Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 71 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hér kemur það einfaldasta af öllu einföldu, bakaður fiskur Ég hef vissulega nefnt hann áður, en möguleikarnir eru svo margir, að það sakar ekki að nefna hann enn og aftur. Fisk- urinn nýtur sin afar vel, mat- reiddur á þennan hátt. En til þess að hann verði góður, þarf hann auðvitað að vera alveg glænýr, gljáandi og stinnur, þeg- ar hann fer inn í ofninn. Og svo verður að gæta hans vel og vandlega, svo hann þorni ekki um of í ofninum. Það er alveg ótrúlegur munur á fiski, sem er rétt hlaupinn saman og jafnvel aðeins rauðleitur við beinið, og svo fiski, sem er þurr og gulhvít- ur af of langri vist í ofninum. Hæfilega bakaður fiskur bráðnar í munninum, ilmur og bragð blómstra. Já, þetta er skáldleg lýsing, en hún hæfir vel þessum öndvegis mat... Góða skemmtun! Of nbökuð ýsa Ýsa var það heillin, sagði ofninn. Það þykir hæfilegt að reikna með 10 mín. á hver 500 gr. En þið getið litið eftir fiskinum og fylgzt með hvað bakstrinum líður, svo ekki þorni fiskurinn ... Og hvað á svo að bera fram með svona lostæti. Soðnar kart- öflur eru sjálfsagt meðlæti, ekki sízt á þessum árstíma, meðan kartöflurnar eru enn góðar. Kartöflur eru býsna mikilvæg- ur matur fyrir okkur hér. Meðal annars vegna þess að þær eru góður C-vítamíngjafi. Þær innihalda reyndar ekki mikið af því, en vegna þess að flestir borða kartöflur nær daglega allt árið um kring, skipta þær miklu máli. í stað kartaflna er ekki slæmt að nota gott brauð. Soðinn fiskur með hömsum, hamsatólg, hefur lengi verið hvunndagsmatur. Ég hef grun um þeim fækki, sem nota tólg út á mat sinn. En það er ekki úr vegi að minna á að hún er til. þessum tíma hafa verið fremur einfaldar, og ekki jafn stór- brotnar eða jafnvel yfirgengi- legar, eins og seinna varð. Mat- reiðslubókin er sennilega ann- aðhvort safn af uppskriftum, sem voru eignaðar honum eða einfaldlega heitin eftir honum, því hann var þekktur. En hvað sem því líður er hún býsna merkileg heimild, og þar má finna ýmislegt girnilegt annað en kapers. Einnig sést að mat- arsmekkur hefur breytzt, því ýmislegt í bókinni þykir nú skrýtinn samsetningur. Það er sorglegt að okkar skriftarglöðu og fræðilega þenkjandi forfeð- ur á 13. og 14. öld skyldu ekki festa nokkrar af uppáhalds upp skriftum sínum á bókfell. Varla hefði iðjumanninn Snorra Sturluson munað um að fylla nokkur skinn með slíkum fróðleik. Og höfundur Laxdælu segir frá því að Guðrún Ósvíf- ursdóttir gekk til fundar í lauka- Ofnbakaður fiskur kerlingin. Ýsa hefur ekki þótt neinn sérstakur veizlumatur, eins og oft er um algengan mat. En góð og vel matreidd ýsa er auðvitað hátíðamatur. Og svo er hún svo ódýr, að það þarf ekki að bíða hátíða til að veita sér þann munað. Notið endilega heila ýsu. Beinin gefa gott bragð og safa og svo er hún ódýrari þannig. Hafið hausinn á, ef ykkur sýnist svo. Setjið ofninn á 200°. Smyrjið álpappír og setjið á fat. Þar á leggið þið ýsuna, sem þið hafið áður tekið sporðinn af, á smurðan pappírinn. Lokið síð- an pappírnum, eða því sem næst. Nú er ekki annað en að setja fatið inn í fullheitan Smjör hefur víðast komið í stað tólgar, og hér sting ég upp á að þið notið bragðbætt smjör með. Smjör með kapers Kapers eru óútsprungnir blómhnappar runna, sem vaxa í Suður-Evrópu. Þeir smávöxn- ustu eru bestir og kallaðir á frönsku nonpareilles, eða óvið- jafnanlegir. Bragðið af blóm- knöppunum er svolítið piprað. Þetta hafa menn snemma upp- götvað og farið að nota þá sem krydd, og gjarnan lagt þá í edik, til að þeir geymdust. Þeir eru nefndir í einni af elztu mat- reiðslubókum sem til er. Hún er rómversk og kennd við Apici- us nokkurn, sem var uppi við upphaf tímatals okkar. Apicius var lífslistamaður og matmað- ur. Hann var frægur fyrir góðar uppskriftir og stundaði matar- gerð af kappi og hafði mat- reiðsluskóla. Apicius var uppi á blómatíma Rómaveldis, áður en hnignun tók við. Uppskriftir á garði sínum, en þegir um hvað það var sem konan ræktaði ... En við vorum að hugsa um að nota papers í smjör. Þið þurfið um 100 gr af smjöri handa fjórum. Af því að við erum oft að stússast í matnum á síðustu stundu, er óþarfi að bíða eftir að smjörið mýkist. Stappið eða hrærið 1 msk af kapers í smjörið, ásamt safa úr 1/2 sítrónu og svolitlu af ný- möluðum pipar. Þar með hafið þið ljómandi smjör með fiskin- um. Ef ykkur sýnist svo, getið þið brætt smjörið og sett kapers, sítrónusafa og pipar í það. Frakkar borða gjarnan brætt smjör með kapers með soðinni skötu, sem þeir meta mikils. Hafið þetta á bak við eyrað, næst þegar þið eruð með skötu eða tindabikkju. Ábætir — búðarfréttir Um daginn var mér gengið fram hjá verzluninni Kirkju- felli. Þá sá ég útundan mér kunnuglega leirpotta. Ég leit betur á og sá þá að í þeim voru ilmkerti. En viti menn ... Við hliðina á kertunum gat að líta dýrindis franskt sinnep, krydd- jurtir og hunang. Þetta eru vörur frá því sólríka og al- þekkta matarhéraði Provence í S-Frakklandi. Leirpottarnir eru nokkurs konar vörumerki þarna. Hafið þetta í huga, þegar þið farið að hugsa um jólagjafir. Ef þið þekkir mataráhugafólk, er ég ekki í vafa um að það verður alsælt að.fá slíkt hnoss- gæti í jólapakkanum. Og ekki má gleyma öðrum gjafatækifærum. Síðast en ekki sízt er þetta tækifæri til að gæða sér og sínum. Ég vona að þessar vörur fáist þarna sem lengst Annað, sem er ekki úr vegi að hafa í huga í skammdeginu eru kerti þá er alveg tilvalið að kveikja á gamaldags býflugna- vaxkertum. Kertin eru steypt í Sólheimum í Grímsnesi og eru seld til ágóða fyrir vistheimilið þar. Kertin eru hrcint út sagt frábær. Þau brenna mjög vel og gefa ljúfan og sætan ilm. Og ekki er verra að ágóðinn af kertasölunni kemur í góðar þarfir. Þau eru ákjósanleg til að lýsa upp skammdegið ... Kertin fást í Kornmarkaðnum og Vörumarkaðnum, og koma væntanlega á næstunni í búsá- haldaverzlun H. Biering á Laugavegi 6. Þau fengust í Glæsibæ í fyrra og kannski enn, og vonandi verða þau víða á boðstólum. Um dreifingu kert- anna sér Lionsklúbburinn Ægir. Fyrr í haust nefndi ég hreindýrakjöt. Ég sá að í kjöt- verzlun Tómasar er enn til hreindýrakjöt, fyrir þá sem enn hafa ekki náð sér í þetta lostæti, sem sumum finnst handan og ofan við annað kjöt. Ganilir sem nýir... allir þurta ljósastillingu Verið tilbúin vetrarakstrl með vel stillt Ijós, það getur gert gæfumuninn. Sjáum einnig um aliar viðgerðir á Ijósum. Höfum til luktargler, spegla, samlokur o.fl. I flestar gerðir bifreiða. BRÆÐURNIR ORMSSON% LÁGMÚLA 9 SÍMI 3(820 IÍAS1MINN ER: 22410 JHorounbtsbiti Gjafavöruverzlun til sölu Höfum fengiö til sölu þekkta gjafavöruverzlun í fullum rekstri á einum bezta staö í miöborginni. Viöskiptasambönd m.a. umboö fyrir þekktar vörur fylgja, ásamt lager og innréttingum. Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofunni (ekki í síma). Eignamíðlunin, Þingholtsstrœti 3, Reykjavík. Nýkomin Zimmermann og August Förster Piano. Getum afgreitt á þessu ári flygla frá August Förster og Bluthner. Lampar og gler hf. Suðurgötu 3 — Sími 21830. Klementínur Marokko — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Melónur — Epli rauö — Epli græn — Appelsínur — Sítrónur — Greipaldin Jaffa — Bananar — Ananas — Avocado — Kókoshnetur — Kiwi. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.