Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 55 Bragi blandar Fyrir skemmstu barst mér í hendur fjórða bindi af þeirri fræðasyrpu um borgfirzk efni, sem Bragi Þórðarson, prent- smiðjustjóri á Akranesi, safnar í og Uörpuútgáfan gefur út. Er þetta eins og fyrri bindin allstór bók, prentuð skýru letri á góðan pappír og prýdd mörgum mynd- um. Er safnritið allt orðið 973 blaðsíður. Efni þessa bindis er vandlega flokkað eins og hin fyrri, og eru heiti flokkanna sem hér segir: Þjóðlífsþættir, Persónu- þættir, Slysafarir, Draumar og dulrænar sagnir, Gamanmál, Sagnaþættir, Ferðaþættir, Vísna- þáttur og loks Nafnaskrá. Það er alkunna, að mjög mörg góðskáld þessarar aldar fæddust í Borgarfirði, eða voru þaðan ættuð, en skáldatal 19. aldarinnar segir aðra sögu, en á þeirri öld voru hagyrðingar mjög margir í Borg- arfirði — og svo er enn. Hins vegar eru sumir þeir snjöllustu óþarflega dulir á kveðskap sinn. En hvað sem líður skáldskap Borgfirðinga eru í héraðinu ýmsir sem frásagnarsnilli er í blóð borin, og margir vel rftfærir. í seytján ár hefur komið út á kostnað Kaupfé- lags Borgfirðinga rit, sem heitir Kaupfélagsritið. Það er gefið út í heftum, og barst félagsmönnum það sjötugasta í röðinni í október siðastliðnum. Ritið fjallar fyrst og Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN fremst um framkvæmdir og hag félagsins og hinnar mörgu deilda þess, en svo til í hverju hefti er meira og minna af borgfirzkum fróðleik, færðum í letur af Borg- firðingum. Ritstjóri þess var allt frá 1964 til dauðadags hinn sívinn- andi áhuga- og merkismaður, Björn Jakobsson frá Varmalæk, en síðan hann lézt hefur verið ritstjóri þess hinn bókmennta- fróði Mýramaður, Bjarni Valtýr Guðjónsson. Ritið er prentað í prentmiðju Sveins Hálfdánarson- ar í Borgarnesi, svo að borgfirzkt er það að öllu leyti. Bragi Þórðarson er fundvís á vel ritfæra menn og sömuleiðis glögg- ur á það, sem er fróðlegt eða skemmtilegt, og vitnar þetta bindi Blöndu hans fyllilega um það, að nægu sé ennþá af að taka. Sumt af efninu skrifar hann sjálfur, og lætur honum dável að fella saman dreifðar heimildir, hvort sem þær eru munnlegar eða skriflegar. Það af efninu, sem ég man bezt að lestri loknum, er sem hér segir: Þáttur Þorsteins bónda á Skálpastöðum í Lundarreykjadal um frostaveturinn mikla 1917— 1918, ógleymanleg frásögn Þorkels Þorvaldssonar á Lundi í Þverár- hlíð, Köld nótt á Tvídægru, Ferjur á Hvalfjörð eftir Valgarð Jónsson, þáttur af Oddi Sveinssyni eftir Braga Þórðarson, slysaþættirnir, sem Bragi hefur einnig skrifað, ferðaþáttur eftir hinn háaldraða gáfumann og hagyrðing, Andrés í Síðumúla — og loks Gamanmál, sem Bragi hefur týnt saman. úr þeim birti ég til smekks tvær styztu sagnirnar og auk þess tvær vísur. „Valdimar Stefánsson ríkis- saksóknari var eitt sinn á ferð í Hvalfirði. Hann kom í veitinga- húsið á Ferstiklu og bað þar um mat. Hann fékk kjöt til matar, og var það bæði seigt og vont. Þegar stúlkan kom til að taka á móti borguninni, sagði Valdimar: „Það skal ég ábyrgjast, að þetta kjöt hefur verið af Katanesdýrinu." Þá er það sagan af samfundum Jóns Kristjánssonar nuddlæknis og ónefnds Borgfirðings: „Jón nuddlæknir var einu sinni á ferð um Borgarfjörð. Hann hittir þar mann á förnum vegi og spyr hann um, hve hann sé lengi að ríða til næsta bæjar. „Það er svona hálftíma nudd,“ svaraði maðurinn." Maður er nefndur Valgeir Run- ólfsson. Um hann segir Bragi Þórðarson, að hann hafi mörgum skemmt með vísum sínum og kvæðum. Ennfremur getur Bragi þess, að Valgeir yrki undir dul- nefninu Lilli. Út af samþykkt fóstureyðingarfrumvarps á Al- þingi kvað Valgeir þessa vísu: MÞau lög voru afgreidd á Alþingi i dag, Hem almenninK skylt er aA kynna. Mannxerd er viðurkennt fullkomið fag, sem fuskarar mega ekki vinna.“ Hina vísuna orti hann um nema í iðn sinni: „Liísins vegi litt ég skil, en liost er þó i vitund minni, að Arni hefur orðið til af óheppni hjá móður sinni.“ I fróðlegri grein eftir séra Brynjólf Gíslason í Stafholti um Hvamm' í Norðurárdal og Hvammspresta kemur fyrir orð- tak, sem ég hef aldrei heyrt notað, en mér þykir vert að vekja athygli á. A blaðsíðu 84 í þessu bindi Borgfirzkrar blöndu, segir meðal annars svo: „Hinn 1. maí 1862 giftist séra Guðlaugur í þriðja sinn, Ilalldóru Jónsdóttur, prests frá Reykholti. Var hún þá 57 ára og hafði ekki gifst áður. Sr. Guðlaugur var þá steinblindur fyrir mörgum árum og sá aldrei konu sína. Kristleifur á Kroppi segir að Halldóra og systir hennar, Sigríður hefðu sett þá sök við súlu að verða prestkon- ur, ella giftast ekki að öðrum kosti.“ Orðtakið, sem þarna er notað, er raunar að finna í orðataksafni Halldórs prófessors Halldórsson- ar, en svo erfitt er það viðfangs, að prófessornum veitist örðugt að skilgreina það og uppruna þess. Væri fróðlegt að frétta, hvort það er einhvers staðar ennþá notað og í hvaða merkingu. Mýrum, 5. nóv. 1980 Auglýsingar í símaskrá 1981 Eyöublöö fyrir auglýsingapöntun ásamt upplýsingum um verö og fyrirkomulag auglýsinga í símaskrá 1981, hefur veriö sent flestum fyrirtækjum landsins. Auglýsendur í síöustu símaskrá, sem óska aö hafa auglýsingar sínar óbreyttar í símaskrá 1981, þurfa aö leggja inn nýja pöntun annars veröa auglýsingarnar ekki endurteknar. Frestur til aö panta auglýsingar er til 1,desember nk. Nánari upplýsingar í síma 29140 og á Póst- og símstöðvunum. Símaskrá — auglýsingar, sími 29140 pósthólf 311,121 Reykjavík. Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29 105 Reykjavík sími 25400 Tölvunámskeið Byrjenda- og framhaldsnámskeiö Námskeið- og tölvukynning í dag, sunnudag kl. Sýnikennsta í gerðaðventuknmsa og jólaskreytinga Aðventan nálgast. Fyrsti sunnudagur í aöventu er eftir viku. Frá klukkan 2-6 í dag, sunnudag sýnum við gerð aðventukransa og jólaskreytinga Heimsækið Græna torgið um helgina og sjáið handbragð skreytingameistara okkar. Eigum allt efni til aðventu- og jólaskreytinga. Komiðog sjáiðhinar nýstárlegu aðventuskreytingar okkar úr þurrkuðum blómum. Blómstrandi jólastjörnur í góðu úrvali. í fallegum litum rauðarog hvítar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.