Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1980 51 Arfurinn frá Treblinka Martin Gray: ÉG LIFI. Max Gallo skráði. Kristín R. Thorlacius og Rögnvaldur Finnbogason þýddu. IAunn 1980. Bók þessi er á margan hátt sérstæð. Hún segir frá óvenju- legum örlögum manns sem ólst UPP í gyðingahverfinu, gettóinu í Varsjá, lifði af hörmungar stríðs- ins, varð auðugur maður í Banda- ríkjunum og þegar framtíðin virð- ist brosa við honum missir hann konu sína og fjögur börn í elds- voða. Arfurinn frá Treblinka fylg- ir honum, en þar létu móðir hans og systur lífið, faðir hans féll í átökunum um gettóið í Varsjá. Sagnfræðingurinn kunni, Max Gallo, sem skráði sögu Martins Gray segir í formála bókarinnar: „Ég kynntist lítillæti hans og óbilandi skapfestu. Likami hans bar merki grimmdar og villi- mennsku samtímans, þessarar aldar sem átti Treblinka. Ég fann hvernig þessi hræðilegu örlög þrúguðu mig. Ég varð að fella ýmislegt niður, hver einstakur þáttur í ævi hans var efni í heila sögu.“ I inngangi sínum skrifar Martin Gray: „Ég lifi. Það er ekki alltaf auðvelt." Og saga hans hefst á þessum orðum: „Ég fæddist með stríðinu. Það hvein í sírenunum, sprengjuflugvélarnar smugu yfir húsþökin, skugginn af þeim leið yfir veginn og á strætunum hljóp fólk skelfingu lostið." Frásögn Martin Grays er hvergi fegruð. Hann lýsir á óvæginn hátt ástandinu í Varsjá á stríðsárunum og beinist gagnrýni hans ekki síst að hans eigin félögum, gyðingun- um, sem sumir hverjir þjónuðu Þjóðverjum dyggilega til að halda lífi. Hann er heldur ekki myrkur í máli um hermenn Rauða hersins sem tóku Berlín, en hann var þá orðinn einn þeirra. Hann lærir að hefndin er líka beisk. Annars er Martin Gray. saga Martin Grays ekki fyrst og fremst samtímasaga heldur per- sónuleg harmsaga. Max Gallo hefur með Ég lifi skráð sögu Martin Grays í eins konar samræðustíl þar sem frá- sögnin er lipur og eðlileg. Þetta hefur tekist bærilega að túlka í íslensku þýðingunni. Bókin er af því tagi sem bindur lesandann við efnið, gerir hann að þátttakanda í atburðunum. Myndir í Brennu- Njálssögu Árið 1945 sendi Helgafell frá sér Brennunjálssögu í útgáfu Hall- dórs Laxness með nútímastaf- setningu í því skyni að gera bókina „sem leshæfasta almenn- ingi“ og með myndskreytingum þriggja listamanna: Gunnlaugs Scheving, Snorra Arinbjarnar og Þorvaldar Skúlasonar. Titilsíðu og bókarbindi teiknaði Ásgeir Júlí- usson sem var ágætur listamaður á sínu sviði. Þessi fræga útgáfa Helgafells var að mörgu leyti merkileg. M.a. boðaði hún endurmat fornra bók- mennta undir forystu eins helsta samtímahöfundarins sem átti ekki nógu sterk orð til að lýsa snilld Njáluhöfundar. En einn var löstur bókarinnar. Hún var of mikil um sig og of þung til þess að hægt væri að halda á henni með góðu móti og ef menn fóru með hana í rúmið að kvöldi var hætta á að þeir köfnuðu undir henni, eða slösuðu viðstadda með því að reka bókina í þá, að ég taii nú ekki um ef þeir hentu henni frá sér eins og líka þarf að vera hægt að gera við (sumar) bækur. Dauðsföll vegna Brennu- njálssögu þeirra Halldórs Laxness og Ragnars Jónssonar voru að vísu ekki auglýst, en án efa hafa þeir drepið einhverja með bókinni — og þá vonandi þá sem áttu það skilið. Útgáfan digra er nú komin út offsetprentuð í venjulegu broti. Hlutur Halldórs Laxness að henni skal í heiðri hafður, en ekki fer á milli mála að svona eftir á verði maður hvað stoltastur vegna myndanna. Einu sinni voru það einkum Norðmenn sem mynd- skreyttu fornar íslenskar bækur og gerðu það snilldarlega. Auðvit- að hrökk maður illilega við þegar myndskreytingar þeirra Schev- ings, Snorra og Þorvaldar voru skoðaðar, ekki síst vegna þess að sumar þeirra voru að mati æsku- manns groddalegar og jafnvel klunnalegar eins og gripur eftir smið sem skorti réttu verkfærin. Eftir á sér maður að hver listamaður á sinn stíl og túlkar heim Njálu hver með sínum hætti. Ég er ekki fjarri því að sumar þessara mynda eigi eftir að lifa, en naumast „afrek jafnvirð hinum ódauðlega texta“ eins og útgefandi segir í eftirmála. Listamönnunum ætti að nægja sú viðurkenning sem felst í því að með Njáluskreytingum sínum lögðu þeir drög að myndrænni túlkun íslenskra fornbókmennta, en voru vitanlega ekki einir um það. En ýmsir yngri myndlistar- menn virðast hafa tekið aðferðir þeirra sér til fyrirmyndar. Það sanna nýlegar útgáfur Helgafells á íslendingasögum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AKÍLYSINGA- SI.MINN KR: 22480 föJLMUK GÍ-SIA-SOM 9, CO. 11,0 L UMBOÐSSALA HEILDSALA „... allt á sínum stað“ |með skjalaskáp I skjalaskápurinn er 1.97 cm á hæð 107 cm á breidd og 42 cm í dýpt Hurðirnar ganga inni skápinn til beggja hliða. Geymslupokarnir hanga i þar til gerðum römmum og hafa merkimiðatilþess að,,allt sé á sínum stað Draga má út vinnuborð. Getur einkaritari auðveldlega athug- að í ró og næði þau skjöl sem forstjórinn óskar eftir að fá. Einnig auöveldar þetta vinnu við inn-og úttekt á alls konar skjölum fyrir þá sem vilja hafa ..allt á sínum stað" Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf að leysa biðjum við viðkom- andi góðfúslega að hafa samband við okkur sem allra fyrst og mun- um við fúslega sýna fram á hvernig ÍHiihhon skjalaskápur hefur „allt á sínum stað“. Umboðsaðilar: ÖlAfUR GÍ-SlASOflJ & Ci SUNDABORG 22 - 104 REYKJAVlK - SÍMI 84800 ilf TELEX 2026 & Sambyggt tæki með toppgæði SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó sam- stæða í „silfur“ eða brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm. Reimdrifinn hálfsjálfvirkur plötuspilari m. magnetic pickup. Rafeinda móttökumælir. • LM, MW og FM bylgjur. • Rafeinda ”Topp” styrkmælir. SG-1HB DOLBY fyrir betri upptökur. • Útgangsorka 2x27 Wött v/4 Ohm. ‘A1ETAL Stilling fyrir metal kassettur. SHARP CP-1H/HB: Hátalarar, bassa og diskant (2 way), 25 Watta í „silfur“ eða „brons“ útliti. Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt 18.3 mm. Allt settiö, verð kr.: 596.000- ^söli 25999 Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ - Fatavai Keflavík - Portið Akranesi - Eplið ísafirði - Álfhóll Siglufirði t Cesar Akureyri - Hornabær Hornafirði - Eyjabær Vestmannaeyjum - M.M. h/f. SelfossL^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.