Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 Ásgeir Jakobsson segir frá bók sinni „Gríms saga troll- araskálds“ Hin þríeina söguhetja Komin er út ný bók eftir Asgeir Jakobsson, „Gríms sajja trollaraskálds“. Af því tilefni snéri blaAið sér til As(?eirs og hafAi hann þetta um soguna að segja: „Þegar ég hafði skrifaði bæk- urnar um afreksmennina, Einar Guðfinnsson og Tryggva Ófeigsson, fannst mér ég þurfa að segja sögu af annars konar manni, sem aldrei myndi gera út skip og yrði aldrei fyrirmyndar- maður“, Það er margskyns fólk í henni veröld. Þessi maður er háseti á togara á stríðsárunum síðari, hann er að vísu ekki aldæla, því að hann yrkir jafn- framt því að hann hausar mik- inn fisk, auk þess sem hann er ekki sterkur á siðgæðissvellinu. Hann er þríeinn, skáld, hausari, dári, eða eins og segir í fyrsta kafla bókarinnar þrír ólíkir menn: Hin þríeina söguhetja Það er upphaf þessarar sögu, að tveir menn gengu að morgni í desember 1941 niður togara- bryggjuna í Reykjavík. Annar var að koma heiman frá sér morgunhress, en hinn úr tugt- húsinu og vissi ekki afhverju hann hafði verið þar. Þeir gengu þar til sem togari lá bundinn. Hann hafði komið úr siglingu daginn áður með kol í lestum og var dekkið þakið kolasalla eftir uppskipunina. Togarinn átti að halda út í veiðitúr eftir klukku- stund. Hlerar, bobbingar, vírar, lestarhlerar, netakúlur og haug- ur af netum og netastykkjum lá í beðju á dekkinu í kolasallanum. — Ekki hefur Tommi ort sína „Fögru veröld" um borð í togara, sagði tugthúsmaður þar sem hann stóð á bryggjukantinum og horfði ofan yfir skipið. — Talaðu ekki illa um togar- ann okkar, sagði hinn og stökk um borð. Tugthúsmaður lét sig síga eftir. Hann var ekki enn stökkfær. Hann var utan við sitt skip, þó hann væri um borð. Það geysaði heimsstyrjöld og hann var í henni, en varla hann tæki eftir henni. Land hans hernumið, en einnig þar var hann utangarðs. Þessi utangátta maður við starf sitt og stóratburði í kringum sig, sá samt margt sem aðrir sáu ekki, þó þeir stæðu hjá honum, og lifði margt sem aðrir lifðu ekki, þó þeir væru með honum í sama. Hann hafði sögu að segja, meiri en hinn, sem var heill, þar sem hann stóð. Grímur hét hann þessi maður, rúmt tvítugur að árum en varla undir þrítugu að lífsreynslu. Hann mundi ekki hann ætti neina bernsku og ekki heldur neina æsku, aðeins baráttu við berkla og sjóveiki og lúa. Hann vann á berklunum, hertist af sjóveikinni og stæltist af streð- inu. En það er margt sem gerir manninn. Grímur sagði svo um sjálfan sig, að hann væri þrír „Það tekur á taug- arnar að skrifa bók,“ sagði Ásgeir Jakobs- son, „svona var ég, þegar ég byrjaði á henni og svona þegar ég lauk við hana“. menn ólíkir og félli þeim illa sambýlið. Fyrstan þessara manna vildi hann telja kappann Þorgeir Há- varðarsson. Ekki vissi Grímur hvort honum var þorgeirskan í blóð borin — hann átti til slíkra að telja í bland — eða hvort hún var honum áunnin í sjómennsk- unni. Þorgeir réði fyrir öllu, sem til karlmennsku horfði, bæði til sjós og lands — nema kvenna. Hann var sem kunnugt er, mest hetja til forna og svo mikil að hann lagðist aldrei ofan á kven- mann, því hann vildi ekki liggja láréttur í sínum hetjuskap. Það var honum sorg að missa frá sér lifandi mann, sem lá vel við sverðshöggi. Þorgeir naut sín þokkalega sem hausari á togara. Ólafur Kárason Ljósvíkingur var annar þeirra manna sem bjuggu í Grími. Hann réði fyrir hugleiðingum og draumum og öllum aumingjaskap. Hann var skáld, þó ekki dygði það honum til afreka i skáldskap. Líkt og Þorgeir var mest hetja, sem sögur fara af, var ekki finnanleg saga af meiri aumingja á íslandi en Ljósvíkingnum. Hann bar aldrei hönd fyrir höfuð sér og þó lömdu hann allir, skömmuðu hann allir, spörkuðu í hann allir. Það var honum mest raun að standa uppréttur. Hann þráði að deyja liggjandi. Þorgeir aftur- ámóti standandi og kom þannig hornréttur á Ljósvíkinginn — enda urðu oft með þeim harðar deilur. Þorgeir þoldi ekki aum- ingja og hinn ekki hetjur. Það var þó auminginn, Ljós- víkingurinn, sem í körinni byggði Grími eigin heim og reisti múr umhverfis hann. Þá er að nefna strák í auga — Það var strákurinn Móri. Hann er varla til á bókum, hann var ekki eins illur í sér og þjóðsagna mórar, líkari glaðlyndri skottu. Það sást oft á Móra í augum Gríms, þegar honum datt eitt- hvað spaugilegt í hug. Móri réði fyrir margskonar uppátekt og hafði mjög brenglaða siðferðis- vitund. Ljósvíkingurinn orti lítillega í laumi og þá helzt harmþrungin ljóð, eða vildi að þau væru svo. Strákurinn Móri hló að þeirri ljóðagerð og skauttogaði ljóðin fyrir Ljósvíkingnum, hnýtti aft- an við þau strákslegum hending- um ef hann þá ekki spillti öllu ljóðinu. Oft hló Móri líka dátt að Þorgeiri, þegar hann sperrti sig sem mest í sínum hetjuskap — og var þeim báðum kalt til Móra, Ljóvíkingnum og Þorgeiri. Þessari þrískiptingu kenndi Grímur, að hann var maður reikull í ráði. Jafnframt þessari sögu af Grími trollaraskáldi tel ég bók- ina haldgóða lýsingu og þá einu sönnu, sem sést hefur um sókn- ina á gömlu ryðkláfunum á stríðsárunum," segir Ásgeir áfram um söguna. „Það sem ég segi um togarana og hvernig þeim var beitt í sókninni er söguleg staðreynd, sem varð að bókfestast... Togarinn, sem lá í nösunum og gat vel kallazt „Dauðinn á hnjánum", togarinn, sem lagðist undan lifrartunnu, sem hífð var uppá bátadekkið og ég kalla „Tunnu-Jarp, og togarinn, sem liðaðist undan sjónum og mátti vel kallast „Kynbomban" var einnig í sókninni á þessum árum gamalla skipa en mikillar græðgi. Það kann að vera að einhverj- um lesanda finnist djarflega sagt frá samskiptum kynjanna, en því er til að svara, að það er ekki klám, heldur verklýsingar líkt og hausun á fiski eða öðrum sjóverkum í bókinni. Það þarf verkkunnáttu til að afklæða kvenfólk, menn eru mjög mis- lagnir við þau verk eins og önnur. Grími voru mislagðar við það hendurnar eins og fleira. Þess ber að geta í þessu sam- bandi að á stöku stað varð ég að nota orðatiltæki, sem sjómenn notuðu tíðast. Annað og veikara orðafar hefði verið hlálegt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.