Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 Sjö dagar í Jórdaníu: 4. grein Það flögraði að mér sú hugsun, hvort útlendingar, sem koma á Þingvelli, verði fyrir svipuðum áhrifum og ég varð í Petra í Jórdaníu. Eg hef velt því fyrir mér, hvernig sé fært að lýsa svona áhrifum, kannski á maður ekki einu sinni að reyna það. Sólin skein á háa hamraveggina og við Khalil, leiðsögumaður minn sviptum okkur á bak arabískum hestum og létum þá brokka létt eftir mjóum vegi í áttina til Petra. Venjan er sú, að túristar séu settir upp á hross og síðan teyma undir þeim gamlir, skikkjuklæddir menn. Eg sagði Khalil, að ég væri vön hestaskella úr Dölunum; þótt ég hefði að vísu aldrei setið arabískan hest, væri mér sú hugs- un óbærileg að láta teyma undir mér og fara aftur niður á hnakk- nefsstigið. Hesturinn minn reynd- ist ósköp þægur, stundum mátti finna á hreyfingum hans, að einhvern tíma í fyrndinni hafði hann alið með sér óskir um að vera gæðingur en þeim hafði hann varpað fyrir róða fyrir æðilöngu og hann lét vel að stjórn. Við komum að klettavegg, lukt- um við fyrstu sýn, og svo háum að ég hélt, að þar kæmist enginn yfir nema fuglinn fljúgandi. En sjá: allt í einu opnast glufa í þennan vegg og við skáskjótum okkur innfyrir. Þar heitir Siq og þýðir þröngt skarð, og síðan þræðum við einstigið tæpa tvo næstu kílómetr- ana. Þarna búa líkast til ekki álfar lengur né huldufólk, en í hellunum efst uppi í hömrunum hafast við nokkrar bedúínafjölskyldur. Sumar lifa góðu lífi á því að búa til smágripi, sem þær segja túrist- um, að þeir hafi fundið inni í rústaborginni. Nokkrir eiga úlf- alda og ferðamenn láta mynda sig á þeim. „Rósrauð borg, jafngömul tímanum," sagði ferðalangur nokkur, Dean Burgon, sem kom hingað fyrir mörgum áratugum. Hann hafði ferðast á hestum og úlföldum, yfir fjöll og firnindi, djúpa dali, yfir ár og læki, inn í sest að á þessum stað í kringum 800 f.Kr. Þeir réðu lögum og lofum næstu aldir yfir verslunarleiðinni frá Arabíu og tóku drjúga tolla fyrir að ieyfa mönnum að fara um nærliggjandi landsvæði. Þeir áttu sitt eigið stafróf, höfðu sín eigin lög og sérstaka mynt slógu þeir og þeir færðu út áhrifasvæði sitt svo að það náði um hríð langleiðina norður til Damaskus. Þeir hjuggu sér hús sín í klettana, byggðu sér leikhús, sal- arkynni og búðir, í stað þess að reisa sérstök musteri eða hallir í dalnum sjálfum. Þeir voru frægir fyrir kænsku í viðskiptum og snjallir verkmenn, og ríkidæmi þeirra varð slíkt, að Rómverjar tóku að renna hýru auga til hamraborgarinnar og vildu gera hana hluta af heimsveldi sínu. Eftir allmargar atlögur náðu Rómverjar Petra og varð Petra nú hluti Arabíu. Jafnskjótt og Róm- verjar höfðu tekið Petra hófu þeir að umbylta þar öllu og breyta, þeir byggðu hof og musteri og sérstak- ar byggingar, komu fyrir heitum böðum, stækkuðu leikhúsið sem fyrir var, svo að það rúmaði um tvö þúsund manns. Margar þess- ara bygginga í Petra eru enn ákaflega vel varðveittar og út- skurður þar og súlnadýrð mikil eins og hvarvetna þar sem Róm- verjar tylltu niður tá. Skarðið inn í Petra. Dýrð Petra sem verslunar- og menningarstöðvar tók að dvína á fjórðu öld, þegar ferðir kaupa- héðna um landsvæðið voru ekki jafn mikilvægar og áður. Heim- sveldi Rómverja var að gliðna og höfuðborg austurveldisins, Konst- antínópel, gat ekki lengur verndað þessa fjarlægu borg. Petra týndist kannski, en hún gleymdist ekki. í þúsund ár sté enginn fæti sínum í hana. Það var ekki fyrr en 1812 að svissneskur landkönnuður, Johann nokkur Burckhardt, sem hafði heyrt um hana, fór dulbúinn sem pílagrím- ur, fékk Bedúína til að leiðbeina sér og þeir fundu skarðið, sem líklegt er að Bedúínar hafi alla tíð vitað um. Hér er út af fyrir sig óþarfi að rekja í öllu lengra máli sögu þessarar borgar, þar sem tugþús- undir lifðu og störfuðu fyrir mörg- um öldum. Né heldur sé ég ástæðu til að lýsa nákvæmlega ýmsum byggingarstíl, hofum og súlum, enda hafa rústaborgir aldrei verið á mínu sérsviði. En andrúmsloftið innan þessara háu hamraveggja, litlu hellarnir þar sem skynja mátti löngu liðið mannlíf, fannst mér tilkomumeira en mósaíkgólf og konungagrafir. Við skildum hestana eftir niðri í dalnum hjá litlum strák og príluð- um upp í klettana. Þó þarf lengri tíma en fáeinar klukkustundir til að skoða klettaborgir Petra, en ég fékk þó nasasjón af þeim. Flestir ferðamenn láta duga að ríða inn í borgina og skoða musteri og súlur Iundraheimi Petra og tedrykkju hjá Taomi Fagurt rómverskt musteri, vel varðveitt. Taomi og tveir af strákunum hennar. eyðimörkina og kemst að lokum á þennan stað, sem var nánast hulinn í fjöllum Suður-Jórdaníu. Þessa leið fór ég einnig, en á hraðskreiðara farkosti, þar til kom að útjörðum Petra, en þá er numið staðar og eftir það notaðir hestarnir góðu. Petra var týnd umheimi í aldir, en fannst á ný á síðustu öld, höfuðborgin í hinni fornu Nabateu og hefur síðan verið ævintýra- heimur ferðamanna, fornleifa- fræðinga og sagnfræðinga. Dalur- inn mun hafa myndast við jarðskjálfta fyrir milljónum ára og þá þeyttust rósrauðir hamrarn- ir hátt í loft upp og mynduðu þessa klettaumgjörð. Þeir fyrstu sem komu í dalinn voru Edomitar, sem eru nefndir í Gamla testa- mentinu. Eftir þá komu síðan Nabatear og Petra er fyrst og fremst þeirra borg. Nabatear voru af ættflokki Bedúína og þeir byggðu sér ból í dalnum innan veggjanna og er talið, að þeir hafi Eitt af börnum Taomi. Hellisskútinn og fyrir framan er tjaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.