Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 53 Ekta íslandsfar, smíðað sérstaklega í Paímpol til fiskveiða við ísland. Fyrstu skúturnar voru of veikbyggðar og Paimpolarar þróuöu eigin skip, til að þola vond veður og ná fljótt upp hraða með seglabúnaði, sem varð víðfrægur. Lífið um borð var ekkert sældarbrauð. þröngum loftlausum káetum, sem lyktuðu af tóbaki, blautum ullarplöggm, salti og slori gátu sjómennirnir hallað ser í þröngar skápakojur. Lítla fallega kirkjan í Perros. Anddyrið er þakiö minningarskjöldum um horfna sjómenn á íslandsmiðum í þessu litla þorpi. Og í kirkjunni er steindur gluggi um sjóhrakta menn á jaka við ísland. Konur biðu á höfðanum, þar sem sá til hafs I — X Z Koir l/Amnct i l/unrti v/iA hino mil/ln huorn f\/r i r cin o ointal nn norAi v/i A Hunnrnar Kioi lAcv/nlam ir fatnaAiir ■/ ~ . ...'. . / I sex mánuði norður í höfum Þaö var fagurt ágústkvöld að við komum akandi á bílaleigubíl eftir noröurströnd Bretagne, tvær ís- lenzkar förukonur, fengum okkur ódýrt herbergi hjá hrjúfri hótel- stýru niöri við höfnina í Paimpol. Héldum síöan í kvöldgöngu fram á bryggjurnar, þar sem viö gáfum okkur á tal við gamlan sjómann. Gamli bærinn í Paimpol, sem Pierre Loti gerði frægan í frönsk- um bókmenntum meö sögu sinni um fiskimennina viö ísland, .Pecheur d’lslande“, liggur í boga upp af höfninni. En lifnaðarhættir hafa mikiö breytzt frá tíma skútu- aldar. Fiskiveiöar á fjarlægum miö- um hafa vikiö fyrir róörum á grunnmið og siglingum skemmti- báta, skelfiskurinn er nú oröinn tekjulind í Paimpol, eins og flestum bæjum þarna á ströndinni. Þar er þó skútuklúbburinn Glenon og siglingaskóli, sem sóttur er allt áriö af siglingamönnum í Frakklandi, Bretlandi, írlandi og eyjunum á Ermarsundi. Áratuga reynsla Paimpolara í meðferö seglbúnaöar og viöureign viö hafiö gerir þá færa um aö miöla öörum af þekkingu sinni og sérfræöinga um sigiingar. Morguninn eftir er ein- mitt veriö aö skipta um áhafnir á seglbátum skólans, sem eru 3—4 metra langar skútur og mikiö um ungmenni aö drífa sig á sjó eöa koma aö landi í klúbbhúsinu. í sama húsi viö höfnina er líka sjóminjasafnið til húsa, þar sem strax er hægt aö heyja sér fróöleik um íslandssiglingarnar. Þær skipa þar veglegastan sess. Blómatími bæjarins fór saman viö þessar siglingar, sem stóöu frá 1852 til 1935. Fyrsta íslandsfarið er þar taliö skútan Occasion, sem lagði úr heimahöfn 1852. Flestir sjó- mennirnir voru frá nágrannaþorp- inu Ploubazlanec. Fimmtán fóru og 13 komu aftur, stendur þar. Bar- átta þeirra viö hafiö stóö í 5 mánuöi og 24 daga. Áriö eftir, 1853, fórst skútan meö manni og mús. Enginn kom aftur þaö ár. íslandssiglingar áttu sér þó nokkurn aðdraganda. Elstu heim- ildir um íslandssiglingu af þessum slóðum er aö finna á korti frá 1514 í klaustri í nágrannaþorpinu Kere- ly. Þar er þess getið aö sjómenn frá Paimpol og Bréhal hafi veitt þorsk viö ísland. Vitaö er aö skip frá Ermarsundshöfnum voru farin aö sækja þorsk á fjarlæg miö á 17. öld, höföu aöstööu á Nýfundna- landi og sóttu jafnvel á miðin viö ísland. Á sama tíma voru sjómenn á Bretagne þátttakendur í síldveiö- um og eltu síldina sífellt noröar, allt noröur undir ísland, þar sem þeir komust í kynni við hina miklu þorskgengd þar. Staöfestingu á því aö franskir sjómenn af þessum slóöum fisk- uöu við ísland fyrir 1852 rákumst viö sjálfar á í litla þorpinu Perras, rétt noröan viö Paimpol. Lítil pullfalleg kirkja vakti athygli okkar. I anddyrinu gaf aö líta marga minningarskildi, þar sem mátti lesa um þá sem horfið höföu á ís- landsmiðum úr þorpinu því — þ.e. á blómatíma fiskveiöanna. Stund- um ráöa af aldri aö þar heföu farist ungur sonur og faðir, eöa af nöfnum, að horfið heföu 3—4 úr sömu fjölskyldunni. í sjálfri kirkj- unni er steindur gluggi, sem sýnir menn á ísjaka og á honum áletrun: 17. júni 1841 kl. 7 sökk „Le Havre“. 33 björguöust upp á tvo ísjaka. Mennirnir 66 veittu því athygli aö í hvert skipti sem þeir báöu til Heilagrar Maríu frá Perras, tóku báöir jakarnir stefnu á land. 37 klukkustundum síöar voru þeir allir hólpnir." Guösmóöirin sú er verndarvættur þorpsbúa í Perras og kirkjuglugginn þakkir frá þeim. í fyrstu þurftu fiskimennirnir auövitaö aö kynnast þessum fjar- lægu miðum, sem þorskurinn gengur á viö ísland. En þaö varö fljótt aö venju aö flotinn legöi upp aö heiman í febrúarlok. Þótt vetr- arveöur væru váleg í Noröurhöf- um, var mikil veiöivon aö vetrinum. Skúturnar veiddu fyrst fyrir norðan og vestan. í maímánuöi komu svo fiskflutningaskipin, færöu skútun- um póst aö heiman og læknishjálp og tóku fiskinn til aö koma honum óskemmdum á markaö. Síðan var haldiö áfram veiöum, nú mest viö austur- og suðurströndina. Bátur- inn hlaöinn og haldiö heim í ágústlok. Þannig fóru allir karl- menn frá 14 ára aldri í burtu, því enga aöra vinnu var að hafa heima, og sumir sáu aldrei sumar- iö eöa hinn mikla og fagra gróöur heima í Bretagne upp frá því — aö minnsta kosti ekki fyrr en á elliárum. Entust þeir svo lengi, fengu þeir svolítil eftirlaun. Við Ekknakrossinn Á meðan biöu konurnar heima meö börnin og tóröu á því sem þær gátu ræktaö og kýrin gaf. Sumir fiskimennirnir, þeir bestu, gátu e.t.v. samiö um ofurlítiö meiri fyrirframgreiöslu en fyrir sjófatn- aöi. Og ef fiskiflutningaskipiö kom meö góöar fréttir af veiöi tiltekins skips, þegar þaö kom af miöunum í maí, gátu konurnar fengiö svolítiö útborgaö strax. Annars ekki. í bók Yves Le Roux segir frá því hvernig hann 14 ára gamall fór í fyrsta skipti meö fööur sínum til aO semja viö útgeröarmanninn, sem kallaöi hvern fyrir sig á eintal og geröi viö hann sérsamning. Hann var einka- mál milli þeirra tveggja. Ég spuröi hann hvers vegna sjómennirnir heföu ekki fremur sótt á nálægari og hættuminni miö og hann sagði: „Þorskurinn, manneskja. Þaö var eini fiskurinn sem seijanlegur var á mörkuöum Evrópu og engra kosta völ. Fátæktin á þessum tíma var óskapleg.“ Áöur en flotinn hélt af staö, eöa um miðjan febrúar, var í Paimpol kveöjuhátíö íslandsfaranna „Par- don des Islandais", sem allir tóku þátt í. Dýrlingurinn úr kirkjunni, Heilög María sjófarendanna, var borin ásamt krossinum á undan mikilli skrúögöngu niöur á höfn, þar sem prestar sungu messu og blessuöu skúturnar. Fólu þær og sjómennina guöi á vald. Á mynd- um má sjá sjómennina standa berhöföaöa meö konum sínum og börnum. Allir sungu sönginn, sem byrjar svo: „Les Pecheurs d’ls- lande et les Terreneuve...“ „Verndaöu þá þar. Ef þeir farast, geföu þeim þá Paradís. En láttu þá samt flesta koma aftur." Kanónu- skot kváöu viö og skipsbjöllur glumdu. Þetta var hátíöisdagur bæjarins og dansaö og sungiö á torginu. Þennan dag var tækifæri og síöustu forvöö fyrir unga fólkiö aö hittast og bindast, svo sem fram kemur í sögu Lotis. En sagan sú þykir lýsa á raunsæjan hátt lífinu í þessum fiskibæ, fólkinu þar og íslandsförunum. Og hún viröist mjög lifandi í hugum Paimpolara og raunar Frakka allra. Á sjóminjasafninu í Paimpol má sjá mynd af systkinunum Stóra- Yann og systur hans, sem Loti haföi í bók sinni aö fyrirmynd sjómannsins Stóra-Yanns og Gawd, sem náöu loks saman og giftu sig sex dögum fyrir brottför hans á íslandsmiö, þaöan hann aldrei átti afturkvæmt. En á gamla torginu í bænum er enn frægt hornhúsið, þar sem Pierre Loti bjó og lét Gawd eiga heima. Þaö var jafnan mikiö um aö vera í bænum og viö höfnina í Paimpol dagana frá kveöjuhátíöinni og þar til skúturnar sigldu út í flota undir dökkum seglum sínum. Vagnar fluttu niöur á bryggjur salt, brauð og haröa kexið fyrrnefnda, sem bleyta þurfti í vökva, grænmetis- tunnur og kartöflupoka, vatn og 25 tunnur af rauövíni og eplavíni, sem enn er þjóöardrykkur Bretagne- búa, ein tunna á mann. Menn voru aö búa sig undir sex mánaöa útivist. Þar viö bættust kol og viöur til eldunar, og loks komu sjómenn- irnir meö koffortin sin, „Coffre d’lslandais", sem sýnishorn er af á safninu, tréskóna sína og hálm- dýnurnar. Nauösynlegur fatnaöur til íslandsfararinnar var olíuklæöi, buxur, sjóhattur og þykka bláa mussan „Veruse”. Vindþétt og vatnsþétt, lík yfirhöfnunum, sem áður fyrr voru hér hlýjar skjólflíkur. Sjófatageröir veittu mörgum vinnu dagana þá. Og skósmiðirnir smíöuöu tréklossa meö leöurhlíf- um upp á hné að framan og bundna þar upp. Þessir sérstöku Paimpolaskór voru gjarnan teknir vel stórir, svo aö hægt væri aö vera í tvennum ullarsokkum í þeim. Sjómennirnir lögöu mikiö upp úr því aö skórnir væru óaöfinnanlegir og vönduöu valið, svo aö ekki kæmi fyrir aö þeir hlytu skaöa af lekum skóm í íslenzkum vetrar- veðrum. Loks sigldi seglskipaflotinn út milli eyja og skerja. Konurnar höföu gengiö margra kílómetra leið út á höföann til aö sjá sem lengst til skipanna. Bestu útsýnis- staöirnir voru taldir í Barbe, Guil- ben Kerroc’h, Pors Even og Trin- ité. Og á þessum sama staö tóku íslandsekkjurnar, sem svo voru kallaöar af því þær áttu menn sína á íslandsmiðum, svo aftur aö bíöa í lok ágúst, þegar von var á skipunum. Viö stöndum nú þarna á höföan- um í Pors Even viö ekknakrossinn, „Croix de Veuves", þar sem kon- urnar stóöu og biöu dag eftir dag, horfandi til hafs. Fyrsta segl bar viö sjóndeildarhring. Þegar þaö kom nær og skipið fór hjá höföan- um inn í fjöröinn, mátti þekkja skipið. Konunum fækkaöi á útsýn- isstaönum. í angist beiö á hverju ári hópur kvenna dag eftir dag, fram í september, eftir skipunum, sem aldrei komu. Á hverju ári voru þeir margir sjómennirnir, sem ekki komu aftur. 1906 sigldu til dæmis 54 skútur á íslandsmiö, og þrjár komu ekki aftur. Þó haföi ástandiö veriö verra árin á undan, t.d. 1901 og 1905. Sagnir eru á íslandi um aö 13—14 skútur hafi horfiö í vetrarveöri á íslandsmiöum 1873, þar á meöal skútur frá Paimpol. í safninu í Paimpol er m.a. mynd af skútu aö farast við grýtta strönd íslands. Og lýst áhrifum óveöranna viö ísland á Paimpol og fiskiskúturnar þaöan. Jean Kerlev hefur oröaö þaö svo, aö íslandssiglingunum hafi fylgt ómannlegar fórnir angistar, þján- inga, tára og sorga. Og annar höfundur segir, aö þeim hafi „fylgt velgengni fárra í 83 ár, og 83ja ára sorgir fyrir fjölskyldur mannanna, sem hurfu í hafið og aðstandendur horfnu seglskipanna. Trygginga- gjald skipanna voru menn“. Skútur voru oft margar, 1895 sigldu ekki færri en 80 skútur, yfir 200 tonn, á íslandsmið. Kirkjugarðurinn geymir nöfnin Á leiö okkar út á höföann með Ekknakrossinum, ökum viö gegn- um hvert þorpiö af ööru með litlum, fallegum, steinhlöönum húsum frá tíma íslandssiglinganna og þröngum götum. Hvarvetna eru kirkjur, enda íbúar kaþólskir og vel trúaðir. í kirkjugarðinum í Plou- bazlanec er minningaveggur um horfna sjómenn. Maöur gengur framhjá honum og les hvern skjöldinn á fætur öörum: 1905 ferst Marie Louise meö 27 mönnum, Mouette meö 27 mönnum, Pierre Loti meö 27 mönnum, Sirene, Provence og Morgane meö svipaöri áhöfn. Þarna stendur „í minningu um Le Gros-bræöurna þrjá, sem hurfu viö ísland um borö í Dessais 1898". Og þarna: „Alain Ferlicat, horfinn í hafiö viö ísland af Paim- polaise 1907, 19 ára aö aldri". Og hér: „í minningu um Jacques Kerbiguet, 48 ára og son hans Jean, 17 ára, horfnir í hafiö viö ísland 1912 um borð í La Franca- ise“. „Til minningar um Guillaume Flour, sem kallaöur var Stóri Yann, vinur Pierres Loti, skipstjóri á bát frá Pors Even. Horfinn í hafiö 1899“. Maöur gengur áfram og les: „Til minningar um sjómennina, sem hurfu viö íslandsstrendur um borö í skútunum: Occation, 15 menn, 1853. Mere Eve, 17 menn, St. Joseph, 6 menn, Justin, 8 menn, 1859. Bonne Merc, 14 menn, Pampolaise, 18 menn, Adolphe, 15 menn, 1863. Priez pour eux. — Biöjið fyrir þeim.“ Þetta er mikil blóötaka í litlum bæ. Á næsta skyldi má sjá, að horfiö hafa í hafið viö ísland á árinu 1867 17 menn af Mathilde, 11 menn af Pensel, 16 menn af Charles og 16 menn af Delivasp. Áriö eftir, 1868, eru horfnir 22 sjómenn með Charles, 18 af Esth- er og 22 af Therese. Og þannig gengur maöur áfram í sólskininu í ókunnum kirkjugaröi, og líður verr eftir því sem á lesturinn líöur — finnst maöur hálfgert bera ábyrgö á þessu voöalega landi, íslandi, og því sem hafiö í kringum þaö hefur endur fyrir löngu gert þessu fólki á fjarlægri strönd. En fólkinu þarna finnst þaö líka eiga mikiö sameiginlegt meö ís- lendingum. Borgarstjórinn, Jean le Meur, telur ekki eftir sér aö koma og hitta okkur, þótt hann sé í sumarleyfi, þegar gamli Tonton Yves hringir í hann og segist vera meö gesti frá íslandi. Hann hefur mikinn áhuga á aö ná meiri tengslum milli Paimpol og íslenzks bæjar. í Paimpol minnir margt á En Mémoire de Vincent GAULTIER Disparu en mer d'lslande ábord de kTSAINTE ANNE" 1895 Atain FERLICOT ésparu en Islande | a bor d de laPaimpolaisé 1907 19ans. JeanLouis FERLICOT iusillier/marin ans mjiiiíi Ekknakrossinn stendur á höföa úti við sjóinn. Þar biöu konurnar, þegar þær fór aö lengja eftir skútunum af ís- landsmiðum. Sumar stóöu þar dag eftir dag og aldrei birtust seglin á skípum manna þeirra. Ljósm. E. Pá. þetta ísland. Þar er í gamla bænum Gata íslandsfaranna, „Rue des Islandais". Og viö þá götu má sjá búö meö gömlum myndum frá fslandstímanum, „Les Photos Anciennes du temps d’lslande”. Þær eru í glugganum í búöinni, sem er lokuð. En þegar ég fer í bókabúö til aö leita aö bók um þessa tíma, býöst bóksalinn til aö finna handa mér myndir. Er ég kem þar seinna um daginn, hefur hann raunar grafiö upp heilmikið af gömlum póstkortum frá þessum tíma og má ekki heyra þaö nefnt aö íslendingur borgi fyrir þau. En víkjum aftur aö sjómönnun- um, sem seint í febrúar á ári hverju sigldu í flota frá Paimpol áleiöis til íslands, fullir eftirvæntingar. Enda ætluöu þeir sér aö koma ríkari til baka, svo sem segir í gamla brottfararsöngnum þeirra: „Þegar viö komum aftur, verðum viö orönir ríkir. Og á næsta vetri eigum viö meira smjör á brauöiö okkar. Og færri áhyggjur í kollin- um.“ Aö vísu viröist mörgum þeirra hafa veriö þungt í huga. Stóri Yann hans Lotis.,vildi ekki kvænast, af því aö hann haföi hugboö um, aö brúðurin, sem faömaöi hann, yröi Rán á íslandsmiöum. Og Tonton Yves leit á þaö sem dauöadóm, þegar hann var ungur drengur sendur á íslandsmiö. Dugguflotinn frá Paimpol sigldi meö Irlandsströndum noröur í vetrarveörin, þar sem sjómennirnir uröu aö veiöa úti á úfnu hafi, án þess aö hafa skjól af landinu, því ekki máttu þeir veiöa í landhelgi. Fljótlega kom í Ijós, aö þessar litlu ófullkomnu duggur voru alls ófær- ar um að standast þessi veöur, og seglabúnaöur ófullnægjandi, þar sem óveðrin skella svo skyndilega á. Hinir miklu skipsskaöar uröu til þess, aö framkvæmdamenn í skipasmíðum tóku aö bæta og þróa duggurnar svo aö þær gætu betur staöist slög þessa úfna hafs. Skipin yröu aö vera mjög sterk- byggö og fljót að ná upp hraða. Um 1860 tók Louis Laboureur sér fyrir hendur aö smíöa í skipa- smíðastööinni, sem hann erföi eftir fööur sinn, skip, sem væri bæöi sterkara og hraðskreiöara en fiski- duggurnar fram aö þeim tíma. Og fyrsta fiskiskipið meö „pallsegli og rúllusegli", smíöaö 1866, var fyrir- rennari íslandsskútanna frá Paim- pol, sem þóttu svo stórkostlegir farkostir á þeim tíma. Þær urðu ríkjandi eftir 1880. Ekki hætti ég mér, sakir vanhæfni, til aö lýsa þessum merkilegu íslandsförum Laboureurs, en duggurnar þóttu fallegar og rennilegar, 35—37 m á lengd, 7,50 m á breidd og ristu 3—4 metra. Seglabúnaöurinn, níu segl, 595 ferm. aö flatarmáli. Eftir 1875 var seglabúnaöurinn bættur, svo að hægt var aö hagræöa seglum án þess aö þurfa aö senda menn upp í mastur. í því þótti mikið öryggi á íslandsmiöum, þar sem „hvassviðri ríkir tímunum saman“. Rými þurfti aö vera gott í íslandsförunum til aö geta geymt sem mestan afla, enda tóku lest- arnar þriöjung skipsins. Skipasmíöarnar sköpuöu meö tímanum mikla atvinnu í Paimpol, svo og framieiösla seglabúnaöar og varö upphafiö aö blómlegum iönaöi, sem stuölaöi ekki síöur aö uppgangi staöarins en fiskveiðarn- ar. 1895 var komin þar önnur stór skipasmíöastöö, enda þurfti tals- vert til aö halda viö 80 skipa flota, sem týndi svo hratt tölunni sem duggurnar á íslandsmiöum. Þegar mest var voru skip smíðuð og viögerö á ekki færri en 10 stööum í Paimpol. Seglasaumararnir unnu úr heimaofnum striga og hvert skip þurfti tvöfaldan seglabúnaö. Svo eftirsótt uröu þessi sterku segl, sem ætluö voru til íslandssiglinga, aö brátt gátu þeir ekki annaö eftirspurn hvaöan æva aö. Þegar seglskipin voru aö syngja sitt síöasta og íslandssiglingar á fall- anda fæti — eftir fyrra stríö var fiskiskipafloti Paimpolara kominn niöur í 15 skip — þá var án árangurs reynt aö setja vélar í duggurnar. Þær stóöust ekki leng- ur samkeppnina. Við færið í 12—18 tíma Líf sjómannanna frá Bretagne var ekkert sældarlíf um borð í þessum skipum. Þegar komiö var upp aö ströndinni og fiskimið fundin, raöaöi allur mannskap- yrinn sér meöfram boröstokknum, hlémegin, þar meö taldir skipstjóri og stýrimaöur. Þar stóöu þeir svo lengi sem fisk var aö fá og hreyföu meö hægri hendi útréttri þetta 120 m langa færi meö 2—3 kg lóöi á endanum. Iðulega án hvíldar í 12—18 tíma, og á eftir var tekið til viö aö verka fiskinn. Þaö var óskapleg þrekraun aö standa svona og stíga ölduna aö sögn Yves gamla. Og kannski ein ástæöan fyrir því hve títt þaö kom fyrir að menn tók út og þeir drukknuöu án þess aö félagar þeirra gætu nokkuö aö gert. Til aö jafna svolítiö álagiö, fluttu menn sig aftur eftir skipinu frá einu færi til annars, því aö misþæqilegt var aö standa viö veiöarnar. Á skipinu voru oft 16—22 menn, sem skipt- ust í 3 hópa. Stóöu tveir jafn- an viö færiö, meðan sá þriöji kastaöi ser út af í koju og svaf. Þetta var mikiö haröræöi og oft voru þeir meö bólgna fingur og skorna af færinu, hendurnar illa farnar þegar læknirinn loks kom meö vorskipinu. Mikið kapp var í sjómönnunum aö veiöa sem mest því eftir því var hlutur þeirra. Fiskarnir taldir. Sá sjómaöur þótti mjög góöur sem dró 3000 þorska og ágætur sá sem haföi 1500—2500, en miðl- ungsmenn þar undir. Hvíldin var í því fólgin aö kasta sér út af í þröngri, daunillri káet- unni. Kojur voru lokrekkjur, eins og títt var aö hafa í gömlu húsunum á Bretagne, nánast litlir, þröngir skápar meö hálmdýnum og þar köstuöu þeir sér iöulega í öllum fötunum. Litla kabyssan náöi sjaldan aö þurrka plöggin, þessi eina Ijóstýra gaf litla birtu og loftræsting engin. Loft komst því aöeins inn, ef rifa var á lúgunni en iöulega varö hún aö vera lokuð vegna veðurs. Þarna blandaöist saman lyktin af blautum fatnaði, tóbaki, salti, slori og óhreinindum. Það var því ekki aö furöa þótt sjómennirnir væru fegnir aö kom- ast í læk og þvo af sér, ef þeir undir voriö komust í land einhvers staöar á Austfjöröum. Skipstjóri og stýrimaöur höföu káetu aftast í skútunum. Iðulega kunnu þeir einir frönsku, enda skipsbókin á því máli. Hinir töluöu bretónsku. Þeir voru í einni káetu frammí. En á milli voru fiskilestarn- ar og geymslur fyrir varaseglin, matföng og annan útbúnaö. Áriö 1911 skrifar blaöamaöur, sem fór um borö í Jeanne á kveöjuhátíöinni í Paimpol, þegar gestir máttu fara um borð: „Ég sá káetu skipstjórans, sem var hrein eins og kapella meö kompásnum og heilagri Maríu úr postulíni hliö viö hliö. Og ég sá geymsluna, þar sem öllu ægöi saman, salti, niöur- suöu, víntunnum, kartöflum . . . Ég fór fram á, þar sem sjómennirnir sofa í bekkjum og hvorki sól né birta nær nokkurn tíma til þeirra.” Einu fréttirnar, sem þessir sjó- menn höfðu aö heiman í sex mánuði, voru bréfin, sem fiskiflutn- ingaskipiö kom meö í maímánuði. Sum þessara bréfa eru til í sjó- minjasafninu. Ein eiginkonan hefur skrifaö manni sínum á íslandsmiö- um: „Ég byrja þetta bréf meö sorg í huga. Ég get ekki lýst fyrir þér þeim sársauka, sem ég fann, þegar ég sá fallegu Leopoldine hverfa undir fullum seglum viö sjóndeildarhringinn kl. 5. að morgni. Mér fannst hjarta mitt slegið sári. Og ég haföi hugboö um aö ég mundi aldrei sjá þig aftur. .. Og Yann Neber sendir svarbréf heim meö skipinu: „Þakka þér bréfiö þitt, litla Jeanne. Þaö upp- örvaöi mig. Ég þölva ekki, eins og svo oft hefur komiö fyrir mig áöur, þótt stormur blási og hafiö æöi í kringum okkur, svo aö þorskveiði- dagarnir veröa færri en teljandi er á fingrum sér. Þaö hvessti ræki- lega í síöasta óveöri úti af Riekia- wick. En meðan stormurinn æddi yfir höföum okkar, sá ég þig í huganum vagga litla Yannik." Síðasti íslands- farinn 1935 Á fögrum sumardegi í ágúst, eins og þegar viö stóöum 1980 á höföanum viö Ekkjukrossinn, komu þeir aftur sjómennirnir af íslandsmiöum. Hvert segliö af ööru bar viö himin úti viö sjóndeildar- hringinn. Ekki þýöir lengur aö bíöa þeirra. Þaö er horfin tíö — sem betur fer er víst óhætt aö segja. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófust veiöarnar aftur, þegar sjómennirn- ir komu úr skotgröfunum. En nú voru skipin mun færri en áður, komin niöur í 15 skútur frá Paim- pol. Vélskipin voru aö koma til sögunnar og auk þess áttu margir völ á annarri vinnu í iðnaði. Þegar svo lög voru sett á íslandi 21. apríl 1922, sem bönnuöu umhleðslu milli skipa í landhelgi, var þaö síöasta reiöarslagiö á þessar veiö- ar. Þá gátu skúturnar litlu ekki lengur losnaö viö vetrarfarminn, og útgerðarmennirnir ekki fengiö hann óskemmdan til sölu á mörk- uðum Evrópu. Þeir misstu því áhugann. Og „la grande epoque” eöa blómatímum Islandsveiöanna var lokiö, þegar fiskiskútan La Glycine sneri heim úr síöustu ferö sinni á íslandsmið á árinu 1935. Þeim kafla var lokiö í sögu Breton- anna frá Paimpol — sögu sem munuð er þar og víöa hér á íslandi, þar sem Frakkar reistu sjúkrahús og þar sem margir franskir sjó- menn hvíla í kirkjugörðum. í næstu grein verður sagt frá heimsókn til síöasta íslandssjó- mannsins í Paimpol, Tonton Yves Le Roux. _ E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.