarásbíós, kvað tæknibúnaðinn kosta 12—13 millj., en hann uppistendur m.a. auk Dolbytækisins, af þrem nýjum mögnurum og tólf dreifihátölurum sem komið verður upp víðsvegar um saiinn. En þess ber einnig að gæta, að hér er ekki verið að eltast við tækninýjungar eingöngu — þó byltingarkenndar séu — heldur eru kvikmyndahús- in jafnframt að endurnýja áratugagömul hljómflutn- ingstæki, sem flest eru löngu úr sér gengin — líkt og áheyrendur vita. Hver vikan líður nú af annarri án nokkurra stór- merkja í kvikmyndaheimi borgarinnar. Ljósustu punkt- arnir, þessa dagana, eru Iljónahand Mariu Braun, í Regnboganum. og endursýn- ing hinnar vönduðu skemmti- myndar, I næturhitanum, í Tónabíói. En þessi, tvímæla- laust langbesta mynd Jewi- son, virðist falla ungu kyn- slóðinni ekki síður vel í geð, en okkur hérna á árum áð- ur... Þeir kumpánar, Cheech og Chong, svæla látlaust í sig óþverrann í náskóiabíói. við talsverðan fögnuð áhorfenda, Rósin er tekin að fölna í Nýja Híói, enda ekki nema von eftir fimm vikna úthald. Henni hefði ekki veitt af táraflóðinu sem lítið sjatnar í Gamla Bíói. Og ef þið hafið ekki enn farið á Emanuellc. myndina að sjálfsögðu, þá gefst nú tækifæri, því Stjörnubíó er rétt einu sinni búið að dusta af henni rykið. Enda iöngum von á kúnnum þegar sú brokkgenga frú er á boðstólum. Varð hinsvegar að hætta sýningum á af- bragðsmynd, Remember my Name, eftir örfáa daga. Öm- urlegt en satt. Svo tjáði mér bóksalinn minn, að breska kvikmynda- ritið Films and Fiiming væri nú hætt göngu sinni, þar sem útgáfufyrirtæki þess, Han- som Books, væri orðið gjald- þrota. Þó er ekki öll nótt enn úti fyrir þessu 26 ára gamla tímariti, þar sem að nýir aðilar hafa sýnt áframhald- andi útgáfu þess áhuga. En Hansom Books gaf út sjö önnur tímarit um listir og menningarmái, (Books and B(Miksmen, Plays and Play- ers. o.fl.) og F & F var það eina sem var rekið með hagn- aði að undanförnu. Þrátt fyrir að efni blaðsins væri á stundum ærið rýrt (var þó í sókn undir lokin), er óneitanlega að því sjónar- sviptir. Lengi vel, eða frá því að undirr. hóf að kaupa það, um 1960, og fram undir 1970, var það eitt lang-læsilegasta kvikmyndatímaritið á mark- aðnum hérlendis. Það hefur áreiðanlega glatt velflesta lesendur bókarinnar Centennial. er sýningar hóf- ust á sjónvarpsþætti sem gerður var eftir þessari sögu- legu metsölubók Micheners. I stuttu máli, þá er Cen- tennial bráðskemmtileg og fróðleg lýsing á landnámi Vestursins, en sagan er látin gerast í og umhverfis ímynd- aðan bæ í Colorado-fylki. Hófst, einsog við sáum, á þeim tímum er indiánar voru allsráðandi þar um slóðir, áður en „bleiknefjar" börðu Klettafjöllin augum. Hér er komið víða við sögu; búsetu hvita mannsins, erjur þeirra við frumbyggjana, gullæðið, og svo mætti lengi telja. Til sögunnar koma margar lit- ríkar og minnisstæðar per- sónur. Endar á fyrri hluta þessarar aidar. Þessir gagn- merku þættir eiga örugglega eftir að njóta mikilla vin- sælda hér sem annarsstaðar þar sem þeir hafa verið sýnd- ir. Nýlega er útkomin á ís- lensku fyrsta handbókin um kvikmyndir og nefnist hún einfaldlega Kvikmyndin. (Film á frumm.), e. Danann Chris Brögger, í þýðingu Ein- ars Más Guðvarðarsonar. Hann hefur jafnframt aðlag- að bókina islenskum aðstæð- um og m.a. bætt við kafla um myndirnar Bónda og Lilju. IÐUNN Film kom fyrst út árið 1966 og hefur verið notuð við kvikmyndakennslu í dónskum grunn- og framhaldsskólum síðan. Verður ekki annað séð við lestur bókarinnar, en hún uppfylli ágætiega þær óskir höfundar að „... bókin sé lesin er ekki lærð, veki um- ræður og stuðli að gagnrýn- inni skoðun á kvikmyndum". Á fyrstu síðum Kvikmynd- ar er fjallað um gildi þessar- ar listgreinar, síðan hvernig mynd verður til og verksvið leikstjórans. Útskýrð ýmis hugtök er varða kvikmynda- gerð, einsog lota, klipping, hæggengi, („slow motion"), Síðan kom kaflar um grein- ingu örfárra mynda, kvik- myndagagnrýni og dóma og áhrif þessa miðils á þjóðfé- lagið. I lokin er birt íslenska kvikmyndalöggjöfin og lítt tæmandi listi yfir kvik- myndabækur og umdeilan- legur. Kvikmynd er stutt og oftast laggóð handbók, sem kemur ungum áhugamönnum að góðu gagni. Bætir úr algjörum skorti á fróðleik um þessa vinsælustu listgrein samtímans og eiga útgefandi og Einar Már, sem þýtt hefur bókina á lipurt og læsilegt mál, þakkir skildar. Kvikmynd er pappírskilja, 96 bls., auk 12 myndasíðna. Útgefandi Iðunn, 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.