Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 Farþegar um borð í flugvél, sem er rænt, geta orðið fyrir sálrænu áfalli, sem þeir eru lengi að jafna sig á. I einni rannsókn sem á þessu var gerð, kom í ljós, að sumir urðu svo þunglyndir að ekki varð til annars jafnað en hjá fyrrv. föng- um í útrýmingarbúðum nasista á sínum tíma. Andreas Plöger, sem er prófess- or við Tækniháskólann í Aachen, segir, að jafnvel þremur árum eftir að flugránið átti sér stað vakni margir upp af svefni skelf- ingu lostnir, séu myrkfælnir og fyllist ótta þegar þeir sjá ein- hvern, sem líkist flugræningjun- um. Plöger hefur það verkefni að rannsaka þau sálrænu áhrif, sem flugrán getur haft á farþega vélarinnar. 13. október árið 1977 rændu fjórir Palestínumenn Lufthansa- þotu, sem var á leið frá Mallorca til Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Attatíu og tveimur farþegum og fjórum flugliðum var haldið í Gíslinn er ekki hólpinn þótt hann sé laus gíslingu í fimm daga, en á þeim tíma var vélinni flogið til Rómar, Nikosíu, Aden og Mogadishu þar sem gíslarnir voru loks frelsaðir í skyndiárás þýskrar víkingasveit- ar. Rannsóknum Plögers er ekki að fullu lokið en þó segist hann geta fullyrt, að flestir farþeganna hafi orðið fyrir miklu sálrænu áfalli. Viss hljóð, sem minna á fyrirskip- anir ræningjanna um borð í flug- vélinni, valda ótta hjá fólkinu og ýmsir erfiðleikar hafa komið upp milli hjóna. Tvenn hafa enda skilið síðan. Sumir farþeganna fylltust sekt- arkennd og sjálfsásökunum, eins og t.d. maðurinn sem fannst hann vera samsekur ræningjunum, jafnvel eftir að þeir höfðu skotið flugstjórann að farþegunum ásjá- andi. Eða þá konan, sem leiðtogi ræningjanna misþyrmdi. Hún átti sér um nokkurn tíma á eftir aðeins eina ósk, sem var sú að verða félagi í samtökum ræningj- anna. Sextán farþeganna hafa þurft á hjálp geðlæknis að halda en Plög- er segir, að koma hefði mátt í veg fyrir það ef þeim hefði verið sinnt strax eftir flugránið. Ekki eru afleiðingar flugránsins allar á einn veg fyrir farþegana. Margir þeirra líta nú lífið öðrum augum en þeir áður gerðu og tilfinningaleg tengsl þeirra við annað fólk eru heilbrigðari. Þeir eru umburðarlyndari og örlátari gagnvart samborgurum sínum. - ANNELIESE STANKAU Engir aufúsuY gestir -að ekkif sé meira sagt Þegar lögreglan lét síðast til skarar skríða í Boulogneskógi, þar sem vændiskonur Parísar- borgar bjóða karlmönnum blíðu sína, kom í ljós að allar „vænd- iskonurnar", sem lögreglan hafði afskipti af, voru karlmenn, kyn- villingar frá Brasilíu. Parísarlögreglan lítur ekki svo á, að innrás brasilísku drengj- anna sé eins og hver önnur uppákoma í undirheimum borg- arinnar. „Við erum þegar komnir með 300 þeirra á skrá og þeir eru farnir að valda verulegum vand- ræðum í hinni venjulegu vændis- starfsemi," sagði háttsettur lög- reglumaður í siðferðisdeild Par- ísarlögreglunnar. „Það fer ekki hjá því, að til einhverra ofbeldis- verka kemur því að þeir eru hreinlega að bola frönskum glæpaflokkum út úr myndinni." „I sumum kaffihúsum og krám er nauðsynlegt að tala portú- gölsku ef maður vill ekki láta of mikið á sér bera," sagði talsmað- ur lögreglunnar og minntist á það um leið, að það eru aðeins tvö ár síðan fór að bera á brasilísku kynvillingunum í París. „Þeir skipta augljóslega þúsundum í Brasilíu og nú streyma þeir stríðum straumi frá Ríó til Parísar." í Frakklandi má dæma mellu- dólga til fangavistar en hins vegar er vændi ekki bannað lögum samkvæmt. í augum bras- ilísku kynvillinganna er París því fyrirheitna landið. Þar geta þeir unnið sér inn nóga peninga til að láta gera á sér aðgerð, sem veldur því að þeim taka að vaxa brjóst, og þeir tekjuhæstu, sem geta haft allt að 700 dollurum á nóttu, fara til Marokkó í rándýra París er fyrirheitna landið. aðgerð og snúa svo aftur sem „konur". Lögreglan í París hefur miklar áhyggjur af þróun mála vegna þess, að kynvillingarnir hafa með sér sterk samtök, eru líkamlega sterkir og hafa lagt undir sig hverfi, þar sem evrópskir glæpa- flokkar voru allsráðandi áður. En þó að lögreglumennirnir hafi áhyggjur af ástandinu gátu þeir samt sem áður ekki varist brosi þegar þeir könnuðu einn kynvill- ingahópinn. Það kom nefnilega í ljós, að melludólgurinn var kona. - PAUL WEBSTER. POLLAND: Eva fæddist um svipað leyti og sovézku skrið- drekarnir ruddust inn í Ungverjaland árið 1956. Hún var 12 ára gömul, þegar þeir héldu inn í Prag. Hún var 14 ára, þegar þjóðvarðliðið skaut 50 manns í Stettin og Gdansk fyrir að hafa efnt til verkfalla. Nú er hún í fylkingarbrjósti andófs- manna úr hópi stúdenta, sem skipuleggja stuðning mennta- manna við hina nýju verkalýðs- hreyfingu í Póllandi. Hún heyrði nýlega brezka utan- ríkisráðherrann Carrington lá- varð í fréttaviðtali í Varsjá. Hann sagðist vona, að „önnur þjóð“ myndi ekki hlutast til um málefni Pólverja. Hann þorði auðvitað ekki að taka sér orðið „Sovétríkin" í munn. Hann vildi heldur ekki segja, hvað Bretar hygðust fyrir, ef Sovétmenn sendu skriðdreka sína yfir landamærin á nýjan leik. Hálft frelsi er betra en ekkert „Hann myndi ekki gera neitt,“ segir Eva með fyrirlitningu. „Við verðum að telja okkur trú um að Rússarnir viðurkenni hreyfingu okkar," heldur hún áfram. „Við verðum að bægja frá okkur óttanum við sovézka skriðdreka, svo að við gerum bara að gamni okkar. Ef við gerðum það ekki, gætum við ekki haldið áfram. Sumir halda, að Rússar verði komnir hingað um jólaleytið. Sjálf er ég hrædd innst inni. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að eitthvað komi fyrir. En á síðustu mánuðum hafa 10 milljónir gengið í hreyfinguna. Þeir geta alls ekki ráðið við okkur öll.“ Og hvaða skoðun hafa Eva og félagar hennar á Rússum? „Við hötum þá. Það er að segja við hötum Sovétríkin. Okkur líkar vel við rússnesku þjóðina og rússn- eska menningu. Við lærum rússn- eska söngva og rússneska tungu. Þetta er eins konar geðklofningur. Við teljum okkur fremri Rússúm. Evrópskari. Vestrænni. Lýðræð- Verður „stóri bróðir“ kominn um jólaieytið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.