Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 Fréttabréf frá Alsír Lýsing íslensks sjónarvottar á náttúruhamförunum upp til fjallanna, eru ekki byggð til að þola aðrar eins hamfarir og hrundu unnvörpum, eins og skilj- anlegt er, þegar nýreist steinhús í borginni hrundu eins og spila- borgir. Þessir fjallabúar eru fá- tækir og nú höfðu þeir misst það litla sem þeir áttu og liðu hungur. Úr þyrlum, sem flugu yfir, sáu menn fólk hópast saman og veifa og kalla í örvæntingu sinni, og margt fólk virtist ráfa sinnulaust um rústir bæja sinna. Á þjóðveginum milli Algeirs- borgar og Oran kom það fyrir að hópar fólks stöðvuðu flutningabíla með matarbirgðir á leið til E1 Asnam og voru bílstjórarnir neyddir til að afhenda matar- farminn. Fimm dögum eftir jarðskjálft- ann voru hernum fengin öll völd í hendur og stjórnar hann nú öllum hjálpar- og viðreisnaraðgerðum, og annast störf opinberra stofn- anna og yfirleitt alla stjórn, hverju nafni sem nefnist, því að öll borgaraleg stjórnsýsla var í molum, sem áður segir. ' Það er reynt að koma fyrirtækj- um í gang sem hraðast, en iðnfyr- irtæki urðu yfirleitt ekki fyrir miklu tjóni. Ég veit ekki hvort það var nema ein vefnaðarverksmiðja, sem skemmdist að ráði. Sements- verksmiðjan í E1 Asnam, sem er ein sú stærsta í landinu, var tekin til starfa viku eftir jarðskjálftann, og víða í sveitunum á sléttunni eru að hefjast störf á ný og hafa margir bændur þegar hafið sán- ingu. Jafnframt því sem unnið er að því að koma atvinnulífinu aftur í gang, er unnið að stækkun tjald- búða og bættri aðstöðu í þeim. Tjaldbúðirnar munu vera orðnar einar átta talsins í E1 Asnam og sú fjölmennasta með um 3 þúsund manns en koma þarf upp bráða- birgðarhúsum fyrir veturinn. Þá þarf að finna einhver ráð til að koma fyrir til kennslu 150 þúsund barnaskólanemum og 34.500 nem- um á miðskólastigi. í þessu efni hefur mönnum hugkvæmzt að breyta 600 gömlum strætisvögn- um í skólahúsnæði, og yrði þá rúm fyrir 40 nemendur í hverjum vagni, en einnig hefur mönnum dottið í hug að nota ónýta strætis- vagna fyrir matsali, því að þá þyrfti ekki annað en setja plötu milli sætanna, sem snúa hvert að öðru; og enn hafa menn á orði þriðja möguleikann með hagnýt- ingu gamalla vagna, en það er að breyta þeim í svefnskála. Þannig brjóta menn heilann um úrræði og kennir margra grasa í þeim bollaleggingum. Framtíðin Ekki mun enn vera ákveðið, hvernig háttað verður uppbygg- ingu borgarinnar. Sú er skoðun margra að hún hafi verið byggð of hratt, of þétt og húsin of há, þegar hún var reist úr rústum eftir jarðskjálftana 1954. Stjórnarherr- um á þeim tíma, Frökkum, er kennt um. Sérfræðingar munu hafa viljað byggja borgina eins og 10 km. lengra í vestur en gert var, en því ráði var ekki fylgt af stjórnvöldum, þar sem auðveldara og fljótvirkara var að koma upp húsnæði fyrir íbúana með því að nota lagnir og leiðslur, sem í lagi voru í gamla borgarsvæðinu. Þá segja menn og, að lítið hefði stoðað að teygja borgina 10 km. lengra í vestur, þar sem allt E1 Asnam héraðið er jarðskjálfta- og hættusvæði. Ríkisstjórnin mun ef- laust taka ákvarðanir sínar, eftir því sem jarðskjálftarannsóknir sýna að vænlegast sé að byggja, ef borgin á að standa. Mikil samhjálp ríkti með þjóð- inni. Langar biðraðir af fólki, sem vildi gefa blóð, mynduðust við Sumt aí fólkinu hefur ver- ið að reyna að hjálpa sér sjálft með því að hrófla sér upp skýlum úr pappaköss- um og allskyns braki. sjúkrahús í Algeirsborg. í þeirri borg, höfuðborg landsins, hafði mikill ótti við jarðhræringar grip- ið um sig og sváfu margir um nóttina á götum úti og höfðu þar með sér verðmæta muni sína. Sextán hús í elzta hverfi Algeirs- borgar (La Casbah) skemmdust svo, að þau voru ekki íbúðarhæf, en voru það nú naumast fyrir. Strax Var hafin víðtæk söfnun á matvælum, fötum og ábreiðum og stór hluti launafólks gaf dagvinnukaup eða meira. Álþjóðleg hjálp var einnig mik- il. Sérfræðingar,læknar og hjúkr- unarfólk streymdi hvaðanæva að, hver svo sem hugmyndafræði þess var. Því heyrðist fleygt að læknar væru jafnvel orðnir of margir um tíma. Bandaríkjamenn sendu strax 3 flugvélar, tvær hlaðnar tjöldum, ábreiðum og lyfjum og eina fulla af jarðskjálftafræðing- um og læknum. Ábreiður bárust jafnvel frá hinu sárfátæka „al- þýðulýðveldi" Shara (fyrrum spænska Sahara) og 3ja daga þjóðarsorg var fyrirskipuð. Hins- vegar heyrðist ekkert frá Mar- okkó. Alþjóðahjálpin er metin á meira en 100 milljónir dollara. Ekki er það þó nema lítill hluti þess, sem alsírska stjórnin þarf að leggja fram til uppbyggingar E1 Asnam- borgar og í héraðinu þar um kring. Telja margir líklegt að þetta mikla þjóðaráfall höggvi skarð í 5 ára áætlunina, þar sem gert var ráð fyrir að auka ýms lífsþægindi, svo sem að bæta húsakost lands- manna, en húsnæðisskortur var fyrir hjá þessari þjóð. Ætlunin var að reisa um 100 þúsund íbúðir árlega. Nú er talið að það vanti um eina milljón íbúða. Sögustíll Og SAGA. Tímarit Sögufélags. 384 bls. XVIII - 1980 Saga er alltaf að stækka, bæði að umfangi og fjölbreytni. í þessu hefti eru t.d. sjötíu síður undir ritdómum, meir en, hygg ég, nokkru sinni fyrr. Gott er það því nauðsynlegt er að flestar og helst allar bækur, sem hér koma út um söguleg efni og nokkurs virði eru, séu gagnrýndar á réttum vett- vangi og á faglegum grundvelli, auk venjulegrar blaðagagnrýni þar sem línurnar eru fremur dregnar út frá almennum sjónar- hornum. En meginefni ritsins er að venju þættir um afmörkuð, sagnfræðileg viðfangsefni, þeir eru hér á annan tug talsins. Minna er um langar ritgerðir en stundum áður en meira um stuttar greinar. Fremst er hugleiðing eftir Gunnar Karlsson sem nefnist Völd og auður á 13. öld. Margt hefur verið skrifað um þá litríku ritöld og vígöld og upplausnaröld, þar á meðal um efni þau sem Gunnar leitast hér við að brjóta til mergjar. Hvatinn að þessum skrifum er annars grein sem Gunnar birti f.vrir nokkrum árum í Sögu um valdahlutföll goða og bænda í íslenska þjóðveldinu og ritgerð eftir Helga Þorláksson frá síðasta ári um svipuð efni en niðurstöður hennar koma að sögn Gunnars »í ýmsum atriðum í bág við« ályktanir hans sjálfs í fyrr- nefndri grein. Hér gerir Gunnar hvort tveggja: að endurskoða fyrri athuganir sjálfs sín og skýra að hvaða leyti skoðanir þeirra Helga fara saman og eins í hverju þá greinir á. Fróðleg ritgerð, en ekki tæmandi sem naumast var heldur við að búast. Meðal annarra þátta má nefna Landskuld 1 mjöli og verð þess frá 15. til 18. aldar eftir Gísla Gunnarsson. Vitneskja um leigu- skilmála og landskuldir gefa greinagóða vísbending um hag bænda á fyrri öldum, svo og þjóðarhag yfirhöfuð. Gísli hefur gerla kynnt sér viðskiptasögu ís- lendinga á fyrrgreindum öldum og er þáttur hans fróðlegur, stað- reyndatal mestmegnis. En hvað er annars staðreynd? Eða er yfirleitt eitthvað til sem kalla má með réttu »sögulega staðreynd«? Þeim spurningum svarar Björn Þorsteinsson í rit- gerðinni Staðreyndir og saga. EVITA HÁRGREIÐSLU- OG SNYRTIVÖRU- VERZLUN, LAUGAVEGI 41, SÍMI 28828. T ízkupermanerit Glansvask Kllppingar Næringarnudd o.fl. Lokkalýsingar Tökum pantanir fyrir jólin. Í snyrtivörum bjóöum viö hiö þakkta, franaka anyrti- vörumorki JbtAyj PARIS'* óaamt ýmau ööru. OPID VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-6. LAUGARDAGA FRÁ 9-1. staðreyndir Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Ritgerðin er skrifuð í fjörlegum rabbstíl og gerir Björn grein fyrir viðhorfum eldri og yngri sagn- fræðinga til þessarar mjög svo viðamiklu fræðigreinar. »Sumir vilja,« segir Björn, »að sagnfræðin sé sem naktast staðreyndasafn, en aðrir að staðreyndirnar séu fram- reiddar í sem fagurfræðilegustum umbúðum og jafnvel fífilbrekku- stíl.« Síðan fullyrðir Björn að »við höfum aðeins átt einn guðsnáðar rithöfund meðal sagnfræðinga um mína daga«, og á hann þá við Sverri Kristjánsson. Erfitt er að mótmæla fullyrðingu sem svona er djarflega orðuð. Þó vil ég meina að fleiri hafi skrifað vel og jafnvel prýðilega um sagnfræðileg efni, t.d. Ásgeir Hjartarson — að ógleymdum Arnóri Sigurjónssyni sem einmitt er að verðugu minnst í þessu hefti, en Arnór lést sem kunnugt er á síðastliðnu vori. Arnór Sigurjónsson var vel menntaður sagnfræðingur þó sjálfmenntaður væri. Hann skrif- aði á fögru og vönduðu máli, átti auðvelt með að láta ímyndun sína hverfa til liðinna tíma og var gæddur góðri frásagnargáfu (sem er vissulega nauðsynleg hverjum þeim sem um sögu skrifar) þó frásagnargleði Arnórs væri af öðrum toga spunnin en hnyttni Sverris Kristjánssonar. Annars og eldri sagnfræðings er hér minnst, Steins Dofra, sem var einn af stofnendum Sögufélags og hét raunar réttu nafni Jósafat Jónasson. Sigurgeir Þorgrímsson ritar um hann ítarlegan oggreina- góðan þátt. Jósafat var í heiminn borinn á bæ einum í Þverárhlíð 1875, var af fátækum kominn og ólst upp í þvílíkri örbirgð að undrum sætti að hann skyldi yfirhöfuð komast til manns. Bændaþjóðfélagið gamla var ekki aðeins hart, það var líka einhæft og hafði sterka tilhneiging til að troða í svaðið hvern þann sem játaðist ekki skilyrðislaust undir lögmál þess, svo í orði sem í verki. Jósafat gerði hvorugt. Sem barn og unglingur hraktist hann bæ frá bæ og stundum stóð hann uppi í bókstaflegasta skilningi heimilis- laus. En þrjóskan og ættfræðin, sem hann fékk snemma áhuga á og iðkaði alla ævi, héldu í honum lífinu. Ættfræðin var honum í senn ástríða og þráhyggja. Á fullorðinsárum hvarf hann til Vesturheims þar sem hann tók upp fyrrnefnt höfundarnafn, Steinn Dofri, en undir því einu var hann þekktur síðustu árin hér heima. Greinarhöfundur segir að Steinn hafi verið allra manna handgengnastur fornbréfasafninu »og virðist hafa kunnað mikið af því utanbókar«. Fleiri stórmerkir og ágætir þættir eru í þessari Sögu þó ekki verði gerðir að umræðuefni hér. Ritið er sem fyrr bæði fræðilegt og alþýðlegt, sumt nálgast að vera staðreyndaupptalningin einber, annað hneigist meir í þá áttina sem Björn Þorsteinsson nefnir fífilbrekkustíl. Og svo allt þar á milli. Stétt sagnfræðinga hefur mjög vaxið á síðari árum, bæði að höfðatölu og sjálfstrausti, það blasir hvarvetna við á síðum þessarar bókar. Og Sögufélagið mun vera orðið ótrúlega fjöl- mennt. í bókarlok eru taldir nýir félagsmenn og fyliir sú skrá hvorki meira né minna en fjórar síður. Fjársvelti Myndlistar- skólans harðlega átalið ÞANN 14. þessa mánaðar var haldinn íramhaldsað- alfundur Félags íslenskra myndlistarmanna. Á fund- inum voru samþykktar áskoranir til ríkis og borg- ar varðandi fjárframlöK til myndlistar. Skoraði fund- urinn á stjórnvöld að beita sér fyrir aukinni fjárveit- ingu vegna listaverka- kaupa og annarrar starf- semi Listasafns íslands. Með núverandi fjárveit- ingu er safninu engan veg- inn kleift að sinna hlut- verki sínu. Fundurinn vítti harðlega það fjársvelti, sem Mynd- lista- og handíðaskólinn býr við. Núverandi húsnæði skólans og allur aðbúnaður er óviðunandi og illa til þess fallinn að búa að aukinni myndmennt í landinu. Ennfremur fögnuðu fund- armenn því nýmæli á vegum borgarinnar að veita árlega starfslaun til listamanns. Fundurinn mæltist til að borgaryfirvöld sæju til þess að starfslaunum yrði fjölg- að og styddu þannig fleiri listamenn til starfa. Einnig mæltist fundurinn til að fleiri sveitarstjórnir tækju sér Reykjavík til fyrirmynd- ar í veitingu starfslauna. FréttatilkynninK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.